Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Helgi P. Briem sendi- herra - Minning Fa'ddur 18. júní 1902. Dáinn 2. ágúst 1981. Æskuvinátta er einhverskonar líffræöilegt fyrirbrigði sem sann- ar sig á efri árum. Við Helgi Briem vorum einn vetur saman í lærdómsdeild Mentaskólans, ýngstir menn í bekk, rétt rúmlega fermdir. Þegar aldur færðist yfir fanst okkur einlægt við værum þessir sömu strákar ef leiðir lágu saman sem oft kom fyrir, því við vorum báðir á faraldsfæti; hann varð að loknu háskólanámi í fyrstu sendiráðunautur íslands- mála í ýmsum löndum meðan við íslendíngar enn vorum á snærum dana; og eftir viðurkenníngu full- veldisins ambassador okkar í ýms- um ríkjum, síðast í Vestur-Þýska- landi ef ég man rétt. Svona „skólabekkur" samanstóð í þá daga eins og á miðöldum eftir endilaungu herbergi; tvær raðir á gólfinu af tvísættum húsgögnum 'scm hétu púlt, og var hvert púlt um sig smíðað útí eitt. Myndir af svona húsgagni sér maður á mál- verkum frá síðmiðöldum. Við svona púlt situr stundum múki með feiknarstóra guðsorðabók uppfletta fyrir framan sig. Við púltið fyrir aftan mig og Sigurð Olafsson, síðar verkfræðíng, sat Helgi sem mig minnir að haft hafi að sessunaut einn hæsta mann landsins, Kristinn Guðmundsson, — merkilegt að tveir svona ósam- stæðir menn skyldu hafa orðið fulltrúar ríkisins hjá stórveldun- um þegar stundir liðu fram. Krist- inn hafði verið formaður á bát fyrir vestan meðan Helgi sessu- nautur hans hafði verið að fara í mjólkurbúðina fyrir mömmu sína. Þeir voru jafnháir menn á prófum. Við Kristinn höfðum tek- ið saman gagnfræðapróf en við Helgi höfðum aldrei sést fyr. Ég var mjög skrýtinn og það var Helgi fljótur að sjá því hann var spéfugl af guðs náð. Einhverntíma fann ég upp á því að koma í skólann með föðurmorðíngja, en svo voru þeir flibbar nefndir sem voru eins og gapastokkur í háls- málið. Sannleikurinn var sá að mér leiddist svo á skólabekk að ég var altaf að reyna að finna upp á einhverjum svona kúnstum. Það var einn dag í miðri skólastund að ég finn altíeinu að einhver fyrir aftan mig er farinn að rjála við þennan stórkostlega flibba. Þú ert þó ekki farinn að reikna aftan á flibbann minn? spyr ég. Nei ég var bara að yrkja vísu, sagði Helgi. Síðar minti ég Helga á þessa skemtilegu fyrirtekt, en hann var einsog allir skemmtilegir menn búinn a skemta sér og öðrum svo oft síðan, að þetta gamla spé var dottið úr honum. Gamansemi hans var heilsu- bætandi, því hann var maður vammi firður, og bjó yfir innri greind og ytri háttprýði og léttri lund og var honum alt þetta inn borið. Leit að þeim rökum tilver- unnar sem ekki fást af hagfræði og þjóðarétti var honum innbor- inn eiginleiki. Undur sem voru að miklu leyti óframúrráðanleg eftir mannlegum rökum voru honum einkar hugstæð, má vera að þar hafi verið um að ræða mótvægi gegn sönnunarfræði efnishyggj- unnar. Áhugamál hans voru mörg og snertu fróðleiksgreinar af ólíkasta tagi; hann var mikill hafsjór af þekkíngu héðan og handan og þrátt fyrir mjög sterka rökfræði- lega hugsun í almennum efnum var hann furðu forvitinn um fræðigreinar sem liggja utanvið akademiskt mat. Þekkíng hans á fróðleik sem var náskyldur skáldskap, trúfræðum og dulfræð- um, var næsta ótrúleg af manni í hans stöðu, og þó þessi maður væri hafður útum allan heim að gera samnínga við ríki og stofnan- ir, og sitja veislur með háum yfirvöldum, þá var hann í raun og veru í fróðleik sínum einhverskon- ar fornspekíngur eða farand- múnkur, jafnvel ófreskur maður sem lifði hálfu lífi sínu í annarri öld, amk annarri bylgjuleingd en hversdagsstörf hans sögðu til um. Það var líkt Helga að þegar hann hafði lokið sér að við háskóla í svo stöðluðum fræðigreinum sem hagfræði og þjóðarrétti, að þá settist hann um kyrt á úngum aldri og samdi fræðiritgerð í bókarformi ekki all-litla að vöxt- um um stjórnarbyltínguna á Is- landi 1809, í Napóleonsstyrjöldun- um þegar englendíngar fluttu híngað danskan sjóræníngja, Jör- und hundadagakonúng og gerðu hann að kóngi hér í mánuð. Ég var svo hrifinn af samantekt Helga um efnið að ég skrifaði honum og sagði sem satt var, að þó ég hefði kostað miklu til hefði ég aldrei dottið niður á svona gott og merkilegt efni. Satt að segja lángaði mig þá mest til að taka málið upp í skáldsöguform, en hætti við af því ég fann mig ekki mann tii að skrifa bók sem slíku efni hæfði. Þegar Doris spurði mig á dögun- um af hverju ég hefði ekki gert það, mun ég hafa svarað því til að sú bók af minni hendi hefði orðið NÝ NILFISK Nú er sterka ryksugan ennþá sterkari. Nýr súper-mótor: áður óþekktur sogkraftur. Ný sogstilling: auðvelt að tempra kraftinn Nýr ennþá stærri pappírspoki með hraðfestingu. Ný kraftaukandi keiluslanga með nýrri festingu. Nýr vagn sameinar kosti hjóla og sleða. Auðlosaður í stigum SOGGETA I SÉRFLOKKI I msLikur mólor. cfnisgæði. mnrk- vissl hyggingarlag. afhragðs sog- siykki já. Iivcrt smáalriði siuðlar að soggclu í scrflokki. ftillkominni orkunýlingu. fyllsia nolagildi og dæmalausri cndingu. GERIÐ SAMANBURÐ: Sjáið l.d. hvcrnig siærð. lögun og siaðsclning nvja Nilfisk-risapokans trvggir óskcrt sogafl þtill í hann safnisf. GÆÐI BORGA SIG: Nilfisk er vönduð og tæknilega ósvikin. gerð til að vinna siti verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: lil lengdar ódýrust. Afhorgunarskilmálar. Traust þjónusta. U|| P|Ci4 heimsins besta ryksuga C||n|Y Stór orð, sem reynslan réttlætlr. I FYRSTA FLOKKS FRA FÖNIX _________________HATÚNI —SÍMI 24420 stórum lakari en Vefarinn mikli. Ég fór til Spánar með Bjart í Sumarhúsum sumarið 1935 og kyntist þar hinum dimmu kirkjum stórveldis-kaþólskunnar spánsku. Djúp, myrk tröllaukin byggíngar- list og myndlist með snert Þúsund og einnar nætur og Austurkirkj- unnar, en samt elsta kaþólska í Evrópu, og var risin þegar á dögum Páls postula þó hann kæmist þángað aldrei sjálfur. Þessi voldugi guðdómur í kirkjum Spánar, þúngur og myrkur, gerði mig hræddan og fékk mig til að halda mér dauðahaldi í Bjart í Sumarhúsum. En dagar mínir á Spáni ásamt með Bjarti, undir handarjaðri Helga og Dorisar, er einhver stórfeldust tíð sem ég hef lifað; og ég hef ekki þorað til Spánar síðan. Af öllum þeim stöðum í Evrópu þar sem ég var gestur Helga og Ðorisar er mér þakklátlega minn- isverðust móttaka sem þau veittu okkur Auði í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi 1955. Þau höfðu reyndar flutt úr Stokkhóimi til Bonn nokkru áður- en nóbelsfréttin barst út, og sendi- ráðið stóð tómt; en fengu til Bonn tilmæli frá íslensku stjórninni að fara aftur til Stokkhólms og halda veislu af einstæðu tilefni. Þau brugðu við skjótt og luku ekki aðeins upp fyrverandi sendiherra- bústað sínum þar heldur bjuggu hann til tígullegrar alþjóðlegrar gestamótttöku með svo stórfeld- um hætti að hýbýlaprýði og höfð- ingsskapur í veisluhöldum og gestaviðtöku mun leingi geymast í minnum þeirra sem þar voru viðstaddir. Sendiherrabústaður- inn uppljómaður, gatan uppljóm- uð, blysför íslendínga í strætinu, tónlist inni, fulltrúar listar og bókmenta komnir á vettváng, þarámeðal ýmsir helstu, forleggj- arar Evrópu og dömur þeirra, og annað stórmenni. Aðra eins kurt- eisi samfara hjartahlýu alúð rausn og fögnuði hafði ég ekki áður notið og varla síðan. Þar í hópnum sé ég enn andlit Jóns Helgasonar, Magnúsar Kjartans- sonar, Ragnars í Smára og Sigurð- ar Nordals. Og þegar ég kveð nú Helga P. Briem er það í minníngu þessa samhljóms teingda nærveru þeirra í jólamánuði 1955. Ilalldór Laxness Á morgun verður til moldar borinn einn af merkustu sonum þessarar þjóðar. Hann hófst ung- ur til vandasamra starfa og skil- aði miklu verki og fjölbreyttu. Hann dvaldist lengi erlendis við nám og störf. Hann fór að boðum Páls postula og prófaði allt, en hélt þvi sem gott var. Framfarir þjóðarinnar voru honum alla tíð efstar í huga og einu augnablikin sem ég sá honum mislíka alvar- lega við aðra menn, var þegar hann sá merki þess að framfara- mál vikju fyrir öðrum hagsmun- um. Á lífsferli sínum aflaði hann sér fádæma mikillar þekkingar á flestöllum sviðum samfélagsmála og sögu, jafnt okkar og annarra. Þegar hann var í essinu sínu, og það var hann oftast en ekki, lét hann gamminn geysa um víðlend- ur sögu og heimsmála, með glettni og gáska hins lífsglaða manns. Það er sárt til þess að vita að öll þessi kunnátta sé nú mikils til glötuð. Þótt Helgi hafi margt ritað um sína daga er það dreift og ekki aðgengilegt öllum. Þær stundir eru mér einna minnisstæðastar í lífi mínu, þegar mér auðnaðist að bergja á visku- brunnum Helga frænda míns, þegar frásögnin geislaði af anda- gift og gáfurnar tindruðu. Það er á slíkum stundum sem hver sem nýtur er sérréttinda- maður, vitni að hámenningu sem torvelt er að fanga, sem á sér gjarna hæst ris þegar kraftar minnka og vinnuþrek, þegar friður hugans getur loks flogið og kraft- arnir fara ekki í eril daglegs lífs. Sú mynd sem ég hef fyrir mér af Helga er furðu lík ýsmum þáttum í fari margra forfeðra hans. Að honum stóðu styrkar stoðir í báðar ættir. í honum speglast predikarar, kennarar, ferðalang- ar, uppeldisfrömuðir, sagnfræð- ingar og listamenn furðu greini- lega í hugum þeirra sem gerst þekkja. Ekki skulu hér raktar ættir hans. Helgi var fæddur á Akureyri þar sem faðir hans, Páll Briem, var amtmaður í norður- og austur- amtinu, þar til amtmannsembætt- in voru lögð niður með breyttri stjórnskipun 1. okt. 1904, en þá var hann skipaður bankastjóri við íslandsbanka. Hann andaðist 17. des. sama ár. Helga auðnaðist því ekki að kynnast föður sínum og rauna tæplega eldri systkini hans heldur, Þórhildur, Eggert, Friede Ingibjörg og þaöanafsíður yngsta systirin Þórdís. Eigi að síður hefur minningin um föður þeirra haft djúptæk áhrif á þau, allt fram til þessa dags, en þau lifa öll Helga bróður sinn ásamt Jónu Einarsdóttur fóstursystur sinni. Álfheiður Helgadóttir, móðir þeirra, átti til styrkra að telja og tók hún af myndarskap forsjá þeirra alla í sínar hendur, studdi þau til þroska eftir því sem hún mátti og hélt minningunni um mann sinn lifandi á langri ævi. Það veittist ekki eins erfitt og vænta mátti, því fjölskyldan frá Akureyri flutti í umhverfi frænda í báðar ættir og vina sem tóku að sér að ryðja fram Tjarnarbrekk- una og leggja framhald Tjarnar- götu neðan Suðurgötu, þar sem þeir byggðu sér íbúðarhús. Við Tjörnina mótaðist merkt samfélag sem tæplega átti annars staðar sinn líka. Helgi var ekki hár vexti eða bar kraftana utan á sér. En hann fór snemma að vinna með skóla, tengdist Væringjafélaginu, und- anfara skátahreyfingarinnar, vann hjá L. H. Búller kaupmanni og íþróttafrömuði, sem hann kynntist vel og hóf að stunda útivistaríþróttir. Leið hans lá um Menntaskólann til hagfræðináms í Þýskalandi, Frakklandi, Bret- landi og Danmörku. Auk hag- fræðiþekkingarinnar áskotnaðist honum ótrúlegur forði um sögu og menningu Evrópu. hann sótti námið fast og hóf að stunda rannsóknir í íslandssögu, sem hann iðkaði þegar stundir gáfust fram á þetta ár, eða þar til kraftar þrutu. Doktorsritið sem hann varði við Háskóla íslands árið 1938 var eins og allt annað sem hann lét frá sér fara aðgengilegt almenningi og skemmtilegt. Þegar Helgi var við nám í Oxford kynntist hann ungri enskri stúlku, Doris Mildred Parker. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 1929. Varð hún föru- nautur hans æ síðan, stoð og stytta. Bar hann hana á höndum sér alla tíð. Þau urðu þeirrar gleði aðnjótandi að þeim fæddist dóttir 17. jan. 1942, sem skírð var Álfheiður Sylvia. Hefur hún ávallt síðan, ásamt manni sínum Magn- úsi Pálssyni rafvirkjameistara og fjórum börnum þeirra, Helga, Páli, Dorisi Sigríði og Sæunni, orðið afa sínum til mikillar og óblandinnar gleði. Eftir að Helgi lauk hagfræði- prófi í Kaupmannahöfn, lá leiðin til Islands, þar sem hann tók við starfi sem endurskoðandi með embættum sýslumanna árið 1929. Var skipaður skattstjóri í Reykja- vík þegar Einar Arnórsson lét af því starfi. Gegndi því þar til hann tók við embætti bankastjóra Út- vegsbankans við stofnun hans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.