Morgunblaðið - 16.06.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 16.06.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 Stykkishólmi. 9. júni. EINS OG vlða annars staAar var ntikil umferð hér um Snmfellsnes um hvitasunnuna, HApferAir bæAi frá Útivist og FerAafélaKÍnu enda urAin hefA aA Kanxa á Snæfellsjök- ul um þessa helfrf. Þá var einnig aukning á farþeg- um með Baldri og er hann nú senn að hefja sumarferðirnar en þær verða frá 1. júní þrjár í viku, eða mánudaga, þriðjudaga og föstu- daga, en 2. júlí bætast við tvær ferðir, þ.e. fimmtudaga og laugar- daga, en á laugardögum verður siglt um sundin við suðureyjar og þykir það mikil viðbót við ferðina enda margt að sjá á leiðinni. Ferðafólk kvartaði mjög yfir slæmum vegum, bæði hörðum og Hluthafar Flugleiða fá fargjalda- afslátt STJÓRN Flugleiða hf. hefur ákveðið aA veita hluthöfum fé- lagsins ákveðinn afslátt af far- miðaverði í hlutfalli við eign þeirra. Gefinn verður afsláttur, sem nemur allt að 10% af hluta- fjáreign viðkomandi. Afsláttur- inn verður þó aldrei meiri en 50% af miðaverði. Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að þessi nýbreytni væri fyrst og fremst tekin upp til að auka viðskipti hluthafa við félagið. Þetta afsláttarfyrirkomulag hefur verið ákveðið í eitt ár til reynzlu. í sambandi við afslátt sem þennan, þá á hann sér fordæmi, t.d. hjá Loftleiðum, Svissair og Eastern. holóttum, en engin óhöpp eru mér kunn eða árekstrar bifreiða hér um þessa helgi. Þurrviðri hefir nú verið hér um slóðir um langan tíma og fer að nálgast mánuð og má þaö sjá á öllum gróðri hversu hörmulega lítið honum fer fram. Kuldi hefir fylgt þessum þurrki og bætir það ekki úr skák. Menn huga nú að varpinu og þegar hefir verið leitað mikið að dún og virðist varp ekki lakara en í fyrra ef ekki betra. í vor náðist mikið af mink, sem gerir Ijótan usla í varpinu og eins hefir hrafninn verið skotinn talsvert, en hann er skaðvaldur hvað varpið áhrærir og sækir mikið í eggin og ef sá gállinn er á munar hann ekki mikið um að gera usla í nokkrum hreiðrum. Ég er ekki viss nema að svartbakur hafi verið eitthvað minni en undanfarin ár og er það bót ef svo væri því þeir eru ekki fáir æðarungarnir sem hann sporð- rennir um leið og þeir komast á sjóinn og gengur æðarkollunni oft ekki vel að verja ungviði sitt og oft hefir maður séð kellu með 4—5 unga leggja út í lífið og eftir nokkra daga hefir svartbakurinn hirt þá alla og er það sorglegt mjög. Almennt virðist nú vera að vakna áhugi fyrir útrýmingu vargs, enda dúnn í mjög háu verði um þessar mundir. Fréttaritari Félag kaþólskra leikmanna skoðar kirkjuna og bæinn að Keldum. Kaþólskir messa í Odda FÉLAG kaþólskra leikmanna fór í hópferð á söguslóðir Njálu um helgina, skoðaði Papahella á Ægissiðu og þaðan var haldið að Ödda á Rangárvölium, þar sem séra Ágúst K. Eyjólfsson las messu. Þetta er i fyrsta skipti sem kaþólsk messa er lesin i Odda eftir siðaskiptin. Félag kaþólskra fer í sumar- ferðalög á hverju sumri, aðal- lega á staði sem komið hafa við sögu kirkjunnar á íslandi. Áður hafa kaþólskir farið í sumar- ferðalög að Hólum í Hjaltadal og Kirkjubæjarklaustri og lesið þar messur, ávallt með vinsamlegu ieyfi viðkomandi presta. Að lokinni messu í Odda var farið að Bergþórshvoli, þar sem séra Páll Pálsson tók á móti ferðalöngum og sagði þeim frá staðnum og sögu hans. Síðan var haldið í Fljótshlíð og stansað um stund við helstu sögustaði þar. Á. Keldum var skoðuð kirkjan og bærinn og ýmsir svöluðu þorsta sínum í Maríubrunni. Veður var heldur óhagstætt í ferðinni sem þótti þó hin ánægjulegasta, bæði fróðleg og skemmtileg. usvs Sólstöðuhátíð 1981 á Kirkjubæjarklaustri LAUGARDAGINN 20. júní nk. verður haldin stórhátíð á veg- um Ungmennasambands Vest- ur-Skaftafellssýslu. Hátið þessi hefur hlotið nafnið Sóistöðuhá- tíð USVS 1981. Megintilgangur Sólstöðuhátíðar 1981 er að afla fjár vegna undirbúnings og þátttöku USVS á 17. landsmóti UMFÍ á Akureyri dagana 10.— 12. júli nk. Sólstöðuhátíð USVS 1981 Miðhús: Enginn f járhagsávinningur að vera í Kaupfélagi Króksf jarðar Miöhúsum. 15. júni. AÐALFUNDUR Kaupfélags Króksfjarðar var haldinn í Voga- landi 13. júní sl. — Tekjuafgang- ur varA hjá Kaupfélaginu upp á tæplega eina milljón gkróna og sú upphæð rann i stofnsjóð félagsins. Enginn arður var greiddur fé- lagsmönnum og virðist það vera orðið að fastri venju. Stofnsjóður félagsmanna er óverðtryggður og ekki er sjáanleg breyting þar á. Félagið virðist vera að breytast í sjálfseignarstofnun með takmark- aðan áhuga fyrir félagsmönnum. Enginn fjárhagsávinningur er af því að vera í kaupfélaginu og grunnvara, sem lækkar útsöluverð, nær í mjög litlum mæli hingað, vegna þess, að pakkningar eru það stórar, að litlu kaupfélögin ráða ekki við þær. Grímur Arnórsson, formaður kaupfélagsstjórnar, gekk úr stjórn, en í lögum félagsins er ákvæði um það, að menn megi ekki sitja í stjórn lengur en níu ár í senn. Menn verða að bíða í eitt ár og ná þá kjöri aftur. Þessi breyting var gerð í fyrra, en þá voru lög félagsins færð nær nútímanum. Grímur var framsögumaður fyrir öllum lagabreytingunum. Framsóknarmenn hafa jafnan haft tögl og hagidir í stjórn félagsins, og hefði því mátt búast við, að þeir fyndu sér hæfan framsóknarmann til forystu, en kosningalið þeirra er samstillt og skipuiagt, og að þessu sinni komu þeir sér saman um, að kjósa gamlan stalínista í formannsstöð- una, sem merkir í augum venjulegs félagsmanns, að umburðar- og slökunarstefnu skuli hætt. Að þessu sinni voru gestir fund- arins Gunnlaugur Björnsson frá Búvörudeild SIS og Ólafur E. Ólafsson, fyrrverandi kaupfélags- stjóri og var þeim vel fagnað. — Sveinn. Afmælishóf Helga á Hrafnkelsstöðum IIRUNAMENN héldu Ilelga Har- aldssyni frá IIrafnkeIs.stöAum hóf á Ilótel Sögu á föstudag i tilefni af niutíu ára afmæli hans. Rúml. 30 manns komu til hófsins, flest ættingjar og sveitungar Ilelga úr Hrunamannahreppi ásamt fleiri g(ÍAum gestum. Margar ræður voru fluttar við þetta tækifæri. Þetta er í þriðja sinn sem Hreppamenn bjóða ald- urhnignum höfðingja til Reykja- víkur í afmælishóf en fyrir all- mörgum árum gerði Búnaðarfélag Hrunamanna samþykkt þess efnis að þeim bændum í hreppnum sem næðu níræðisaldri yrði boðið í afmælishóf á Hótel Sögu. Á mynd- inni eru f.v.: Halldór Pálsson og Sigríður kona hans, Helgi frá Hrafnkelsstöðum, Karen Gestsson, Hjalti Gestsson og Gísii á Hálsi. hefst kl. 8.00 að morgni laugar- dags með því að félagar úr Umf. Dyrhólaey leggja af stað frá Jökulsá á Sólheimasandi á 4 hjólum af Superia-gerð frá fyrirtækinu Hjól og vagnar. Síð- an munu hjólin 4 renna sem leið liggur gegnum Vestur-Skafta- fellssýslu allt austur á Kirkju- bæjarklaustur þar sem hjólin munu verða komin um kl. 18.00. Forráðamenn USVS vonast eftir almennri þátttöku fólks í Vestur-Skaftafellssýslu í hjóla- trimminu, sérstaklega í kringum Vík í Mýrdal og Kirkjubæjar- klaustur. Ungmennafélögin innan USVS munu sjá um að hjólin renni greiðlega gegnum sitt félags- svæði. Að kvöldi laugardags hefst síðan aðalhátíðin í Félags- heimilinu Kirkjuhvoli með svo- nefndri Sumarvöku sem sam- anstendur af skemmtiatriðum úr ýmsum áttum. Að lokinni Sumarvöku hefst síðan stór- dansleikur þar sem hljómsveitin Sólstöðubandið mun skemmta hátíðargestum. Einnig munu tvær hljómsveitir er eitt sinn gerðu garðinn frægan á Suðuf- landi troða upp og rifja upp gömul kynni. Þetta eru hljóm- sveitirnar Tópaz og Hálf sex. (Úr fréttatilkynningu). * Blað um Island gefið út í Bretlandi NÝVERIÐ kom út út i Bretlandi blað helgað tslandi og ber það heitið Áfangastaður tsland, Desti- nation Iceland. Það er breskt fyrirtæki á sviði ferðamála og ráðstefnuhalds, ICIS, sem stendur að útgáfunni. i nokkuri samvinnu við hérlenda aðila, m.a. Flugleiðir og Ferðamálaráð. Ritstjóri er Caroline Cooke. Blað- ið er mjög veglega úr garði gert, 56 síður að stærð, prýtt fjölda lit- mynda. Aðaltilgangurinn með út- gáfu blaðsins er að kynna ísland sem ráðstefnuland en auk þess eru í því greinar um hin ýmsu málefni. Magnús Magnússon skrifar um ts- land, Friðrik Ólafsson um skák á íslandi, Aðalsteinn Ingólfsson um menningu og Kjartan Lárusson um náttúru landsins. Auk þess er í blaðinu sagt frá forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, handritun- um, og gefnar almennar upplýs- ingar um sögufræga staði, lifnaðar- hætti og náttúru landsins. Patreksfjörður: Kvikmyndahúsið end- urbætt,af stað að nýju Patreksfirði, 15. júní. KVIKMYNDAIIÚSIÐ hér á staðn: um var formlega tekið í notkun á nýjan leik eftir miklar endurbæt- ur. Scgja má, að skipt hafi vcrið um nánast allt i gömlu Skjaldborg. Keyptir voru nýir stólar frá Bandaríkjunum eins og þeir sem Regnboginn í Reykjavík er með, en Finnur Fróðason arkitekt, sem hannaði breytinguna. Verktakar voru þeir Einar og Óli, Vélsmiðjan Logi og Jón Arason. Er það mál manna, að breytingin hafi tekizt mjög vel og eigi viðkom- andi aðilar þakkir skildar. Fram- kvæmdastjóri kvikmyndahússins er Brynjar Jakobsson. Stykkishólmur: Baldur byr jar sumarferðirnar 270 sæti eru í húsinu. Það var - Páll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.