Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 1
64 SIÐUR 97. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 3. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólland: Svipminni hátíðarhöld Varsjá. 2. maí. AP. MINNA varð úr hátíðahöldum i tilefni 1. maí i Póllandi en undan- farin ár og er talið að aðeins 90.000 manns hafi tekið þátt i Köngum og útifundum i Varsjá miðað við 250.000 í fyrra er verkamönnum var skylt að taka þátt i mannfögn- uði af þessu tagi. Þátttakan i hátíðahöldunum var þó meiri en búist hafði verið við. Samstaða hvatti hvorki né latti félagsmenn sína til þátttöku, en fulltrúar samtakanna tóku ekki þátt í hátíðahöldunum. Stanislaw Kania flokksformaður og Wojciech Jaruz- elski forsætisráðherra voru í fylk- ingarbrjósti, og segir í fréttum, að margir göngumenn hafi borið pólska fánann, rauða fánann, fána komm- únista, og margar smáveifur með mynd af pólska erninum. Hins vegar hafi nú algjörlega vantað borða sem höfðu að geyma formælingar í garð Atlantshafsbandalagsins. Blað ungliðadeildar pólska komm- únistaflokksins, Sztandar Mlodyc, hefur í dag eftir Lech Walesa, forystumanni Samstöðu, að utanað- komandi íhlutun í málefni Póllands gæti því aðeins verið réttlætanleg ef öngþveiti og ástand í líkingu við borgarastyrjöld ríkti í landinu. Stjórn Japan sætir gagnrýni Tókýó, Washinj<ton, 2. mai. AP. BLÖÐ f Japan birtu harða gagnrýni i garð stjórnvalda i ritstjórnargreinum vegna þeirrar akvörðunar stjórnar- innar að draga úr bifreiðaút- fiutningi til Bandarikjanna næstu tvö árin. Gagnrýndu blöðin sérstaklega, að ekkert samráð hefði verið haft um þessar aðgcrðir við bifreiða- framleiðendur. en hér er um að ræða 7,7% samdrátt í bifreiða- útflutningi Japana, miðað við útflutning 1980. Rokusuke Tanaka viðskipta- ráðherra Japan sagði, að fallist hefði verið á að draga bifreiða- útflutning til Bandaríkjanna saman svo bandarískir bifreiða- framleiðendur fengju svigrúm til að hanna og framleiða spar- neytna smábíla. Skilyrði fyrir fundum við Rússa samræmd RómaborK. 2. mai. AP. ALEXANDER M. Haig, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, kom i dag til Rómaborgar til fundar við utan- rikisráðherra annarra Atlantshafs- bandalagsrikja. Tilgangur fundarins er að sam- ræma afstöðu bandalagsríkjanna um skilyrði fyrir nýjum viðræðum við Sovétmenn um takmörkun kjarnorkuvopna í Evrópu. í Rómarferðinni hittir Haig Jó- hannes Pál páfa að máli og ræðast þeir við einslega. Bandaríkjamenn hyggjast koma 572 nýtízku eldflaugum fyrir í Evr- ópu frá og með 1983 ef ekki verður fyrirliggjandi samkomulag risaveld- anna um takmörkun kjarnorku- vopna í Evrópu fyrir þann tíma. Ríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu áform um staðsetningu þessara vopna fyrir tveimur árum, en þeim er ætlað að vera mótvægi við svokölluðum SS-20-eldflaugum sem Sovétmenn hafa komið fyrir víðsveg- ar handan járntjaldsins. Ilafnfirskir verkamenn hengja upp á skreiðar- hjöllum i Kapelluhrauni, en þar hangir nú uppi mikill fiskur sem verið er að verka í skreið. Myndina tók Kristján Einarsson ljósmyndari Mbl. úr lofti á miðviku dag. Skoðanakönnun sDáir Mitterand meiri' París 2. maí. AP. í SKOÐANAKÖNNUN, sem gerð var opinber í gær í París, kemur fram, að Francois Mitterand, írambjóðandi sósíalista, hefur 3% forskot á Giscard d'Estaing for- seta. Mitterand cr spáð 51,5% en Giscard 48,5%. Giscard hefur loksins látið svo lítið að minnast á gaullista og frambjóðanda þeirra. Jacques Chirac, enda mun honum ekki veita af stuðningi þeirra í síðari umferð forseta- kosninganna 10. mai nk. Giscard d’Estaing nefndi í fyrra- kvöld Jacques Chirac á nafni í fyrsta sinn síðan 26. apríl sl. og sagði, að Chirac hefði gert rétt í því að vara við „skriffinnunum" eins og vinstrisinnar heita í frönskum stjórnmálum. Giscard hvatti til einingar og sagði, að ef hann yrði kosinn forseti til annarra sjö ára, yrði það eitt hans fyrsta verk að efna til fundar með gaullistum um framtíðarstefnumótun í stjórn- málum. Þó að Jacques Chirac hafi sjálf- ur ákveðið að styðja d’Estaing í síðari umferð forsetakosninganna, hafa ýmsir háttsettir gaullistar afráðið að veita Mitterand stuðn- ing, t.d. Michel Jobert, sem var utanríkisráðherra á dögum Pompidous. Margir gauliistar minnast andstöðu d’Estaing við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1969 en De Gaulle sagði af sér eftir að hafa beðið þar lægri hlut. Churchill vildi varpa eitur- gasi og sýklum á Þýskaland Ixindon 2. maí. AP. UNDIR lok síðustu heimsstyrj- aldar skipaði Sir Winston Churchill breska hernum að gera „kaldrifjaða áætlun" um eitusgasherferð gegn Þjóðverj- um og lcggja á ráðin um sýklaárás, sem hefði gctað drep- ið þrjár milljónir manna. Þess- ar upplýsingar koma fram i stríðsskjölum, sem nýlega hafa verið dregin fram i dagsljósið. „Það er fáránlegt að vera með siðferðilegar vangaveltur í þess- um efnum," segir Churchill, sem þá var forsætisráðherra, í bréfi, sem hann skrifaði forseta her- ráðsins. „Hér aðeins um að ræða nýjustu tísku eins og þegar kvenpilsin gera ýmist að síkka eða styttast." í skjölunum, sem fréttamaður hjá BBC fann í opinberu skjala- safni breskra stjórnvalda, var einnig að finna áætlun um hugs- anlegan árangur af því, að 2700 flugvélar Bandamanna vörpuðu á einum og sama deginum sýkla- sprengjum yfir Þýskaland, sprengjum með miltisbrands- sýklum, sem eru ákaflega smit- andi. Dr. Rex Watson, sem var yfirmaður þeirrar deildar breska hersins á stríðsárunum, sem fékkst við efnahernað, sagði í viðtali við BBC, að ef þessum áætlunum hefði verið hrundið í framkvæmd, væri Berlín einskis manns land og óbyggileg enn þann dag í dag. Sir Winston Churchill. Sumarið 1944 fól Churchill breska hernum að taka um það ákvörðun, hvort rétt væri að varpa sinnepsgassprengjum yfir Þýskaland ef V-1 og V-2-flug- skeyti Þjóðverja ógnuðu bresku þjóðinni eða ef unnt væri að stytta stríðið um eitt ár með þessum hætti. „Ég vil að þetta verði metið og vegið af skynsöm- um mönnum en ekki af sálma- söngvurum og óupplýstum upp- gjafarsinnum, sem varla verður þverfótað fyrir," sagði Churchill í bréfi sínu til hershöfðingjanna. Þessar áætlanir urðu aldrei að veruleika og Þjóðverjar gáfust upp fyrir Bandamönnum 8. maí 1945.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.