Morgunblaðið - 16.06.1981, Page 48

Morgunblaðið - 16.06.1981, Page 48
Síminn á afgreiösiunni er 83033 jM$r0tn#Int>it> Simi á rítstjóm og skrífstofu: 10100 'N ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 .FjárfestinKarfélaK Íslands hf. hefur í samstarfi við ofluKan erlend- an aðila. Wyerhaeuser Co. i Seattle 1 Kandarikjunum. sýnt áhuKa á þvi að hefja hafheit á laxi i stórum stíl frá Straumsvík." saKði ÁKÚst FlyKenr- inK framkvæmdastjóri á ráðstefnu um atvinnumál á hOfuðhurKarsvæð- inu. sem haldin var á lauKardaK- Sagði Ágúst, að að áliti innlendra og erlendra aðila byði svæðið við Straumsvík upp á þau skilyrði sem fyrir hendi þyrftu að vera, í ríkum mæli, ef fara ætti út í hafbeit í stórrekstrarformi eins og þekkist á Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku. „Nægilegt er af fersku, ómenguðu, köldu vatni undir hrauninu austur af Straumsvík, skammt er í aöalæðar á heitu vatni Hitaveitu Reykjavíkur, sem myndi sjá hafbeitarstöð fyrir nægu heitu vatni,“ sagði Ágúst. Þá sagði hann, að stutt væri í afskipun- arsvæði, þar sem hinn slátraði fisk- ur yrði frystur í hraðfrystihúsum í Sláttur hófst í gærmorgun SLÁTTUR hófst í gærmorgun á hænum Fit í Vestur-Eyjafjalla- hreppi i Rangárvallasýslu og voru slegnir 3—4 hektarar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á Fit í gær var hér um nýrækt að ræða og hafði orðið að slá hana vegna þess að grasið hafði lagst af roki. Hins vegar væri sláttur ekki almennt hafinn, en væntanlega myndi hann hefjast eftir um það bil hálfan mánuð. Lítið sem ekkert kal er í túnum á Fit og ástandið almennt gott þar í kring og sprettan sæmileg. Ástæðan fyrir slætti svo snemma er sú að á nýræktina var borið óvenju snemma og hún því hæf til sláttar fyrr en ella. Búist við 1500—2000 tonna afla á ári Hafnarfirði eða fluttur isaöur á ■narkað í Evrópu eða Norður-Amer- íku. Fjárfestingarfélagið hefði tryggt sér land við Straumsvík, allt annað en það sem Hafnarfjörður réði yfir, en leitað hefði verið eftir því við bæjaryfirvöld að fá leigt svæði og stæði aðeins á svari af hálfu bæjar- yfirvalda til þess að Fjárfestingarfé- lagið og hinn erlendi aðili gætu gengið frá formlegri stofnun sam- eiginlegs framkvæmdafélags og þar með hafið nauðsynlegt uppbygg- ingarstarf. Kvað Ágúst, að samkvæmt hug- myndum sem fyrir lægju um fjár- festingar- og seiðafjöida sem sleppt yrði, að fenginni jákvæðri reynslu, yrði um stórrekstur að ræða sem valda myndi straumhvörfum á þessu sviði. Um væri að ræða tugi milljóna fjárfestingu í uppeldisstöðvum og seiðum. I áætlun væri m.a. gert ráð fyrir, að þegar uppbyggingin hefði Samningar tókust milli Bayern og Standard: Bayern keypti Ásgeir á 4,6 milljónir króna Metupphæð í belgísku knattspyrnunni VESTUR-bÝZKA meistaraiiðið Bayern Miinchen samþykkti i Kirrmorgun að greiða það verð, sem Standard Liege hafði sett upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson. bar með lauk margra daga samn- ingaþofi fclaganna. sem sett hafði félaKaskiptin i hættu. Um- samið verð er 1,5 milljónir þýzkra marka. jafnvirði 4,6 millj- óna íslenzkra króna eða nær hálfur milljarður gamalla króna. Er þetta hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir knattspyrnu- mann í Belgfu og eitt ha-sta verð, sem vestur-þýzkt knattspyrnulið hcfur þurft að greiða fyrir leik- fnann. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þessi úrslit mála og hlakka mikið tii að leika með Bayern Múnchen," sagði Ásgeir í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en hann kom til íslands í gær ásamt unnustu sinni, Ástu Guðmundsdóttur. Ekki verður viðdvölin hér löng, þau halda til Þýzkalands á fimmtu- daginn þar sem þau munu dvelja á hóteli í Ölpunum og mun Ásgeir verða þar undir eftirliti færustu lækna vegna meiðslanna, sem hann hlaut nýlega. Æfingar hjá Bayern hefjast 6. júlí. Eins og fyrr segir hafa samn- ingaviðræður gengið skrykkjótt, einkum vegna óbilgirni Petit, framkvæmdastjóra Standard. Hann hefur haidið Ásgeiri í mjög háu verði og oft hækkað verðið. Síðast hækkaði hann verðið á Ásgeiri sama daginn og hann meiddist! En hinn ungi fram- kvæmdastjóri Bayern, Hoeness, vildi alls ekki sleppa Ásgeiri og eftir að stjórn Bayern hafði haldið fund um málið á sunnudaginn féllst hann á að greiða það verð, sem Petit setti upp. Bayern greiðir 1,2 milljónir marka í peningum og íslendingur stunginn til bana í Svíþjóð ÍSLENZKUR maður, Ingvar borgeirsson, var stunginn til bana með hnífi í íbúð í Orgryte- hverfinu í miðborg Gautaborg- ar í Svíþjóð sl. miðvikudag. Tildrögin voru þau, að Ingvar hitti tvær konur í grasgarði í miðborg Gautaborgar. Haldið var í íbúð annarrar þeirra þar sem vín var haft um hönd og hófust þar fljótlega deilur milli kvennanna um veskið, sem önnur þeirra missti. Hugðist Ingvar ganga milli kvennanna og róa þær niður, en það skipti engum togum, að hann fékk hnífsstungu og lézt sam- stundis. Báðar konurnar eru í gæzlu- varðhaldi og hafa verið ákærðar fyrir morð. Ingvar Þorgeirsson var 30 ára að aldri. Noregur: Islendinga leitað vegna peningasvindls NORSKA lógreglan leitar nú tveggja íslendinga, sem íjár- magnað hafa ferðaíög sín um Noreg að undanförnu með því að skipta gömlum islenzkum seðlum á hótelum vítt og breitt. Mennirnir hafa komið á hótelin eftir að venjulegir bankar hafa lokað og borið því við að þeir væru peningalitlir. Þeir hafa síðan fengið jafn- virði nýkróna fyrir gömlu seðlana. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eru mennirnir liðlega 30 ára gamlir og tala mjög góða ensku. „Lopapeysulambu Lambið i lopaskrúða, peysu og lambhúshettu, i fjárhúsunum að Ilrossaholti. Móðirin, Mótbotna, sem er i eigu Herdisar Jónsdóttur húsfreyju, stendur hjá afkvæmi sínu. Mbi. RAX. Ásgeir og Ásta Guðmundsdóttir, unnusta hans, á heimili foreldra hennar. Ljósm. Mbt: Kristján leikur auk þess þrjá leiki í Liege, einn í haust og tvo næsta vor. Ásgeir sagði að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með framkomu framkvæmdastjóra Standard. „Ég hef veitt félaginu átta ára dygga þjónustu, leikið 400 leiki og skorað 130—140 mörk. Ég taldi að ég hefði átt betra skilið," sagði Ásgeir. Til að gefa lesendum hugmynd um í hve miklu áliti Ásgeir er sem knattspyrnumaður má gera sam- anburð á kaupverði hans og tveggja félaga hans, sem seldir voru frá Standard Liege nýlega. Belgíski landsliðsmaðurinn Renquin var seldur til Anderlecht fyrir 15 milljónir belgískra franka og sænski landsliðsmaðurinn Edström til Monaco fyrir 5—6 milljónir franka. Kaupverð Ás- geirs er hinsvegar jafnvirði 26 milljóna belgískra franka. Bayern Múnchen, sem Ásgeir gengur til liðs við, er eitt frægasta knatt- spyrnufélag heimsins, margfaldur Evrópumeistari og sömuleiðis margfaldur Þýzkalandsmeistari, m.a. tvö síðustu árin. Hugmyndir um hafbeit í stórum stil frá Straumsvik: „Trúlega hefur lambið fengið hita. en það er þekkt fyrirbrigði, að nýborin lömb felli ullarhárin fái þau hita. og fullorðnar ær gera slíkt hið sama. Kalt var I veðri nóttina eftir lamhsburðinn, og króknaði til dæmis eitt úr kulda." sagði llerdís Jónsdóttir, húsfreyja á llrossholti 1 Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu. cn þar á ha' er lamhhrútur, sem felldi alla ull skommu eftir burð. Lambið er þó hið sprækasta, og eru vonir bundnar við að ullar- hárið vaxi á ný eftir nokkrar vikur. Herdís sagði, að kæmu hárin aftur, yrðu þau slétt, eins og á fullorðinni á. Lambið hefur verið haft í húsi, og verður svo fyrst um sinn, einnig móðirin, Móbotna, en til þess að hún þekkist lambið verður að klæða það í sérstakar iopaflíkur, sem húsfreyjan hefur útbúið. Skipt er um lopaflíkurnar á nokkurra daga fresti. Smári ólafsson, sonur ólafs i Hrossholti, heldur hér á „lopapeysu- lamhinu", sem fært hefur verið úr skjólklæðunum. Eins og sjá má eru engin ullarhár á búk lambsins, og skinnið er mjög hrukkótt. 10 milljón laxaseiðum sleppt ár- lega, - tugir milljóna í fjárfestingu náð ákveðnu stigi, yrði árlega sleppt um 10 milljónum laxaseiða og miðað við 5—7% skil á þeim úr sjó, yrði um 500—700.000 laxa að ræða sem kæmu til slátrunar. Miöað við 3 kg meðalþunga laxsins væri um 1500— 2000 tonna afla að ræða. Ágúst sagði, að bandaríska fyrir- tækið Wyerhaeuser Co. hefði yfir þekkingu og reynslu að ráða á þessu sviði og væri það mjög fjársterkt og ef hugmyndir þessar kæmust í framkvæmd, yrði um nýjan stefnu- markandi stórrekstur að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.