Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AO GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 3 1 TÓNLIST Galdraland GarðaleikhúsiA sýnir barna- »k fjölskylduleikritið Galdraland eftir Baldur GeorKs i KópavuKsbiói i daK. lauKardaK. kl. 15 »k verður það siðasta sýninK á leikritinu i KópavoKÍ. Um næstu helid. 2. »k 3. maí, verður leikritið sýnt i Breið- holtsskóla. í Kópavogi Ein breyting hefur verið gerð á hlutverkaskipaninni. Magnús Ólafsson (Þorlákur þreytti) hefur tekið við hlutverki Randvers Þor- lákssonar en aðrir leikendur eru Þórir Steingrímsson og Aðalsteinn Bergdal. Tónleikar Samkórs Tré- smiðafélags Reykjavíkur Staparokk í Njarðvík Á morgun. sunnudag. held- ur starfsíólk samkomuhússins Stapa í Njarðvík skemmtun fyrir þroskahefta á Stór- Reykjavíkursvæðinu og Suð- urnesjum. Hefst hún kl. 14 og stendur til kl. 17. Þetta er í fjórða sinn, sem hjónin Guðjón Valdimarsson og Ásdís Þorgilsdóttir og starfsfólk Stapa standa fyrir slíkri skemmtun fyrir þroska- hefta, þar sem allir hlutaðeig- andi gefa vinnu sína og veit- ingar. Skemmtanir þessar hafa verið fjölsóttar og þótt takast með miklum ágætum. Að þessu sinni verður það hljómsveitin Geimsteinn sem leikur fyrir dansi, en það yrði vel þegið ef fólk vildi gefa kökur eða annað meðlæti fyrir samkomuna. Vortónleikar Selkórsins Á morgun, sunnudag. heldur Selkórinn á Seltjarnarnesi síð- ari vortónleika sina á þessu vori og hefjast þeir kl. 16.30 i Félagsheimili Seltjarnarness. Söngstjóri kórsins er frú Ragn- heiður Guðmundsdóttir söng- kona og einsöngvari með kórn- um er Þórður Ó. Búason. Á songskránni. sem er fjölbreytt, eru bæði innlend og erlend lög. Selkórinn hefur nú um nokk- urra ára skeið haldið uppi öflugu kórstarfi. Auk árlegra vortón- leika hefur kórinn sungið við ýmis tækifæri, komið fram á skemmtunum, heimsótt sjúkra- hús og elliheimili, haldið tón- leika í nágrannabyggðarlögun- um og sungið í sjónvarpinu. Selkórinn á Seltjarnarnesi. Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur Atli Ingólfsson Burtfarartónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju ANNAÐ KVÖLD heldur Atli Ing- ólfsson gitartónleika i Ytri- Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 21.00. Tónleikarnir eru hluti af burtfararprófi hans frá Tón- listarskóla Njarðvikur, en þar hefur hann stundað nám írá stofnun skólans eða siðastiiðin 5 ár. Hann stundar einnig nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lýkur þaðan stúdentsnámi á tón- listarbraut nú í vor. Aðalkennarar hans í gítarleik hafa verið Örn Óskarsson og Snorri Snorrason. Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir F. Sor, L. Brouwer, F. Torroba og F. Tarrega, auk söng- laga eftir J. Dowland og kantata fyrir sópran, altflautu og gítar eftir G.F. Hándel. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum er heimill að- gangur. Fyrstu vortónleikgr Tónlistarskóla FIH I dag verða haldnir fyrstu vor- tónlcikar Tónlistarskóla FélaKs ís- lenskra hljómlistarmanna <>k hefj- ast þeir kl. 14 i Austurbæjarbiói. Eins og kunnugt er, er Tónlistar- skóli Félags íslenskra hljómlistar- manna fyrsti tónlistarskólinn hér á landi sem auk almennrar tónlistar- fræðslu starfrækir jazzbraut, en þar er boðið upp á kerfisbundið nám í jazztónlist. Fyrri hluti tónleikanna er helgað- ur almennu deild skólans og koma þar fram nemendur, ýmist í einleik eða samleik. Á síðari hluta tónleik- anna munu sex jazzhljómsveitir sem kennarar skólans hafa æft, leika þekkt jazzlög. Einnig mun hljóm- sveit úr skólanum leika nokkrar útsetningar sem nemendur skólans hafa gert. Á síðari árum hefur kerfisbundin jazzkennsla í síauknum mæli skapað sér sess í æðri tónmenntastofnunum hins siðmenntaða heims. Þannig hefur jazztónlist verið skipað á bekk með sígildri tónlist og nauðsyn menntunarframboðs á þessu sviði endanlega viðurkennd. Þessi nauð- syn kemur nú skýrast fram í miklum eldmóði nemenda tónlistarskóla FÍH og þeim góða anda sem þar ríkir. Tónlistarskóli FÍH hóf starfsemi sína 6. október sl. I vetur stunduðu rúmlega 100 nemendur nám í skól- anum, þar af um 60 í almennri deild en 40 í jazzdeild. Fullorðinsfræðslu- námskeið var haldið fyrir áramót og stóð það í 9 vikur. Á námskeiðinu leiðbeindu 4 kennarar en nemendur voru 13 talsins. Alls leiðbeindu í almennri deild og jazzdeild 17 kennarar. í kjölfar tónleikanna fylgja vorpróf, en skól- inn tekur aftur til starfa mánudag- inn 14. september næstkomandi. Skólinn starfar í húsnæði menn- ingarsjóðs Félags íslenskra hljóm- listarmanna að Brautarholti 4 hér í borg. í DAG heidur Samkór Tré- smiðafélags Reykjavikur ár- lega tónleika sina og hefjast þeir kl. 14 i Félagsheimili stúd- enta við Hringbraut. Stjórnandi kórsins er ungur tónlistarmaður, Guðmundur Óli Gunnarsson, en gestur kórsins að þessu sinni verður Árnesskórinn. Á næsta ári er fyrirhuguð Finn- landsferð á mót Norræna tónlist- arsambandsins sem haldið verður í Póre dagana 1,—4. júlí. Leikendur i einþáttungunum „Vottorð" og „Mótmæli“ ásamt ieikstjór- anum, Helgu Bachmann. ÞJÓÐLEIKIIÚSIÐ Haustið í Prag í kvöld verður hin vinsæla ópera Puccinis, La Bohéme, á fjölunum i Þjóðleikhúsinu, en sýningum á henni fer nú mjög fækkandi vegna tónleikafarar Sinfóníuhljómsveit- arinnar til Þýskalands. Annað kvöld verður 25. sýning á Sölumað- ur deyr eftir Arthur Miller og hefur aðsókn verið mikil fram að ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ Stjórnleys- ingi ferst afslgs/brum t kvöld verður „Stjórnleysingi ferst af slysförum“ á sviðinu hjá Alþýðuleikhúsinu og aftur á mánudagskvöld og hefjast sýn- ingarnar bæði kvöldin kl. 20.30. Höfund leiksins „Stjórnleysingi ferst af slysförum", Dario Fo, er óþarft að kynna, svo oft sem hann hefur skemmt okkur íslendingum með hláturleikjum sínum. Stjórn- leysinginn er þar engin undantekn- ing og hefur sýning Alþýðuleik- hússins fengið góðar undirtektir gagnrýnenda. þessu. Á morgun verður svo ein af siðustu sýningum á Oliver Twist og annað kvöld verður „Haustið i Prag“ á Litla sviðinu. Tékknesku einþáttungarnir „Vottorð" og „Mótmæli" sem bera samheitið „Haustið í Prag“, hafa fengið mjög góða dóma gagnrýn- enda, enda eru hér á ferðinni vel skrifaðir leikir sem höfða beint til samvisku okkar sem tjáningarfrels- ið höfum. Af fréttum undanfarinna ára vitum við, að höfundarnir, Pavel Kohout og Vaclav Havel, fjalla hér um eigin reynslu, því Kohout er útlægur og Havel hefur setið í fangelsi við illan aðbúnað síðan 1979. Þó eru leikrit þeirra ekki einhliða árásir á ástandið í heima- landinu, heldur miklu fremur ljúf- sárar og skoplegar lýsingar sem geisla af mannlegri hlýju og skiln- ingi. I fyrri leikþættinum, sem heitir Mótmæli, leika Rúrik Haraldsson og Erlingur Gíslason, en í seinni þætt- inum, sem heitir Vottorð, leika Rúrik Haraldsson, Guðrún Þ. Stephensen, Helga Bachmann, Val- ur Gislason og Tinna Gunnlaugs- dóttir. Leikstjóri er Helgi Skúlason, leikmyndin er eftir Baltasar, en Jón Gunnarsson lektor hefur þýtt leik- ina úr tékknesku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.