Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 „Málvöndunarmaður" skrifaði mér 13. apríl sl. með ósk um, að staka þessi birtist í Vísnaleik sem allra fyrst: Tungunni forða frá voða ég vil, og víst er nú oflengi slugsað. Eg trúi að orð sé á Islandi til um allt, sem er bara ekki hugsað. Jóhann Hannesson er löngu þjóðkunnur fyrir sínar limrur og hefur verið svo elskulegur að leyfa mér að birta eina og eina af og til. Hér er ein, sem hvorki þarfnast skýringar né yfirskrift- ar: Það neitar því enginn að ölvun hafi orsakað þjóðinni bölvun, en hvað er hún á við ógæfu þá, sem á eftir að stafa af tölvum? Páll ólafsson orti um Dar- winskenninguna, þegar hún barst til Islands: Nú er ekki á verra von, villan um sig grefur: Kristur apakattarson kannski verið hefur. En Jóhann Hannesson hugsar sé aftur á móti „Darwin á Alþingi" (Eflaust kveðið þegar einhver góður maður náði ekki endurkjöri): Vilji menn deila á Darwin dettur fæstum í hug annað úrræði en vísa allri þróun á bug. Alhæfing af því tagi er auðvitað marklaust skraf. Um hitt er ég efins að hinir hæfustu lifi af. Þó kannski sé fært að finna fyrir því einhvern stað, er öldungis víst að ekki ber Alþingi vott um það. Andrés H. Valberg lætur í bréfi til mín í ljós hrifningu yfir leikni Margrétar Ólafsdóttur í gerð sléttubanda, sbr. vísnaleik 29. marz sl., — „og eins um- hyggju hennar fyrir vorlaukun- um, sem vaxa veí hjá henni með aðstoð vors og sólar" og sendir henni af því tilefni eftirfarandi Sléttubanda fagurt frjó finnst í garði þinum, aðeins ferskeytt arfakló er í beðum mínum. Ódýrt reynist allt hjá mér, æði laust í böndum, en þjóðarstolt og þróttur er í þínum sléttuböndum. Þegar vetri víkur burt vor með geislum sínum vildi ég gjarna vera jurt og vaxa í garði þínum. Ef vorlaukur ég væri þinn vaxinn blómum fínum yrði greiddur ilmur minn með yl frá vörum þínum. Limran „Víst er gaman aÖ ganga upp þil,*' mælti Guöný og labbaði upp þil. „Eða fyndist þér gaman jafn greindum í framan að geta ekki labbað upp þil?“ K.K. ...er kominn KAYS pöntunarlistinn frá Bretlandi, er verslun samankomin í einni bók, sem þú, fjölskylda þín og kunningjar eruö vióskiptavinirnir, sem allst snýst um. r--------------------------------------70« IEg óska eftir að fá sendan Kays pöntunar- f ■ lista I póstkröfu á kr. 49.- »A| jf/ I INa,n...................... | I B.MAGNÚSSON I J^^aður............PÓStnr.. SÆVANQI19SÍMI 52866 P.H.410HAFNARFIRD^J| Rússagull í myntþætti, sem birtist í blaðinu sunnudaginn 29. mars sl., undir fyrirsögninni Rússa- gull, gat ég þess, að ég hefði ekki fengið að sjá rússnesku gullpen- ingana fölsuðu, sem geymdir eru í Seðlabankanum. Mér hefir nú verið tjáð, að ástæður fyrir því, að ég fékk ekki aðgang að myntsafni Seðlabankans hafi verið veikindi forstöðumanns safnsins auk annarra ófyrir- séðra atvika. Mætur maður sagði eitt sinn, að menn mættu skammast eins og þeir vildu í hversdagsfötun- um, en um leið og þeir létu eitthvað frá sér fara á prenti, skyldu menn fara í sparifötin. Ég var greinilega ekki í spariföt- unum í þeim kafla myntþáttar- ins, sem fjallaði um viðskipti mín við forstöðumann mynt- safns Seðlabankans. Er hér með beiðst velvirðingar á orðum mín- um. Mér var boðið að koma á myntsafn Seðlabankans í Ein- holti 4, strax þriðjudaginn 31. mars og skoða gullrúblurnar. Þær eru geymdar í tveimur umslögum og er ritað utan á þau, eftir RAGNAR BQRG með rússneskri skrift, að þar séu 10 rúblur peningar frá 1903 í öðru umslaginu, og frá 1904 í hinu. Peningarnir eru afar at- hyglisverðir. Flestir eru þeir úr rauðleitu gulli, líkir pening þeim, er ég hafði undir höndum. Sumir eru rauðir og brúnir og sumir í sama gulllit og íslensku gullpeningarnir frá 1961 og 1974. Nokkrir peningarnir eru slitnir, eins og þeir hafi verið lengi til og hafi gengið manna í millum. Aðrir eru eins og nýslegnir. Enn virðast sumir peningarnir vera með óeðlilegum gljáa, eins og þeir hafi verið fægðir. Mér er ómögulegt að dæma um það hvort eða hverjir peninganna eru falsaðir og hverjir, ef ein- hverjir eru, ekta. Mér var sagt, er ég skoðaði peningana, að þeir myndu væntanlega verða sendir til athugunar hjá þýska Þjóð- bankanum. Þar starfar sérstök deild, sem athugar falsaða mynt. Er sú deild búin fullkomnustu tækjum til þessara athugana, enda er deildin í nánu samstarfi 2. þáttur við Interpol. Verður fróðlegt að sjá niðurstöður þessarar rann- sóknar á gullrúbiunum. Vonandi verður þeirra ekki langt að bíða. Auðvitað var það vitleysa hjá mér, að fullyrða það, að þessir fölsuðu rússnesku gullpeningar væru taldir sem hluti af gull- myntarsafni Seðlabankans. Þeir teljast ekki með í myntsafninu. Þeir eru aftur á móti í geymslu hjá Seðlabankanum og hafa ver- ið það frá árinu 1965. Þá voru þeir sendir þangað frá Ríkis- sjóði, en peningarnir höfðu, sam- kvæmt dómi, verið gerðir upp- tækir til Ríkissjóðs. Lengi — of lengi að mínu mati — hefir staðið til að rannsaka þessa 177 rússnesku gullpeninga. Er vel, að úr þessari rannsókn ætlar nú að verða. Ég skil Hæstaréttardóm núm- er eitt frá 1963 svo, að þeir, sem máttu þola það, að peningarnir væru frá þeim teknir, hefðu endurkröfu á þá, sem seldu þeim gullpeningana. Ef þeir næðu ekki fram kröfum sínum við þá, ættu þeir veð í gullpeningunum. Nú veit ég, að fæstir, ef nokkur, fékk neinar bætur frá þeim, sem seldu þeim gullpeningana. Þeir eiga því, finnst mér, kröfu á því að fá í sinn hlut það, sem þeir urðu að afhenda af gullinu. Mér finnst ekki koma til greina, að kröfurnar séu fyrndar, meðan enn er verið að bíða eftir því, að peningarnir séu rannsakaðir af sérfræðingum, og skorið verði úr því, hve mikið gull er í þeim. Ekki er heldur hægt, finnst mér, að afhenda neinum til baka af þessum gullrúblum, að minnsta kosti ekki falsaða peninga. Eftir að hafa skoðað gullrúbl- urnar skil ég betur þá gullsmiði, sem sögðu mér, að peningarnir, sem þeir bræddu upp og smíðuðu úr, hafi verið ekta, eða 22 karöt. Ég yrði ekkert hissa á því, ef nokkrar ófalsaðar gullrúblur leyndust í safninu og svo er líka spurningin: Hve margir voru gullpeningarnir upphaflega? Hvað var smíðað úr mörgum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.