Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 32
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Sími á rítstjóm og skrifstofu:
10100
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981
Okuþórarnir í American HeJldrivers tóku „létta“ æfingu á Reykjavíkurflugvelli í gærkveldi, en á
Mrlavelli munu þeir leika listir sinar fyrir áhorfendur í kvöld k). 20. Þá munu þeir sýna á sama stað á
iiiorgun og hefst sýningin kl. 16. Einnig munu þeir sýna á Melavellinum kl. 17 og 20 á sunnudaginn,
t n á þriðjudag og miðvikudag verða ökuþórarnir á Akureyri og sýna á Þórsvellinum og hefjast
sýningarnar háða dagana kl. 17. Á myndinni má sjá eitt sýningaratriðanna. LjóNm. Mbl. GunniauKur.
Samningar íslendinga og Belga undirritaðir í gær:
Aflakvóti Belga
miimkar mn 10%
Afla af íslandsmiðum skal aðeins landað í Belgíu
ÍSLENDINGAR og Belgar undirrituðu í gær samkomulag um
hreytingar á fiskveiðiheimildum Belga innan fiskveiðilögsögu ís-
lands. Ilelztu breytingar eru þær að árskvóti Belga lækkar um 500
lestir á þessu ári, en um 600 á næsta og skal aflanum aðeins landað í
Belgíu. Þá féllust Belgar á mun strangari eftirlitsákvæði en voru í
samningi þjóðanna frá 1975 og þrengingu veiðisvæða. Jafnframt var
samið um að veiðileyfi belgiskra togara, sem afturkölluð voru þann 1.
þessa mánaðar. tækju að nýju gildi frá 15. júli næstkomandi. Frá þeim
tima og fram að áramótum mega þeir veiða allt að 2.000 lestum, þar af
200 lestir af þorski.
Þær breytingar og viðbætur, sem
gerðar voru á samningum frá 1975,
voru þessar: Bannað verður að landa
afla belgískra skipa af tslandsmiðum
annars staðar en í Belgiu. Þorski skal
haldið aðgreindum frá öðrum afla um
borð. Landhelgisgæzlan fær nákvæmar
upplýsingar um lestastærð belgísku
togaranna og burðarþol til að auðvelda
mælingu á aflamagni um borð.
Daglega verður tilkynnt til landhelg-
isgæzlunnar um afla, annars vegar á
þorski og hins vegar heildarafla. Auö-
velduð verði störf eftirlitsmanna, sem
íslendingar kynnu að vilja senda til
Belgíu til að vera viðstaddir löndun úr
belgískum skipum, sem koma af Is-
landsmiðum. Belgískum togurum verö-
ur skylt að koma til næstu hafnar á
íslandi, ef Landhelgisgæzlan telur það
nauðsynlegt vegna eftirlits. Verði belg-
ískur togari uppvís að grófu broti á
ákvæðum samkomulagsins er heimilt
að svipta hann veiðiheimild tímabund-
ið, eða að fullu og öllu ef um itrekun er
að ræða.
Framvegis verður Belgum bannað að
veiða á veiðisvæði IV (Selvogsbanka) í
marz, apríl og maí og á veiðisvæði V
(suðaustur af Reykjanesi) í apríl. Fram
til næstu áramóta íá Belgar að veiða
allt að 2.000 lestum. Aldrei má þó
þorskafli í neinni veiðiferð á því
tímabili fara umfram 10% af heildar-
afla skipsins. Belgum er heimilt að
hefja veiðar að nýju 15. júlí næstkom-
andi. Frá 1. janúar 1982 lækkar árs-
kvóti belgískra togara frá gildandi
samningi úr 5.000 lestum í 4.400.
Leyfilegt aflamagn af þorski er 25%
af afla hverrar veiðiferðar.
Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri, var
spurður að því hvort þetta samsvaraði
ekki 1.100 lestum og væri því aukning á
þorskafla Belga, sem var fyrir samn-
ingana aðeins 750 lestir. Hann sagði að
svo væri í raun og veru ekki. I flestum
veiðiferðum sínum væru belgísku tog-
ararnir ekki í þorski og væri þá allt
niður í 5% aflans þorskur. Þegar þeir
hins vegar kæmust í þorskinn, yrði
aldrei meira en 25% aflans þorskur,
þannig að búizt væri við að hlutfalí
þorsks af heildarafla yrði áfram um
15%.
Utanríkisráðherra, Ólafur Jóhann-
esson, undirritaði samningana af hálfu
íslands, en Jacques Vermer, sendiherra
Belga á íslandi, af hálfu Belga.
Versnandi ástand á sjúkrahúsunum:
Allt skipulag er
gengið úr skorðum
ÁSTANDIÐ á sjúkrahúsunum í
Reykjavík fer nú sífellt versn-
andi vegna uppsagna lækna og
má heita að skipulag þeirra sé nú
nánast úr skorðum. Ekki er sinnt
öðrum en bráðaðkallandi verk-
efnum og öðrum skotið á frest.
Starf lækna beinist að þvi að
firra vandræðum og koma í veg
Markaður
í Grimsby
á uppleið
SÍÐUSTU daga hefur
fiskmarkaðurinn i Grimsby
verið á g<>ðri uppleið. Frá því á
miðvikudag í fyrri viku hefur
verðið stigið um 1 til l'/z
sterlingspund á dag og sam-
kvæmt upplýsingum Þórleifs
Ólafssonar í Grimsby er verðið
nú orðið viðunandi og cr þess
vænzt að það haldist. „Þetta er
fyrsta vísbendingin um að
markaðurinn sé að rétta við
eftir um V/i árs lægð,“ sagði
Þórleifur.
Tvö skip lönduðu í síðustu
viku í Grimsby, en það mun
hafa verið áður en þessi stíg-
andi í fiskverð kom. Fyrir
sæmilega góðan þorsk fæst nú á
markaði í Grimsby 8,50 til 10,00
krónur fyrir hvert kíló og fyrir
góða ýsu fæst nú verð, sem er á
bilinu 9,60 til 12,40 krónur.
Ástæður þessa kvað Þórleifur
m.a. vera, að sumarleyfi eru nú
hafin og eykur það mjög við-
skipti á veitingastöðum, sem
m.a. selja fish & chips-réttinn,
sem vinsæll er meðal Breta. Þá
hefur lítið sem ekkert framboð
verið á fiski frá Evrópulöndum.
Sigurður Helgason:
fyrir dauða sjúklinga og heilsu-
tjón. Jafnvel þótt samningar tak-
ist og læknar komi til vinnu á ný
fljótlega munu liða nokkrir mán-
uðir þar til ástandið kemst i samt
lag.
Samningaviðræður lækna og
fulltrúa ríkisvalds og Reykjavíkur
eru nú sagðar á viðkvæmu stigi og
talsmenn samninganefnda verjast
allra frétta, en nýr fundur hefur
verið ákveðinn kl. 14 í dag. Þá
vildu forstöðumenn sjúkrahús-
anna og yfirlæknar sem minnst
segja um ástandið, en samkvæmt
heimildum Mbl. hefur samdráttur
í starfsemi spítalanna nú æ meiri
áhrif. Anna sjúkrahúsin ekki öðru
en þeim sjúklingum er inn koma á
bráðavöktunum, sem sjúkrahúsin
skipta á milli sín og þar sem ekki
eru teknir inn sjúklingar af bið-
listum lengjast þeir frekar, en þó
er það misjafnt eftir deildum.
Á Landakoti eru nú engir af 11
aðstoðarlæknum spítalans við
störf, en 25 sérfræðingar hans
skipta með sér bundnum vöktum
og með því tekst þeim að halda í
horfinu. Auk aðstoðarlækna á
Borgarspítala og Landspítala hafa
margir sérfræðingar sagt upp
störfum og er aðeins hægt að
sinna aðkallandi verkefnum. Yfir-
læknar eru á vöktum og auk
þeirra er einn sérfræðingur og
einn aðstoðarlæknir á vakt, eins
og er um helgar, en þó er það
nokkuð misjafnt eftir deildum.
Margvísleg þjónusta situr á hak-
anum og safnast upp og hefur
göngudeildum verið lokað eða
dregið úr þjónustu þeirra.
Nokkur brögð eru að því að
læknar hafi leitað starfa erlendis
eða úti á landi, en nú fer í hönd
sumarleyfistími erlendis og því
auðvelt fyrir lækna að fá störf
ytra, t.d. í Svíþjóð.
Spurning um afstöðu
ríkisstjóma landanna
„SKÝRSLAN um Norður-Atlantshafsflugið var kynnt og rædd á fundi
stjórnar Flugleiða og er hún áfram til umfiöllunar, en þetta er fyrst og
fremst spurning um afstöðu ríkisstjórna Islands og Luxemborgar og
fundur ráðherra landanna um málið mun ráðgerður á næstunni,“ sagði
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða i samtali við Mbl. í gær að
loknum stjórnarfundi Flugleiða.
Sigurður sagði að stjórn Flug- að því að taka ákvörðun í málinu
leiða gæti ekki sagt svo mikið um fyrir júlílok og taldi hann að það
málið á þessu stigi, en stefnt væri ætti að sleppa gagnvart skipulagn-
ingu flugs á leiðinni í vetur.
Rækjubátur með hátt
í fimm tonn í róðri
SEX RÆKJUBÁTAR frá Sandgerði komu til hafnar á þriðjudags-
kvöld með samtals 20.650 tonn af rækju sem veiddist á
Eldeyjarsvæðinu. Aflahæsti báturinn var með hátt i fimm tonn af
rækju úr þeirri veiðiferð, samkvæmt upplýsingum sem Morgun-
hlaðið fékk hjá vigtinni i Sandgcrði i gær. Bátarnir hafa ekki róið
siðan vegna þess að vinnslustöðvar f landi anna ekki meiru.
Samkvæmt upplýsingum sem dagsaflinn yfirleitt 1200—1400
Morgunblaðið fékk hjá Jóni Júlí- kg. Rækjuveiðarnar hófust um
ussyni, fréttaritara blaðsins i
Sandgerði, stunda sjö bátar
rækjuveiðar þaðan og sækja
þeir á Eideyjarsvæðið. Afli þeirra
hefur verið góður, tvær lestir á
dag að jafnaði.
Það mun vera betri afli en á
undanförnum árum, en þá var
miðjan maí og hafa þær yfirleitt
staðið fram í október eða nóv-
ember. Þrír bátar stunda hum-
arveiðar frá Sandgerði og hafa
þeir aflað þokkalega, samkvæmt
upplýsingum Jóns. Sá hæsti
þeirra mun vera kominn með
tæplega sex lestir af slitnum
humri.
Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, undirritar samkomulagið við
Belga. Auk hans sitja við borðið Jacques Vermer, scndiherra Belgiu á
íslandi, og Steingrímur Ilermannsson, sjávarútvegsráðherra. Stand-
andi eru frá hægri: Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri i sjávarútvegsráöu-
neytinu, Hannes Ilafstein, skrifstofustjóri i utanrikisráðuneytinu, og
Guðmundur Eiriksson, þjóðréttarfræðingur. Aðrir á myndinni eru úr
belgísku samninganefndinni. LFmmynd Mbi. Rax.
Bronstein
kemur ekki
SOVÉSKI skákmeistarinn
Bronstein, sem koma átti til
íslands í dag á vegum Skák-
sambands Islands, kemur ekki,
samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér.
Bronstein átti að vera hér um
mánaðarskeið og stunda hér
skákþjálfun, en samkvæmt
skeyti sem barst frá Sovét-
mönnum í #gær, kemur hann
ekki í dag og í fyrsta lagi eftir
mánaðamót, ef af komu hans
verður á annað borð. Ástæðan
fyrir þessu er sögð sú að
Bronstein muni taka þátt í
skákmóti sem haldið er á
þessum tíma.