Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 39 Minning: Ólafur Guðmunds- son birgðavörður Fæddur 27. mars 1923. Dáinn 6. júní 1981. I dag er kvaddur hinstu kveðju Ólafur Guðmundsson, Laugateigi 12, hér í borg, en hann varð bráðkvaddur 6. þ.m. aðeins 58 ára að aldri. Ólafur var fæddur í Reykjavík 27. mars 1923, sonur hjónanna Jónu Ólafsdóttur og Guðmundar Jónssonar, sjómanns, bæði ættuð úr Kjós. Hún frá Vindási og hann frá Þrándarstöðum, en þau eru bæði látin. Ólafur var elstur fjögurra sona þeirra hjóna, Jónu og Guðmundar, en Guðmundur átti tvær dætur af fyrra hjónabandi, sem báðar eru á lífi. Bræður hans eru: Jón, húsa- smiður, kvæntur Ágústu Þor- steinsdóttur, búsettur í Kópavogi, Helgi, verkstjóri, kvæntur Katr- ínu Gunnarsdóttur, búsettur í Reykjavík, og Ellert, kennari, bú- settur í Reykjavík. Hálfsystur Ólafs eru Ásta, gift Ólafi Guð- mundssyni, og Dagný, ekkja eftir Elof Wessmann, sem lést á sl. ári. Ólafur kvæntist systur minni, Björgu Magnúsdóttur, frá Ný- lendu í Miðneshreppi, þann 27. mars 1945, en hún lést 10. júlí á sl. ári, einnig 58 ára að aldri, og eru því aðeins um 11 mánuðir milli fráfalls þeirra hjóna. Þau Björg og Ólafur eignuðust 7 börn, en þau eru: Gunnar Steingrímur, bygg- ingaverkfræðingur, kvæntur Ingu Dagnýu Malmberg, bankam., Elín Jóna, gift Magnúsi R. Magnússyni, verzlunarmanni, Þórdís Hrefna, jarðfræðingur, Magnús Hákon, arkitekt, Ragnhildur, gift Bjarna 0. Guðmundssyni, véltækni, Örn, stoðtækjatæknir, og Sólveig, menntaskólanemi, sem ein var eftir í föðurhúsum. Barnabörnin eru 9 talsins. Ólafur og Björg bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af að Laugateigi 12. Eins og áður segir fæddist Ólafur og ólst upp hér í Reykjavík, lengst af með móður sinni og bræðrum, en foreldrar hans slitu samvistum þegar þeir bræður voru ungir að árum. Ólafur byrj- aði snemma að vinna og vann fyrstu árin sem vélamaður og bifreiðarstjóri allt þar til hann réðist til Strætisvagna Reykjavík- ur, en þar vann hann um 3ja áratuga skeið, allt til dánardæg- urs. Ég mun ekki rekja starfsferil hans þar, en það munu aðrir gera sem kunnugri eru á þeim vett- vangi. Ólafur var greindur vel og mikill mannkostamaður. Á hans uppvaxtarárum gáfust almennt ekki tækifæri til langskólanáms fyrir þá sem bjuggu við takmörk- uð efni. Hinsvegar var öllum ljóst, sem þekktu Ólaf heitinn náið, að hann hafði mikla hæfileika á þeim sviðum sem snertu hans starfs- svið, sem voru fyrst og fremst allt sem að bifreiðum laut. Einn var sá eðliskostur sem Ólafur átti í ríkum mæli, að hann var tölu- glöggur með afbrigðum og kom það sér oft vel í hans starfi. Þau hjónin Björg og Ólafur voru samhent í því að koma sínum stóra barnahópi til mennta og lögðu sig öll fram til þess að svo gæti orðið, enda hafa börnin sýnt það að þau voru traustsins verð. Það er skammt stórra högga á milli þegar báðir foreldrar falla frá á einu ári, og láta eftir sig stóran barnahóp, enda þótt mörg þeirra séu uppkomin og hafi stofnað sín eigin heimili. I gömlum orðskviðum segir: — Þá skal manninn marka er mest liggur á —. Hjálpsemi Ólafs heitins var við brugðið. Fyrir utan skyldurækni á vinnustað, sem var einstök, var hann ætíð reiðubúinn til þess að leysa hvers manns vanda, væri það honum nokkur kostur. Þeir munu verða margir í dag, sem hugsa til þess með djúpum trega að sjá á bak slíkum manni sem Ólafur Guðmundsson var. Við sem höfum átt því láni að fagna að hafa átt samfylgd með mínum kæra mági, um langt árabil, þökkum honum af heilum huga tryggð hans og ræktarsemi, sem var ríkur þáttur í fari Ólafs. Blessuð sé minning hans. Börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öðru venslafólki vottum ég og fjöl- skylda mín dýpstu samúð. Gunnar R. Magnússon Gamall vinur og samstarfsmað- ur er horfinn sjónum okkar. Ólaf- ur Guðmundsson, birgðavörður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, lést með sviplegum hætti laugar- daginn 6. þ.m. Ölafur hóf störf hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur á árinu 1949, fyrst sem birgðabókari og aðstoð- armaður birgðavarðar en síðan sem birgðavörður í aldarfjórðung. Störf birgðavarðar í þessari borgarstofnun eru í senn viðamik- il og vandasöm. Ýmsa erfiðleika þurfti að yfirstíga varðandi að- búnað og aðdrætti. Það voru ekki tölvur eða tæki, sem sáu um að nauðsynlegir hlutir væru til og á sínum stað. I öllu sýndi Ólafur útsjónarsemi og hagsýni og færði allt til betri vegar, enda sparaði hann sér aldrei ómak við að gera sem hagkvæmust innkaup og var öll ráðstöfun hans á opinberum fjármunum til mikillar fyrir- myndar. Gefur því auga leið, að slík vinnubrögð spönnuðu bæði spor og fjármuni. Allt fram til ársins 1971, að flutt var í ný húsakynni fyrir verkstæði og birgðastöð, voru að- staða og aðbúnaður í lágmarki. Við þær aðstæður vann Ólafur lengst af. Sýndi hann þá svo ekki var um villst þá meðfæddu eigin- leika að laga sig að aðstæðum eins og þær voru hverju sinni án þess að kvarta. Árið 1970 brann birgða- stöð stofnunarinnar ásamt aðal- viðgerðarverkstæði. Þar brunnu varahlutir og efnisbirgðir ásamt spjaldskrá og öðrum gögnum. Við þessar aðstæður ríkti neyð- arástand. Þá sem oftar lagði Ólafur dag við nótt við skjóta útvegun nauðsynlegustu hluta til viðhalds vagnaflotanum. Mikið var í húfi svo ekki ræki nauðir til að skerða þjónustu við farþega. Með einstakri eljusemi, glögg- skyggni og skipulagningu tókst Ólafi að leysa vandann svo vel að unnt reyndist að halda uppi óskertri þjónustu við farþega. Þetta afrek hans líður okkur nánustu samstarfsmönnum hans seint úr minni. í fáum orðum sagt var Ólafur vakinn og sofinn yfir starfi sínu, bar virðingu fyrir því og var reiðubúinn að sinna því hvenær sem var þótt utan reglubundins vinnutíma væri. Starfsdagur Ólafs hjá SVR var orðinn lángur, eða 33 ár. Ekki fer hjá því, að í löngu samstarfi bindist sérstök vináttubönd. Fé- lagslyndi hans, hjálpsemi og létt en einörð skaphöfn, voru meðal þeirra eðlisþátta hans sem reynd- ust hornsteinar að löngu og ánægjulegu samstarfi. Við minnumst Ólafs með virð- ingu og hlýhug þegar hann nú hverfur okkur sjónum að sinni. Þökkum honum samferðina og biðjum honum blessunar á Guðs vegum. Börnunum sjö, tengdabörnum og barnabörnum vottum við sam- úð okkar á sorgarstund. Eirikur Ásgeirsson Ilaraldur Þórðarson Ég undirritaður get ekki látið hjá líða að minnast Ólafs Guð- mundssonar birgðavarðar SVR með nokkrum orðum, svo mikið fékk það á mig er mér var tilkynnt um hið sviplega fráfall hans. Við Óli kynntumst fyrir um tuttugu árum, ég að hefja störf hjá SVK, hann gamalreyndur í varahluta- útvegun hjá SVR. Það fer ekki hjá því að í rekstri slíkra fyrirtækja er bæði gagnlegt og nauðsynlegt að hafa samvinnu á sem flestum sviðum. I strætisvagnarekstri er nóg af vandræðum, varahlutaleysi og þess háttar og þarf þá gjarnan að hafa ráð undir rifi hverju við útvegun þeirra, fáir vissu þetta betur en hann Óli hjá Strætó. Við hjá SVK áttum því láni að fagna að geta leitað til hans hvort sem var nótt eða dag og var hann boðinn og búinn að hjálpa okkur og höfum við átt mjög gott samstarf við hann og hans sam- starfsmenn á sviði gagnkvæmra varahlutaskipta gegnum árin. Að mínu áliti var Ólafur réttur mað- ur á réttum stað, hann átti einstaklega gott með að muna númer og nöfn á varahlutum og er það ekki lítið atriði í uppbyggingu og rekstri á stórum varahlutalag- er, eins og er hjá SVR. Um leið og ég þakka Ólafi fyrir greiðvikni og góðvild í okkar samstarfi votta ég börnum hans og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Lengi lifi minning góðs manns. Karl Árnason Boðsbréf Hinn 30. júní n.k. veröur biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, sjötugur. í tilefni þess hefur Prestafélag íslands haft forgöngu um útgáfu bókar sem geymir úrval af ræöum hans og ritgeröum. Áskriftarkjör Bókin mun aöeins fást í áskrift og veröur verö hennar meö söluskatti kr. 296.40. Meöfylgjandi er áskriftarmiöi sem væntanlegir kaupendur eru beönir aö fylla út og senda til Prestafélagsins fyrir 1. júlí n.k. í pósthólf nr. 1208, Reykjavík. TABULA GRATULAT0RIA Nöfn áskrifenda veröa skráö fremst í bókina. Áskriftarmiði: Ég undirrit. . . óska hér meö eftir að fá senda í póstkröfu, samkvæmt tilboöi Prestafélags íslands, bók þá er félagiö hefur forgöngu um aö gefa út í tilefni sjötugsafmælis herra Sigurbjörns Einarssonar biskups: (NAFN) (HEIMILISFANG OG PÓSTNÚMER) EINTAK/EINTÖK Ef þér óskiö eftir fleiru en einu eintaki, þá vinsamlegast setjiö viöeigandi töluofan viö oröin EINTAK/EINTÖK. F.h. Prestafélags íslands Guömundur Óskar Ólafsson form. Sigfinnur Þorleifsson ritari. + Útför sonar okkar og bróöur, JÓHANNS KRISTJANS BRIEM, Gyöufelli 6, Reykjavík, sem lést af slysförum 27. maí sl. fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18. júní kl. 16.30. Þeir, sem vilja minnast hins látna láti björgunarsveitir njóta þess. Sigríöur Sigtryggsdóttir Briem, Steindór Briem, og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.