Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981
Útgefandi stMofófe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Sviptir málfrelsi
Frásagnir af ferð nokkurra íslenskra þingmanna til Sovétríkjanna
sýna, hve tilgangslítið það er að ætla sér að sækja sovéska
valdamenn heim og ræða við þá, án þess að fyrst hafi farið fram langar
samningaviðræður um hvað eigi að ræða. Þingmenn í lýðræðislandi eins
og íslandi búast að sjálfsögðu við því, að þeir fái að minnast á þau
umræðuefni við gestgjafa sína, sem þeim liggur mest á hjarta. Raunar
vissu Sovétmenn fyrirfram, að íslensku þingmennirnir hefðu sérstakan
áhuga á því að ræða málefni landflótta Sovétmannsins Viktor
Kortsnojs, þegar þeir hittu ráðamenn í Moskvu. Opinberar yfirlýsingar
lágu fyrir um það, áður en þingmennirnir héldu héðan.
Eins og lýst er í frétt Morgunblaðsins af ferð þingmannanna gafst
þeim færi á að hitta sjálfan fyrsta varaforseta Sovétríkjanna
Kuznetsov. Hins vegar fengu þingmennirnir „ábendingu" um tvennt,
áður en þeir fóru til fundar við fyrsta varaforsetann: I fyrsta lagi væri
ekki við hæfi, að aðrir töluðu við hinn hágöfuga fulltrúa sovéskrar
alþýðu en Jón Helgason, forseti sameinaðs þings. í öðru lagi mátti Jón
Helgason ekki minnast á önnur mál við varaforsetann en ferðalag
þingmannanna um Sovétríkin. Á fundinum gerðist það svo eftir að Jón
Helgason hafði greint frá ferðalagi þingmannanna, að Kuznetsov flutti
ádrepu um Atlantshafsbandalagið af alkunnri sovéskri hógværð.
Eins og bent var á hér í blaðinu, áður en íslensku þingmennirnir fóru
í hina sögufrægu ferð, er hyldýpi á milli Æðsta ráðsins (þings
Sovétmanna) og Alþingis íslendinga. Æðsta ráðið er eins og stimpill
fyrir valdhafana í Kreml, en í höndum Alþingis er raunverulegt vald. í
Æðsta ráðinu mega menn ekki segja annað en það, sem valdhöfunum
líkar, en á Alþingi geta menn sagt það, sem þeim býr í brjósti. Sovéskir
valdhafar hafa greinilega litið svo á sem íslensku þingmennirnir væru
brúður, er þeir gætu leikið sér með í áróðursskyni. Ekki nóg með að þeir
bönnuðu þeim að taka til máls heldur vildu þeir einnig fá þá til að
undirrita svokallaða „fréttatilkynningu" í lok fararinnar, þar sem
þingmennirnir áttu að fara í spor Maríu Þorsteinsdóttur og Hauks Más
Haraldssonar, starfsmanna Novosti á íslandi, og hrósa „friðarvilja"
Leonid Brezhnevs forseta Sovétríkjanna. Það var ekki fyrr en íslensku
þingmennirnir börðu í borðið fyrir framan höfunda „fréttatilkynningar-
innar", að þeir drógu í land.
Ferðir sem þessar eru hæpnar og meira en það. Áður en þær eru
farnar verða menn að vita að hverju þeir ganga og vera búnir undir hið
versta. Þingmannaförin ætti að vera öðrum víti til varnaðar. Hún ætti
jafnframt að vera Alþingi til leiðbeiningar um það, hvernig taka skal á
móti fulltrúum Æðsta ráðsins, þegar þeir koma hingað í boði Alþingis.
Að vísu tökum við íslendingar aldrei þannig á móti gestum okkar, að við
sviptum þá málfrelsi eða reynum að troða upp á þá skoðunum, sem þeir
hafa ekki. Hitt ætti þó að vera unnt að koma fulltrúum Æðsta ráðsins í
skilning um, að komi þeir hingað, verði þeir að láta sér lynda að hlusta á
gagnrýni vegna síendurtekinna mannréttindabrota sovéskra stjórn-
valda. Svo mætti líka spyrja þá, hvers vegna Sovétstjórnin hafi ákveðið
að byrja að hóta íslendingum með kjarnorkusprengjum sínum.
AÖ standa við loforðin
Svavar Gestsson ritaði oft um nauðsyn þess, þegar hann var ritstjóri
Þjóðviljans, að jafnt í einkafyrirtækjum sem hjá opinberúm aðilum
yrðu áhrif starfsmanna aukin. Gott ef Alþýðubandalagsmenn hafa ekki
einmitt talið þetta atriði eitt af sjálfsögðum stefnumálum sínum. Svo
virðist sem flokkurinn og ritstjórinn hafi aðeins haldið þessum
sjónarmiðum á loft í þeirri trú, að þau yrðu til fylgisaukningar. í
ráðherraembætti hefur Svavar Gestsson öll slík loforð að engu, þegar
flokksgæðingar eru annars vegar. Ingi R. Helgason, sem kallaður hefur
verið gullkistuvörður Alþýðubandalagsins vegna fjármálasviptinga
fyrir flokk sinn, hefur verið skipaður forstjóri Brunabótafélags íslands.
Við þá embættaveitingu gekk Svavar Gestsson fram hjá þaulreyndum
starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, sem hafa víðtækari starfs-
reynslu en Ingi R. Helgason.
Ekki er langt um liðið síðan Alþýðubandalagið stóð einarðlega að því,
að Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins yrði skipaður
framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þótt þorri starfsfólks-
ins hjá fyrirtækinu væri á móti þeirri skipan. Þannig má nefna tvö
opinber fyrirtæki, þar sem á skömmum tíma hefur verið gengið á hlut
þeirra, sem þar starfa.
í Brunabótafélaginu er ekki aðeins gengið á hlut starfsmanna heldur
eru sjónarmið eigenda félagsins höfð að engu, félagsmálaráðherra
skipar nýjan forstjóra án samráðs við stjórn fyrirtækisins. Þegar
Svavar Gestsson er spurður að þvi, hvort hann hafi ekki svikið loforð
með því að skipa Inga R. Helgason, eins og forráðamenn Brunabótafé-
lagsins hafa gefið til kynna, svarar hinn hógværi „fulltrúi alþýðunnar"
„Eg stend vill öll þau fyrirheit sem ég hef gefið... ég er nú staddur í
Sviss og hef ekki rætt við þá hábornu menn (stjórn Brunabótafélagsins
innsk.) síðustu sólarhringa ... ég er mjög ánægður með að hafa fengið
tækifæri til þess að veita Inga R. Helgasyni þetta starf...“
THE OBSERVER
Kosningasigur Mitterrands
veldur óvissu innan EBE
•
SIGUR Francois Mitterrands i forsetakosningunum í Frakklandi hefur heldur
hresst upp á ástandið í Efnahagsbandalagi Evrópu, sem orðið var heldur
bágborið og ekki upp á marga fiska meðan á kosningabaráttunni stóð.
Ráðherrafundum bandalagslandanna í Brtissel hafði orðið að fresta vegna
kosningaatsins í Frakklandi og hvortveggja, ráðherranefndin og framkvæmda-
nefndin, héldu að sér höndum og höfðust ekki að.
Þó að ekki sé búist við neinum
róttækum breytingum áður en
gengið verður til almennra þing-
kosninga í Frakklandi nú á
næstunni eru menn ekki á einu
máli um það í Brússel hverjar
fyrirætlanir nýju frönsku ríkis-
stjórnarinnar eru í málefnum
Evrópu.
Afstaðan til Efnahagsbanda-
lags Evrópu var ekkert kosn-
ingamál í Frakklandi og Mitt-
errand hefur ekki verið talinn
neinn sérstakur Evrópusinni
(hann var kosinn á Evrópuþingið
en tók þar aldrei sæti) og það orð
hefur heldur ekki flust af for-
sætisráðherranum, Pierre
Mauroy, og Michel Rocard,
byggðamálaráðherra. Líklegt er
því, að samevrópsk málefni verði
látin liggja í láginni næsta
misserið meðan Mitterrand
reynir að ná tökum á vandamál-
um sinnar eigin þjóðar, sem lotið
hefur forræði hægri manna um
margra áratuga skeið.
Nokkra bjartsýni hefur það
vakið á hinn bóginn meðal Evr-
ópusinnanna, að fjórir ráðherr-
anna í stjórn Mitterrands hafa
átt sæti á Evrópuþinginu og má
þar t.d .nefna Yvette Roudy,
jafnréttismálaráðherra, Maurice
Faure, dómsmálaráðherra, og
Jacques de Lors, fjármálaráð-
herra. Hvað þýðingarmest í aug-
um Evrópusinnanna er þó skip-
an Edith Cresson í embætti
landbúnaðarráðherra, en hún
hefur verið kunnur talsmaður
evrópskrar samvinnu.
Eins og fyrr segir, er ekki
búist við miklum breytingum á
afstöðu Frakka til þeirra vanda-
mála sem Efnahagsbandalagið á
jafnan við að glima, en þó
hallast menn að því að frönsku
sósíalistarnir muni reyna ða
rétta hlut smábændanna, sem
hafa átt mjög erfitt uppdráttar
undir núverandi kerfi. Það gæti
svo aftur leitt til þess, að annar
háttur yrði hafður á í framtíð-
inni við að bæta kjör bænda
almennt í aðildarlöndum Efna-
hagsbandalagsins en með mikl-
um verðhækkunum eins og nú
tíðkast.
Áhugi ríkisstjórnar Mitterr-
ands á að draga úr miðstýringu
gæti einnig orðið hvati að frek-
ari umbótum í EBE og þá ekki
síst betra eftirlit með fjárfram-
lögum til landbúnaðarins, sem
segja má að séu opin í báða enda
og misnotuð á hinn stórkost-
legasta hátt. Allmiklu af því fé
væri betur varið til hjálpar þeim
héruðum, sem aftur úr hafa
orðið af ýmsum ástæðum.
Ríkisstjórnir aðildarlanda
Efnahagsbandalagsins fara sér
hægt í sakirnar um þessar
mundir meðan þær eru að átta
sig á þeim mestu pólitísku um-
skiptum, sem orðið hafa í Evr-
ópu frá lokum síðari heimsstyrj-
aldar. Áfram er búist við að
Þjóðverjar og Frakkar hafi með
sér náið samstarf innan EBE en
þó eru bundnar vonir við, að
opnari utanríkisstefna af
Frakka hálfu geti stuðlað að
róttækum breytingum, sem
mörgum finnast löngu tímabær-
ar.
Ýmislegt bendir t.d. til, að
Frakkar ætli að draga mjög úr
vopnasölu til Suður-Afríku og
gæti sú afstaða þeirra bundið
enda á tvískinnung fram-
kvæmdanefndar EBE, sem hvort
tveggja í senn hefur gert sér
dælt við ríkisstjórnir hinnar
svörtu Afríku og steinþagað um
aðskilnaðarstefnuna. — Sv.
Setið fyrir sovéskri her-
flutningalest í Af ganistan
Eftir hollenska flug-
manninn Van Lynden
Á fimm minútum var rússn-
eskri bilalest, tveimur bilum
fullum af vopnuðum hermönn-
um og tveimur fullhlöðnum
vöruflutningabifreiðum á leið
frá Kabúl til Jalalahad. breytt i
logandi rústir.
Sjötíu meðlimir í frelsissveit-
um Afgana höfðu beðið bílalest-
arinnar í 12 tima. Nóttina áður
höfðum við gengið í tunglskininu
eftir veginum eins og ekkert væri.
Mennirnir, sem voru á aldrinum
14 ára til 60, voru ánægðir yfir
því að vera aftur farnir að berjast
við Sovétmennina sem þeir hata.
Frelsissveitirnar eru betur
vopnum búnar nú en áður í stríði
þeirra við Marxistastjórnina í
Kabúl. Þær höfðu þarna með sér
6 PRG-7-eldflaugar til að granda
skriðdrekum og nokkrar vélbyss-
ur og venjulega rússneska riffla.
Nú sáust ekki 19. aldar rifflarnir
sem notaðir voru á sl. ári.
Bílalestin nálgaðist okkur kl.
14.45 21. maí síðastliðinn. Litlu
munaði að Sovétmenn kæmust
óáreittir í burtu því fyrstu
flugskeytin hæfðu ekki bílana.
En meðlimir frelsissveitanna
áttu eftir að sýna ótrúlega ná-
kvæmni. Eftir nokkur augnablik
Meðlimir frelsissveita Afgana
eru sumir komnir til ára sinna.
Hér situr eintt þeirra með
RPG-7-flugskeyti í fanginu.
hafði lestin stöðvast, vélarrúm og
framsæti bifreiðanna stóðu í ljós-
um logum. Bílarnir með her-
mönnunum ultu og svartur reyk-
ur fyllti þröngan dalinn.
Tveir særðir sovéskir hermenn
reyndu að komast í skjól, annar
með því að skríða upp að veginum
og hlaupa yfir hann. Það var
sérstaklega heimskulegt af hon-
um. Áður en hann hafði tekið eitt
skref voru fæturnir bókstaflega
skotnir undan honum og allur
líkami hans tættur sundur.
Félaga hans beið enn verri
dauðdagi. Fyrirsátin hafði
heppnast vel og tveir frelsisher-
mannanna fóru úr stöðum sínum
í brattri fjallshlíðinni, hentu
vopnum sínum og grýttu höfuð
hans. Heyra mátti sungið
„AUah-o-Akbar (guð er stórkost-
legur).
Og svo hurfu þeir upp í fjöllin
til að komast inn í dalina áður en
Sovétmenn gætu gert gagnárás
með árásarþyrlum sínum. Nú,
þegar frelsissveitirnar hafa feng-
ið flugskeyti sem vinna á skrið-
drekum, eru árásarþyrlurnar það
eina sem meðlimir þeirra óttast.
Árás þessi átti sér stað sjöunda
daginn sem ég var í Afganistan.
Mér til mikillar undrunar sá ég
þarna í fyrsta sinn sovéskt herlið
eða her leppstjórnar Sovét-
manna. Gangan yfir fjöllin var
ákaflega þreytandi (Afganir
ganga 14—16 klukkustundir á
dag). Meðan við fórum um nokkra
af þeim þrengstu fjallastigum
sem ég hef séð voru frelsissveit-
irnar við öllu búnar.
Við mættum, að því er virtist,
endalausri röð Afgana sem voru
að flýja í öryggið í tjaldi Samein-
uðu þjóðanna í Pakistan. Það var
átakanleg sjón að sjá karlmenn,
konur og börn reka á eftir
yfirhlöðnum ösnum sínum.
Þýð. rmn