Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 t Bróöir okkar, EIÐUR AGUSTSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn, 28. apríl kl. 15.00. Syatkini hina látna. t Konan mín og móöir okkar, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hverfiagötu 82, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn, 27. apríl, kl. 13.30. Jón Guövaróaaon, Walter Jónaaon, Guöjóna Guöjónadóttir, Jónheiöur Guöjónadóttir, Guðmunda Guðjónsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vlnáttu vegna andláts og útfarar HÍRAMÍU GUOJÓNSDÓTTUR. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BALDUR KOLBEINSSON vélstjóri, Þorfinnsgötu 2, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn, 28. apríl, kl. 13.30. Anna Björnsdóttir, Björn Baldursson, Guöný Jónsdóttir, Kolbeinn Baldurason, Gyöa V. Kriatinsdóttir, Baldur Baldursson, Kristín Gunnarsdóttir, Bragi S. Baldursson, Málfríöur Asgeirsdóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför JÓNS BERGMANNS JÓNSSONAR frá Litla-Langadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraöra Borgarnesi Vandamenn. t SIGURÐUR SÆVAR JÓNSSON, sem andaöist 17. þ.m., veröur jarösettur frá Fossvogskapellu mánudaginn, 27. apríl, kl. 3. Aöstandendur. Ólína Bjarnadóttir Rasmusson - Minning Fædd 8. ágúst 1904. Dáin 18. april 1981. Ólína var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð, dóttir Bjarna Péturs- sonar, kennara þar og við Miðbæj- arbarnaskólann í Reykjavík, og Margrétar Egilsdóttur. Þau hjón- in áttu sjö börn, Pétur, skipstjóra, sem nú er látinn, Asgeir, sem flutti til Bandaríkjanna og er látinn, Ólínu, sem við kveðjum nú, Kristínu Brinckmann, búsetta í Danmörku, Einar, fyrrverandi loftskeytamann, Hjallavegi 68, Reykjavík, Ragnheiði Færgeman, búsetta í Ringe í Danmörku, og Magnús, sem lést barn að aldri. Fjölskyldan flutti til Reykjavík- ur árið 1914. Fljótt eftir komu þeirra hingað keypti Bjarni, faðir þeirra, efri hæðina í húsinu Þing- holtsstræti 8. Bjarni lést á besta aldri, tæplega fimmtugur, og Margrét, móðir þeirra, lést árið 1932. Þessi hjón voru tiltekið gæðafólk, sem ekkert aumt mátti sjá. Bjarni var einn af stofnendum gamla sjúkrasamlags Reykjavíkur og verkstjórafélags Reykjavíkur, t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinsemd viö fráfall og útför eiginmanns, fööur og tengdafööur, FILIPPUSAR GUNNLAUGSSONAR. Sigríður Gissurardóttir, Haukur Filippusson, Ragnheiöur Benediktsson, Hrefna Filippusdóttir, Árni Gunnarsson, Höröur Filippusson, Margrét Oddsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, JARÞRÚÐAR JONASDÓTTUR frá Hallsbæ, Hellissandi. Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir, Pétur Árnason, Svana Sveinbjörnsdóttir, Inga Sveinbjörnsdóttir Kindel, Monroe Kindel, Daði Sveinbjörnsson, Guörún Marísdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Einkaritaraskólinn Starfsþjálfun skrifstofufólks Kjarni a: enska — ensk bréfritun — verslunar- enska. Kjarni b: skrifstofuþjálfun á íslensku. Innritaö verður á námskeiö næsta vetrar mánudag 27. og þriðjudag 28. apríl kl. 2 og 5 eh. Kennsla stendur yfir frá 21. september nk. til páska. Mímir Brautarholti 4, sími 10004. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUKHAK Appelsínur Jaffa — Appelsínur Marokko — Epli rauö — Epli græn — Epli Granny Smith — Epli dönsk — Sítrónur — Grapealdin Jaffa — Grapealdin rautt — Perur — Vínber græn — Vínber blá — Ananas — Bananar. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 hann var þátttakandi í margvís- legri annarri félagsstarfsemi, sem stefndi að heill fólks. Ólína giftist 14. janúar 1928 Ivani Hugo Rasmusson, sænsk- ættuðum manni, sem kom ungur til íslands. Hann var rennismiður í Hamri hf. Ivan lést 3. ágúst 1977. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt og voru þau sem einn maður í flestum hlutum. Synir þeirra eru: Werner Ivan, lyfjafræðingur og eigandi Ingólfsapóteks, kvæntur Önnu Karlsdóttur, þau eiga fimm börn og Carl Bjarni, flugvélstjóri frá Flugleiðum, kvæntur Eddu Gústafsdóttur, þau eiga 6 börn, en ein dóttir þeirra lést af slysförum. Ólína eða Lína, eins og við ættingjar og vinir kölluðum hana, ólst upp í glöðum systkinahópi á miklu menningarheimili þar sem tónlist var í hávegum höfð. Bjarni, faðir hennar, var mikill tónlistar- unnandi og kenndi söng við Mið- bæjarbarnaskólann í Reykjavík. Hann stofnaði lúðrasveitina Svani á Þingeyri og blandaðan kór þar, einnig barnakór í Reykjavík. Heimilið að Þingholtsstræti var opið fyrir öllum menningar- straumum sem um Reykjavík fóru í þá daga. Það fór þess vegna ekki hjá því að Lína yrði fyrir áhrifum þessa uppeldis. Hún var við nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1920—1922. Þegar faðir hennar lést, 1923, varð hún að fara að finna fyrir sér og kenndi hún þá um tíma í Þorlákshöfn. Síðar starfaði hún hjá Hans Petersen í nokkur ár og á seinni árum starfaði hún við verslunina ístorg. Eftir að Lína og Ivan stofnuðu heimili sitt að Þingholtsstræti, var hún vakin og sofin yfir heill heimilisins og ekkert var nógu gott fyrir eiginmann og syni. Þeir sem til þekkja gleyma ekki hversu óviðjafnanleg hún og Ivan voru heim að sækja. Lína var mikil félagsvera, hún var frá unga aldri félagi í kvenskátahreyfingunni, í kvenfélagi Dómkirkjunnar og starfaði við öldrunarheimili Reykjavíkurborgar. Að þessari fé- lagsstarfsemi vann hún af lífi og sál til dauðadags. öll þau störf, sem mín elskulega mágkona tók að sér, vann hún af meðfæddum fínleika og hljóðleika eins og henni var lagið, enda var hún fædd „darna" eins og við segjum stundum um fágaðar konur. Þetta var henni meðfætt. Mér og börn- um okkar er það minnisstætt hversu hlýlegt var að koma í Þingó, til dæmis 17. júní, þegar miðbærinn var fánum prýddur og þetta fallega og hlýlega heimili stóð öllum opið, sem vildu þiggja veitingar. En það þurfti enga stórhátíð til, það var alltaf jafn notalegt í návist þeirra hjóna og alltaf hægt að skótast til þeirra á hraðferð í dagsins önn. Lína gleymdi engum og mundi alla afmælisdaga og aðra viðburði í lífi barna og barnabarna að ótöldum öðrum ættingjum. Ég held að ég gangi ekki svo Þir.gholtsstrætið framar að ég minnist þess ekki hversu mikils ég hef misst. Að leiðarlokum þakka ég henni alla umhyggju og elskusemi við okkur. Lifi hún sæl, mín elskulega mágkona. Arndis Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.