Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 Þorvaldur Garðar Krístjánsson: Iðnaðarráðherra f ram h já Alþingi Stjórnarskipun Orkustofnunar án lagasetningar, deildaskipting án tillagna frá stofnuninni sjálfri og án setningar reglugerðar Hér fer á eftir, i heild, ræða borvalds Garðars Kristjánssonar (S), er hann Katínrýndi Hjörleif Guttormsson, iönaðarráöherra, fyrir aö skipa Orkustofnun sérstaka stjórn upp á sitt eindæmi, án þess að fara þar leiðir sérstakrar latcasetninKar um hvern vetc skuli að málum staðið. svo sem tíðkast hafi í hliðstæðum stjórnarathöfnum. Þetta mál varðar orkumálin, sem efst eru á hautji um þessar mundir oj; sérstakletja þá stofnun orkumál- anna sem er svo mikilvæt;, þ.e. Orkustofnun. Kn það er svo með það mál, sem é« ætla að hreyfa hér, að því hefur ekki verið hreyft á Alþin«i o)í hefði þó verið ærin ástæða til þess, vetjna þcss að það varðar hæði stjórn ot; skipulati Orkustofnunar. Mér þykir rétt með tilliti til þess að þetta hefur ekki verið rætt hér á Alþintii að lesa hér upp með leyfi forseta hréf, sem iðnaðarráðherra skrifaði 24. fehrúar 1981. Hér er um að ræða skipunarbréf til þrintaa manna, sem ráðherra skipar til þess að mynda stjórn Orkustofnunar. í þessu bréfi sejjir m.a. á þessa leið með leyfi forseta: „Með bréfi iðnaðarráðhcrra datís. 1. 8. 1980 var skipuð nefnd til þess að t;era tillötíur um endurbætur á innra skipulatci 0« stjórnsýslu Orkustofn- unar. Hinn 15. des. sl. skilaði nefnd- in áfant'atillöt'um ásamt tíreinar- t;erð ok er þar m.a. lagt til, að skipuð verði stjórn Orkustofnunar. í sam- ræmi við þessar tiIlö«ur er ákveðið að skipa þri««ja manna stjórn Orkustofnunar, er starfi á ábyrfíð iðnaðarráðherra. Þannit; skal stjórn- in hafa með höndum yfirstjórn stofnunarinnar, fjalla um stefnu hennar, skipulat; ot; starfshætti og fara ásamt orkumálastjóra með tent;sl við iðnaðarráðuneyti." Hér lýkur tilvitnun Þetta var 24. febrúar sl. Þann 1. apríl sl. skrifar ráðherra annað bréf, sem er svo hljóðandi með leyfi forseta: „Ráðuneytið visar til bréfs stjórn- ar Orkustofnunar dags. 26. marz sl., þar sem gerð er tillaga um, að til framkvæmda kæmu tillögur starfs- hóps um innra skipuiag Orkustofn- unar frá 15. des. sl. Ráðuneytið fellst fyrir sitt leyti á tillögur starfshóps- 1. Að orkustofnun skiptist framveg- is í eftirfarandi aðaldeildir: Stjórnsýsludeild, vatnsorkudeild, jarðhitadeild og orkubúskapar- deild. 2. Að sem fyrst verði sett á fót framkvæmdaráð í samræmi við tillögur starfshópsins með þeirri tilhögun til bráðabirgða, sem lögð var til af stjórn stofnunarinnar. 3. Þá hefur ráðuneytið ritað ráðn- ingarnefnd ríkisins bréf og leitað eftir heimild til starfsmanna- ráðningar í samráði við ofanrita." Hér lýkur tilvitnun. Ég sagði áðan, að ráðherra hefur ekki tilkynnt Alþingi um þessar mikilvægu ákvarðanir, sem hann hefur tekið, en það var birt hins vegar fréttatilkynning um þetta efni frá iðnaðarráðuneyti 7. apríl sl. Um Orkustofnun gilda lög nr. 58 frá 1967, orkulög. Þar er kveðið á um stjórn og skipulag Orkustofnunar, en ekki gert ráð fyrir, að stofnunin hafi sérstaka stjórn. (Hér var kallað fram í: Á hún að vera stjórnlaus?) Það er ekki tekið fram í lögunum. En ef formaður þingflokks Framsóknar- flokks telur að jafna megi því við stjórnleysi, að stofnunin heyri undir núverandi ríkisstjórn og núverandi iðnaðarráðherra þá hann um það. Hins vegar er það svo í orkulögum, að þar er getið um það sem varðar stjórn stofnunarinnar og starfs- hætti, m.a. er í orkulögum ákvæði um svokallaöa tækninefnd, sem á að gegna sérstöku hlutverki í sambandi við starfsemi Orkustofnunar. Það mætti því ætla, að ef löggjafinn hafi gert ráð fyrir sérstakri stjórn, þá hefði hann náttúrulega að sjálfsögðu sett ákvæði um það í orkulögin, því að ekki var þýðingarminna verkefni slikrar stjórnar heldur en verkefni tækninefndar, sem lögin gera ráð fyrir. Það er ekki gert ráð fyrir þessu í lögum. En ráðherra skrifar stofnuninni bréf og ákveður þetta. Nú hefði maður látið sér koma til hugar, að ef ráðherra vildi ekki fá lög um þessar rannsóknir, þá hefði hann haft svo mikið við að setja reglugerð um þetta efni. Það vill líka þannig til, að í 2. gr. orkulaga er tekið fram, að ráðherra ákveði með reglugcrð nánar um hlutverk og starfshætti Orkustofnunar, eins og þar segir, þ.á m. skiptingu hennar í deildir að fengnum tillögum stofn- unarinnar. Þarna er gert ráð fyrir þeim möguleika, að hægt sé með reglugerð að ákveða deildarskipt- ingu, en það er ekki einu sinni gert ráð fyrir því hér, að það sé hægt með reglugerð að setja stofnuninni stjórn. Það er ekki gert ráð fyrir þvi í lögum. Og mér virðist, að það verði að skýra þetta ákvæði svo, að það sé naumast heimilt að gera það með reglugerð, því að það er tekið fram, að það sé heimilt að ákveða deild- arskiptingu með reglugerð, en ekkert kveðið á um stjórn. Það verður því að segja, að það skýtur dálítið skökku við, að ráðherra heldur, að hann geti gert þetta með því að skrifa eitt bréf. Nú er það svo, að það er ekki sama, hvernig stjórnarathafnir eru framkvæmdar. Það er gert ráð fyrir, að stjórnarathafnir lúti sérstökum ákvæðum, bæði að formi og efni, og það getur varðað miklu, ef ekki er farið að slíku. Það getur varðað ógildingu. Nú ætla ég ekki að fara að ræða hér lögfræðilega um þetta mál í löngu máli. Ég hef þegar heitið því að hafa mál mitt ekki óþarflega langt. Ég leyfi mér hins vegar, til þess að stytta mál mitt, að vísa til stjórnarfarsréttar Ólafs Jóhannes- sonar, en þar segir um þetta efni á bls. 164 með leyfi forseta: „Stofnun eða tilurð stjórnarat- hafna getur ýmist verið áfátt að því er varðar stjórnvald það sjálft, sem að stjórnarathöfn stendur eða því sem snertir aðferð við undirbúning eða gerð stjórnarathafna. Það er almennt skilyrði fyrir gildi stjórnar- athafnar, að til hennar sé stofnað af þar til bæru og þar til hæfu stjórnvaldi. Bresti stjórnvald heim- ild eða vald til þeirrar ákvörðunar sem um er að ræða eða sé vanhæft til hennar, er sú ákvörðun oft ógild eða jafnvel hrein markleysa. En vitaskuld getur stundum verið álita- mál.“ Hér lýkur tilvitnun. Ég vil að það komi hér skýrt fram, ég vil á þessu stigi ekki fullyrða, að athafnir ráðherra valdi ógildingu. En það er augljóst, að það er álitamál að svo sé. Ég leyfi mér að vísa aftur í stjórnarfarsrétt Ólafs Jóhannessonar, á bls. 232 segir með leyfi forseta: borvaldur Garðar Kristjánsson „Almennt er viðurkennt, að sum- um efnum verði aðeins skipað með lögum. Um verkahring löggjafans eru að vísu ekki skýrar reglur, þegar stjórnarskrárákvæðum sleppir og eigi er við fordæmi að styðjast. Fer það þá nokkuð eftir ríkjandi réttar- hugmyndum og réttarvitund á hverjum tíma, hvenær löggjöf er talin óhjákvæmileg." Tilvitnun lýk- ur. Hér segir þessi fræðimaður, að um þetta efni, sem ég er hér að ræða, fari nokkuð eftir ríkjandi réttarhug- myndum og réttarvitund á hverjum tíma. Höfum við þá eitthvað fyrir okkur, sem við getum stuðst við um það, hvað eru ríkjandi réttarhug- myndir og réttarvitund? Jú, það vill svo til, að orkulögin nr. 58 frá 1967 fjalla m.a. um tvær stofnanir eða fyrirtæki, annars vegar Orkustofn- un, hins vegar Rafmagnsveitur ríkis- ins. Þegar lögin voru sett, þá var hvorugri þessari stofnun skipuð sér- stök stjórn. En 1974 var Rafmagns- veitum ríkisins skipuð sérstök stjórn. Hvernig var farið að því? Var skrifað bréf af þáv. hæstv. iðnaðar- ráðherra og tilkynnt um menn í stjórn, sem hann skipaði? Var sett reglugerð með stoð í lögunum frá 1967? Nei. Hver var réttarhugmynd- in og réttarvitund sem réðu aðferð- inni í þetta skipti? Það var á þann veg, að það voru sett lög um þetta. Það var talið, að það væri ekki hægt að gera þetta nema með því að setja lög og Alþingi samþykkti lög um stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, lög nr. 83 frá 1974. Ég vil fullyrða það, að hér sé efnislega um hliðstæðan hlut að ræða. Það er í báðum tilfellum fyrst ekki gert ráð fyrir neinni stjórn. Það er fjallað um bæði fyrirtækin í sömu lögunum og í mínum huga kemur ekki annað tíl greina en að fara eins að í báðum tilfellum, ef það á að setja þessum fyrirtækjum stjórn. Ég var að vitna í fræðimann áðan, hæstv. utanríkisráðherra, en það vill svo til, að sá maður, sem var í sæti núv. hæstv. iðnaðarráðherra, þegar Rafmagnsveitum ríkisins var sett stjórn, var og er fræðimaður líka í stjórnarfarsrétti. Ég á við núv. forsætisráðherra. Hann taldi, að það væri ekki nægilegt að skrifa bréf, hann lagði þetta fyrir Alþingi og fékk heimild samkvæmt lögum hjá Alþingi til þess að gera þennan hlut. Þá vil ég víkja að annarri hlið þessa máls, að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um orkulög. Þetta frumvarp var borið fram á síðasta hausti, er umfangsmikið og byggir á endurskoðun, sem hæstv. núv. for- sætisráðherra, þáv. iðnaðarráð- herra, ákvað i ársbyrjun 1977 og sérstök nefnd var skipuð til, sem skilaði áliti í okt. 1978. í þessu frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi, eru gerðar tillögur um bæði þessi atriði, sem iðnaðarráðherra leyfir sér að skrifa bréf um. Þar er gerð tillaga um, að Orkustofnun verði sett stjórn og það er gerð tillaga um nýja deildaskiptingu og ég verð að segja það, að það eru í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð hjá ráðherra að fara algerlega framhjá Alþingi í þessu efni, eins og hann hefur gert á sama tíma sem Alþingi er með þessi mál til meðferðar og iðnaðarnefnd efri deildar hefur verið með í margar vikur á fundum sínum, þá skuli iðnaðarráðherra taka til þess ráðs að ganga framhjá Alþingi og skrifa bréf um þessi mikilvægu efni. I þessu frumvarpi, sem ég er hér að vitna til, eru þessi ákvæði sem ég minntist á. Þvi fylgir vönduð grein- argerð, þar sem málið er skýrt og m.a. er þar tekið fram, að það sé hlutverk Orkustofnunar að annast þann þátt orkumálanna, sem við kemur rannsóknum og skyldum við- fangsefnum. Og það er tekið fram, að það verði að telja það grundvall- aratriði í framkvæmd orkumálanna, að þau verkefni, sem Orkustofnun er falið að sjá um, fari vel úr hendi og ég held, að allir hljóti að vera sammála um þetta. Það er því mest Hilmar Jónsson: Þjóðarvakning gegn áfengisbölinu í Lesbók Morgunblaðsins 28. febrúar sl. birtist mjög óvenjuleg og athyglisverð grein eftir séra Bolla Gústafsson, sem vert er að vekja athygli á og þakka. Greinin fjallar um áfengisbölið. Bolli segir m.a.: „Menn yppta gjarnan öxlum með uppgjafarsvip, þegar á ill- gresi er minnst, og segja sem svo að tröllaukið vandamál, eins og t.d. áfengisbölið, verði að hafa sinn gang, enda liggi meira á að stífla Blöndu. Helsta viðleitnin er sú að benda fólki á þann fyrirlit- lega ósið og heimsku, að tala um vesöld og ístöðuleysi í sambandi við ofnotkun áfengis. Hún er sjúkdómur. í samræmi við þá skoðun er aðalatriðið að reisa viðfelldin sjúkrahús og endurhæf- ingarstöðvar fyrir alla sjúklinga, sem fjölgar jafnt og þétt. Enginn getur drukkið sér til vansa, því þegar viðkomandi er kominn yfir strikið, þá er hann orðinn sjúkl- ingur, sem þarf að fá leyfi úr vinnunni, til þess að leggjast inn á sjúkrahús. En fyrirbyggjandi að- ferðir eru helst ekki til umræðu, þvi þær flokkast undir þröng- sýna sveitamennsku í ungmenna- félagsanda. sem útlendingum gest ekki að.“ Hér er vafningalaust komið að kjarna málsins. Enginn íslenskur valdamaður að Vilhjálmi Hjálm- arssyni undanskildum, hefur vilj- að sýna fordæmi til fyrirmyndar í þessum málum. Að vísu hefur nú forseti sameinaðs þings, Jón Helgason, ásamt fleiri þingmönn- um flutt tillögu um afnám víns í veislum á vegum hins opinbera. En er líklegt að slíkt framfaramál nái fram að ganga? Hingað til hafa allar slíkar tillögur verið svæfðar sama hvort þær hafa fjallað um stöðvun bruggs ellegar auknar fjárveitingar til áfengis- varna. Bolli segir réttilega að hér sé um sjúkdóm að ræða. Ef svo er: Hvernig er brugðist við öðrum sjúkdómum? Hvað myndu heil- brigðisyfirvöld gera, ef upp kæmi taugaveikisfaraldur og um 90% fullorðinna íslendinga tækju smit? Það er sami fjöldi lands- manna og talinn er neyta áfengis í dag. Yrði ekki skorin upp herör gegn þessum vágesti, uppruna sjúkdómsins leitað og lokað fyrir uppsprettur meinsins? Nákvæm- lega það sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin leggur nú til að verði gert gegn áfengisbölinu. En merg- urinn málsins er sá að áfengisauð- magnið hefur víða sína sendi- sveina, sem ætíð eru reiðubúnir að leggja því lið: birta falsaða frétt í blaði um afleiðingar áfengis- neyslu, halda á glasi í sjó- nvarpskvikmynd, níða æskulýðs- starf sem unnið er í anda siðgæðis og bindindis. Minnumst orða Alex Haley, ameríska rithöfundarins, um vert, að Orkustofnun hafi sem best tök á að gegna hlutverki sínu og þær tillögur, sem gerðar eru í þessu frumvarpi, sem ég hef vitnað til, og varða Orkustofnun, miða að því í meginatriðum að styrkja stjórnun Orkustofnunar, í fyrsta lagi að styrkja stjórnun Orkustofnunarinn- ar, í öðru lagi að hnitmiða verksvið stofnunarinnar við rannsóknir á orkulindum landsins, áætlanagerð um orkubúskapinn og aðstoð um ráðgjöf og stefnumótun í orkumál- um og í þriðja lagi að efla áhrifavald stofnunarinnar og þátt hennar í heildarstjórn orkumálanna. Það er með tilliti til þessa, að það er lagt til, að Orkustofnun sé'fengin þingkjör- in stjórn á þann veg, að orkuráði sé ætlað það verkefni, auk þess að hafa með höndum stjórn Orkusjóðs, svo sem nú er. Og þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því, að sú starfsemi, sem nú heyrir undir Orkustofnun í einu eða öðru formi en varðar ekki meginhlutverk stofnunarinnar, verði fengið öðrum aðilum í hendur. En hins vegar er Orkustofnun fengið í hendur veigamikið verkefni við gerð orkumálaáætlunar, sem lagt er til að lögð sé fyrir Alþingi og gegna á mikilvægu hlutverki til stefnumót- unar í orkumálum. Ég kem aðeins inn á þetta til þess að undirstrika það viðhorf, að það sé nauðsynlegt til þess að styrkja Orkustofnun, að Alþingi sé beinn aðili að stjórn hennar með því að ákveða og velja henni stjórnendur. Hér er um að ræða annars vegar að efla Orkustofnun á þann eina hátt, sem er hægt að efla hana með fulltingi Alþingis eða efla hana með bréfaskriftum frá hæstv. iðnaðar- ráðherra. Ég vék hér að öðru atriði, heldur en stjórn Orkustofnunar, þ.e. deilda- skiptingunni. Ég skal ekki ræða það frekar. Hin almennu rök, sem ég hef fært hér fram, eiga við þar. Þó er rétt að láta þess getið, að það er gert ráð fyrir, eins og ég sagði áðan, að það sé hægt með reglugerð að breyta deildaskiptingu Orkustofnunar, ef það liggja fyrir tillögur um það frá Orkustofnun sjálfri. f þessu tilfelli liggja hvorug skilyrðin fyrir, hvorki tillögur frá Orkustofnun né að reglu- gerð hafi verið sett. Nú vil ég að lokum biðja iðnaðar- ráðherra að gefa Alþingi skýringar á vinnubrögðum hans í þessu efni. Það er augljóst, að ráðherra ber að gefa Alþingi skýringar, það er nú það allra minnsta. Og í öðru lagi vil ég spyrja hann að því, hvers vegna hann kjósi frekar, að Orkustofnun lúti stjórn, sem hann tilnefnir sam- kvæmt bréfi sínu, en ekki stjórn, sem Alþingi setur Orkustofnun. sem samdi Rætur, þegar hann sagði frá mútutilboði áfengissala, sem bauð honum mun hærri fjárhæð fyrir að skrifa nafn sitt undir áfengisauglýsingu en það, sem hann fékk fyrir margra ára starf sem rithöfundur. Áfengissal- inn hugsar ekki um velferð þeirra sem hann gerir að sjuklingum. Eina kappsmál hans er gróði. Sum blöð á Islandi eiga sér það aðal- áhugamál að fá bjór til landsins og byrja gjarnan að spyrja nýja þingmenn um afstöðu í því máli. Þannig er dulbúnum og ódulbún- um áfengisáróðri haldið á lofti. Væri fróðlegt að vita hvort greiðsla kemur fyrir eins og Alex Haley hafði kjark til að skýra frá. Hér þarf að verða mikil vakning með þjóðinni, kristileg vakning. Færi betur að fleiri prestar eins og séra Árelíus, Björn Jónsson, Halldór Gröndal og Bolli þyrðu að ganga fram fyrir skjöldu í þessari baráttu við mesta bölvald mann- kynsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.