Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍDSDÓTTIR UM daginn var ég með smá hugleiðingu um osta, og talaði um að það væri býsna áríðandi að þeir fengju að þroskast um stund áður en þeir væru seldir. Og einnig að það væri sjálfsagt að kaupa osta í stórum bitum og velja ost með því að fá að bragða á honum í búðinni, eins og hægt er í búðum Osta- og smjörsöl- unnar. Erlendis eru víða sérstök ostaborð eða ostadeildir í búð- um, þar sem fólk getur fengið að bragða á ostum og þegið leið- beiningar hjá afgreiðslufólkinu. Það þarf víst ekki að taka fram, að slíkt er ekki til í einni einustu kjörbúð hér. Ástæðurnar eru sennilega einkum tvær. Annars vegar er lág álagning á ostum, þannig að það þykir ekki borga sig að hafa svona mikið við þá. Hinsvegar hefur löngum verið talið, að ostamenning væri á svo lágu stigi hér, að svona nokkuð myndi vart borga sig, eða vekja neina sérstaka athygli. Varð- andi fyrri liðinn veit ég ekki betur en stanzlaust sé verið að tala um meiri, betri, bættari og fjölbreyttari þjónustu við allt og alla, og þetta væri vissulega þjónusta við viðskiptavini. Það er erfitt að meta svona nokkuð til hagnaðar, en ég er viss um að ýmsir sæktust eftir að verzla í búð, sem hefði ostaborð. Þetta með ostamenninguna er kannski að einhverju leyti satt. Þó virð- ist þeim ostum, sem settir hafa verið á markað, hafa verið vel tekið. Það er oft nefnt til að sterkir ostar eigi ekki upp á pallborðið hjá okkur. En þá má minna á, að það er svo ljómandi þægilegt að eiga við osta. Suma má selja nýja, ensuma má láta liggja og fá bragoSsem bragð er að. Þannig er hægt að gera öllum til hæfis. Vísast kostar eitthvað að geyma osta. En það er hugsanlegt að selja slíka osta dýrara verði, eða að finna ein- hverja jöfnunarleið. Ef farið væri að bjóða þroskaða osta á sérstökum ostaborðum stór- verzlana, seldist kannski ekki allt upp á fyrsta degi, en ég er ekki í nokkrum vafa um að slíkt yrði vinsælt, svona smám sam- an. Nú er hafður uppi áróður bæði í Svíþjóð og Danmörku fyrir því, að fólk kaupi og eigi bæði sterkan og mildan ost. Einnig þar hefur hlut mildra osta lengi verið haldið fram, en nú er verið að vekja athygli á öðrum ostum. Ég sá í blaði auglýsingu frá sænskum ostabúum um bækling, sem eru vaktar 20 gildar ástæð- ur fyrir því að hafa tvær tegund- ir osta við hendina. Helzta röksemdin var auðvitað sú, að smekkur manna er misjafn. Ekki væri hægt að gera öllum til hæfis með einni tegund af bragðdaufum osti, því sumir kysu hann bragðsterkan. Ef til væru tveir mismunandi ostar, væri alltaf hægt að bjóða upp á góða ostarétti og ostasnarl. Mórallinn er, að það ætti að hampa ostunum meira, og ostabúin ættu að sjá til þess að eitthvað af þeirra ágætu ostum fengi að liggja og þroskast, ostaunnendum til yndis og án- ægju... Góða skemmtun! Kotasæla Þessi tegund af osti, þ.e. hleypt mjólk en ófergð, er þekkt mjög víða. Osturinn flokkast sem nýostur, það er ostur, sem er ekki geymdur og látinn þrosk- ast. Hann hefur sennilega fyrr- um þótt hálfgerð fátækrafæða, því hann er víða kenndur við kot Kotasæla er nýlega komin á markaðinn, framleidd fyrir norðan hjá KEA á Akureyri. Mér fannst nafnið hálf hallæris- legt fyrst, og hélt að þetta væri einhver uppátekt, en svo er ekki, því þetta er gamalt nafn á rétti úr ystri mjólk, blandaðri smjöri, og er ættað úr Kjósinni. Annars hefur svona ostur verið þekktur undir nafninu mjólkurdrafli, sem mér finnst skemmtilegt. eða kotunga. Hann er m.a. þekktur í nágrannalöndunum, Englandi og svo í Austur- Evrópu og áfram austur eftir. Auk þess sem hann á sér fastan Sess í hefðbundinni matargerð þessara svæða, hefur hann verið •vinsæll undanfarin ár, því hann er nærandi. en þó mjög magur, og það ketniir sér víst vel fyrir flesta. Það er ekki erfitt að "oenda á nokkrar leiðir til að nýta sér kotasæluna á góðan og ljúffengan hátt... Mér þótti kotasælan ekki ýkja merkileg þegar ég smakkaði hana fyrst, en ég er komin á aðra skoðun núna. Bragðið er milt og frískandi og hún er býsna ljúf- feng ein sér. Eintóm er hún alveg tilvalin sem létt máltíð, t.d. í hádeginu. Hún er ágæt handa smábörnum, eintóm, eða með nýjum ávöxtum eða græn- meti. Hún er góð ofan á brauð, eintóm, og ekki sízt á hrökk- brauð. Stökkt brauðið og mjúkur osturinn ... Hrökkbrauð, kota- sæla, ný gúrka og ofurlítill pipar ... eða paprika í sað gúrku... Alls kyns ídýfur eru vinsælt snarl og þar er kotasæla kjörið hráefni. Kryddið hana með hvítlauk og kryddjurtum, eða kryddjurtum eingöngu, og svo má ekki gleyma piparnum. Krydduð kotasæla sómir sér auðvitað ljómandi vel á brauð. Og í stað þess að bera fram kex með svona ídýfum, er grænmeti ljómandi gott. Kotasæla er ein- mitt góð með grænmeti, og því er ekki úr vegi að nota hana með grænmetissalati í stað sósu. Ágætur og einfaldur forréttur er grænmeti á diski, nýtt og fallega skorið, og svo kotasæla í haug á miðjum diskinum, e.t.v. krydd- uð. Slíkt getur einnig verið léttur málsverður, e.t.v. með köldu kjöti eða fiski og svo góðu brauði. Salat úr nýjum ávöxtum og kotasælu er fyrirtaks eftir- réttur. En ekki má gleyma kotasæl- unni í heita rétti. Látið t.d. renna aðeins af henni í papp- irskaffipoka, blandið rifnuð osti í hana og setjið á mat, sem á að baka í ofni. Þannig fáið þið bragðgott ostaþak á matinn. Kotasæla er góð í fiskgratin og fiskfars, því hún gefur fyllingu og skemmtilega áferð. í stað þess að stappa hana í gegnum sigti, er tilvalið að setja hana í kvörn með fiski og eggjum. Svo er tilvalið að nota kotasælu í brauð og kökur, svo ekki sé minnzt á pæa, eins og gert er t.d. í Austur-Evrópu, þar sem þeir kunna eitthvað fyrir sér í mat- seldinni... En kotasælu í kökur og bakst- ur á ég væntanlega eftir að nefna síðar. Litmyndir m eru okkar sérgrein! UMBOÐSMENN UM ALLT LAND HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 20313 S: 82590 S: 36.161 Heilshugar þakkir færum við þeim félags- samtökum, ættingjum og vinum sem styrkt hafa okkur á einn eða annan hátt er við misstum heimili okkar í bruna hinn 28. desember sl. , Oskar Karelsson, Gréta Guðjónsdóttir, Miðtúni, Hvolshreppi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Stórahjalla 15, þing- lýstri eign Guönýjar Sverrisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 4. maí 1981 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Erum fluttir á jaröhæö í suövesturenda gengiö inn um sömu dyr og til Reykjavíkur. Símar: 26988 og Hafnarhússins Rafmagnsveitu 15821. Jón Jóhannesson & Co. sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.