Morgunblaðið - 12.06.1981, Page 22

Morgunblaðið - 12.06.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 + Bróöir minn, SKÚLI MATTHÍ ASSON fré Holti i Reykjavik, andaöist aö heimili sínu á Long Island, New York 9. júní. Fyrir hönd eiginkonu hans og barna, Guórún Matthíasdóttir. + Móöir okkar, LÁRA WATHNE, lést 10. júní. Börnin. + Maöurinn minn, GUDMANN MAGNUSSON, fyrrverandi hreppstjóri, Dysjum, Garðabæ, andaöist aö heimili sínu aö morgni 11. júní. Úlfhildur Kristjánsdóttir. + Útför fööur okkar, stjúpfööur og afa, ALBERTS B.J. AALEN frá Eskifirói, fer fram frá Hallgrímskirkju í dag föstudaginn 12. júní kl. 3 e.h. Baldvin E. Albertsson, stjúpbörn og barnabörn. + Sonur minn, GUÐMUNDUR JONATAN SIGURÐSSON, Safamýri 38, sem lést í Borgarspítalanum 10. júní, veröur jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. júní kl. 2. Vilborg Sæmundsdóttír. + Eiginmaöur minn, HÁLFDÁN HANNIBALSSON, fyrrverandi bóndi á Hnausum, sem lést 9. júní, verður jarösettur aö Hellnum laugardaglnn 13. júní kl. 2 e.h. Salome Björnsdóttir Búð Arnarstapa. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓHANNES EINARSSON, bóndi, Bæjum, Snæfjallaströnd, veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 13. júní kl. 11. f.h. Blóm og kransar afbeönir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum. Minningarkort fást í Penslinum (safiröi. Rebekka Pálsdóttir og börn. + Þeim sem heiöruöu minningu fööur okkar og tengdafööur, JÓNS BENTSSONAR frá Meiri-Hattardal, meö samúöarskeytum, minningargjöfum og á annan hátt sendum viö okkar bestu þakkir og kveðjur. Lára Jónsdóttir, Baldvin Björnsson, Matthías Jónsson, Þórey Þorbergsdóttir, Guörún Jónsdóttír, Elías Þorbergsson, Bent Jónsson, Geróur Rafnsdóttir, Síguröur Jónsson. + Þökkum innilega samúö og hluttekningu viö andlát og jarðarför móöur og tengdamóöur, GUDRUNAR GISSURARDÓTTUR. Guö blessi ykkur öll. Jóna Arnbjörnsdóttir, Eiríkur Eíríksson. Hjónaminning: Elísabet Jónsdóttir og Oddur Jónasson forstjóri í dag, föstudag kl. 13.30, verður gerð frá dómkirkjunni í Reykjavík útför hjónanna Elísabetar Jóns- dóttur og Odds Jónassonar, for- stjóra í Glæsi, en þau önduðust með skömmu millibili í seinustu viku, Elísabet þann 2. júní, en Oddur þann 6. sama mánaðar. Þau verða því samferða áfram. Oddur Jónasson var sonur hjón- anna Jónasar Helgasonar (1872— 1948) og Sigríðar Oddsdóttur (1883—1962) í Brautarholti, en svo heitir bær er enn er byggður við Grandaveg í Reykjavík. Jónas Helgason, faðir Odds, var fæddur á Litlu-Giljá í Vatnsdal, sonur Helga Helgasonar, en Sig- ríður var ættuð úr Reykjavík, fædd í Pálsbæ, dóttir hjónanna Odds, formanns Jónssonar þar, er síðar byggði Brautarholt (1857— 1902) og Guðrúnar Árnadóttur (1859—1938), en Guðrún var ættuð úr Selvogi. Oddur, formaður í Brautarholti, afi Odds Jónassonar, sem nú er kvaddur, drukknaði í fiskiróðri vestur á Sviði árið 1902. Hann var sonur Jóns Eyjóifssonar, útvegs- bónda á Steinum, sem fæddur var 1827 og drukknaði í fiskiróðri 15. apríl árið 1868. Móðir Odds formanns í Brautar- holti var Sigríður Oddsdóttir (1831—1866), en hún var skaft- fellsk að ætt. Þau Jónas Helgason og Sigríður Oddsdóttir eignuðust fimm börn, einn son og fjórar dætur. Var Oddur elstur barna þeirra, fæddur í Reykjavík 22. nóvember árið 1903. Systur Odds voru, taldar í aldursröð: Ingibjörg Jónasdóttir (1906—1980) er átti Guðmund Pétursson ioftskeytamann (1904—1972). Guðrún Jónasdóttir, er átti Tryggva Pétursson, fv. bankastjóra. Sigríður Jónasdóttir (1911—1980), er átti Sigurð Hall- dórsson, verslunarmann og íþróttafrömuð, (1907—1980). Yngst er svo Gyða Jónasdóttir, er átti Ólaf Jóhannesson. Af þessum barnahópi frá Braut- arholti eru nú aðeins á lífi tvær systur, þær Guðrún og Gyða og á aðeins rúmu ári hafa hin þrjú kvatt þetta líf. Oddur ólst upp á heimili for- eldra sinna á Bráðræðisholtinu, en þar var þá dálítill bæjarkjarni. Fólkið lifði þar einkum á sjósókn, fiskverkun og garðrækt, eða á hinum venjulegu úrræðum þurra- búðarmanna á þeim dögum. Jónas Helgason, faðir Odds fór á skútum framanaf, en vann síðan áratugum saman við verslunar- störf, lengst hjá járnvöruverslun Jes Ziemsen í Hafnarstræti, en í þá daga stöldruðu menn við lengi á sama stað í vinnu ef hægt var. Oddur Jónasson fór snemma á sjóinn, eða 17 ára gamall, á togarann Maí frá Reykjavík, en honum stýrði Björn Olafs frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, sá kunni sjómaður. Þar var Oddur til ársins 1927, eða til 6. apríl það ár, en þá fékk skipið, sem var að veiðum í slæmu veðri í Faxabugt á sig brotsjó og slösuðust margir menn, sem voru að vinna við að taka trollið. Voru sjö skipverjar settir í land og á sjúkrahús, þar á meðal Oddur, sem var mikið slasaður. Lá hann í tæpan mánuð í sjúkrahúsi, en var síðan undir læknishendi um nokkurt skeið hjá Jóni Kristjánssyni nuddlækni. Þótt Oddur væri mikill vexti og þrekmaður hinn mesti, mun þetta slys hafa orðið til þess, að hann gaf sjómennskuna frá sér, og fékk sér starf í landi. Vann hann við verslunarstörf í járnvöruverslun Jes Ziemsen í upphafi, en árið 1936 keypti hann efnalaugina Glæsi, sem hann rak af fádæma dugnaði fram á seinustu ár, og reyndar oftast kenndur við það fyrirtæki, þótt aðeins væri það partur af lífsstarfi hans og um- svifum. Oddur Jónasson var það sem við nefnum athafnamaður, og varð fljótt ríkur. Hann var útsjónar- samur og vinnusamur og hann aflaði ekki fjár með prettum, heldur með vinnu og dugnaði. Kom hann við sögu margra fyrir- tækja og má þar nefna, að hann var um tíma framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Goða hf., sem reisti stór fjölbýlishús. Hann var einn af stofnendum Loftleiða hf. og Almennra trygginga hf. og smíðastofunnar G. Skúlason & Hlíðberg og var stjórnarformaður þar frá stofnum til ársins 1962. Fæddur 18. apríl 1910. Dáinn 5. júní 1981. Albert Aalen hét fullu nafni Baldvin Albert og var fæddur á Eskifirði 18. apríl 1910. Móðir hans var Elísabet Jónsdóttir á Eskifirði, en faðir hans var norsk- ur að þjóðerni, Jóhannes Aalen. Albert ólst upp austur á Eskifirði og lagði snemma fyrir sig sjósókn, eins og fjöldi ungra manna hlaut Hann reisti og hús viða í borginni, því ávallt voru mörg járn í eldinum samtímis. Oddur var óvenju starfsamur maður, en dulur um sína hagi. Hann var uppruna sínum trúr, því vandaðri manneskjur en hjónin í Brautarholti vissi ég barnunginn ekki í öllum heiminum, og það hefur ekkert breyst. Og hann hafði erft þeirra kosti og skaphöfn að flestu leyti. Ég hygg, að sá arfur er hann fékk að heiman úr Brautarholti hafi reynst honum drýgri en flest annað á veraldargöngunni. Hann var heilsteyptur í skoðunum, orð- var, og á góðum stundum var hann glettinn og sagði skemmtilega frá. Um alvöru var hann fáorður, eins og títt var í þessum hluta bæjar- ins, þar sem lífið var alltaf svo veikt spil, sumsé Bráðræðisholt- inu. Árið 1931 kvæntist Oddur fyrri konu sinni, Ólafíu Jónsdóttur, f. 12. júní 1908. Þau giftu sig 2. maí 1931, en 18. júlí sama ár lést Ólafía. Það voru erfiðir tímar og dimmt í lofti, bæði hjá eiginmann- inum unga, sem missti brúði sína og eins öðrum ástvinum. Árið 1941 kvæntist Oddur öðru sinni, Elísabetu Jónsdóttur, en hún var alsystir fyrri konu hans, Ólafíu. Elísabet var fædd á Þverfelli 28. júlí árið 1906, en foreldrar hennar voru þau hjónin Elís Jón Jónsson (1869—1922), Jónssonar frá Keldudal í Skagafirði, alþing- ismanns, Samsonarsonar og Elín- ar Þórðardóttur (1867—1952) frá Stóra-Fjarðarhorni. Elís Jón bjó fyrst í Þrúðardal í Kollafirði, svo á Þverfelli og í Dagverðarnesi og á Á. Bóndi á Ballará frá 1914 til æviloka. Þau Elís Jón Jónsson og Elín Þórðardóttir eigúuðust sjö börn, að gera í íslenzku sjóþorpi. Síðar fluttist hann hingað til Reykjavík- ur og vann hér sem verkamaður og vélamaður. Hinn 18. apríl 1942 gekk Albert að eiga Maríu Hrómundsdóttur og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík, þar til hún lést 11. des. 1974. Heimili þeirra Alberts og Maríu var jafnan barnmargt, því að hún átti fjögur börn frá fyrra hjóna- bandi og voru þrjú þeirra hjá þeim. Tvö börn áttu þau saman, og um tíma dvöldu tvö börn stjúp- dætra hans hjá þeim. Einn son hafði Albert eignast á Eskifirði, áður en hann kvæntist. Ég þekkti Albert mjög náið. Hann var góðum gáfum gæddur, var fróður um margt og bók- hneigður. Eins og margir frændur hans í móðurætt var hann list- hneigður að eðlisfari og hafði t.d. mikið yndi af því að rifja upp þá tíma, er hann ungur tók þátt í leikstarfsemi austur á Eskifirði. Albert var í eðli sínu ákaflega hrifnæmur og viðkvæmur í lund. Og þegar hann ræddi um menn og málefni, kom aldrei fram hjá honum annað en góðvild til sam- ferðarfólksins og samúð með þeim, sem að einhverju leyti fóru halloka. Ég held, að honum hafi verið gefin í ríkari mæli en flestum öðrum sú gáfa að geta glaðst yfir velgengni annars fólks, hvort sem um var að ræða gamla sveitunga eða ungu kynslóðina. En árum saman átti Albert við að stríða sjúkdóm, sem er því meiri þjáning, sem minni er hinn al- menni skilningur á erfiðleikunum. Þá erfiðleika tók hann sér ákaf- + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hluttekningu meö blómum og minningargjöfum til minningar um fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÁRNA JÓNATANSSONAR, trésmiös, Kötlufelli 3, Reykjavik. Drottinn blessi ykkur öll. Guörún Árnadóttir, Snorri Jónsson, Guöný Emilía Árnadóttir, Nina Walters, Hulda Yodíce, John Yodice, Óli Fossberg, Béra Guömundsdóttir, Reynir B. Skaftason, Jóhanna Cronin, og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSTRÍDAR G. HALLDÓRSDÓTTUR fré Heggsstööum. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki á Dvalarheimilinu í Borgarnesi og sjúkrahúsi Akraness fyrir góöa umönnun. Helgi Sígurösson, Guörún Helgadóttir, Siguröur Tómasson, Guöný Helgadóttir, Gunnar Gissurarson, Sígurður Helgason, Ólöf Lára Ágústsdóttir, Ásdís Guölaugsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Albert Aalen Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.