Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981
45
Allt er gott ef
allt er rólegt
Rætt við William McQuillan, brezka sendiherrann á Lslandi
„Komdu sæll, ég heiti William McQuillan,“ sagði
sendiherra hennar hátignar, Elísabetar II Bretadrottn-
ingar, á íslandi, þegar ég gekk inn í skrifstofu hans og
heilsaði. Þetta var skömmu fyrir páska. Ég leit upp;
maðurinn hlýtur að minnsta kosti að vera sjö fet á hæð,
hugsaði ég með mér. Kannski ekki alveg, en allavega
sex fet og sex þumlungar. Hann brosti. „Dokaðu við
augnablik,“ sagði hann og bætti við: „Ég ætla að sækja
jakkann minn. Það er hlýtt í húsum ykkar, mun hlýrra
en heima í Skotlandi. Mikið undur hitaveitan ykkar.“
William McQuiIlan. sendiherra Bretlands á fslandi. Mynd Mbi. ói.k.m.
Svo var hann farinn að
sækja jakkann sinn. Ég
stóð ásamt Olafi K. Magnússyni,
ljósmyndara, á skrifstofu sendi-
herrans. Bill Kearns, fyrsti
sendiráðsritari, hafði fylgt
okkur upp á skrifstofu hans,
sem er á 2. hæð á Laufásvegi 49.
Þegar komið er upp á 2. hæð
blasir við rammgerð, gott ef
ekki sprengjuheld, hurð og Bill
opnaði hana með virðulegu fasi
diplómatsins.
Við blasti mjór gangur og
skrifstofa sendiherrans er
fyrsta herbergi til hægri. Ég
virti fyrir mér umhverfið. Ein-
hvern veginn hafði ég alltaf
hugsað mér að í skrifstofu
sendiherra væri hátt til lofts og
vítt til veggja; einhvers staðar í
víðfeðmri skrifstofunni væri
voldugt skrifborð úr palesander;
veggir væru þaktir myndum,
stórum myndum, og voldugt
leðursófasett væri í einu horni
skrifstofunnar.
Svo er ekki að Laufásvegi 49.
Skrifstofa sendiherrans er
mjó en nokkuð löng. Hún var
vart breiðari en hálfur annar
faðmur, sex til sjö metra löng.
Allt er með ákaflega einföldu
sniði. Skrifborði sendiherrans er
skotið skáhallt eins og til að
hægt sé að smeygja sér á bak við
það. Öll húsgögn þar eru úr
ljósum viði. Þrír stólar eru á
skrifstofunni, einn framan við
skrifborð sendiherrans, tveir
hægindastólar; lítið borð á milli
þeirra. Lítill bókaskápur er við
vegginn og fyrir ofan hann
klukka; enginn íburður. Það er
bjart þarna inni, notalegt. Vor-
sólin skein inn um gluggann og
Háskóli Islands blasti við okkur.
William McQuillan kom
inn, nú í jakka. Óli K.
smellti af honum myndum og
var svo þotinn. Við settumst.
„Ég hafði hugsað mér að reyna
að fá fram manninn William
McQuillan fremur en diplómat-
inn,“ sagði ég. „Já, ég skal stikla
á stóru á diplómataferli mín-
um,“ svaraði McQuillan að
bragði. „Ég er skozkur, fæddur í
Midlothian og hlaut menntun
mína við Konunglega mennta-
skólann í Edinborg, síðan stund-
aði ég nám við Édinborgarhá-
skóla, þá við Yale-háskóla í
Bandaríkjunum. Ég kenndi við
háskólann í Manchester en árið
1965 gekk ég til liðs við utanrík-
isþjónustuna. Ég hóf störf í
Lundúnum í deild þeirri, sem
hefur með Mið-Afríku að gera,
þar með talið Rhódesíu, nú
Zimbabwe. Árið 1968 hélt ég til
Lusaka í Zambíu. Þar dvaldi ég í
tvö ár. Þaðan lá leið mín til
Santiago í Chile, var yfirmaður
viðskiptadeildar sendiráðsins.
Þaðan lá leið mín til Guatemala,
var yfirmaður sendinefndar
Bretlands með nafnbótina kons-
úll. Ástæða þess var, að Guate-
mala rauf stjórnmálatengsl við
Bretland árið 1963 vegna deilna
um Belize. Því er ekki sendi-
herra í landinu, en sem betur fer
virðist lausn skammt undan,
rætt hefur verið um, að Belize
fái sjálfstæði á þessu ári.
Arið 1978 sneri ég aftur til
Lundúna og varð yfirmað-
ur þeirrar deildar utanríkis-
ráðuneytisins, sem hefur með
stefnumótun upplýsingamiðlun-
ar að gera. Og þar var ég þar til
ég kom hingað."
Ánægður með að vera hingað
kominn?
„Himinlifandi. Nú er það svo,
að þegar sendiherrar taka við
nýjum stöðum, þá lýsa þeir
ánægju sinni þegar til landsins
er komið, en hugur fylgir
kannski ekki alltaf máli. Sá
háttur er viðhafður í brezku
utanríkisþjónustunni, að menn
útbúa óskalista yfir, hvert þeir
helzt vilja fara. Þeir eiga
kannski þá ósk að fara til
N-Ameríku en hafna ef til vill í
Afganistan, svo dæmi sé tekið.
Þessar óskir rætast ekki alltaf.
Þegar ég setti fram minn óska-
stað, þá var ísland efst á lista.
Þegar ég svo frétti að ég fengi
stöðuna varð ég himinlifandi.
Og ég hef ekki orðið fyrir
vonbrigðum. í Lundúnum
var mér boðið á þorrablót ís-
lendingafélagsins og bragðaði
þar í fyrsta sinn þorramat og
íslenzkt brennivín, og þótti gott.
Ég hitti Sigurð Bjarnason,
sendiherra ykkar í Lundúnum,
og fleira gott fólk, — Islendinga
sem hafa dvalizt um árabil
erlendis en í hjarta sínu eru enn
á íslandi. Bæði þar og hér á
landi höfum við hjónin mætt
hlýju viðmóti fólks.
Islenzkt veðurfar er um margt
svipað og í Skotlandi. Ég kom
hingað síðla kvölds þann 26.
marz síðastliðinn. Næsta dag
brosti sólin við mér og ég
hugsaði með mér; dásamlegt
veðurfar. Síðan hef ég kynnzt
umhleypingum íslenzks veður-
fars. I dag til að mynda hefur
verið dæmigert sýnishornaveð-
ur. Þessa stundina skín sólin,
veðrið er yndislegt og Esjan;
hreint stórkostleg. En í dag
hefur líka verið slydda, það
hefur snjóað og það hefur rignt.
Þessu er ég vanur og kippi mér
ekki upp við það. Um veðurfar í
Skotlandi er sagt, að þegar sjá
megi yfir Loch Ness, muni
rigna. Sjáist hins vegar ekki yfir
vatnið sé rigning.
á er margt líkt i menningu
þjóða okkar. Mörg orð af
sama stofni — heim, túsund,
kiik = kíkja, kirkjafolk = fólk
sem fer til kirkju svo ég nefni
aðeins nokkur. Ég hóf íslenzku-
nám í Lundúnum og mun halda
því áfram hér á landi," og bætti
við, á íslenzku: „Góðan daginn,
ég tala íslenzku, — ekki nema
dálítið."
Nú varst þú yfirmaður upp-
lýsingadeildar brezka ut-
anríkisráðuneytisins. Hafðirðu
einhver afskipti af deilum þjóða
okkar um þorskinn?
„Nei, ekki beint og sem betur
fer eru þessar deilur að baki.
íslendingar eru mjög háðir fiski,
en svo er einnig um útgerðarbæi
á Bretlandi. Það er dapurleg
sjón að sjá togarana bundna við
höfn í fiskveiðibæjum Bret-
lands; grotna niður og engum til
gagns. Þið slituð stjórnmála-
sambandi við okkur um tíma, og
ég veit að Kenneth East, forveri
minn hér, lagði sig allan fram
um að bæta tengsl landa okkar.
En eins og ég sagði, - þetta
tímabil er að baki og í stað þess
að rifja það upp skulum við
heldur líta til framtíðarinnar.
Við leggjum mikið upp úr góð-
um samskiptum við íslendinga
og ég reyni að leysa mál sem
upp koma hverju sinni áður en
þau verða að vandamálum. Það
er sannleikskorn í því, að allt er
gott ef allt er rólegt. Nú, þá má
benda á, að viðskipti þjóða
okkar eru blómleg. Bretland var
næststærsti markaður Islend-
inga á síðasta ári og við vorum í
þriðja sæti hvað innflutning til
Islands snertir."
Island og Bretland eiga bæði
aðild að Atlantshafsbanda-
laginu og báðar þjóðirnar deila
sömu lýðræðishugsjóninni. Hef-
ur Island enn sama gildi fyrir
bandalagið og við stofnun þess?
„Ef eitthvað, þá hefur mikil-
vægi íslands í varnarsamstarfi
vestrænna þjóða aukizt. Þú
þarft ekki annað en að líta á
heimskort til að sjá hernaðar-
legt mikilvægi Islands í hendi
þér. Island er mikilvægur hlekk-
ur í varnarkeðju vestrænna
þjóða. Ég held, að aldrei verði
lögð nógu rík áherzla á það. Mér
þótti ánægjulegt að heyra, að
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra ykkar, lýsti yfir nauð-
syn varnarsamstarfs vestrænna
ríkja og að ísland, í viðsjárverð-
um heimi, skipaði sér á bekk
með vestrænum lýðræðisþjóð-
um, og nauðsyn dvalar varnar-
liðs hér á landi. Hvað þetta
snertir, þá fara stefnur ríkis-
stjórna landa okkar saman.
Við Bretar erum að laga
okkur að nýjum aðstæðum.
Fyrir nokkrum áratugum réðum
við einu mesta heimsveldi
mannkynssögunnar. Nú verðum
við að laga okkur að breyttum
aðstæðum; að við erum nú
miðlungsþjóð í Evrópu."
egar ég kyssti hönd Elíza-
bethar drottningar, áður en
ég lagði upp hingað til íslands,
lét hún þau orð falla, að íslend-
ingar hefðu tekið Karli syni
hennar sérlega vel og sagðist
hún vonast til, að mér, eins og
syni hennar, líkaði dvölin hér,“
sagði William McQuillan, og
bætti við með skozkum hreim:
„Það hefur verið ánægjulegt að
ræða við þig, herra Hallsson."
Ég leit á klukkuna. Fimm stund-
arfjórðungar voru liðnir frá því
viðtalið hófst. Því var lokið —
hvað tíminn flýgur áfram. Bill
Kearns opnaði hurðina ramm-
gerðu og við gengum saman
niður stigann. „Ákaflega geðug-
ur maður," sagði ég. „Já,“ svar-
aði hann, „ákaflega geðugur
maður,“ og svo bætti hann við.
„Við vorum spennt milli sendi-
herra; ég á við hvernig mann við
fengjum. Við erum i sjöunda
himni.“ Ég gekk út og hugðist
brosa mót sólu. Það rigndi.
H.Halls.