Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1981 3 Þannig er áætlað að skipulag svæðisins i kringum Arnarhól verði i framtiðinni. Hús Scðlabankans er fremst á myndinni. Hús Seðlabankans reist f jær Arnarhóli en áður var ætlað SAMNINGUR hefur verið gerður milli Revkjavikurborgar og Seðla- banka íslands um makaskipti á lóð Sænsk-islenska frystihússins, sem er nr. 2 við Ingólfsstræti (biðarstærð 4.488 fm) og á lóðinni nr. 2 við Solvhólsgotu. þar sem grafið var fyrir hankahúsi (lóð- arstærð 3.200 fm). Hús Seölabankans mun því rísa mun fjær Arnaróli en upphaflega var ætlað, og hafa verið gerðar nýjar teikningar af byggingunni vegna tilfærslunnar. Samkvæmt þeim verður húsið alls um 9.500 fm auk bílageymslu í kjallara, en þar af eru liðlega 2.000 fm ætlaðir Reiknistofu bankanna, en húsnæði hennar verður hvorttveggja í senn aðskilið og samtvinnað bankahús- næðinu. í kjallara hússins og á jarðhæð verða auk þess um 100 bílastæði, samkvæmt áætluðum þörfum stofnananna og kröfum borgarinn- ar, en undir þau fara um 2.800 fm af húsrýminu. Almenn bílageymsla fyrir nær 200 bíla verður einnig byggð samtímis bankahúsinu í nú- verandi grunni við Sölvhólsgötu á vegum Reykjavíkurborgar. Mun Seðlabankinn sjá um þær fram- kvæmdir fyrir borgina. Aðalhluti bankabyggingarinnar mun liggja meðfram Ingólfsstræti og verður 5 hæðir frá Arnarhóli séð og 6 hæðir frá Skúlagötu. Til vesturs verður síðan lág bygging, ein til tvær hæðir, sem meðal annars verður aðsetur Reiknistofu bankanna. Guðmundur J.: Erum oft skammað- ir mikið _ÞAÐ IIEFUR alla tið verið svo að Dagsbrúnarmenn hafa verið hressir og haft afgerandi skoðan- ir. Ég tek þetta ekki sem van- traust en ég hlusta hins vegar á alla gagnrýni sem ég heyri og tek tillit til hennar, en við erum oft skammaðir mikið og það hefur alltaf verið gert,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands fslands, er Mbl. spurði hann álits á yfirlýsingum félaga úr Dags- brún i viðtali við Þjóðviljann nýverið, en þar lýsa nokkrir Dagsbrúnarmenn yfir mikilli óánægju með forystumenn sina, eins og komið hefur fram i fréttum. Þá sagði Guðmundur einnig, að hann teldi að hluti af þessari óánægju Dagsbrúnarmanna væri hinn langi vinnutími, sem væri við Reykjavíkurhöfn. „Það er mál sem þarf að taka fyrir sérstak- lega. Það eru sennilega fleiri dagar sem þeir vinna til klukkan tíu á kvöldin heldur en sjö og vinnutími frá átta að morgni til tíu á kvöldin og kannske flesta laugardaga er algjörlega óviðun- andi.“ — En kemst verkafólk af án þess að vinna eftirvinnu í dag? Er það ekki orðið því nauðsyn til að geta framfleytt sér og fjölskyld- um sínum? „Ég hef aldrei vitað menn lifa á daglaunum. Það er nú einmitt óánægjan með að við skulum ekki stöðva þessa gífurlegu nætur- vinnu og það er nú satt að segja til athugunar.“ — Nú nefndu þeir ekki þessa hluti sem þú ert að nefna, heldur aðeins að þið hefðuð brugðist og væruð ekki til viðtals. Telur þú ekki að aðrar ástæður geti legið hér að baki? „Ég held að að minnsta kosti einn af þessum mönnum hafi alltaf sagt þetta en hins vegar vil ég ekkert vera að munnhöggvast við mína menn og félagsmenn. Þarna kemur náttúrlega fram hörð gagnrýni og maður þarf að athuga af hverju hún kemur upp. Það er athugunarefni af hverju þeir segja þetta.“ Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið á morgun DREGIÐ verður í lands- happdrætti Sjálfstæðis- flokksins annað kvöld og verður aðeins dregið úr seldum miðum. Afgreiðsla happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu, Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Verður hún opin til kl. 23 í kvöld og geta menn látið senda eftir greiðslum og einnig er hægt að fá miöa heimsenda. Þeir, sem fengið hafa senda miða úti á landi, eru beðnir að gera skil til umboðsmanna þar strax. ■■■ ðþarfmeiiaen veðurfar til að koma MJLJBE XD'315W/40 úrjafnvægi fjölþykkt fyrir diesel- gildir raunar einu hver árstíðin eöa hitastigið. ESSOLUBE XD-3 15W/40 fellur áð íslenskri veðráttu. Það meginkostur hennar. Frábærir smur- leikar hennar felast m.a. í því að hún r fyrir litlum þykktarbreytingum a hita og kulda. Þetta tryggir örugga gangsetningu í miklum kuldum og ekki síst örugga smurhæfni við hátt hitastig og mikið álag. Þannig helst smurolíu- og eldsneytis- eyðsla í lágmarki. Góðir hreinsieigin- leikar ESSOLUBE XD-3 15W/40 sem hafa náðst með ítarlegum tilraunum, sjá til þess að mótorinn helst hreinn og slit í lágmarki. Hverjir nota ESSOUJBE XD315W/40? ESSOLUBE XD-3 15W/40 er fyrir nær alla dieselmótora og stenst auk þess allar kröfur sem gerðar eru til smur- olíu fyrir bensínmótora. Hún er því kjörin fyrir þá sem eru með blandaðan tækjaflota s.s.: fyrirtæki, verktaka og þá sem reka langferðabíla t.d. ESSOLUBE XD-3 15W/40 allt árið, veitir aukið rekstraröryggi og sparnað. uinneiaaiont. ESSOLUBE XD-: Qölþykktarollan áaUantækjaflotann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.