Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 18

Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 Minning: Bjarni Gíslason fyrrum stöðvarstjóri Fæddur 3. ágúst 1923. Dáinn 4. júní 1981. Ekki gat ég reiknað út, að vinur minn og frændi kveddi á þessu ári, svo mikið var búið að ræða um sumarið framundan og þá að forvitnast enn um Vestfirðina — ættarstöðvarnar. Þetta verða fá- tækleg minningarorð, bæði er það, að mig vantar ættartöluna, nema að faðir hans var Gísli, sómamað- ur frá Ármúla og móðir Marí Níelsdóttir, af alkunnri ætt í Bolungarvík. Bjarni því ekta Vest- firðingur. Aftur rek ég í vörðurnar, þegar kemur að æviskeiðinu. Þar skildu að nokkru leiðir. Bjarni var send- ur til náms í Menntaskóla Akur- eyrar og var þar i þrjá vetur, en ákvað þá að hætta því námi, og fer í loftskeytaskólann og í framhaldi af því hefst hans ævistarf. Hann ræður sig til starfa við loftskeyta- stöðina í Gufunesi, sem þá var að verða mikilvæg öryggis- og þjón- ustustofnun vegna ört vaxandi flugs, og Bjarni verður fljótt hægri hönd stöðvarstjórans, og eftir sviplegt fráfall stöðvarstjór- ans er Bjarna treyst fyrir því að taka við þessu þýðingarmikla starfi. Eftir uppbyggingu og nokk- urra ára starf við þessa stofnun og kennslu við Loftskeytaskólann og flugið, tekur Bjarni sér frí. Nokkru síðan snýr Bjarni sér alfarið að enn nýju áhugamáli, sem helst þyrfti einhvern Guðna eða Helga til að útskýra, og kalla mætti vegalagningu um himin- hvolfin. Við þetta starf eða kennslu í því er Bjarni í nokkur ár á vegum Sameinuðu þjóðanna og er þá búsettur erlendis. „Ha, er hann Bjarni dáinn, hann sem var svo prúður og stilltur?" sagði gömul kona, þegar ég sagði henni tíðindin. I bréfi frá Akureyri (8. des. 1940) segir: „Við Lilla ætlum að trúlofa okkur í sumar (3. ágúst).“ Þessi Lilla heitir Guðný Gests- dóttir, eiginkona Bjarna, ávallt stoð hans og stytta, enda mat Bjarni hana mikils. Henni og eftirlifandi systur Bjarna, Jóhönnu, og öðrum ætt- ingjum votta ég innilega samúð mína. Bárður Sigurðsson Leiðir okkar Bjarna Gíslasonar lágu saman í fyrsta bekk mennta- skólans á Akureyri árið 1938 og varð vinátta okkar órjúfanleg frá fyrstu kynnum. Við deildum með okkur veraldlegum gæðum og and- legum. Skiptumst á fatnaði, reykt- um sömu pípuna og þegar öðrum hlotnaðist skotsilfur þá voru báðir ríkir. Vinur minn var fríður maður og snyrtilegur í allri umgengni svo að af bar. Hann var fágaður í fram- komu, ráðvandur og hollráður. Ég vissi hann jafnan taka málstað þeirra, sem í vök áttu að verjast á lífsleiðinni og oft rétti hann fram hjálpandi hönd. Barngóður var hann og gjafmildur, en miklaðist aldrei af verkum sínum. Hann var dulur um eigin hag og aldrei heyrði ég hann kvarta, þótt mót- byr væri á veginum. Ég vissi, að hin seinni ár gekk hann ekki heill til skógar vegna veikinda, en háttvísi hans og kurteisi var slík, að hann íþyngdi ekki öðrum með eigin raunum. Þegar Bjarni hafði lokið skóla- göngu sinni á Akureyri lá leið hans í Loftskeytaskóla íslands og lauk hann þaðan prófi með miklu lofi, er hann varð „dux skólans". Að loknu námi hóf Bjarni starfs- feril sinn við fjarskiptaþjónust- una í Gufunesi. Þá var Ingólfur Matthíasson þar stöðvarstjóri. Ingólfur var víðlesinn, fróður og réttsýnn. Hann miðlaði öðrum af þekkingu sinni og reyndist starfs- fólki sínu oft á tíðum sem góður faðir. Ingólfur kaus Bjarna til þess að starfa sér við hægri hlið og var hann skipaður varðstjóri í Gufunesi. Ég kynntist Ingólfi einnig náið, og fyrir áhrif hans og Bjarna tók ég loftskeytapróf og gerðist samstarfsmaður þeirra um árabil. Ingólfur Matthíasson lést af slysförum árið 1950 og var Bjarni þá skipaður stöðvarstjóri við flugfjarskiptaþjónustuna í Gufunesi. Á þessum árum var flug um Norður-Atlantshaf í örum vexti. Það voru oft miklar annir í Gufunesi og það hvíldi mikil ábyrgð á herðum vinar míns, en honum var það gefið að skila hverjum vanda í farsæla höfn. Gufunesstöðin var stolt Bjarna og minnist ég þaðan glæstra húsa- kynna og góðs aðbúnaðar. Um- gengni þar var þannig að við lá að starfsmenn sæju mynd sína í gljáandi gólfum eða spegilfögrum vinnuborðum. Það var gaman að vinna í Gufunesi við þessar að- stæður og þar ríkti starfsgleði og vinnuþróttur. Starfsfólkið tengd- ist traustum vináttuböndum og það geymir í hug sínum góðar endurminningar frá þessu tíma- bili. Nokkru eftir að Bjarni hóf starf sitt í Gufunesi, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Gestsdóttur. Lilla, en því nafni hefur hún jafnan verið nefnd, var manni sínum samhent í öllu því er til hins betra horfði. Þau hjón eignuðust fallegt heimili og minn- ist ég þaðan margra gleðistunda. Bjarni og Lilla tóku miklu ást- fóstri við börn mín, þegar þau voru ung að árum. Þeirra ham- ingja var sú veita og gleðja og tel ég það eitt mesta lán minnar fjölskyldu að hafa átt þau að einkavinum. Árið 1967 hætti Bjarni störfum í Gufunesi. Hann starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna um árabil í Thailandi, en síðar í Líbýu og Nepal. Á þessum ferðum sínum kynntist Bjarni framandi þjóðum og nýjum siðum. Á vegum Sam- einuðu þjóðanna vann hann að endurskipulagningu flugfjar- skiptamála. Hann starfaði einnig sem kennari og eignaðist þannig fjölmennan og litríkan nemenda- hóp. Ég hygg, að þeir hafi verið margir, sem hlutu betri lífskjör eftir fræðslustundir vinar míns um leið og þær þjóðir, sem hann starfaði fyrir nutu góðs af þekk- ingu hans og reynslu. Á þessum árum var það gæfa og styrkur Bjarna að hafa góða konu sér við hlið, en Lilla tók jafnan þátt í starfi manns síns og var honum til heilla, ef vanda bar að höndum. Þegar Bjarni hafði lokið starfi sínu meðal vanþróaðra þjóða, hélt hann til íslands. Heima vann hann meðal annars að því að koma á betra skipulagi í fjarskiptaþjón- ustu Flugfélags íslands og Loft- leiða. Það starf hans var svo vel unnið að rómað var, en það leiddi til mikils sparnaðar og hagræð- ingar í fjarskiptamálum flugfé- laganna. Þegar ég nú kveð þennan sér- stæða vin minn, Bjarna Gíslason, geymi ég í hug mínum minningar frá mörgum bestu stundum lífs míns og er ég þakklátur forsjón- inni fyrir það að hafa átt svo góðan dreng að ævifélaga. Ég bið honum Guðs blessunar í nýjum heimkynnum um leið og ég votta Lillu og öðrum vandamönnum samúð fjölskyldu minnar héðan frá Luxemburg. Halldór ó. Ólafsson. í dag verður Bjarni Gíslason til moldar borinn og langar okkur að minnast hans með nokkrum orð- um. Margt kemur í hugann, þegar við hugsum til baka, en hæst ber þó heimsóknir okkar til hans og Lillu upp í Gufunes, þegar við vorum litlar. Þá sóttu þau okkur og um leið og við settumst í bílinn, var ævintýrið hafið. Okkur fannst við vera prinsessur á leið heim í ævintýrahöllina, því mörg voru undrin, sem okkur voru sýnd. Bjarni var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur þegar okkur lá á, og þá, sem í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, var vandvirknin í fyrirrúmi. Við þökkum Bjarna samveru- stundirnar. Kristín, Systa, Stella. Mágur minn og vinur, Bjarni Gíslason, er látinn. Hann lést, langt um aldur fram, að kvöldi 4. júní sl. Bjarni hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða undanfarin ár, þó kom þetta kall mjög á óvart. Við höfðum setið og spjallað saman um kvöldmatarleytið og þau hjónin síðan hlustað saman á útvarpsleikritið. Næsta morgun átti Bjarni að fara í rannsókn, sem læknar hans höfðu vandlega undirbúið. En rétt fyrir kl. 11 þetta sama kvöld var hann allur. Bjarni fæddist í Bolungarvík 3. ágúst 1923. Foreldrar hans voru hjónin María Níelsdóttir frá Bol- ungarvík og Gísii Bjarnason frá Ármúla við Isafjarðardjúp. Þriggja ára gamall fluttist Bjarni til Reykjavíkur með foreldrum sínum og tveim eldri systrum, Jóhönnu og Jósefínu Oddnýju, sem lést á besta aldri fyrir allmörgum árum. Margs er að minnast eftir ára- tuga kynni og nána vináttu. Ég sé Bjarna fyrir mér, glæsilegan ung- an pilt á leið norður á Akureyri í menntaskólann. Þar lauk hann gagnfræðaprófi, en snéri sér svo að hugðarefni sínu, loftskeyta- fræði, og lauk prófi í þeirri grein 1943. Þá réðist hann til Landsím- ans og tók þar símritarapróf ári síðar. Bjarni og Lilla, systir mín, höfðu fermst saman í Dómkirkj- unni hjá séra Bjarna og því þekkst lengi, er þau gengu í hjónaband 11. desember 1948. Við hjónin tókum þá á leigu íbúð með þeim, og bjuggum við í því sambýli þar til þau fluttust í Gufunes, er Minning: Fæddur 29. október 1904. Dáinn 5. júní 1981. Hann er látinn og farinn heim, heim til þess Guðs sem hann trúði á og í faðmi hans á hann von á góðum móttökum þeirra sem á undan fóru yfir móðuna miklu. Þessa ferð hafði hann lengi þráð, því hans líkamlega og andlega heilsa var búin fyrir aldur fram. Hann var ekki lengur hinn sterki, duglegi og samviskusami maður sem hann átti að sér að vera. I stað þess að hjálpa meðbræðrum sínum, varð hann öðrum háður. Það hlutskipti sætti hann sig ekki við. Einar byrjaði líf hins fulltíða manns aðeins 12 ára að aldri og var skráður fullgildur háseti 13 ára gamall. Hann stundaði sjóinn sem háseti og bátsmaður, þar til hann 1931 lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og stóð hann í brúnni á hinum ýmsu fiskiskipum sem stýrimaður um 9 ára skeið. Á stríðsárunum, þegar íslensk skip máttu þola aðra óvini en veður og vind svo mörg þeirra áttu ekki afturkvæmt, þá gekk hann í land, enda var skip það sem hann var skráður stýrimaður á, horfið í djújp hafsins. Aður hafði hann stofnað fjöl- Bjarni varð stöðvarstjóri við Flug- þjónustuna þar, árið 1950. Árin í Gufunesi voru dýrlegur tími, og Bjarni naut sín mjög vel í starfi sínu þar. Þekking hans á flugfjarskiptum, skipulagshæfni hans, stjórnsemi og snyrti- mennska fengu þar notið sín. Bjarni var mikill nákvæmnismað- ur, allt varð að vera slétt og fellt, helst skjalfest og skjöl öll skyldu á réttum stað. Listaskrifari var hann og gerði kröfur um fallegan frágang á öllu, sem um hendur hans fór eða hann hafði umsjón með. Það var því frábærlega snyrtilegt bæði innan dyra og utan á stöðinni í Gufunesi, og þá var ekki amalegt að koma á heimili þeirra hjóna þar. V»>turinn 1951 dvaldi ég um tíma með son okkar í Gufunesi. Sú dvöl er okkur báðum ógleymanleg. En við erum ekki ein um ljúfar minningar um góða daga í Guíu- nesi. Systkinabörn bæði Bjarna og Lillu áttu þar margar unaðsstund- ir. Tæpast var svo frídagur úr skóla eða helgidagur, að frænd- börnin hringdu ekki og bæðu um að fá að koma í heimsókn. Þau voru þá jafnvel sótt um hæl, ef þess var kostur. Sum þessara barna áttu athvarf hjá Bjarna og Lillu um lengri eða skemmri tíma og minnast ekki ósjaldan ýmissa skemmtilegra atvika frá þeim dýrðardögum. Árið 1963 fær Bjarni frí frá skyldu með Svölu L. Magnúsdótt- ur frá Hafnarfirði sem fædd var 9. júní 1906 og lést 26. október 1976. Þau eignuðust 6 syni. í landi réði Einar sig í vinnu sem bifreiðar- stjóra hjá byggingarfélaginu Brú, sem þá var nýstofnað. Þar starfaði hann þar til félagið hætti störfum, eða í 27 ár. Þetta starf stundaði hann með slíkri trúmennsku að um var talað. Árið 1942 keypti hann land við Seljalandsveg 17, þar sem nú er Hvassaleiti. Þar byggði hann fjöl- skyldunni lítið hús og ræktaði landið, svo fjölskyldan var sjálfri sér nóg, því öryggi hennar var alltaf fyrir mestu. Litla húsið var heimili fjölskyldunnar í 20 ár, þar vorum við 6 braeburnir aldir upp og fórum þaðan fulltíða menn. Þar voru líka kvaddir tveir bræðra okkar, sem iétust 23 ára að aldri. Þrátt fyrir það eru minningar frá þessum árum með slíkum ágæt- um, að þær gleymast aldrei. Þegar borgin þandist út, stóð litla húsið á eftirsóttu byggingar- svæði og mátti víkja. I nýja hverfinu byggði fjölskyldan 3 rað- hús, en fluttist þaðan öll með stuttu millibili. Foreldrar okkar fluttust þá að Rauðalæk 38, þar sem þau bjuggu síðan. Heimilisfaðirinn varð þó að sæta þeim örlögum að þurfa að störfum í Gufunesi og ræðst til Sameinuðu þjóðanna. Verið var að setja á stofn skóla í flugfjarskipt- um í Bangkok í Thailandi. Þar dvöidu hjónin í tvö ár, og var Bjarni aðalkennari í fjarskiptum við skólann. Honum lét vel kennsla, hafði reyndar kennt um árabil við Loftskeytaskólann með góðum árangri. Bjarni lét af störfum í Gufunesi 1967 og hafði þá unnið í tæpan aldarfjórðung hjá Landsíma ís- lands. Síðan vann hann um skeið að fjarskiptamálum hjá Loftleið- um og Flugfélagi íslands, en réðist svo enn á ný til Sameinuðu þjóðanna og þá sem ráðgjafi í flugfjarskiptum í Líbýu, um tveggja ára skeið. Síðar var hann svo kennari í hálft ár í Katmandu í Nepal. Af öllu þessu má sjá, að Bjarni var maður víðförull og vel að sér á sínu sviði, ella hefðu honum ekki staðið þessar stöður opnar. Við áttum lengi samleið, við Bjarni, og ég þekkti hann því allvel, þótt hann væri reyndar dulur og ekki allra. Hann var vel gefinn, en hafði stolta og mjög viðkvæma lund og mér fannst hann nokkuð einþykkur. Okkur varð því stundum sundurorða, en það stóð aldrei lengi. Eilítið háðskt en hlýlegt bros hans stóðst ég aldrei. Bjarni var blíður við lítil börn og gamalt fólk, alla minni- máttar. Foreldrar mínir og tengdaforeldrar, sem nú eru öll dáin, tilbáðu hann. En mér fannst oft, að stoltið og hans stóra lund hafi, ef til vill, gert honum örðugra um vik að sigrast alveg á þeim vanda, sem hann hafði lengi barist við, þeim sjúkdómi, sem knésett hefur margan mætan mann fyrr og síðar. Þó mætti Bjarni samúð og skilningi, bæði heima fyrir og hjá ýmsum góðum vinum, sem skildu hann og dáðu. Þótt Bjarni fengi ekki notið sín sem skyldi hin síðari ár, átti hann margar unaðsstundir, ekki síst með „afadrengjunum" sínum, dóttursonum systur sinnar, Jósef- ínu heitinnar. Þeir sitja nú hnípn- ir, litlu drengirn'ir, og skilja engan veginn, hvert „afi“ fór. En þeir munu minnast hans með þakklát- um huga, eins og við gerum öll, sem þótti svo undurvænt um hann. Guð blessi minningu góðs drengs. Rósa Gestsdóttir dvelja að Reykjalundi alls 8 ár. Nú, síðustu árin, dvaldi hann á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, þaðan sem hann nú hverfur til hins mikla föður himna hárra, skapara himins og jarðar. Til fundar við sína dyggu og trúföstu eiginkonu og syni sína tvo. Ég, sem þessar línur pára, er eistur 6 sona þeirra og dvaldist lengst í foreldrahúsum og vegna langvarandi sjúkralegu þeim mjög háður, hef eins og bræður mínir góðar minningar um þau. Við þökkum þeim tilurð okkar hér á jörð og okkur er ljóst, að við sameinumst á nýjan leik í einni af vistarverum Guðs. Gunnar G. Einarsson Einar Einarsson Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.