Morgunblaðið - 12.06.1981, Page 23

Morgunblaðið - 12.06.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 Toyota Starlet Glæsilegur rúmgóður smábíll með frábæra aksturseiginleika. Verð kr.: 87.950.00 Traustur og viðhaldsléttur eins og aðrir TOYOTA bílar. Bíll sem eyðir sáralitlu bensíni — aðeins ca. 6 I. á 100 km. Bíll, sem kostar þig sannarlega lítið að eiga. Gjörið svo vel. Gjörið svo vel — komið og reynsluakið Toyota Starlet, þá sannfærist þið um það sjálf, að hér er harla eigulegur bíll á ferðinni. 9TOYOTA UMBOÐIÐ A AKUREVRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090 SÍMI 44144 UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI lega nærri. En Albert stóð ekki einn uppi. María Hrómundsdóttir var í mörgu meira en meðalmaður. Hreinlæti, snyrtimennska og góð- ur smekkur hennar gat gefið heimilinu það yfirbragð, sem hæft hefði hvaða hefðarsölum sem var. Þó var ekki alltaf vítt til veggja i bókstaflegum skilningi. Sameigin- lega unnu þau hjónin að því að koma hinum stóra barnahópi til nokkurs þroska, og aldrei sá ég Albert glaðari en þegar hann hafði frá einhverju að segja, sem efldi velgengni barna hans, stjúp- barna og þeirra afkomenda. Eftir lát Maríu varð Albert lífið harla þungbært. Heilsunni hrak- aði ár frá ári og oft dvaidi hann á sjúkrahúsum, unz hann að lokum kvaddi þennan heim 5. júní síð- astliðinn. Albert var trúmaður og leit fram á við með von og guðstrausti. Er ég þess fuliviss, að þær vonir eigi eftir að rætast, sem lifðu í huga hans, þegar bjartast var inni fyrir. Eftir lifa börn hans, Ingvi Hrafn á Eskifirði, Baldvin Elías í Hafnarfirði og Elísabet í Kaliforníu. Ennfremur stjúpbörn- in Esther og Jörundur í Reykjavík og Laufey á Akureyri. Steinunn er látin fyrir tveimur árum. Ég enda þessar línur með þeirri bæn sem höfundur Sólarljóða orðaði þannig: „Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum likn, er lifa“. Jakob Jónsson foreldra Odds, og móður hans, eftir að hún var orðin ekkja. Eftir þessa löngu samfylgd, er það orðið nokkuð örðugt að greina þessi hjón í tvær manneskjur. Þau voru eitt. Ég minnist fyrri daga. Man saltan storminn, regnið og hin dimmu ský. Líka uppstreymi sólbjartra daga, þegar fjölskyldan kom saman. Einnig hinna sjálf- sögðu hluta. Þau hjón voru félagslynd að eðlisfari, en síðari hluta ævinnar drógu þau sig meira í hlé og saman voru þau i öllu. Rétt ár er síðan hún bjó um móður þess, er þessar línur ritar, í hinstu förina, því allt varð að vera rétt og vel gjört og fyrir það skal nú þakkað og fyrir margt annað. Dauðinn hefur heimsótt okkur oft í seinni tíð. Hann er hápunktur lífsins, var mér sagt, þegar ég var barn, og því trúi ég nú og þegar þau láta úr höfn í mildu kvöldi í byrjun sumars, eftir langa göngu, bið ég þeim góðrar ferðar yfir landamærin, sem við ekki þekkj- um og ég kveð þau bæði með þessum ljóðlínum Stefáns frá Hvítadal: -Hcyr mitt ljúfasta la« þennan lifsKÍaða eld. um hinn doyjandi da« ok hiö draumfaKra kvcld. Kauöu skarlati skrýöst hefur skÓKarins ílos. Varir devjandi dags sveipa dýrÖlinKahros.“ Jónas Guðmundsson talin í röð: Sigríður Guðbjörg, er átti Stefán skáld frá Hvítadal. Þórður smiður, er dó ókvæntur. Magnús, bóndi á Ballará, Guðrún Hersilía, er átti Sigurð Eiríksson á Lundi í Mosfellssveit. Gyða, er býr í Reykjavík, Elísabet, er nú er kvödd, og Ólafía, er áður var á minnst og var fyrri kona Odds Jónassonar. Aðeins tvö þeirra systkina eru nú á lífi, Magnús og Gyða. Elísabet Jónsdóttir hlaut gott uppeldi og lærði góða siði í heimahúsum, sem hún varðveitti æ síðan. Hún gekk á Kvennaskól- ann í Reykjavík og vann ýms störf, en stofnaði siðan ásamt Guðrúnu systur sinni þvottahúsið Grýtu, sem hún rak um skeið og enn er við lýði. Elísabet var kona vel gefin og stillt og kunni engin stóryrði fremur en bóndi hennar, og lagði ávallt til betri vegar. Hún var kona trúhneigð og barngóð með þeim hætti að hún talaði við börn sem jafningja sína og átti þó bæði gleði og alvöru. Þeim Elísabetu Jónsdóttur og Oddi Jónassyni varð ekki barna auðið. Heimili þeirra Odds Jónassonar og Elísabetar Jónsdóttur var rausnarheimili, og þrátt fyrir góð efni var það látlaust flesta daga. Sérlega annt var þeim um fjöl- skyldu sína og var móðir Elísabet- ar í húsi hennar seinustu árin sem hún lifði og vel var litið til Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur Samkeppni í gerð minjagripa Framlengd til 22. júní n.k. Vlö vekjum athygli á því, aö samkeppnin hefur veriö framlengd til mánudagsins 22. júní n.k. Muniö aö minjagripunum skal skila til Feröamálaráös íslands, Laugavegi 3. Ferðamálaráð íslands Iðntæknistofnun íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.