Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 63 í síðasta vísnaleik misritaðist eitt orð í limru Ingvars Gísla- sonar menntamálaráðherra og er hann beðinn velvirðingar á því: Einn veit ég drykkfelldan Dana sem drekkur þó mest af vana. Hann stanzaði um stund hjá Snæbirni á Grund og beið eftir bjórnum frá Sana. Fyrrihlutinn var svona: Þó leyniplagg þér létu gera er lítils virði trygging slík. Sigurður Pétursson botnar: Laumukommar látast vera lausn á okkar pólitík. Og Móri: Óli Jóh. má ekki vera án olíutanks í Helguvík. Þessi botn bíður næsta Vísna- leiks: Einatt hefur lítil limra lífgað upp á kveðskapinn. Og ekki verður svo meira kveðið að sinni. Ilalldór Hlöndal. Ilólmfríður Sigurðardóttir Píanótón- leikar á Kjarvals- stöðum HÓLMFRÍÐUR Sigurðardóttir heldur píanótónleika að Kjarvals- stöðum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. apríl nk. og hefjast þeir klukkan 21.00. Eru þetta fyrstu opinberu tónleikar Hólmfríðar í Reykjavík, en 24. apríl lék hún á vegum Tónlistarfélags ísafjarðar í Alþýðuhúsinu á Isafirði. Hólmfríður er ísfirðingur að uppruna, dóttir þeirra hjóna Margrétar Hagalínsdóttur og séra Sigurðar Kristjánssonar, fyrrum prófasts á ísafirði. Var hún nem- andi Ragnars H. Ragnar við Tón- listarskóla ísafjarðar þar til hún hélt utan til frekara náms í Þýzkalandi. Lauk Hólmfríður ein- leikaraprófi frá tónlistarháskól- anum í Múnchen á síðasta ári og stundar hún nú framhaldsnám við sama skóla. MYNDAMÓTHF PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTFMETI • - SlMAR: 17152-17355 Hljómsveit Fredrik Norén Jazzhátíð hefst á mánudaginn DAGANA 27. apríl til 3. maí efnir Jazzvakning til Jazzhátíðar í Reykjavík, þar sem erlendir sem innlendir djassleikarar koma fram. Hátiðin hefst mánudagskvöld- ið 27. april að Lækjarhvammi, Ilótel Sögu, þar sem hljómsveit sænska trommuleikarans Fred- riks Norén mun leika. Hljómsveit Fredrik Norén var kosin besta djasshljómsveit Svía 1980 af les- endum Orkester Journalen og Tonfallet og hér gera þeir stutt- an stans á leið sinni til Banda- ríkjanna. þar sem þeir munu halda tónleika viða. Hljómsveit- arstjórinn, Fredrik Norén, hefur lengi verið i hópi fremstu trommuleikara Svia og hefur leikið með mörgum köppum s.s. Lars Gullin, Rolf Ericson, Dexter Gordon, Ben Webster, Art Far- mer og Cab Calloway. Meðleikar- ar hans eru ungir menn: tenór- saxofónleikarinn Stefan Isaks- son, barytónsaxofónistinn Hans- Peter Anderson, pianistinn Ulf Sandberg og bassaleikarinn Hans Larsson. Tónlist þeirra er boppaður djass sem stendur föst- um fótum í djasshefðinni. Meiri- hluta þeirrar tónlistar er hljóm- sveitin flytur semja þeir sjálfir. Föstudagskvöldið 1. maí verður áfram leikið á Hótel Sögu og mætir þá til leiks bandaríski trompetleikarinn Ted Daniel. Ted hefur leikið sem atvinnumaður í tuttugu ár og víða komið við á ferli sínum. Meðal þeirra sem hann hefur leikið með má telja: Archie Shepp, Dave Holland, Jack DeJohanette, Anthony Braxton, Herbie Mann og Arthur Blythe. Hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og komið fram á tónleikum víða í Ameríku, Evrópu og Japan. Hann er jafnvígur í frjálsum djassi og hinum hefð- bundnari, með breiðan skemmti- legan tón og góða tækni. Nýja kompaníið: Sigurður Flosason, altósax, Sveinbjörn Baldvinsson, gítar, Jóhann G. Jóhannsson, píanó, Tómas Einarsson, bassi og Sigurður Valgeirsson, trommur, mun hefja djassinn þetta kvöld, en síðan leika þeir Ted Daniel og Áskell Másson tónskáld og slag- verksmeistari saman og verður forvitnilegt að heyra spuna þeirra. Kvöldinu lýkur á því að Ted leikur með Kristjáni Magnússyni pían- ista, Reyni Sigurðssyni vibrafón- ista, Árna Scheving bassaleikara og Alfreið Alfreðssyni trommu- leikara. Laugardagskvöldið 2. maí leika Ted Daniel og Áskell Másson í Djúpinu og seinna sama kvöld bætist Nýja kompaníið í hópinn og mun Ted blása með þeim nokkrar melódíur. Sunnudagskvöldið 3. maí lýkur svo hátíðinni að Hótel Sögu. Þá bætast nýir gestir í hópinn, sjálf- ur Chris Woods og kona hans Lynett Woods trommuleikari. Ted Daniel mun einnig blása þetta kvöld og með þeim leika Guð- mundur Ingólfsson á píanó og Árni Scheving á bassa. Námskeið fyrir yfirmenn slökkviliða Á VEGUM Brunamálastofnunar ríkisins verður dagana 4.-9. maí nk. haldið námskeið fyrir yfir- menn í slökkviliðum, segir í fréttatilkynningu frá Brunamála- stofnun ríkisins. Námskeiðið verð- ur haldið á Akureyri, undir um- sjón siökkviliðsstjórans á Akur- eyri og brunamálastjóra ríklsins. Mjög hefur verið vandað til námskeiðsins með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Undirbúning hefur annast sérstök fræðslu- nefnd á vegum stofnunarinnar. í nefndinni eiga sæti: Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, og Guðmundur Jónsson, slökkviliðs- maður og formaður Landssam- bands slökkviliðsmanna. Mikill áhugi er fyrir námskeið- inu, sem verður fullsetið. Ef þú framkvæmdastýrir eða stjórnar fyrirtæki eða deild þá getur Apple tölvan hjálpað þér. Apple þýðir ... þú hefur skjótan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Þú getur leiðrétt þessar sömu upplýsingar auðveldlega, þannig að breytingar eru strax skráðar og þú getur látið prenta þær út, upplýsingar sem þú vilt hratt og örugglega. Þannig veitir Apple tölvan þér forskot í samkeppninni. þýðir viðskipti segir framkvœmdastjórinn Apple þýðir ... leysa vanda, en ekki valda. Framkvæmdastjórar geta haft gagn af Apple kerfinu sínu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir fá tölvuna í hendur. Þeir, sem annast áætlanagerð komast í feitt með aðstoð Apple. Apple þýðir ... áreiðanleiki, þjónusta og eins árs ábyrgð. eins og Sir Freddie Laker Forseti og | framkvæmdastjóri RlRWRYS „Ég tel ad framkvœmdastjárar þurfi að hafa aðgang að nákvæmum upplýsing- um til þess að geta tekið réttar ákvarðanir fljótt í harðri samkeppni. Mikill hluti þessara upplýsinga er annað hvort af fjármálaeðlinu eða tölfræðilega og þar af leiðandi er Apple tölvan kjörinfyrir vinnslu nauðsynlegra upplýs- inga, sem hafa áhrif á afköst fyrir- tœkis eða deildar.“ Apple þýðir... þú getur notað Visi Calc forritið í tengslum við Apple plot forritið, sem gerir mögulegt að prenta allar tölulegar upplýsingar í línurit. Auk þess má tengja Desk/Top Plan forritið við hin tvö, fyrir mjög stór áætlunarverkefni. Visi Calc er forrit, sem er geysi öflugt við áætlanagerð. Apple þýðir... fjölbreytileiki — með marga nytsama tengimöguleika í vísinda- og kennslunotkun. Apple þýðir... deildur vandi er leystur vandi, þegar þú deilir honum með Apple umboðinu. tappkz tölvudeild, Skipholti 19. Sími 29800. Apple þýðir... þú getur valið um mörg tölvumál: BASIC, PASCAL, FORTRAN, CIS COBOL og APPLE PILOT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.