Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981
107 kennarar brautskráðir
BrautskráninK 107 kcnnara
frá Kennaraháskóla tslands átti
sér staó í IláteÍKskirkju laugar-
datíinn fi. júní klukkan 1.30.
Luku 19 nemendur einnitc sér-
kennaraprófi.
Alls voru á bilinu frá 600 til
700 nemendur í Kennaraháskól-
anum í vetur.
Nú í sumar stendur yfir endur-
menntunarnámskeið og eru á því
milli 800 og 900 nemendur.
Auk þessa stendur yfir náms-
skeið fyrir kennara sem kenna á
grunnskólastigi en eru réttinda-
lausir og á þetta námskeið að
veita þeim full réttindi. Nálægt
130 nemendur eru á námskeiðinu.
Kennarar á framhaldsskólastigi
eru í námi í uppeldis- og kennslu-
fræðum og eru þeir 115, og skiptist
námið í sumarnámskeið og vetr-
arnámskeið.
Bull eða ásetningsruglandi?
Sá sem í upphafi ferðar tekur
skakkan pól í hæðina og leggur
síðan af stað með áttaskekkjuna,
hann getur lent út í móum og
jafnvel í keldu á því ferðalagi. Allt
kann að virðast standa rétt af sér
en leiðir af sjálfu sér að allt er
vitlaust ef allar áttir eru rangar.
Ekki ætla ég með í þá ferð en vil
aðeins ítreka nokkrar staðreyndir
vegna greinar Þorsteins Pálssonar
framkvæmdastjóra VSÍ í Morgun-
blaðinu í morgun. Hún mun vera
ætluð sem svar við stuttri athuga-
semd minni í blaðinu í gær vegna
ákæru- og klögubréfs fram-
kvæmdastjórans til útvarpsráðs
og birtist í blaðinu sl. laugardag.
Þorsteinn Pálsson flöktir víða
og æ lengra frá kjarna málsins:
1. Frétt útvarpsins 20.5. um
tekjuskatt fyrirtækja (sem birtist
orðrétt í Morgunblaðinu í gær).
2. Fréttatilkynning VSÍ tíu dög-
um síðar með beiðni um leiðrétt-
ingu vegna þess, eins og segir í
fréttatilkynningunni, að „Fréttina
mátti skilja þannig að upptalin
fyrirtæki greiddu enga skatta."
3. Ogerlegt var að skilja fréttina
svo nema fyrir þann sem þau orð
eiga við að heyrandi heyri hann
ekki og sjáandi sjái hann ekki,
hvað sem kann að valda slíkri
deyfð.
Bílslysið á Hólsfjöllum:
Konan slasaðist
alvarlega á baki
LÍÐAN konunnar sem slasaðist í
bílslysi á Hólsfjöllum um síðustu
helgi er óbreytt, samkvæmt upp-
lýsingum sem Morgunblaðið fékk
á gjörgæsludeild Borgarspítalans í
gær.
Konan slasaðist alvarlega á
baki, hryggbrotnaði, og eru bata-
horfur óljósar. Tíminn yrði að
leiða það í ljós. Konan liggur nú á
gjörgæsludeildinni og verður þar
áfram næstu daga.
Stjörnubíó frumsýn-
ir „Ást og alvöru“
í GÆR frumsýndi Stjörnubíó
kvikmyndina „Ast og alvara"
(Sunday Lovers), sem gerð er úr
fjórum myndum jafnmargra leik-
stjóra, þeirra Bryan Forbes frá
Englandi, Edouard Malinaro frá
Frakklandi, Gene Wilder frá
Bandaríkjunum og Dino Risi frá
Ítalíu. í aðalhlutverkum eru Roger
Moore, Lino Ventura, Ugo Togn-
azzi, Gene Wilder, Catherine
Salviat og Lynn Redgrave.
Myndirnar fjalla allar um sama
söguþráðinn, ástina, hið eilífa
yrkisefni, hver með sínu bragði, og
eru teknar í fjórum stórborgum.
4. Það var því ekkert að leið-
rétta.
Þetta stendur allt óhaggað (sbr.
Mbl. í gær).
Þorsteinn Pálsson vitnar í Þór-
berg Þórðarson.
Hann tekur orð úr ritgerð Þór-
bergs: Einum kennt — öðrum
bent, slítur úr samhengi svo að úr
verður ruglandi. Þórbergur talar
um ásetningsruglandi, það er
ruglandi sem framin er af ráðnum
hug, og segir: „Ásetningsruglari
getur orðið pólitikus. En hann
getur aldrei orðið Jón Sigurðsson."
Það nýtist illa öðrum, að maður
sé snuddgáfaður sem Þórbergur
kallar svo, ef hann er haldinn því
sem Þórbergur nefnir og skil-
greinir sem karakterheimsku.
Hér með er útrætt um þetta mál
af hálfu FÚ. Framkvæmdastjóri
VSÍ getur að sjálfsögðu haldið
áfram að æfa sig í starfsíþrótt
sinni sem Þórbergur kallar ásetn-
ingsruglandi.
Með þökk fyrir birtinguna,
Margrét Indriðadóttir,
fréttastjóri.
Safnaðarferð
Laugarnes-
sóknar
NK. SUNNUDAG verður farið í
safnaðarferð frá Laugarneskirkju
kl. 9.30 árdegis. Farið verður um
Borgarfjörð. Fyrsti viðkomustað-
ur verður Saurbær á Hvalfjarð-
arströnd, en þar mun sóknarprest-
urini, sr. Jón Einarsson, ávarpa
hópinn og mun hann m.a. sýna
hina fögru kirkju sem þar stendur.
Næst verður komið i Reykholt.
Þar verður helgistund í kirkjunni í
umsjá sóknarprestsins sr. Geirs
Waage. Úr Reykholti verður ekið
sem leið liggur í Bifröst, en þar
verður drukkið sameiginlegt síð-
degiskaffi áður en lagt verður af
stað til höfuðborgarinnar að nýju.
Nokkuð er nú liðið síðan farið
var í ferð sem þessa á vegum
Laugarnessafnaðar, og því von-
andi að sem flestir geti verið með.
Fólk er beðið að hafa með sér
nesti til að snæða í hádeginu, en
eins og fyrr seg'r kaupum við
sameiginlegt kaffi í Bifröst. Ekki
er nauðsynlegt að tilkynna þátt-
töku fyrirfram.
Þennan dag verður engin messa
í Laugarneskirkju.
Jón D. Hróbjartsson,
sóknarprestur.
Fram og Valur fá leyfi
til byggingar íþróttahúsa
IÞRÓTTARÁÐ Reykjavíkur hefur
samþykkt fyrir sitt leyti að heimila
Knattspyrnufélaginu Val að byggja
iþróttahús á félagssvæðinnu við Illið-
arenda og Knattspyrnufélaginu
Fram að byggja íþróttahús á félags-
svæði sinu. Bæði þessi leyfi eiga eftir
að fara fyrir borgarráð til staðfest-
ingar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er hér um að ræða íþróttahús
með löglegum keppnisvöllum fyrir
handknattleik, í báðum tilfellum og
einnig mun gert ráð fyrir félagsað-
stöðu í húsum þessum. íþróttaráð
gerði hinsvegar fyrirvara um
áhorfendastæði.
Lóð
Þeir, sem hafa áhuga á að byggja raðhús í
Reykjavík eru beðnir að leggja nafn sitt inn á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lóð — 9613“:
Lýðháskóli
í Skálholti
býður almennt framhaldsnám eftir frjálsu vali.
Vetrarstarfiö skiptist í tvær sjálfstæðar annir, frá
októberbyrjun til jóla og frá áramótum til aprílloka.
Nemendur velja aöra önn eða báöar.
Innritun stendur yfir.
Hringið í síma 99-6870 eða 99-6872. Skálholtsskóli
Harðarkappreiðar
Kappreiðar Hestamannefél. Haröar veröa á skeiðvelli
félagsins viö Arnarhamar laugardaginn 20. júní og
hefjast kl. 14. Keppnisgreinar: Gæðingar, A og B
flokkur, unglingar yngri og eldri flokkur, unghross í
tamningu.
150 m nýliðaskeiö, 150 m. skeiö
250 m skeiö
400 m brokk
250 m stökk unghrossa
300 m stökk
400 m stökk
Skráning er í síma 66688 (Ragnheiður) og hjá Pétri
Lárussyni Káranesi. Skráningu lýkur á mánudags-
kvöld 15. júní kl. 19.
Dómar gæöinga hefjast kl. 10 fh.
Stjórnin.
MORGUNBLAOIOMORGl
MORGUNBLAÐIÐMORC
ÐlÐMQSj
MOf/á
MORGUN^
MORGUNBL
LÐIÐMORGUNBLAOil)
'^^QMORGUNBLAÐIÐ
/y/' —^RGUNBLAÐIO
LNBLAÐIÐ
LAÐIO
BLAÐIÐ
B,LAÐIO
Blað-
burðar-
fólk
óskast
Vesturbær
Skerjafjörður sunnan
flugvallar I
Tjarnargata I
Tjarnargata II
Austurbær
Laugavegur frá 101 — 171
Hringið í síma
35408
MORGUNBLAOfc
MORGUNBLADIDM&.-- /NBLADIDM'
ulaOIO
BLADIÐ
^LAÐIÐ
4BLAÐIÐ
0NBLAOIÐ
^ y&UNBLAÐIÐ
(GUNBLAÐIÐ
GUNBLAÐIÐ