Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 8
8 MOltGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 og kl. 2 eru ferminKarmessur ok altaris- göngur úr Fella- og Hólasókn. Sr. Hreinn Hjartarson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- og fjölskyldusamkoma í safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Altarisgönguathöfn fyrir fermingarbörn og vanda- menn þeirra í safnaðarheimili sunnudagskvöld kl. hálf níu. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐIIOLTSPRESTAKALL: Messa í Bústaðakirkju kl. 10.30 árd. Ferming og altarisganga. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 2. Dr. Esra Pétursson flytur stólræðu og leiðir umræð- ur eftir messu. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11 safnaðarh. v/Bjarnhólastíg. Fermingar- guðsþjónustur kl. 11 árd. og kl. 2. síðd. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10 í umsjá sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar. FELLA- OG HÖLAPRESTA- KALL: Laugard.: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnud.: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 árd. Ferming og altarisganga í Dómkirkjunni kl. 11 f.h. og kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 20.: Jesús kom að luktum dyrum. usta kl. 2. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn smkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór. S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.ll. Ferming. Sóknarprestar. Þriðjud. 28. apríl: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barn- anna er á laugardag kl. 2. í gömlu kirkjunni. LANDSPtTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. IIÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Sr. Arngrím- ur Jónsson. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGIIOLTSKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Verið velkomin. Guðs- þjónusta kl. 2. fellur niður. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugard. 25. apríl: Guðsþjónusta að Hátúni lOb, níundu hæð kl. 11 árd. Sunnud. 26. apríl: Barna- guðsþjónusta kl.ll. Messa kl. 14. Þriðjud. 28. apríl. Bænaguðs- þjónusta kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Gísli Helgason leikur á flautu. Kirkjukaffi. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta að Seljabraut 54 kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 2. Sóknarprest- ur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasmkoma kl. 11 árd. í Fé- lagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur ísólfsson. Prestur. Dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor. DÖMKIRKJA KRISTS Kon- ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúm- helga daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFtUKIRKJAN: Sunnudagaskólarnir kl. 10.30 árd. Safnaðarguðsþjónusta kl.14. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Ræðumaður Sam Glad. — Fórn fyrir skálann í Kirkjulækjarkoti. IIJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Vígsla yngri liðsmanna. Bæn kl. 20 og kl. 20.30 hjálpræðissam- koma. Major Inger og Einar Höyland og kafteinn Grethe Olsen syngja og tala. MOSFELLSKIRKJA: Messa kl. 14. Hestamenn ætla að fjöl- menna til kirkju. Sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Ferming. Altaris- ganga. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. IIAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Vorferð barnastarfsins verður farin á morgun, sunnudag, og lagt af stað frá kirkjunni kl. 11 og komið aftur um kl. 16. Nánari uppl. hjá Láru sími 50303. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. KAPELLAN St. Jóseísspítala: Messa kl. 10 árd. GRINDAVÍKURKIRKJA: Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. ÚTSKALAKIRKJA: Ferming- armessa kl. 2 síðd. Sóknarprest- ur. Gærdagurirm í dag Erlendar hækur: eftir Ingeborg Drewitz Gestern war Heute heitir bók Ingeborg Drewitz á frummálinu, en þar sem ég er illa lesandi á þýzka tungu kaus ég að lesa hana á dönsku ojf sé ekki betur en þýðandinn, Birte Svensson, hafi unnið sitt verk vel og þekkilega. Ingeborg Drewitz er fædd 1923 og er doktor í heimspeki og móðir þriggja dætra. Hún hefur skrifað leikrit, skáldsögur, smásögur, rit- gerðasögn og hún er varaformaður Pen-klúbbsins í Vestur-Þýzka- landi. Á dönsku heitir bók sú sem hér um ræðir I gaar var i dag og hún kom út í Þýzkalandi fyrir tveimur árum og vakti þá mikla eftirtekt og hefur síðan víða verið gefin út, hún þótti hvorttveggja í senn merk skáldsaga og heimild- arsaga. Við lestur hennar fannst mér skáldsagan fyrst og fremst ríkjandi. Bókin hefst 1923, nýr einstaklingur er að fæðast í heim- inn, það er kannski höfundurinn sjálfur. Að minnsta kosti ber bókin sterk einkenni sjálfssögu. Þetta er fjölskyldusaga, kynslóð- irnar lifa saman og þegar litla telpan, söguhetjan fer að muna eftir sér er uppgangur Hitlers í ÚT ER komin á vegum Iðunnar bókin Ástarsaga aldarinnar eftir finnsku skáldkonuna Martu Tikk- anen. Kristín Bjarnadóttir þýddi. Höfundur er sænskumælandi Finni og kom bókin út á frummáli 1978 og hefur síðan verið gefin út margsinnis _ og þýdd á nokkur tungumál. Ástarsaga aldarinnar hefur verið nefnd „diktroman" sem ef til vill mætti kalla ljóðsögu á íslensku, samfelldur flokkur ljóða í lausu máli. Bókin fjallar um hjúskap konu sem gift er ofdrykkjumanni, og tileinkar höf- undur hana Henrik eiginmanni sínum sem einnig er kunnur rit- höfundur. Márta Tikkanen hlaut bók- menntaverðlaun kvenna árið 1979 fyrir Ástarsögu aldarinnar. Áður hafði hún gefið út nokkrar skáld- sögur, og er þeirra kunnust Karl- mönnum verður ekki nauðgað. Eftir henni var gerð kvikmynd sem nýlega var sýnd hérlendis. Ingeborg Drewitz Þýzkalandi að hefjast og óhjá- kvæmilegt að það setji mark sitt á uppvöxt hennar og þeirra sem henni eru nánastir. Þó segir hér á allt annan hátt frá Hitlers Þýzka- landi en í þeim bókum sem að verulegu leyti byggja á sögum af gyðingaofsóknum, þótt vissulega sé þeirra getið og það á áhrifamikinn hátt. En fyrst og fremst er þetta saga Ástarsaga aldarinnar skiptist í þrjá hluta og er 185 blaðsíður að stærð. Þýðingin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðn- um. Prentrún prentaði. (Frúttatilkynninií). konunnar Gabriele, litla barnsins sem fæddist árið 1923. Fjölskyld- an er komin af pólskum bændum, sem leitaði til Berlínar í kringum 1870 og endaði í verkamanna- hverfinu Moabit, þar búa þrjár kynslóðir samanj einni og sömu íbúð. Hún vex upp við atvinpuleysi hinna eldri og kynnist ung því óöryggi sem það veldur. Hitlers- áhrifin eru eins og farg. Eftir styrjöldina tekur hún þátt í upp- byggingarstarfinu í Berlín, tekur þátt í að koma á laggirnar tímariti og hættir síðan námi vegna gift- ingar. Hún einbeitir sér að læra að vera hamingjusöm í hlutverkinu „eiginkona/móðir" með mannin- um og dætrunum tveimur, en það gengur ekki rétt vel. Hún drífur sig síðan í að ljúka námi og verður fréttamaður við útvarpsstöð í Frankfurt, þar sem hún gerir hvern útvarpsþáttinn öðrum at- hyglisverðari að því er lesanda skilst. Eiginmaðurinn og hún fjar- lægjast æ meira en samt eru tengslin milli þeirra ótrúlega sterk, þótt þau flytji sundur skrif- ar hún honum bréf, reynir að draga hann inn í daglegt líf þeirra mæðgna en samt er alltaf eins og hún haldi honum í senn armslengd frá sér. Yngri dóttirin lætur lífið af slysförum og Gabriele snýr aftur til mannsins síns í Berlín og þar fæðist enn ein dóttir. Hlutverk konunnar Gabriele er Ingeborg Drewitz mjög hugleikið. Gabriele hefur séð móður sína fórna framadraumum sínum sem píanóleikari á altari fjölskyldunn- ar. Sjálf upplifir hún að eldri dóttirin Renate rýfur tengslin við fjölskylduna og í reynd finnur hún að Renate er að kljást við sömu vandamál og hún sjálf, með því fráviki að Renate tekur afleiðing- um af þeim. Renate flytur að heiman þegar stúdentaókyrrðin fór eins og eldur í sinu yfir heiminn og verður virkur baráttu- maður, að eigin dómi fyrir betra lífi, frelsi og réttlæti. Og hin dóttirin Claudia gengur sína leið. hún giftir sig kornung og eignast barn og það er öldungis óvíst að það verði henni fullnægjandi til lengdar. I Gaar var I dag er frábær bók, sem lesandi verður snortinn af, blæbrigðarík, ljóðræn og hefur þó boð að flytja sem alla varða og alls ekki bara kvenfólk. Jóhanna Kristjónsdóttir Ástarsaga aldariraiar Guðrún Gísladóttir I hlutverki sinu í „Konu Kona bregður sér bæjarleið LEIKRITIÐ Kona sem er eftir þau hjón Darip Fo og Franca Ramc hefur nú verið sýnt í Alþýðuleikhúsinu síðan i janúar- lok við góðar undirtektir áhorf- enda og éru sýningar orðnar yfir 30, þar af nokkrar utan Reykja- víkur. Kona segir frá þremur konum sem búa við ólíkar aðstæður, en þegar upp er staðið hafa þær e.t.v. allar sömu sögu að segja. Dario Fo tekst að fjalla um þessi mál eins og honum einum er lagið, þ.e. að láta áhorfendur í senn hlusta og skellihlægja. Sýningum Alþýðu- leikhússins í Hafnarbíói fer nú óðum að fækka, og fer hver að verða síðastur að sjá Konu hér í bæ. Eftir helgi ætlar Kona að bregða sér austur fyrir fjall og verða sýningar í Árnesi 28. apríl, Hveragerði 29. apríl og á Hvols- velli 30. apríl og hefjast þær allar kl. 21. Leikarar í Konu eru Sólveig Hauksdóttir, Edda Hólm og Guð- rún Gísladóttir. Leikstjóri er Guð- rún Ásmundsdóttir, leikmynd gerði Ivan Török, áhrifahljóð Gunnar Reynir Sveinsson, lýsing David Walters. Nánar verður tilkynnt um síð- ustu sýningar. Fróttatilkynninx. Skíðanámskeið í Hveragerði FORELDRAFÉLAG Hveragerðis og Ölfusskólahverfis gekkst fyrir skíðakennslu fyrir nokkru. Kennslu annaðist Magnús Jóns- son ásamt tveimur öðrum. Sextíu börn tóku þátt í skíða- náminu, sem tókst í alla staði mjög vel þrátt fyrir óvenju erfið veðurskilyrði. Að námskeiðinu loknu komu nemendur saman í barnaskólanum ásamt kennurum og formanni foreldrafélagsins og tóku þar við viðurkenningarskjöl- um fyrir þátttökuna á námskeið- inu. Foreldrafélagið var endurvakið 1978 og hefur haldið uppi ágætu starfi síðan. Það hefur gengist fyrir námskynningum, leikhús- ferðum, auk skíðaferðanna, sem fyrr voru taldar og annast eftirlit á skóladanssýningum. Formaður Foreldrafélagsins er Pamela Morrison, ritari Theodór Kristjánsson og gjaldkeri Sigur- björg Ólafsdóttir. _ Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.