Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981
ÆVINTÝRAPRINSESSAN
KROSSFESTING — Tveir Filipseyingar með höfuð-
búnað, sem á að heita eftirlíking af hjálmum
rómverskra hermanna, búa sig undir að negla fætur
Luciönu Rovez við pallinn sm hún stendur á í
Bulacan-héraði á Filipseyjum. Hin tuttugu og fjögra
ára gamla iðnverkakona lét krossfesta sig á
föstudaginn langa til þess að freista þess að létta
syndafarginu af veröldinni eins og það var orðað.
Mesti fjöldi af vísindamönnum,
sérfræðinKum í sýklahernaði or
gömlum generálum hefur borið
vitni fyrir héraðsdómi þar sem
málið er rakið og segja má, að
málflutningi þeirra verði best lýst
með orðum eins vitnis stjórnar-
innar, sem sagði, að San Fran-
cisco-búar hefðu enga ástæðu til
að vera óánægðir, miklu fremur
mættu þeir vera hreyknir af
framlagi sínu til þessara leyni-
legu tilrauna, sem hefðu veitt
ómetanlegar upplýsingar um það
hvernig brugðist,skyldi við sov-
éskri sýklaárás.
Nevin-fjölskyldan, sem á sér
langa og merka sögu fyrir afskipti
sín af löggjafarmálum í Kali-
forníu, er hér á öðru máli og
heldur því fram, að afi þeirra hafi
verið fórnarlamb kalda stríðsins
og þeirrar vitfirringar, sem kennd
er við McCarthy.
- WILLIAM SCOBIE
í 43 athugunarstöðvum í landi
varð vart við mikið af sýklum og
allt að 35 km inn í landi. Þegar
athugunartíminn var lengdur úr
tveimur stundum í fjórar jókst
magnið svo, að það var tvítugfalt
það, sem fyrr mældist.
Bandaríski herinn dró þessar
ályktanir af tilraununum: „Það
gæti verið ákaflega árangursríkt
að ráðast á hafnarborg með sýkla-
vopnum ... ef skilyrðin eru hag-
stæð.“
Talsmenn hersins halda því
fram, að sýklarnir, sem notaðir
voru við tilraunirnar, BaciIIi gol-
bigii og Serratia marcescens, hafi
verið hættulausir, en Nevin held-
ur því fram á móti, að opinber
gögn sýni, að Serratia valdi sjúk-
dómum þegar um „mikið magn“
er að ræða.
Fjórum dögum eftir síðustu
tilraunina fékk Nevin gamli
lungnabólgu, sem dró hann til
dauða fimm vikum seinna.
Oak-
land-flóa-
hrúin. sem
er yfir
átta mílna
lónu. rins
ok gnæfir
hér yfir
San
Francisco.
Það var
út af flóanum
scm
tundur-
duflasla,ðar-
inn da ldi
sýklun-
um inn
yfir borgina.
Merkisdagur
í Mónakó
Einu sinni var myndarlegur
prins, sem kom auga á fallega
leikkonu í kastalanum sínum.
Ari síðar voru þau gift og þannig
varð að veruleika eitt stærsta
ástarævintýri aldarinnar.
Grace Kelly, sem áður var
þekkt bandarísk leikkona, og
Rainer III, íursti af Mónakó,
héldu nýverið hátíðlegt silfur-
hrúðkaup sitt. og hafa þar með
sannað, að öil falleg ævintýri
enda vel, því að engan skugga
kvað hafa borið á hamingjusól
þeirra.
Ymislegt hefur þó breytzt frá
því þau voru gefin saman í
borgaralegt hjónaband, 18. apríl
1956, og hlutu kirkjulega hjóna-
vígslu degi síðar. Grace hefur
gildnað dálítið um mjaðmirnar og
furstinn gránað í vöngum. Eigi að
síður hefur ástarævintýrið, sem á
sínum tíma gerði það að verkum,
að 1.600 blaðamenn flykktust til
dvergríkisins Mónakó, orðið harla
lífseigt.
Nadia Lacoste, sem hefur verið
talsmaður Grace prinsessu frá því
á fyrsta hjónabandsári hennar,
segir, að þau hjónin beri enn
mikla ást í brjósti hvors til
annars, en það sé annars konar ást
en fyrir aldarfjórðungi. „Ástríð-
urnar eru horfnar. Það er al-
kunna, að ástríður endast ekki
alla ævi. Ástríður furstahjónanna
hafa vikið fyrir hlýjum og varan-
legum kærleika."
Þau hjónin hafa eignazt þ.
mannvænleg börn, sem öll eru úi
grasi vaxin. Karólína prinsessa er
nú 24 ára að aldri og hefur verið
mikill blaðamatur frá því að hún
skildi við mann sinn, glaumgosann
Philippe Junot. Albert krónprins
er 23ja ára að aldri og Stefanía
prinsessa varð nýlega 16 ára.
Furstahjónin hafa játið sér
mjög annt um börn sín. Samband
þeirra hefur einkennzt af virðingu
fyrir hinu hefðbundna hlutverki
karls og konu í hjónabandi. Grace
fórnaði glæsilegum ferli sem kvik-
myndastjarna til þess að geta
helgað sig eiginmanni og fjöl-
skyldu. Rainer sagði skilið við
litríka fortíð og gerðist sómakær
fjölskyldufaðir.
Nánir vinir fjölskyldunnar
segja, að Rainer fursti hafi lagt
sig allan fram um að hjónaband
hans gæti orðið endingargott
vegna þess að skilnaður foreldra
hans á sínum tíma hafi orðið
honum mjög þungbær.
Að sjálfsögðu hafa ýmis vanda-
mál skyggt á tilveruna hjá þeim
hjónum. Meðal annars hafa þau
alla tíð orðið fyrir mikilli ágengni
af hálfu blaðamanna.
Blaðamenn hafa haft óseðjandi
áhuga á þeim allt frá því að
fundum þeirra bar fyrst saman.
Það var árið 1955, er Grace Kelly,
þá 25 ára að aldri, var aðalstjarn-
an á kvikmyndahátíðinni í Cann-
es. Hún hafði unnið til verðlauna
fyrir túlkun sína í kvikmyndinni
„The Country Girl“ sem gerð var
árið 1954, en þar lék hún á móti
Bing Crosby. Hún hafði einnig
farið með aðalhlutverk í ýmsum
kvikmyndum Alfred Hitchcocks,
svo sem „Dial M for Murder",
„Rear Window" og „To Catch a
Thief“.
Á meðan Grace dvaldist í Cann-
es þótti einum ljósmyndaranum
ekki við hæfi að taka af henni
venjulega mynd í baðfötum á
ströndinni, heldur bað hann um
leyfi til að fá að ljósmynda hana í
Mónakókastala. Leyfið var fúslega
veitt. Og þarna í kastalanum, sem
gnæfir við blátt Miðjarðarhafið,
bar saman fundum þeirra Rainers
fursta og Grace Kellys. Eftir að
hún fór aftur til Hollywood höfðu
þau bréfasamband sín í milli.
Síðan fór Rainer fursti til Banda-
ríkjanna og í janúar 1956 opinber-
uðu þau trúlofun sína á heimili
föður Grace, sem var írskur bygg-
ingaverkamaður, er gerðist millj-
ónamæringur.
Hjónavígslan vakti svo mikla
athygli, að Grace prinsessa orðaði
þetta einu sinni þannig við vin-
konu sína, að myndavélalinsur
hefðu verið á bak við hvert einasta
blóm við athöfnina.
- CAROLYN LESII
GRACE — Fórnaði frægðinni
RAINER — Sárar endurminningar
SYKLAHERNAÐUR
Þegar Kaninn
réðist á San
Francisco
Á dögum kalda striðsins,
um miðja þessa öld, lést maður
nokkur í San Francisco i Banda-
rikjunum. Það væri svo sem
ekki i frásögur færandi nema
vegna þess að nú, 31 ári síðar,
hefur verið krafist 12 milljóna
dollara i skaðabætur fyrir lát
þessa manns og mál höfðað á
hendur Pentagon fyrir að hafa
látið hlása skýjum mettuðum
sýklagróðri yfir San Francisco,
þessa „perlu bandariskra
borga“, þegar gerðar voru til-
raunir mcð notkun sýkla i hern-
aði.
Fyrir Nevin-fjölskylduna í San
Francisco er málshöfðunin árang-
ur fjögurra ára langrar baráttu
fyrir því að sanna, að banamein
afa þeirra, sem lést 1951, megi
rekja beint til sýklahernaðartil-
rauna Bandaríkjahers. Talsmenn
hersins viðurkenna að vísu, að um
800.000 manns hafi andað að sér
ósýnilegum sýklagróðrinum en
halda því þó fram, að þessi sýklar
hafi ekki getað valdið sjúkdómum
og að tilraunin hafi auk þess verið
„ákaflega mikilvæg vörnum
Bandaríkjanna".
Allt frá 1977 hafa skjöl og
skýrslur um SH (eins og sýkla-
hernaður kallast í Pentagon) ver-
ið að safnast saman á lögfræði-
skrifstofu Edward Nevins III, sem
er virtur lögfræðingur í San
Francisco. Og í öllu þessu skjala-
flóði er engin frásögn undarlegri
en sú, þar sem sagt er frá
tilraunum hersins úti fyrir San
Francisco-flóa. Þar kemur fram,
að sex sinnum á einni viku, frá
20.—27. september 1950, hafi
grandalausir borgarbúar orðið
fyrir SH-árás.
Frá tundurduflaslæðara, sem
látinn var sigla fimm mílur sjáv-
ar skammt undan ströndinni, var
sýklum dælt upp í loftið og
hafgolan síðan látin um að bera
þá inn yfir borgina. Notuð vpr
frumstæð „sýklabyssa" og s* j
hver tilraun yfir í 30 mínútu. 'n
við síðustu tilraunina olli lag-
skipting loftsins yfir San Fran-
cisco því, að sýklarnir héldust yfir
borginni klukkustundum saman.