Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 19

Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 19 í MINNINGARGREIN um Ástríði Guðrúnu Halldórsdóttur frá Heggsstöðum, hér í blaðinu síð- astliðinn laugardag urðu þau leiðu mistök að nafn móður hennar misritaðist. Hún hét Guðný Þor- steinsdóttir frá Kjalvararstöðum (ekki Guðrún frá Kjarvals- stöðum). Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökum þessum. í minningargrein um Ingimund Vigfús Sigurjónsson, fyrrv. skip- stjóra, í Morgunblaðinu á fimmtu- dag urðu þau mistök frá höfund- arins hendi, að systir Ingimundar heitins var nefnd Svanhvít, en réttu nafni heitir hún Svanhildur. Höfundur biður Svanhildi og aðra aðstandendur Ingimundar velvirð- ingar á þessum mistökum. Alfreð Nordgulen — Minningarorð Veðrið er yndislegt, ég geng með veiðistöngina mína upp í á. Fán- inn blaktir í golunni í hálfa stöng. Hugurinn er eins og lamaður, útvarpið hafði borið þá frétt að nábúi okkar í Grímsnesinu, Alfreð Nordgulen væri látinn. Við sem höfðum ákveðið að hittast hér fyrir austan um hvítasunnuna. Minningar liðinna ára brjótast fram. Ég átti Alfreð mikið að þakka. Áhugi hans og atorka fyrir því að búa vel um sig var smitandi og mörg góð ráð þáði ég hjá honum. Hjálpsemi hans var ein- læg og óeigingjörn. Umhyggja hans fyrir Onnu konu sinni og ættingjum var honum efst í huga. Um það ræddi hann oft við mig einslega. Betri nágranna hefðum við hjónin ekki getað kosið okkur en Önnu og Alfreð. Þeirra hlýja viðmót og umhyggja fyrir okkur gleymist ekki. Við þökkum ótal margar ljúfar minningar frá sam- veru okkar. Síðasti dagurinn sem við dvöld- um saman var að mörgu leyti sérstæður og minnisverðastur allra daga, þau 12 ár, sem við þekktumst, en kynni okkar hófust þegar við reistum sumarhús okkar. Ég hafði gengið upp í á, en eins og svo oft áður farið erindis- leysu. Á heimleiðinni kom ég við hjá Önnu og Alfreð, vissi að konan mín beið mín þar. Ég þáði kaffi- sopa hjá Önnu að vanda. Margt bar á góma. Meðal annars rædd- um við hve lengi okkur entist ævin til austurferða. „Það verða kannski 10 sumur í viðbót," sagði Alfreð, „annars vil ég ekki verða því of háður að koma hingað, ég vil geta farið hvert sem ég vil, hvenær sem ég vil, innanlands og utan.“ Síðan ræddum við mál, sem var honum mun viðkvæmara, en ég átti von á. Urðu umræður nokkuð heitar og þar kom að þung orð féllu. Gekk ég á brott leiður í hug og skeytti skapi mínu með því að berja niður nokkra girðingar- staura. Að skammri stundu liðinni kemur Alfreð til mín, réttir fram hendi og segir: „Ég býð þér útrétta sáttarhönd og bið þig fyrirgefn- ingar.“ Hendur okkar mættust í þéttu handtaki. Við brostum hvor við öðrum, brosi vináttunnar. Ymislegt ræddum við þarna saman, sitjandi sinn á hvorri mosaþúfunni. Þegar hann bjóst til að fara sagði ég: „Eigum við ekki að biðja saman til Guðs?“ Alfreð samþykkti það og við lögðum líf okkar og framtíð í Guðs hendi og margt annað sem okkur varðaði, fólum okkur Guði skapara okkar. Kannski hrukku nokkur tár af hvörmum niður á þúfurnar sem við sátum á. Sigur hins illa sem rétt áður blasti við, varð að sigri Guðs. Við kvöddumst, ég horfði á eftir honum svolítið þreytulegum, þar sem hann stiklaði á þúfnakoll- unum. Ég þakkaði Guði í hugan- um fyrir þessa bænarstund sem var sú eina, sem við áttum saman en hafði styrkt vináttu og hreins- að hjarta og hug. Ég er kominn á uppáhaldsveiði- staði okkar. Hér höfðum við átt marga góða stund. Vandamál heimsins, stór og smá, voru tekin fyrir og leitast við að kryfja þau til mergjar. Stundum voru um- ræður okkar truflaðar þegar landa þurfti silungi, en glettni og alvara skiptust á, sólskin og regn, og það að vera þarna saman var ólýsan- legt og ógleymanlegt. Tveir karl- menn, ólíkir að ýmsu leyti en samrýndir vinir, án þess að gera sér grein fyrir því hve innileg vináttan var, fyrr en það var of seint. Ég sé hvar gamall slitinn vinnuvettlingur liggur þarna við vatnsbakkann, lófinn snýr upp. Ég er viss um að Alfreð hefur gleymt honum þegar hann var þarna á ferð síðast. Ég tek hann upp og þrýsti hann og um hug mér fer minningin um sáttahandtak okkar Alfreðs, fyrir viku síðan. Alfreð er horfinn. Ég þakka Guði fyrir minningar um látinn vin. Við hjónin biðjum Önnu Guðs blessunar og sendum henni og ættingjum þeirra öllum innilegar samúðarkveðj ur. Lára og Jóhann Guðmundsson. Leiðréttingar Fram sigurs Hljómsveitin TENPOLE TUDOR geysist fram á tónlistarvöllinn meö hljóöfæri sín aö vopni, en kímnin er skjöldur þeirra. Þaö ríkir góöur andi allsstaöar þar sem Tenpole Tudor faraj um og hvarvetna vinna þeir stóra sigra eins og vinsældir lagsins Swords of a Thousand Men sannar best. Þú ættir aö slást í lið meö Tenpole ! Tudor. Heildsöludreifing stoinorhf Símar 85742 og 85055. Á #22^ HLJðMOFlLD (itjð KARNABÆR 1MwW taugavegi 66 — Giæsib* — Ausiurstr*ti 27 v Simi trá shiptiborði 85055 zímal n/' £?&////& ctms/ræ& ///a/ á mjiif/ /mr/*>/rx^ry££ KM HUSGOGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.