Morgunblaðið - 16.06.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981
Philip C. Habib
Habib til
Sýrlands
Damaskus. Kairó. 15. júní. AP.
PHILIP C. Habib, sérstakur
sendiboAi Ronalds Reasan
Bandaríkjaforseta til Mið-
austurlanda. flaug frá Saudi-
-Arabíu til Sýrlands á mánu-
dag, daginn eftir að Menach-
em Begin, forsætisráðherra
ísrael, endurtók hótun sína
um að eyðileggja sýrlenskar
eldflaugar i Líhanon. Habib
átti að hitta Hafez Assad
Sýrlandsforseta á þriðjudag.
Begin sagði á kosningafundi
á sunnudag að ísraelsmenn
myndu „sjá um að flytja eld-
flaugarnar", sem eru sovézkar,
ef Bandaríkjamenn sæju ekki
um það. Hann sagðist ætla að
segja Habib hið sama á fundi
þeirra seinna í vikunni.
Sýrlensk blöð fullyrtu við
komu Habibs að Bandaríkin
styddu ísrael „með hljóðlátum
samningaviðræðum og mikilli
vopnaútbreiðslu". Þetta er
önnur ferð Habibs til Miðaust-
urlanda en ísraelsmenn gerðu
honum samningaviðræðurnar
erfiðari með sprengjuárás
sinni á kjarnorkuver íraka
fyrir viku.
Anwar Sadat Egyptalands-
forseti og Reagan undirstrik-
uðu hug sinn á friðarviðræðum
í skeytum hvor til annars um
helgina. Reagan sagði í skeyti
sínu að deilur ísraelsmanna og
Sýrlendinga gætu leitt til frek-
ari íhlutunar Sovétríkjanna í
Miðausturlöndum. Sadat sagði
í svarskeyti að Egyptar reyndu
sífellt að sannfæra ísraela um
friðarhug sinn á svæðinu.
Hann sagðist hafa beðið Begin
á fundi þeirra í Sinai á dögun-
um að gefa Bandaríkjamönn-
um góðan tíma til friðarum-
leitana.
Eldri sonur
Gandhi á þing
Nýju Delí, 15. júní. AP.
RAJIV Gandhi, sonur Indiru
Gandhi forsætisráðherra Ind-
lands, vann auðveldlega þingsæti
í kosningum sem haldnar voru i
Norður-Indlandi á mánudag.
Flokkur Gandhi hélt fjórum
þingsætum og bætti við sig hinu
fimmta í kosningunum.
Þetta eru fyrstu stjórnmála-
afskipti Rajivs en hann tók við
þingsæti yngri bróður síns sem
lést í flugslysi fyrir ári. Búist er
við að Rajiv, sem er 36 ára, verði
hægri hönd móður sinnar. Hann
var áður flugmaður.
Kosið var í 6 þingsæti og tóku
yfir 3 milljónir manna þátt í
kosningunum.
Óháðir ráða
stjórijarmynd-
un á Irlandi
Dýflinni. 15. júni. AP.
AÐ AFLOKNUM kosningum á írlandi er stjórnarmyndun nú
komin undir 6 óháðum stjórnmálamönnum og 2 föngum úr írska
lýðveldishernum i Norður-írlandi. Búist er við að bæði Charles
Haughey forsætisráðherra og Gerald Fitzgerald formaður stærsta
stjórnarandstöðuflokksins falist eftir stuðningi stjórnmálamann-
anna 6 áður en þing kemur saman eftir tvær vikur.
Fangarnir tveir, en annar kosningunum og hlutu samtals
þeirra hefur verið í hungurverk- 10% atkvæða. Haughey viður-
falli í 26 daga, munu ekki taka
sæti á þingi, þannig að stjórnin
þarf á stuðningi 83 í stað 84 að
halda til að hafa starfhæfan meiri
hluta á þingi.
Niðurstöður kosninganna á
fimmtudag urðu þær að Fianna
Fail, flokkur Haugheys, hlaut 78
sæti en Fine Gael, flokkur Fitz-
geralds, hlaut 65 sæti. Verka-
mannaflokkurinn hlaut 15 sæti, en
formaður hans, Frank Cluskey,
náði ekki endurkjöri. Fianna Fail-
-flokkurinn hefur verið í stjórn í
39 ár síðustu 49 árin. Fyrir
kosningarnar hafði flokkurinn 17
sæta meirihluta á þingi. Efna-
hagsmál voru helsta baráttumál
kosninganna.
Þrír óháðu stjórnmálamann-
anna eru sagðir hrifnir af hug-
mynd um samsteypustjórn Fine
Gael og Verkamannaflokksins, en
hinir þrír þykja líklegir til að taka
höndum saman og styðja Haugh-
ey-
Fangarnir tveir sem náðu kjöri
voru meðal níu hryðjuverka-
manna sem buðu sig fram í
kenndi eftir kosningaúrslitin að
hryðjuverkamenn hefðu hlotið
meira fylgi en hann hafði búist við
og sagði að hann yrði undir
þrýstingi frá írska lýðveldishern-
um ef honum tækist að mynda
nýja ríkisstjórn.
Mikið óveður í
Bandaríkjunum
New York.
HUNDRUÐ manna misstu
heimili sin og 14 létust i
óveðri sem geisaði i miðríkj-
um Bandaríkjanna um helg-
ina. Óskaplegar rigningar
urðu i Texas og haglél buldi i
Nebraska.
Lögreglan handtekur mann eftir athurðinn nálægt BuckinghamhöII á
sunnudaginn þegar skotið var púðurskotum að Elísabetu drottningu
þegar hún fylgdist með hersýningu á hestbaki.
í varðhald fyrir að
hræða drottningu
London. 15. júní. AP.
MARCUS SIMON Sarjeant sem skaut púðurskotum að Bretadrottn-
ingu á laugardag hefur verið dæmdur i varðhald þangað til dómstólar
taka mál hans fyrir 24. júni nk. Sarjeant var ákærður um landráð
samkvæmt 2. grein laga frá 1842. Konungsfjölskyldan hélt sínu striki
í dag eins og ekkert hefði i skorist.
Sarjeant, sem er 17 ára, sagði
ekkert fyrir dómnum. Hann er frá
þorpinu Kent nærri Folkstone og
gekk í flugherskóla. Hann var góð
skytta í skóla en fór gjarnan
einförum.
Hann getur átt yfir höfði sér
allt að 7 ára fangelsisvist. Ungur
maður og kona voru síðast dæmd
samkvæmt annarri grein laga um
landráð árið 1966 fyrir að henda
múrsteini og flösku í bíl drottn-
ingar þegar hún fór um Belfast á
Norður-Irlandi.
Hitabylgja í Portúgal
Mikill kosningasigur
franskra sósíalista
Kommúnistar eiga á hættu að tapa helmingi þingsæta
Lissabon. 15. júní. — AP.
IIEITT loft frá Sahara-eyðimörk-
inni hefur orsakað mikla hita-
bylgju í Portúgal. Sl. sunnudag
mældist hitinn i Lissabon 43 gráður
á Celcius og hefur ekki mælst þar
hærri hiti i 125 ár. í dag var aöeins
farið að draga úr hitanum og var
36 gráðu hiti í höfuðborginni.
Um landið allt var hitinn 30—40
gráður í gær og fólk þyrptist á
baðstrertdur og í sundlaugar lands-
ir.s. Um 10 manns drukknuðu er þeir
reyndu að flýja hitann.
Sovéskir hermenn felldir
Nýju Delhí.
AFGANSKIR stjórnarand-
stæðingar hafa undanfarið fellt
um 200 sovéska og afganska
hermenn úr launsátrum viða um
Afganistan. Stjórnarandstæð-
ingarnir létu til skarar skriða
þegar ár var liðið frá aftöku
uppreisnarleiðtogans Abdul
Majid Kalakani, sem var hand-
tekinn i Kahúl i febrúar 1980.
Paris. 15. júnl. AP.
FYRRI UMFERÐ frönsku þingkosninganna fór fram í
gær og eru úrslitin mikill sigur fyrir sósíalista, sem
fengu 37,51% atkvæða, en samtals fengu vinstrimenn
rúm 55%. Hægrimenn fengu atkvæði 42% kjósenda.
Þrátt fyrir vinstrisigur eru það kommúnistar, sem
sárast eiga um að binda eftir kosningarnar, og svo kann
að fara, að sósíalistar verði ekki upp á stuðning þeirra
komnir eftir síðari umferðina, sem fram fer nk.
sunnudag.
Ýmsar tölvuspár gera ráð fyrir
því, að eftir síðari umferðina muni
Sósíalistaflokkurinn og banda-
menn hans í Róttæka flokknum
ráða 242—290 sætum á franska
þinginu, sem skipað er 491 manni,
og þurfi því ekki að leita til
ur kommúnista um ráðherraemb-
ætti í væntanlegri stjórn.
Kosningaþátttakan nú var rúm
70%, sem er sú minnsta síðan
1962, og er helsta von hægrimanna
við það bundin, að hún verði meiri
í seinni umferðinni, enda telja
þeir, að það hafi verið þeirra fólk,
sem heima sat.
kommúnista um stuðning. Komm-
únistar eiga nú á hættu að tapa
helmingi þingsæta sinna og hefur
þeim ekki vegnað verr í fjörutíu
ár.
Áætlanir Breta um
á Sovétríkin
arasir
London. 15. júní. AP.
BRESKAR áætlanir um sýkla-
hcríerð og kjarnorkuárásir á
Sovétríkin skömmu eftir seinni
heimsstyrjöldina hafa fundist i
gömlum opinherum skjölum
samkvæmt frétt í daghlaöinu
Times í dag. í tækniskjölum frá
því í júlí 1946 er listi yfir
rússneskar borgir með yfir 100
þús. ibúum og innan sprengju-
færis frá herstöðvum Breta i
Englandi, Indlandi og á eyjunni
Kýpur.
Nefnd sem Sir Henry Tizard,
vísindamaður og stjórnar-
ráðgjafi, átti forsæti í, útbjó
skýrsluna og afhenti yfirher-
stjórninni 1946. 58 sovéskar
borgir eru nefndar í skýrslunni
en 77,5% allra íbúa Sovétríkj-
anna í þéttbýli bjuggu í þeim á
þessum tíma. I skýrslunni sagði:
„Eyðileggingarkraftur vopn-
anna, sem geta verið framleidd
með tiltölulega lítilli fyrirhöfn,
bendir til þess að best verði að
beita þeim á þéttbýlissvæðum.
Við getum hins vegar ekki úti-
lokað þann möguleika að þeim
verði beitt gegn herskipum og
herstöðvum ef svo ber undir."
Gaullistum er spáð 80—90 sæt-
um á þingi eftir síðari umferð en
höfðu áður 155 og Miðflokkasam-
bandinu, flokki Giscard d’Estaing,
er spáð 50—60. Það hafði áður 119
þingsæti. Eftir að úrslitin í fyrri
umferðinni voru ljós, skoraði
Jacques Chirac, leiðtogi gaullista
og helsti frammámaður hægri-
manna, á alla Frakka, sem and-
stæðir væru skoðunum sósíalista
og kommúnista, að láta til sín
taka í seinni umferðinni og sam-
einast um að koma í veg fyrir
sigur vinstrimanna.
Georges Marchais, leiðtogi
kommúnista, lagði eftir fyrri um-
ferðina áherslu á ósigur hægri-
manna og huggaði sig við, að
flokkur hans hefði nú fengið
einum af hundraði atkvæða meira
en í forsetakosningunum. Enn-
fremur endurtók hann fyrri kröf-
Ölögleg
vopnasala
WashinKton, 15. júní. AP.
VÆNTANLEGUR sendiherra
Ronald Reagans forseta i
Austurríki, Theodore E.
Cummings, sagði f dag á fundi
utanríkisnefndar öldunga-
deildarinnar, að Bandarikju-
stjórn fylgdist með fram-
leiðslu i Austurríki á bandu-
rískum hergagnategundum
vegna frétta um að rifflar
hefðu verið sendir þaðan i
fyrra til Pakistan og ef til vill
til hryðjuverkahópa i Mið-
austurlöndum.
Samkvæmt blaðafréttum
fóru sumir rifflarnir til Frels-
issamtaka Palestínu (PLO), en
það hefur ekki fengizt staðfest
í rannsókn bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins á málinu.
Austurríkismenn framleiða að-
eins riffla og önnur lítil her-
gögn og litla herbíla sam-
kvæmt bandarískum leyfum.