Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
17
Rúnar Maunússon 1. stýrimaður og íslrifur Björnsson á Guðmundi RE.
Loðnuvertíðin hefst á miðnætti
Jón Ingibcrgsson og Jón Magnússon á Ljósvíkingi.
stemmningunni frá því sem hún
var.
Jón Ingibergsson annar vél-
stjóri á Ljósvíkingi frá Reykja-
vík, var að setja glussaleiðslu á
tjakkinn er blaðamaður hitti
hann að máli. Sagðist hann halda
að þeir færu út þá um kvöldið,
eins og flestir bátar frá Reykja-
vík. Hann var ánægðu með að
fara út á loðnu og sagði loðnu-
veiðar langskemmtilegasta veiði-
skapinn. Menn tækju inn mikinn
afla á stuttum tíma.
„Það er búið að gera allt klárt,"
sögðu þeir Rúnar Magnússon og
Isleifur Björnsson á Guðmundi
RE en það er 950 tonna bátur.
„Við erum bara að bíða eftir nýju
Astac-tæki og lagfæringu á tal-
stöðinni og svo brunum við út.“
Sögðu þeir að Guðmundur RE
hefði aðeins verið á loðnu í fimm
vikur á þessu ári. Árskvótinn
13300 tonn og sögðu þeir að ef
þeir næðu kvótanum á tveimur til
þremur mánuðum, sem væri
mjög líklegt, þá færu þeir ekkert
út aftur fyrr en á sama tíma að
ári.
Guðmar Guðmundsson vélstjóri á Pétri Jónssyni var að skipta um
kefli á kraftblökkinni.
Matarbirgðir teknar um borð í Ljósviking.
LOÐNUVERTlÐIN heíst á mið-
nætti í kvöld og þá munu ís-
lensku skipin kasta út nótinni á
Jan Mayen-miðunum. Þegar
blaðamaður og ljósmyndari Mbl.
komu niður á Granda á föstu-
daginn voru sjómenn i óða önn
að búa skipin sin undir slaginn.
Við tókum nokkra þeirra tali og
fyrstur varð á vegi okkar Guð-
mar Guðmundsson vélstjóri á
Pétri Jónssyni. Hann var að
skipta um kefli á kraftblokkinni
en hún dregur nótina um borð.
Sagði Guðmar að þeir færu út
klukkan 11 um kvöldið. Sagði
hann að þeir hefðu klárað síðasta
loðnukvótann seinnipartinn í
janúar en nú væru þeir sem sagt
að fara út aftur og voru mikið
ánægðir með það. Annars sagði
Guðmar að stemmningin í kring-
um loðnuvertíðina hefði minnkað
mikið síðan kvótinn var settur á
loðnuna. „Það var geysifjörugt og
skemmtilegt hér áður,“ sagði
hann. „Þá var rokið inn og rokið
út og menn flýttu sér ógurlega.
Nú hefur kappið minnkað í þessu
að mun.“ Sagðist hann hafa verið
á hverri einustu loðnuvertíð frá
’74 og væri mikill munur á
Nótin tekin úr geymslu.
Ljósmynd Mbl. Guðjón.
þessa máls er náttúrlega öivun við
akstur, sem virtist all almenn um
síðustu helgi. Það er umhugsunar-
efni, hvort ekki á að beita harðari
viðurlögum gegn ölvun við akstur.
Það er auðvitað hrein glæpa-
mennska að setjast undir stýri
undir áhrifum áfengis enda hafa
afleiðingar þess orðið slíkar að
ekki verða aftur teknar.
Andstæður þessa þáttar í úti-
vist fólks um verzlunarmanna-
helgina er viðleitni bindind-
ismanna til þess að efna til
áfengislausra skemmtana um
þessa helgi. Þessi viðleitni er
virðingarverð og hana ber að meta
og ólíkt meira öryggi í því fyrir
foreldra að vita af unglingum
undir handarjaðri þeirra en ann-
ars staðar, þar sem ekki hefur
tekizt að uppræta áfengisneyzlu
að nokkru marki þrátt fyrir góðan
vilja.
Úm verzlunarmannahelgina á
dögunum lauk landsmóti skáta,
sem staðið hafði vikuna áður við
Akureyri. Þar mátti sjá stóran
hóp ungs fólks, sem stundaði
heilbrigt líf og naut hollrar úti-
veru. Skátahreyfingin er merki-
legur félagskapur, sem getur lagt
mikið af mörkum til þess að stuðla
að heilbrigðu líferni æskufólks í
landinu. Framlag skátahreyf-
ingarinnar og íþróttafélaganna er
raunar ómetanlegt í þeim efnum.
En um leið er nauðsynlegt, að
forráðamenn þessara félagsmála-
hreyfinga geri sér fulla grein fyrir
því hve mikil ábyrgð er á þá lögð.
Foreldrar bera traust til þeirra og
treysta því og trúa að börn og
unglingar séu í góðum höndum í
starfi í þessum félögum. Það þarf
mikið til að standa undir því
trausti og ekki má mikið út af
bregða til þess að það tapist. Bæði
íþróttafélög og skátafélög þurfa
að leggja ríka áherzlu á það við
leiðbeinendur og foringja hve áb-
yrgð þeirra er mikil og varast að
leggja of mikla ábyrgð og ákvarð-
anir á herðar of ungs fólks, sem
hefur ekki öðlast þá lífsreynslu og
þann þroska, sem þarf til að taka
réttar ákvarðanir á stundum.
Bjart fram-
undan, en ...
Ekki verður annað sagt, en að í
öllum meginefnum sé bjart fram-
undan í þjóðlífi okkar. Á örfáum
árum hefur þorskafli landsmanna
tvöfaldast. Það er árangur út-
færslunnar í 200 mílur haustið
1975. Verðlag á afurðum okkar
erlendis, hvort sem um er að ræða
saltfisk, skreið, frystan fisk eða
ullarvörur er hátt og markaðsað-
staða okkar sterk. Þróunin á
alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum
hefur verið okkur hagstæð á þessu
ári. Útflutningurinn hefur orðið
verðmeiri vegna sterkrar stöðu
Bandaríkjadals og verðlag á inn-
flutningi hagstæðara vegna veikr-
ar stööu Evrópugjaldmiðla. Allt
hefur þetta átt ríkan þátt í því að
staðan í efnahagsmálum okkar
hefur batnað.
Jafnframt stöndum við nú við
upphaf nýrra átaka í atvinnumál-
um okkar með nýtingu fallvatn-
anna. Nú er ekki lengur ágreining-
ur um að hefjast þurfi handa um
byggingu þriggja nýrra stórvirkj-
ana og ekki er heldur ágreiningur
um að því þarf að fylgja nýtt átak
í uppbyggingu orkufreks iðnaðar.
Á þessum sviðum má búast við
miklum framkvæmdum fram til
næstu aldamóta, sem auka munu á
velmegun þjóðarinnar. Þess vegna
má segja að stefni í rétta átt á
flestum sviðum islenzks þjóðlífs.
Að einu leyti ber þó skugga á, en
það er á vettvangi stjórnmálanna.
Þar er ekki jafn bjart framundan
og annars staðar. Myndun núver-
andi ríkisstjórnar hefur eitrað
andrúmsloftið í íslenzkum stjórn-
málum. Löngu eftir að þessi ríkis-
stjórn hefur farið frá mun
áhrifanna af myndun hennar gæta
í samskiptum manna í stjórnmál-
um.
Kjarni málsins í sambandi við
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens
er ekki sá hvort eða hvaða árangri
hún nær í efnahagsmálum eða á
öðrum sviðum þjóðfélagsmála.
Kjarni málsins er heldur ekki sá
hvort forsætisráðherrann er per-
sónulega vinsæll meðal almenn-
ings þessa stundina eða ekki. Það
sem eftir stendur er einfaldlega
það að myndun ríkisstjórnarinnar
hefur opnað svo djúpt sár í
sterkustu þjóðmálahreyfingu
Iandsmanna, Sjálfstæðisflokkn-
um, að það mun taka mörg ár að
græða þau sár. Stjórnarmyndunin
hefur eitrað andrúmsloftið meðal
stjórnmálamanna, hún hefur ýtt
undir grunsemdir og tortryggni og
stuðlað að bræðravígum, tog-
streitu og átökum, sem geta ekki
haft annað en neikvæð áhrif bæði
nú og síðar. Þeir stjórnmálamenn
í öðrum flokkum, sem nú standa
álengdar og gleðjast yfir þeim
átökum, sem standa yfir í Sjálf-
stæðisflokknum eiga eftir að kom-
ast að raun um það síðar, að
vinnubrögð af því tagi, sem beitt
var við stjórnarmyndun Gunnars
Thoroddsens eru ekki til farsæld-
ar. Stjórnarmyndunin er illkynjað
mein í þjóðlífi okkar og svo verður
meðan þessi ríkisstjórn situr. Allt
andrúm í kringum hana er í
mikilli andstöðu við það heil-
brigða líferni og þau heilbrigðu
lífsviðhorf, sem því fylgir, sem
gerð var að umtalsefni í upphafi
þessa Reykjavíkurbréfs.
Það er vissulega umhugsunarefni
að helzta meinið í þjóðlífi okkar
skuli vera af völdum þeirra
manna, sem tekið hafa að sér
forystu um málefni þjóðarinnar.