Morgunblaðið - 26.04.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 26.04.1981, Síða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 Ék er alfarinn að heiman! Ég se«i bræðrunum írá þessu! COSPER PersónuleKa þarf éK ekki að hafa áfenKÍ um hond, til þess að verða kát ok fjöruK. Nýr Gullfoss: LJfem.: ÓI.K.Mag. Vid bídum hans V.S. skrifar: „Kæri Velvakandi. Er nýr Gullfoss væntanlegur? í hvert skipti sem Eimskip heldur aðalfund, er maður að vona að forráðamenn fyrirtækisins rétti úr kútnum og drífi í þvi að láta smíða nýtt farþegaskip eða kaupi notað, en framboð slíkra skipa mun vera nóg um allan heim, þó að það sé nú önnur saga. En því miður, ekkert bólar á slíkri viðleitni hjá Eimskipafélagi íslands og ekkert heyrist um þetta mál, sem er mér og vafalaust þúsundum annarra mjög mikið áhugaefni: Að geta ferðast með íslensku farþegaskipi til annarra landa. Og maður spyr: Hvernig stendur á því að óskabarn þjóðar- innar bregst vonum okkar með því að aðhafast ekkert í þessum mál- um? Ég spyr fyrir hönd þúsunda: Hvenær kemur nýr Gullfoss til íslands? Við bíðum hans.“ „Islenskt már4 í góðum höndum Guðrún Jónsdóttir skrifar: „Góði Velvakandi. Ég gat ekki orða bundist, er ég las þennan leiðindapistil Braga Kristjónssonar í Morgunbl. 4. þ.m. um þáttinn íslenskt mál í útvarpinu. Þar fellir Bragi mjög svo ómaklegan dóm yfir ungu fólki sem starfar við Orðabók Háskólans. Það er auðséð á þess- um skrifum að Bragi hefur aldrei rætt við þetta fólk í sambandi við Orðabókina. Ég hef hins vegar talað við Orðabókarfólk árum saman og verð að segja, að það hefur verið mér andleg upphress- ing og mikill gleðigjafi. Standa traust og örugg á verðinum Ég vil samfagna íslensku þjóð- inni, því að mér finnst að við séum mjög heppin að hafa fengið til þessara starfa svona vel menntað ungt fólk, sem er svo brennandi af áhuga á íslensku máli og hefur svo mikla starfs- gleði sem raun ber vitni. Við finnum það, sem erum í stöðugu sambandi við þau. Því hvað væri Island án þjóðarinnar eða þjóðin án tungu sinnar? Við finnum að „íslenskt mál“ er í góðum hönd- um, og það verður vel verndað, því þau standa traust og örugg á verðinum. Mér finnst, og það finnst fleirum, að Guðrún og Gunnlaugur minni á margan hátt á fyrrverandi orðabókarmenn, Jakob Benediktsson og Ásgeir Bl. Magnússon, enda munu þeir vera fyrrverandi kennarar þeirra. Landi og þjóð til sóma Guðrún Kvaran varði doktors- ritgerð í málvísindum úti í Þýskalandi síðastliðið sumar, með miklum glæsibrag, sem er landi okkar og þjóð til mikils sóma, og að mínu mati miklu meira virði en íþróttaafrek, sem hefði vafalaust verið meira í hávegum haft. Bragi segir að Guðrún Kvaran almennur áhugi á þáttunum um íslenskt mál og tengd málefni fari dvínandi. Hvernig og hvenær hefur hann rannsakað það? Sparðatíningur? Nei, þetta er tómt orðafleipur hjá honum, eins og fleira í þessari grein um þáttinn íslenskt mál. Hið sanna er, að það berst svo mikið af efni til Orðabókar- innar víðs vegar að af landinu, að þótt þau séu rösk og dugleg við að vinna úr því, geta þau ekki komið öllu á framfæri í útvarpsþáttun- um, af því að þau fá of stuttan tíma hjá Útvarpinu. Og svo heldur Bragi að það sé tími til að hafa á lofti gamanmál. Bragi talar um sparðatíning. Veit hann ekki að það er verið að safna orðum víðs vegar að af landinu sem eru að hverfa úr málinu? Orðabókin er af þessum sökum á síðasta snúningi með að bjarga mörgum orðum, sem eru sem óðast að týnast vegna breyttra atvinnuhátta þjóðarinnar og hverfa loks með þeim sem nú eru að feta síðustu sporin."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.