Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRIL 1981 15 Kosningaskjálfta gætir í Noregi spenna á landsfundi Verkamannaflokksins NORSKI Verkamannaflokkin inni hélt landsfund sinn i Ham- ar skammt fyrir norðan Osló 2. til 5. apríl sl. Fundurinn er haldinn á tveggja ára fresti og að þessu sinni setti það svip á hann, að þingkosningar fara fram i Noregi 14. september næstkomandi. Glöggur maður, sem hefur um árabil haft að- stöðu til að fylgjast með lands- fundum Verkamannaflokksins, sagði mér, að aldrei hefði hann kynnst jafn mikilli spennu á slíkiim samkomum og nú. Þegar dró að landsfundinum, beindist athygli allra að því, hvernig baráttunni milli Gro Harlem Brundtland (41 árs) og Reiulf Steen (48 ára) um for- mennskuna í flokknum myndi lykta. Ekki var langt um liðið frá því að Gro Harlem Brundt- land tók við forsætisráðherra- embættinu af Odvar Nordli (53 ára) í byrjun febrúar, þar til hún lýsti því yfir, að hún ætlaði einnig að verða formaður flokks- ins. Hún gerði það með því að ítreka þá skoðun, sem hún hefði lengi haft, að sami maður ætti að vera forsætisráðherra og flokksformaður. Enginn mis- skildi, hvað fyrir henni vakti, Steen átti að víkja. Um nokkurt skeið hafa menn beint spjótum sínum að Steen og talið hann lélegan leiðtoga. Hann lét þó ekki orð forsætis- ráðherrans raska sér um of, sagði aðeins, að landsfundurinn kysi flokksformann. Hins vegar *\>-3 Gro Harlem Brundtland og Káre Willoch — kosningabaráttan í Noregi verður keppni um það, hvor þeirra verður næsti forsætisráðherra. John C. Ausland skrifar frá Osló var ljóst, þegar hann flutti setningarræðu sína á fundinum, að ýmsar blikur voru á lofti. Við blasti, að hann hlyti hina herfi- legustu útreið, ef hann gæfi kost á sér til formennsku. Hann valdi því þá leið að bjóða sig ekki fram. Eftir að Gro Harlem Brundt- land hafði verið sjálfkjörin til formennsku, beindist athyglin að varaformannsembættinu. Meirihluti kjörnefndar undir forsæti Tor Halvorsen, leiðtoga Alþýðusambandsins, mælti með Gunnar Berge, sem er formaður fjárveitinganefndar Stórþings- ins og á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Minnihlutinn studdi Einar Förde (38 ára), sem er kirkju- og menntamálaráðherra. Þótt Förde teljist til menntamanna- hópsins innan flokksins, var hann kjörinn með 163 atkvæðum gegn 138. Erfitt er um það að dæma, hve mikinn þátt andstaða Förde gegn Atlantshafsbanda- laginu átti í sigri hans. Um það mál var ekkert rætt í umræðum um varaformennskuna. Þá þögn má rekja til dreng- skaparsamkomulags um að ekki skyldi rætt um öryggismál á landsfundinum. Samkomulagið var ekki gert vegna þess að þingheimur væri einhuga í þeim málum heldur hins, að umræður um þau hefðu getað hleypt öllu í bál og brand. Enn hefur ekki gróið um heilt vegna rimmunnar um birgðastöðvar fyrir banda- ríska landgönguliða á síðasta ári. Hefði það mál verið tekið til umræðu, hefði það splundrað landsfundinum. Drengskaparsamkomulagið . fólst í því, að einróma skyldi þingið staðfesta núverandi stefnu um aðild Noregs að Atl- antshafsbandalaginu. Hins veg- ar skyldi það jafnframt styðja tillögu vinstri armsins um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Með þeim stuðningi gekk forysta flokksins mjög langt til samkomulags og gaf mikið eftir miðað við fyrri yfirlýsingar. Rétt er að minnast þess, að ýmsir bandamenn Nor- egs líta þannig á, að tillaga um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum dragi úr stuðn- ingi Norðmanna við varnar- stefnu NATO, sem útilokar ekki beitingu kjarnorkuvopna, ef allt annað þrýtur. Landsfundarályktunin hefur einnig að geyma ýmis atriði um innanlandsmál, sem um er deilt. í henni er lýst yfir stuðningi við sex stunda vinnudag, sem Per Kleppe, áætlanaráðherra, taldi flutta af hreinu ábyrgðarleysi. Landsfundurinn samþykkti, að lögð skyldi járnbraut norður til Tromsö, þótt Ronald Bye, sam- gönguráðherra, hefði lýst því yfir, að þjóðin hefði ekki efni á slíkri braut. Einnig var sam- þykkt þak á vaxtafrádrátt hús- byggjenda við álagningu tekju- skatts. Stjórnmálaforingjar fagna slíku ákvæði ekki sérstak- lega, því að þeir eins og svo margir aðrir hafa stofnað til hárra skulda til að eignast þak yfir höfuðið. Nú þegar landsfundurinn er að baki, munu foringjar Verka- mannaflokksins skipa sér í fylk- ingu vegna þingkosninganna. Svo virðist sem kosningabarátt- an ætli að einskorðast við keppni milli Gro Harlem Brundtland og Káre Willoch, leiðtoga Hægri flokksins, um forsætisráðherra- stólinn. Segja má, að ríkisstjórn borg- araflokkanna hafi blasað við, áður en Gro Harlem Brundtland varð forsætisráðherra. Nú fer fylgi þeirra heldur minnkandi samkvæmt skoðanakönnunum. Trú almennings á því, að unnt verði að mynda meirihlutastjórn borgaraflokkanna, hefur ekki aukist við þá yfiríýsingu Kristi- lega þjóðarflokksins, að hann geti aðeins stutt ríkisstjórn, sem hefur það á stefnuskrá sinni að þrengja fóstureyðingalöggjöfina. Hægri flokkinn og Miðflokkinn greinir á um stefnuna í olíumál- um, þar sem Miðflokkurinn vill að hægt verði farið í að auka olíuframleiðsluna og seglin dreg- in nokkuð saman í því efni. Á nýlegum landsfundi Hægri flokksins lýsti formaður hans, Jo Benkow, því yfir, að flokkurinn ætlaði einn að mynda ríkis- stjórn, ef nauðsyn krefði og borgaraflokkarnir hefðu meiri- hluta á Stórþinginu. Forsætis- ráðherrann hefur svarað þessu með því að segja, að hún útiloki ekki stjórnarsamstarf við ein- hvern borgaraflokkanna. I því sambandi beinast augu manna einkum að Vinstri flokknum (frjálslynda flokknum), sem gæti fengið lykilstöðu í Stór- þinginu. Innan þess flokks ríkja einnig sérsjónarmið um umfang oliuvinnslunnar. Þegar þetta er ritað eru aðeins fimm mánuðir til kosninga. Eng- um dyrum hefur verið lokað og ógjörningur er að segja fyrir um það, hverjir fari með stjórn Noregs, fyrr en kjósendur hafa kveðið upp dóm sinn. Sigrid Schaumann (1877-1979): „Konumynd*. það styrk sinn að vera sem ótamd- astar í myndtúlkun sinni svipað og maður þekkir frá myndlist karla fyrir margt löngu er þeir komu fram með myndir er hneyksluðu borgarana en eru löngu hættar að gera það, og virka þá fremur sem endurtekning og kækur. Það er áhættufyrirtæki, að nefna einstök nöfn á jafn stórri sýningu, auk þess sem verk margra list- kvennanna koma ekki nægilega vel til skila að Kjarvalsstöðum jafn- framt því, sem ég veit að sumar þeirra hafa gert langtum betri verk. En ég get fullvissað viðkom- andi um að ég hafði ánægju af verkum margra kvennanna á sýn- ingunni og hefði viljað sjá meira úrval af verkum sumra. Já, máski eru konurnar of margar á sýning- unni og með of fá verk. Eitt vantar alveg á sýninguna og það er sýnishorn af listrýni um hana frá hinum Norðurlöndunum, — slíkt er venjan um farandsýn- ingar og þá einkum ef þær fá lofsamlega dóma. Sýningunni mun ljúka um helg- ina og hvet ég sem flesta að skoða hana og taka afstöðu til þess er norrænar konur hafa að segja innan myndlistarinnar. Bragi Ásgeirsson ALÞÝÐUORLOF ^ — Oriofssamtök launþega Orlofsferð launafólks til Danmerkur 23.júnítll2.Júlí Alþýöuorlof og Dansk Folkeferie í samstarfi við Samvinnuferðir — Landsýn hf., efna til gagnkvæmra orlofsferöa fyrir launafólk á íslandi og í Danmörku. Dvalið veröur í orlofsbúöum verkalýössamtakanna í hvoru landi um sig og feröast meö sameiginlegu ieiguflugi. Feröin hefst 23. júní nk. og stendur til 2. júlí. íslenskir þátttakendur munu dvelja í orlofsbúöum DFF á Sjálandi (Gilleleje), Fjóni (Middelfast) og Jótlandi (Röðhus) aö jafnaöi 3 nætur á hverjum staö. Daglegar skoðunar ferðir verða skipulagöar til merkra staöa í Danmörku og að sjálfsögöu verður Kaupmannahöfn heimsótt og m.a. fariö í Tivoli. Rétt til þátttöku í þessari ferð eiga félagsmenn í verkalýösfélögum, sem eiga orlofshús í Ölfusborgum, Svignaskaröi, Vatnsfiröi, lllugastööum eða Einarsstöðum og á hvert orlofssvæði rétt til takmarkaös fjölda þátttakenda. Bókun fer fram á eftirtöldum stöðum og eru jafnframt veittar nánari upplýsingar: Alþýðusamband Islands, Grensasvegi 16, sími 84033. Alþyðusamband Vestfjarða, Alþýðuhúsmu Isafirði, simi 94-3190. Alþýðusamband Norðurlands, Brekkugötu 4, Akureyri, simi 96-21881. Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupsstað, sími 97-7610. Verö: kr. 2.990.- Innífalið í verðinu er: Flug, Keflavík — Kaupmannahöfn — Kefla- vík, flutningur til og frá flugvelli í Kaup- mannahöfn, gisting og fullt fæöi svo og skoöunarferöir í Danmörku. (Flugvallar- skattur ekki innifalinn). íslenskur fararstjóri. ALÞÝDUORLOF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.