Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 3 Góður afli Reykja- víkurbáta ÞEIR VORU að tínast inn netabátarnir reykvísku um kvöldmatarleytið í gær, flestir með mjög góðan afla, þó hann jafnaðist ekki á við landburð- inn sunnanlands undanfarið. Sjóararnir voru þó margir á því, að þetta væri óvenjulegt svona dag eftir dag, þetta mikill fiskur, og þökkuðu það snurvoðarbanninu í Flóanum. Engilbert Eggertsson á Óla kom inn, annan daginn í röð, með sex tonn, og sagði það væri mesta glapræði að leyfa snur- voðina aftur. Það er allt í lagi með að veiða kolann, sagði Birgir á Val. hann, en snurvoðin eyðileggur botninn. Það er klárt mál. Fiskifræðingarnir virðast ekki gera sér grein fyrir því. Það yrði kolfellt af sjómönnum hérna, ef þeir hefðu eitthvað um það að segja, hvort það ætti að leyfa snurvoðina aftur. Nei, við erum mjög grunnt undan, kannski tíu mílum. Ég hef aldrei orðið var við svona mikinn fisk þar, að vísu var nokkuð gott um svipað leyti í fyrra, en mér finnst þetta óvenjulegt núna, sagði Engil- bert á Óla. Það var gott hljóðið í sjóur- unum og þeir voru þokkalega ánægðir með afkomuna, en óánægðir með stoppið áttunda maí. Maður getur orðið ekki unnið hálft árið fyrir alls konar boðum og bönnum, sagði Birgir Ingólfsson á Val. Jú, þetta hefur gengið sæmi- lega síðustu daga, við erum með 15—16 tonn á dag, en það koma skot um þetta leyti árs. Það hefur verið svo undanfarin ár. Annars getur maður ekkert orðið hreyft sig fyrir þessum eilífu boðum og bönnum, en maður verður að sætta sig við það, eins og annað. Þeir stoppa mann þegar helst er vonin að fá eitthvað. Nei, blessaður vertu, dragnótin, hún skemmir ekk- ert. Það er bara þjóðsaga. Ég er sammála fiskifræðingunum þar, sagði Birgir Ingólfsson á Val. óli kemur inn með sex tonn. Þarna vantaði bil... Ásgrímur afhendir skipstjóra þessa litla báts, sem bar ekkert nafn, ýmis plögg varðandi tilkynningaskylduna. Skipstjórinn kvaðst alsaklaus af því, að hafa ekki tilkynnt sig reglulega. Ljósm. Ól.K.M. Tilkynningaskyldan: 50 skip vantaði í gærdag ÞAÐ VILL brenna við i góðu veðri og góðum afla, að fiski- menn gleymi öllu öðru en fiskirí- inu. og meira að segja líka að gefa sig fram við Tilkynninga- skylduna. í gær vantaði 50 báta, þegar tilskilinn tilkynningartimi var liðinn. Á íerð sinni um Reykjavikurhöfn í gærdag. gengu Morgunblaðsmenn á Ás- grím Björnsson, erindreka Slysa- varnafélags fslands, þar sem hann talaði við skipstjóra nokk- urn, sem hafði æ ofan i æ trassað að tilkynna sig. Ásgrímur sagði Slysavarnafé- lagið eiga svo gott samstarf við sjómenn að félagið vildi ekki sekta þá fyrir smá gleymsku, þó hún gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, en samkvæmt lögum er heimilt að beita slíkum sektum. Þegar skip tilkynna sig ekki á réttum tíma, bakar það starfs- mönnum Tilkynningaskyldunnar mikið erfiði og skiljanlega getur það komið sér afar illa þegar 50 skip tilkynna sig ekki og eitthvert þeirra á kannski í vandræðum. Og slysin verða nú stundum einnig í lygnum sjó. — Þess vegna væri gott, sagði Ásgrímur, að því væri komið á framfæri til sjómanna, að gleyma sér nú ekki í góða veðrinu og aflahrotunni, og tilkynna sig á réttum tíma. Það er lítið verk fyrir sjómanninn, en skiptir öllu fyrir Tilkynningaskylduna. Vestmannaeyjar: Konumar þurftu ekki að kvarta yfir afla- leysi f yrsta sumardag Vestmannaeyjum. 24. apríl. AFLI ER enn mjög jafn og drjúgur þó svo að ekki sé sami landburður af fiski og var fyrir páska. Netabátarnir voru margir hverjir með 20—30 tonn í dag og Þórunn Sveinsdóttir var með tæp 50 tonn. Afli minnkaði aðeins i troll fyrr i vikunni, en virðist vera að hressast á ný i dag. Minni trollbátarnir komu inn i dag með 20 — 30 tonn margir hverjir og upp i 45 tonn hjá Björgu. I gær var jafngóður afli hjá bátunum og frúrnar þurfa ekki að kvarta yfir aflanum þann daginn eins og svo oft á sumardaginn fyrsta undanfarin ár. Hér er enn við lýði sá forni siður hjá vel flestum sjómönnum að gefa kon- unum aflahlutinn fyrsta sumar- dag. í landi eru margir, sem halda þessum sið einnig, laun fyrsta sumardags renna beint til eigin- kvenna eða unnustanna. Suðurey er aflahæst Vest- mannaeyjabáta og á nú eftir 10 tonn í 1200 og mun hafa dregið saman með Suðurey og Friðriki Sigurðssyni frá Þorlákshöfn síð- ustu daga, en Friðrik Sigurðsson er aflahæstur vertíðarbáta yfir landið. — Fréttaritari 15 útlendingar að veiðum við landið HÉR VIÐ land voru á fimmtudag 15 erlend veiðiskip og voru þau flest út af Suðausturlandi, frá Ilvalbak að Ingólfshöfða. 5 norskir linubátar voru við land- ið, 8 færeyskir iinuveiðarar, 4 færeyskir togarar og 3 belgiskir togarar. Þessi skip eru hér að veiðum samkvæmt samningum íslendinga við þessar þjóðir og tilkynna skipin sig til Landhelg- isgæzlunnar. Um 30 mílur vestan miðlínu milli íslands og Grænlands norð- an Dhornbanka hafa undanfarið verið um 25 rækjuskip að veiðum og hafa aflað ágætlega. Þarna hafa verið Grænlendingar, Danir, Norðmenn og einn franskur rækjutogari. Svo hefur virzt, sem nánast enginn afli hafi verið við miðlinuna til þessa. 1280 tonn til Grindavíkur á „konudagdnn“ (■rindavík. 24. apríl. IIÉR komu á land 1280 tonn i gær, sumardaginn fyrsta, og eins og svo viða annars staðar á landinu fá konurnar aflahlutinn þennan dag. í dag er útlit fyrir gott Fiskirí, þeir sem hafa „meldað" sig eru hressir, en margir komu inn án þess að draga allt og ætla snemma út til að geta dregið aftur áður en helgarfríið byrjar. — Guðfinnur * Agætur afli togara og báta frá Akranesi Akrancsi. 24. apríl. Akranestogararnir þrír hafa komið úr veiðiferðum nú síðustu dagana með góðan afla, mest- megnis þorsk, að öðru leyti karfa. Óskar Magnússon með 175 lest- ir, Haraldur Böðvarsson með 160 lestir og Krossvíkin í dag með 140 lestir. Afli í þorskanet hefur verið frá 8—20 lestir á bát í veiðiferð að undanförnu. Einn báturinn kom með 53 lestir frá Selvogsbanka. Einn bátur er enn á veiöum með línu, hann fékk 21 lest af fallegum og stórum þorski í síðustu veiði- ferð. Handfæraafli er nú góður hjá trillubátum úti á Hraunum og þar er nú logn og ládauður sjór. — Júlíus Sandgerði: Reytingur hjá línubátum, en tregt í netin Sandnerói. 24. april. EKKI ER hægt að segja, að nein sérstök aflahrota hafi komið hingað enn á yfirstandandi ver- tíð, ef frá er talinn afli stærstu nctabátanna úti i hinu svokallaða Villta vestri fyrr í vetur. Nú er svo komið að sjómenn á netabát- um hér eru farnir að kalla hafið vestan og norðan Reykjaness „Dauðahafið“. Aftur á móti eru sjómenn á þeim fáu bátum. sem veiða með línu á annarri skoðun enda hafa þeir oftast fengið reytingsafla og t.d. nú siðustu daga 6—10 lestir í róðri. Um páskana voru komnar á land hér á vertíðinni 12.775 lestir af bolfiski, en var 12.651 lest á sama tíma í fyrra. Skiptist aflinn þannig á milli báta og togara, að bátarnir höfðu aflað 10.329 lesta í 1846 róðrum, en á sama tíma í fyrra 9.932 lesta í 1798 róðrum. Togararnir höfðu landað nú 2.446 lestum í 20 löndunum, en 2.719 lestum í 20 löndunum í fyrra. Athygli kann að vekja að sjóferða- fjöldi bátanna er mun meiri nú en í fyrra þrátt fyrir allar ógæftirnar í vetur, en það stafar af því, að fleiri bátar stunda veiðar héðan nú. Einnig eru fleiri landanir aðkomubáta. Fyrirsjáanlegt er að hjá vel flestum bátanna verður vertíðaraflinn mun lakari en í fyrra nema eitthvað óvænt gerist. Aflahæstu bátarnir um miðjan mánuðinn voru Arney með 720 lestir, Mummi með 632 lestir og Bergþór með 490 lestir. Eftir páskastoppið fóru allmargir stærri bátarnir með net sín austur á Selvogsbanka og hafa landað í Grindavík siðan. Þeir sem lögðu netin á heimaslóðum fengu mjög misjafnan afla, komust hæst í 33 lestir fyrri daginn og hæst í 22 lestir í gær. Fjórir togarar hafa landað hér síðan um páska, Sveinn Jónsson 141 lest, Ingólfur 112 lestum, Framtíðin 146 lestum og Erlingur er að landa um 135 lestum. — Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.