Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 37 ■■■■■■■■■■■■■■ in§** Mynd þessa tók Vigfús Sigurgeirsson fyrir meira en 20 árum, en þá var Árni Kristjánsson kvaddur sem skólastjóri Tónlistarskólans. Fremsta röð frá vinstri: Fjölnir Stefánsson, Hermína S. Kristjánsson, Páll ísólfsson, Árni Kristjánsson, Anna Steingrímsdóttir, Rögnvaldur Sigurjónsson, Jón Nordal og Helga Jónsdóttir. Miðröð f.v.: Ásgeir Beinteinsson, Jakobína Axelsdóttir, Björn Ólafsson, Kolbrún Jónasdóttir, Jón Þórarinsson, Helga Egilsson, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Björn Jónsson, Þorgerður Þorgeirsdóttir, Gísli Magnússon, Kristín Pálsdóttir, Þorsteinn Hannesson og Guðmundur Matthíasson. Aftasta röð f.v.: Þórdís Guðmundsdóttir, Egill Jónsson, Ingvar Jónasson, Stella Margrét Sigurjónsdóttir, Einar Vigfússon, Guðmundur Jónsson, Hulda Kristinsdóttir, Karl Ottó Runólfsson og Helga Kristjánsdóttir. Tónlistarskólinn siðmenntar nemendur sína með tónlistinni Hér er Árni Kristjánsson (lengst til vinstri) með þeim Askenasy og Gunnari heitnum Guðmundssyni. - segir Árni Kristjánsson fyrrum skóla- stjóri skólans SKÓLASTJÓRI Tónlistarskólans í Reykjavík í mörg ár var Árni Kristjánsson pianóieikari, en hann kom að skólanum árið 1933. Var skólinn þá í þann veginn að hefja fjórða starfsár sitt, segir Árni, en hann fylgdi skólanum allt til ársins 1959. Hann er spurður um aðstöðuna fyrstu árin og hvar skólinn hafi verið til húsa: — Skólinn fékk inni í Hljóm- skálanum við Tjörnina, húsi Lúðrasveitar Reykjavíkur. Það húsnæði var engan veginn til þess fallið að hýsa slíkan skóla, en varð samt að duga okkur í mörg ár. Það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti, segir máltækið og ríkulegar var ekki hægt að búa að þessum nýja skóla. Það var út af fyrir sig mesta ágætisverk, að koma skólanum á fót og sjá honum farborða og eiga stofnendur hans, Tónlistarfélagið, eða „postularnir tólf“, ævarandi þakkir skildar fyrir það framtak sitt. En ekki þvertek ég fyrir að veður og vindar hafi nætt um kennara og nemendur í þes9um turni við Tjörnina. Þó var þarna vorfagurt, vonin 9Ígræn og trú á að turn stefndi til hæða. Unnu þvi allir vel undir stjórn fyrsta skóla- stjórans, forgangsmannsins Páls ísólfssonar, og með góðum árangri að ég hygg. En ef bera á saman aðbúnað skólans þá og nú, afdrep frumbýlingsáranna við núverandi húsakost og bjargálna rekstur, er hætt við að eitthvað hallaðist á. En hvað um menntunina, — í hvaða skyni sóttu nemendur um skólavist, til að auka almenna menntun sína eða til að búa sig undir störf sem kennarar eða hljóðfæraleikarar? — Svona hvorttveggja og bæði! Skólinn setti sér þegar í upphafi ____Árni Kristjánsson vega það tvíþætta markmið, að í fyrsta lagi „veita efnilegum nem- endum staðgóða og alhliða tónlist- armenntun og búa þá undir störf tónlistarmanna og tónlistarkenn- ara“ og í öðru lagi „að stuðla að sem víðtækastri tónlistariðkun í landinu". Þetta markmið réði að sjálfsögðu starfi skólans og mót- aði stefnuna. Að ferill skólans hafi orðið farsæll og að honum hafi tekizt eftir vonum að halda í horfinu sést bezt af því, að varla mun sá tónlistarmaður íslenzkur, sem ekki á Tónlistarskólanum vegarnesti sitt að þakka. Ekki hvað sízt hljóðfæraleikarar í Sin- fóníuhljómsveit Islands. Hverjar telur þú vera helztu breytingarnar, sem á skólanum hafa orðið á 50 ára ferli hans? — Breytingarnar eru miklar og margar og allar til batnaðar. Þannig á það að vera. Skóli, sem stendur í stað, er dauður skóli. Okkar skóli hefir tekið algerum hamskiptum á þeim fimm áratug- um, sem liðnir eru frá stofnun hans. Mestum framförum hefir skólinn tekið í tíð Jóns Nordals síðustu tvo áratugina, eða frá því að kennaradeildin kom til sögunn- ar og ríkið tók að sér reksturinn að hálfu leyti. Örvar hvað annað, skólinn og sú stétt uppfræðara og tónmennta- kennara, sem hann hefir af sér alið. Eins og vegir skapa vegfar- endur, má segja, að skólar skapi nemendur og nemendur náms- greinar, en þær eru orðnar svo margar, að engum er synjað um það, sem hugur stendur til. Væri óskandi að þetta júbilár skólans, hið fimmtugasta, verði hvatning til að ýta svo undir hann, að hann lyftist á enn hærra stig og verði það sem hann á að verða, Tónlist- arháskóli íslands, æðsta mennta- stofnun landsins í sinni grein, tónlistarakademía, er móti tón- listaruppeldi landsins barna og veiti nemendum sínum menntun sambærilega við það, sem þekkist í tónlistarháskólum með öðrum þjóðum. Er þá námið ekki viðurkennt eins og er eða líta menn á það sem tómstundagaman? — Tómstundagaman! Talaðu ekki niðrandi um það. Jú, próf úr kennaradeild skólans eru löggilt, ef svo má segja, og önnur próf hafa einnig sitt gildi, þó að þau veiti engin sérstök réttindi. Þau eru viðurkennd af starfandi tón- listarmönnum sem vitnisburður um að sá, er lokið hefir, sé fær í sinni grein og fullnægi þeim kröfum, sem skólinn telur nauð- synlegar. Þess ber að minnast, að skólinn er enn að hálfu leyti einkaskóli og því ekki fullvalda. En svo er það tómstundagaman- ið? — Já, ég tel að sá, sem tónlist nemur, geri það ekki einungis í því skyni, að hafa gaman eða unun af því sjálfur, sem þó í mínum augum er lofsvert í sjálfu sér, heldur einnig til að geta notið með öðrum þeirrar tónlistar, sem hann lærir. En á þann hátt myndast víxláhrif af þeim straumi andans, sem við köllum menningu. „Al- menn menntun," segir franskur kúnstfílósóf, Élie Fauré, „leiðir * ekki endilega til fegurðarskyns; fegurðarnæmi (sem af listiðkun S hlýzt) hins vegar óhjákvæmilega til almennrar menntunar." Þar með er ég kominn að því, sem ég vildi að lokum segja um Tónlistarskólann honum til verð- ugs hróss: Tónlistarskólinn er siðbetrandi stofnun og hefir sýnt það. Hann elur nemendur sína upp í góðum siðum, siðmenntar þá með tónlist. Tómstundagaman getur líka orðið til góðs. Það er enginn dóni, sem getur leikið fúgu eftir Bach! Verzlunar- nefnd verði neytenda- nefnd BANDALAG kvenna í Reykjavík gerði eftirfarandi samþykktir á aðalfundi sínum nýlega: Verðlags- og verslunarnefnd BKR leggur til við aðalfund 1981, að nefndinni verði breytt í neyt- endanefnd, sem kosin verði á sama hátt og aðrar nefndir Bandalagsins á aðalfundi þess. Einnig gerum við það að tillögu okkar, að nefndarkonur verði 5. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 22. og 23. febrúar 1981, skorar á ráða- menn Ríkisútvarpsins-sjónvarps að hlutast til um, að tekin verði tafarlaust til sýningar kvikmynd frá Kvennaráðstefnunni í Kaup- mannahöfn í júlí sl. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavik hefur beðlð Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum i borginni að undanförnu. Þeir, sem veitt geta lögreglunni upp- lýsingar sem að gagni kunna að koma eru beðnir að hringja sem allra fyrst i sima 10200: Sunnudaginn 12. apríl sl. var ekið á bifreiðina R-57431 sem er Cortina 1600, blá að lit, við Tækniskólann á Höfðabakka 9, Rvík. Átti sér stað frá kl. 14.30 tií 18.00. Hægri hurð er skemmd á bifreiðinni. Mánudaginn 13. apríl sl. var ekið á bifreiðina R-72625 sem er Moskwitch fólksbifreið, dökk- græn, á bifreiðastæði austan við hús nr. 5 í Skeifunni. Átti sér stað frá kl. 18.05 til 18.24. Vinstra framaurbretti er skemmt. Er rautt í skemmdinni. Fimmtudaginn 16. apríl sl. var ekið á bifreiðina G-8096 sem er Volvo fólksbifreið, orangelituð, við Árberg í Ármúla. Átti sér stað frá kl. 12.00 til 13.00. Skemmd er á vinstra afturaurbretti. Föstudaginn 17. apríl sl. var ekið á bifreiðina R-56079 sem er Volvu 1978, grænn að lit, á Ránar- götu við hús nr. 32. Tjónvaldur gæti verið rauð Volvo-bifreið, ár- gerð 1971—1972. Skemmd á R- 56079 er á vinstri framhurð. Skemmd á tjónvaldi er á hægra framaurbretti og hurð. Þriðjudaginn 21. apríl sl. var ekið á bifreiðina R-60664 sem er Ford Pinto fólksbifreið, blá að lit, á bifreiðastæði við Austurstræti 3. Átti sér stað frá kl. 09.00 til 10.10 og er bifreiðin skemmd á hægra afturhöggvarahorni. Tjónvaldur er drapplituð bifreið. Þriðjudaginn 21. apríl var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina X-3939, sem er Ford Capri fólksbifreið, á Dyngjuvegi við Langholtsveg. X-3939 stóð við syðri götubrún Dyngjuvegar. Skemmmd er á vinstra afturaur- bretti og hurð. Bifreiðinni X-3939 var lagt á fyrrgreindum stað þann 16. apríl sl. en trúlega hefur skemmdin komið á bifreiðina að- faranótt þess 21. apríl. Tjónvaldur gæti verið Lada-bifreið eða Moskwitch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.