Morgunblaðið - 09.08.1981, Síða 21
argáfu og tókst vel að gera
frásögn sína lifandi og skemmti-
lega svo gaman var á að hlýða.
Hann söng með kirkjukórnum á
Húsavík í mörg ár og þótti hafa
söngrödd hina bestu. Hann var
bókelskur og hafði unun af því að
lesa sjálfum sér til ánægju og
fróðleiks, og voru það hans bestu
stundir er hann fór höndum um
nýja bók.
Afi minn var trúhneigður og
trúrækinn maður og var því vel
undir það búinn að mæta skapara
sínum.
Nú á kveðjustund er svo margt
sem kemur upp í hugann en
tilfinningunum er oft erfitt að
lýsa með orðum. Mér verður hugs-
að til þess er ég lítil telpa dvaldi í
lengri og skemmri tíma hjá afa
mínum og ömmu í sveitinni. Fyrir
þær stundir er ég þakklát og verða
þær mér ógleymanlegar svo langt
sem ég man. Ég minnist þess er
lítil telpa stakk stakk hendi sinni í
lófa afa og þau gengu yfir holt og
hæðir. Hann virtist hafa enda-
lausa þolinmæði fyrir litla telpu
sem svon margs þurfti að spyrja
og margt vildi vita. Ekki brást það
þegar afi minn kom úr kaupstað
að hann hefði munað eftir þeirri
litlu og dró þá ævinlega eitthvert
góðgæti upp úr vasa sínum. Já þau
voru ófá skiptin sem lítil telpa
hljóp á móti afa sínum til að fagna
honum er hann nálgaðist hlaðið,
og aldrei fór hún svo að sofa fyrr
en hún hafði gengið að rúmi afa og
þau beðið guð að geyma hvort
annað.
Hann afi minn var góðmenni
sem bjó yfir mikilli hjartahlýju.
Hann hafði einstakt lag á því að
hæna að sér börn og var oft
nefndur afi að þeim óskyldum.
En erfiðast var að kveðja afa og
ömmu hverju sinni þegar haldið
var heim, svo miklu ástfóstri sem
ég hafði við þau tekið og frá því að
ég varð læs og skrifandi var skipst
á bréfum og eru þau ófá bréfin frá
honum afa minum sem ég geymi.
Afi minn var lánsamur maður,
hann átti góð og mannvænleg
börn og yndislega konu sem stóð
við hlið hans sem styrkasta stoð
uns yfir lauk. Af henni var hann
líka stoltur og það gat hann
örugglega verið svo góð sem hún
er, ég bið guð að blessa hana og
leiða um ókomin æfiár.
Hjartans þakkir færi ég mínum
ástkæra afa fyrir all það sem
hann var mér og mínum, blessuð
sé hans minning.
Far þú í íriúi.
íriAur Guðs þi)C blossi.
haíAu þokk íyrir allt u|f allt;
Kckkst þú með Guði.
Guð þór nú íylKÍ-
hans dýrúar hnoss þú hljóta skalt.
(sálmur)
IM
sUÍnorhf
s.: 85742 og 85055.
Loksins er komin út kraftmikil íslensk
þungarokkplata. Hljómsveitin Tívolí
leikur þrjú frumsamin lög á plötunni
„Þrumuvagninn“. Þaö syngur og hvín
í græjunum þegar tónarnir frá
„Þrumuvagninum" þjóta í gegnum
leiöslurnar og út í hátalarana. Þetta er
tónlist sem skrúfa á í botn.
Hátt og silfurtært
r: I VERÐ:
FISHER
hátalararfrá
BORGARTÚNI 18
REYKJAVÍK SlMI 27099
SJÓNVARPSBÚÐIN
MS-137 35 RMS WÖTT VERÐ: 950,-
ST-430 50 RMS WÖTT VERÐ: 1.750,-
ST-440 75 RMS WÖTT VERÐ: 2.150,-
ST-450 100 RMS WÖTT VERÐ: 2.700,-
ST-460 130 RMS WÖTT VERÐ: - 3.100.-