Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
Þaö er bara svona myndarlegt, innifaliö i veröi, sem er kr. 23.800.-
Fortjald, 2 innri tjöld, gardínur, gaskútur, þrýstijafnari, raftengi fyrir
bílinn og fleira.
Aö öllu samanlögöu höldum viö aö þetta sé
STERKASTI, BEZT BÚNI OG ÓDÝRASTI
vagninn á markaönum í dag.
Jafnframt góð fjárfestíng, sérstaklega fyrir 1. sept.
Gisli Jonsson & Co. Hf.
Sundaborg 41.
Sími 86644.
• Svefnpláss fyrir 7—8 manns.
• Eldhúskrókur með eldavél og fleiru.
• Traustir, hlýir og mikið pláss.
Látum okkur nu sjá, já
■ / m f
/
2200
Sterkur undirvagn segja þeir hjá Gísla. Já, byggöur a stalramma
Þverfjööur, demparar og stór dekk, 13“ felga og nærri rykþéttur.
Fljótlegt aö reisa vagninn, stangir fastar inni i tjaldinu.
VANTAR ÞIG VINNU (n)
VANTAR ÞIG FÓLK l
Þl AVGI.ÝSIR l'M U.I.T
LAND ÞEGAR ÞV Al'G-
LYSIR í MORGVNRLADINV
KYNNING Á
GRAFISKRI ) V \
KVIKMYNDALIST1 A '
DAGANA 8.-23. ágúst verða haldnir á Kjarvals-
stöðum, í Tjarnabæ og Handíða- og myndlistarskólan-
um, Grafískir kvikmyndadagar á vegum íslensk-amer-
íska félagsins. Er hér um að ræða kynningu á
grafískum kvikmyndum og námskeið í grafískri
kvikmyndagerð.
Kvikmyndadagar þessir eru í beinu framhaldi af
amerísku kvikmyndavikunni sem haldin var hér á landi
síðastliðið sumar á vegum Íslensk-ameríska félagsins,
þar sem kynntar voru amerískar heimildakvikmyndir.
Þótti sú vika takast ágætlega og
var aðsókn góð, enda um áhuga-
verð fyrirbæri að ræða, sem fólki
gefst ekki kostur á að kynna sér á
hverjum degi.
Fyrsta kvikmyndakynningin
fyrir almenning á Grafísku kvik-
myndadögunum verður haldin
mánudaginn 12. ágúst kl. 20 að
Kjarvalsstöðum. Verður þar fjall-
að um sögulegan bakgrunn graf-
ískra kvikmynda og sýndar eldri
og yngri myndir. Umræður verða
á eftir. Aðgangur er ókeypis á
öllum sýningum og allir velkomn-
ir.
Eftirfarandi myndir verða
sýndar á mánudaginn:
Gertie the Dinosaur: Gömul am-
erísk teiknimynd sem ruddi braut-
ina fvrir hinar vinsælu amerísku
grínteiknimyndir. — Fjölmargar
pappírsteikningar skapa mynd-
raðir nauðsynlegar til að ná fram
áhrifum lifandi myndar.
Rythm 23: Óhlutbundin mynd sem
glímir við eðli og form kvikmynd-
arinnar.
Film Study 11: Óhlutstætt mál-
verk er tengt tónverki í frumlegri
tilraun til persónulegrar tjáningr
í grafískri mynd.
Defense D'affiche: Tilraun til
endurskipulagningar raunveru-
leikans þar sem óhlutbundnar
„lifandi myndir" eru uppspretta
hugmyndanna.
Roll ’em Lola: Áhrif og umbreyt-
ing eldra kvikmyndaforms eru
augljós í þessari hefðbundnu
teiknimynd sem þó ristir mun
dýpra en fyrirmyndirnar. Engu að
síður hefur myndin til að bera
hinn grípandi frásagnarmáta sí-
gildu teiknimyndanna.
Ón the Location of a Circle Near
Two Intersecting Lines: Háspeki-
leg tilraun og könnun á grafíska
rúminu sem eins og svo mörg
önnur slík verk byggir á gömlum
Þorlákshöfn:
Mikil vinna
og góð veiði
iNirlákshofn. 7. ágúst.
GÓÐ VINNA hefur verið hér í
frystihúsinu í sumar. Togar-
arnir hafa fiskað vel en þar
er afli þeirra unninn að
mestu. Frystihúsinu var lok-
að frá 27. til 10. ágúst vegna
sumarleyfa og lagfæringa.
I dag er verið að landa úr Jóni
Vídalín um 150 tonnum. Uppi-
staðan í afla hans er karfi.
Einnig er verið að landa úr
Bjarna Herjólfssyni en afli hans
er unninn á Stokkseyri og Eyrar-
bakka og er honum ekið þangað.
Tölur lágu ekki fyrir um afla en
talið er að hann hafi verið mjög
góður.
Togarinn Þorlákur hefur verið
í slipp en er nú kominn aftur. Góð
humarveiði hefur verið eins og
kunnugt er og mikið af honum
landað. Hann er ekki tekinn til
vinnslu í frystihúsinu en allur
fluttur burtu og hefur svo verið
mörg undanfarin ár.
Mikil vinna hefur verið í salt-
verkunarstöðvum öllum, við að
ganga frá afla vetrarins, saltfiski
og skreið. Að sögn Ásgeirs Bene-
diktssonar verkstjóra hjá Meitl
inum hf. er engin skreið farin á
markað ennþá en saltfiskur farið
aftur á móti svo til eftir hendinni
fram eftir sumri, en þá kemur hik
á að þeir taki fiskinn vegna
hitanna úti.
Ásgeir sagði ennfremur að frá
vertíðarlokum væri búið að salta
og hengja upp í skreið á fimmta
hundrað tonn hjá þeim en þeir
taka á móti fiski af togurum ef
frystihúsið annar ekki að vinna
hann og svo á meðan lokað er þar.
Nokkrir bátar ætla innan
skamms að byrja á netaveiðum.
Hjá Glettingi hf. hefur verið
mikil vinna. Búið er að pakka 15
hundruð tonnum af skreið en
ekkert af henni er farið á markað
en saltfiskur fór liðlega, fram á
mitt sumar að sögn Ingvars
Þorkelssonar hjá Glettingi hf.
Fiskur fór til Spánar og Portúgal.
Hann sagði varla von á næstu
útskipun fyrr en í september.
Utgerðarfélagið er meðfram mik-
illi vinnu við verkun vetraraflans
að byggja stórt fiskverkunarhús
og skreiðarskemmu. Svo mikið er
að gera þar á bæ enda ört
vaxandi útgerðarfélag.
í fyrra byggði Glettingur mjög
myndarlegt verbúðarhús svo nú
er fyrsta flokks aðstaða fyrir
aðkomufólk sem vinnur hjá út-
gerðarfélaginu en langflest
starfsfólk þess er heimafólk og
stefnt er að því að það verði sem
flest, sagði Ingvi.
Aðspurður sagði Ingvi engan
fót vera fyrir því að Glettingur
væri að kaupa nýjan bát. Ekki að
sinrii.
Ragnheiður