Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 1

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 190. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Haig hótar Kúbu refsiaðgerðum WashinKton. 28. áKÚst. AP. ALEXANDER HAIG, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, sa»{ði i das að ska'ruliðar er Kúbumenn styðja i E1 Salvador gripu til „hreinna hryðjuverka“ scm hitnuðu á sak- lausum borKurum ok hótaði á ný refsiaðgerðum gcgn Kúbu. Haig kvað Bandaríkjastjórn hafa borizt fréttir um að erlendir ráðu- nautar kynnu að aðstoða skæruliða, en því hafa bandarískir embættis- menn ekki áður haldiö fram. Hann tiltók ekki að þeir væru Kúbumenn, en lýsti því yfir að Reagan-stjórnin íhugaði þann möguleika að láta til skarar skríða gegn Kúbumönnum vegna stuðnings þeirra við uppreisn- armenn. Ný og hörð gagnrýni Haigs á starfsemi skæruliða í E1 Salvador og Kúbumenn virðist sýna að Reagan- stjórnin hafi ákveðið að láta hart mæta hörðu vegna breyttra aðferða skæruliða, sem Haig sagði að hefðu verið sigraðir í beinum hernaðar- árekstrum. Samkvæmt fréttum frá landinu hafa skæruliðar hörfað frá tveimur þorpum sem þeir höfðu í stuttan tíma á valdi sínu, en ráðizt á lítið útvirki þjóðvarðliða í þriðja þorpinu. Hryðjuverkamenn stóðu fyrir 12 sprengjutilræðum í höfuðborginni. Ríkisstjórnir Mexíkó og Frakk- lands tilkynntu í dag, að þær viðurkenndu opinberlega samsteypu vinstrisinna í E1 Salvador, sem semja skuli við um lausn stríðsins í E1 Salvador. Norskt við Jan Frá fréttaritara MurKunblaðsinK i Ösló i K» r NORSKA eftirlitsskipið „Fram“ fylgist með veiðum danskra, fær- eyskra og rússneskra fiskiskipa á svæðinu umhverfis Jan Mayen. Rússnesku skipin mega veiða kol- munna. eq hin skipin eru að ólöglegum veiðum á svæðinu, sam- kvæmt skilgreiningu Norðmanna. Danir halda því fram að þeir séu að veiðum innan 200 mílna fiskveiði- lögsögu Grænlands. Hér er um að ræða 80.000 ferkílómetra umdeilt svæði milli Grænlands og Jan May- en, en Danir halda þvi fram að ekki sé grundvöllur fyrir kröfu um mið- línu frá eins lítilli eyju og Jan Mayen. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins, Geir Grung, sagði í dag, föstudag, að strandgæzlan hefði eftirlit Mayen fyrst í stað fyrirmæli um að skrá hvaða bátar væru að veiðum á svæðinu, án tillits til þess frá hvaða landi þeir væru. Undanfarna daga hafa utanríkis- ráðuneytin í Ósló og Kaupmanna- höfn haft með sér mjög náið sam- band vegna deilunnar um Jan May- en, en ekki hefur verið frá því skýrt hvað ráðuneytunum hefur farið á milli. Norðmenn hafa gefið til kynna að þeir muni standa fast á miðlínu- reglunni gagnvart Dönum. Spánskir fiskibátar hafa einnig verið að ólöglegum veiðum á norsk- um miðum — umhverfis Svalbarða. Spánski sendifulltrúinn var í dag, föstudag, kvaddur í norska utanrík- isráðuneytið þar sem þess var farið á leit að dregið yrði úr þessum veiðum. Lauré. Norska eftirlitsskipið „Fram“ við Jan Mayen _ Ljósm. Tóm»K HeiKason. Coe bætti heims- metið í míluhlaupi BróKxel. 28. áKÚxt. AP. BRETINN Sebastian Coe setti í kvöld heimsmet i míluhlaupi á minningarmóti Ivo van Dammes á Ileysel-leikvanginum í Brússel. Sebastian Coe bætti hcimsmet landa sins, Steve Ovetts, um rúma sekúndu, hreint ótrúlegt afrck. Coe Ovett Sebastian Coe setti heimsmet í míluhlaupi þann 18. ágúst síðast- liðinn, hljóp á 3:48,53 í Sviss. Helsti keppinautur hans og landi, Steve Ovett bætti heimsmetið í Koblenz í V-Þýzkalandi í vikunni, hljóp á 3:48,40. Og nú bætti Coe metið á nýjan leik. Einvígi þessara fræknustu millivegalengdahlaup- ara allra tíma heldur því áfram. „Ég mun bæta heimsmetið," sagði Coe fyrir hlaupið í Brussel. Millitími Coes eftir 400 metra var 54,92, eftir 800 metra 1:62,67 og eftir 1200 metra 2:51,00. Það var aðeins lakari millitími en Ovett náði í Koblenz, hans millitími var 2:50,52. En hinir 50 þúsund áhorf- endur hvöttu Coe ákaft og eftir 1500 metra var millitíminn 3:32,93 og þegar mílan var að baki hafði nýtt heimsmet litið dagsins ljós, 3:47,33. Nærmynd sem Voyager II tók af fylgihnetti Satúrnusar, Encela- dus, þegar geimfarið var i 119.000 km fjarlægð frá fylgihnettinum. Enceladus er talinn likjast fylgihnetti Júpiters, Ganymede, sem er að visu 10 sinnum stærri. Fylgihnötturinn baðar sig i „Satúrnus- arskini“. í gær voru taldar góðar likur á að gert yrði við bilunina i Voyager II innan skamms. Samstaða vöruð við Varsjá. 28. áKÚst. AP. PÓLSKIR embættismenn vöruðu óháðu verkalýðshreyfinguna Sam- stöðu við þvi i dag að útvarp og sjónvarp i Póllandi væru hluti af fjarskiptakerfi Varsjárbandalags- ins og sögðu að því mætti ekki stofna í hættu. Stjórnin tók harðari afstöðu til kröfu Samstöðu um aðgang að fjöl- miðlum í dag með yfirlýsingu, sem var lesin í sjónvarpi, um að lögreglu- yfirvöldum hefði verið skipað að xtryggja starf fjölmiðla". Viðræðurnar eiga að fara fram á morgun, laugardag, þó að á því virðist leika nokkur vafi þar sem fréttaskýrandi sagði að þótt stjórnin vildi viðræður við Samstöðu um þátttöku í útvarpi og sjónvarpi vildi stjórnin ekki viðræður í „andrúms- lofti hótana um mótmælaaðgerðir og verkföll". Fréttaskýrandinn sakaði Sam- stöðu um að beita blaðamenn „ógnunum" og taka þátt í „kúgunar- herferð". Hann sakaði einnig hreyf- inguna um að sækjast eftir „varan- legum yfirráðum yfir fjölmiðlum" og sagði að ef Samstaða fengi ekki vilja sínum framgengt myndu starfsmenn ríkissjónvarpsins reyna að trufla útsendingar með ólöglegum fréttaskýringum eða loka stöðinni. Talsmaður Samstöðu sagði að í viðræðunum yrði lögð áherzla á sjónvarpsfréttir frá fyrsta þingi félagsins sem hefst í Gdansk 5. september — nokkurs konar prófmál Samstöðu. S-afríska herliðið hörfar frá Angóla IIöfðaborK. 28. áKÚst. AP. IIERLIÐ Suður-Afrikumanna hörfaði frá Angola i dag og sneri aftur til stöðva sinna í Suðvest- ur-Afriku að sögn yfirmanns suður-afríska heraflans. Constad Viljoen hershöfðingja. Hann sagði að hluti herliðsins væri þegar kominn aftur til Suð- vestur-Afríku að loknu „takmörk- uðu verkefni" og brottflutningn- um mundi ljúka fljótlega ef engar fleiri árásir yrðu gerðar á suður- afrískar hersveitir. Hann vísaði á bug staðhæfing- um Angolamanna að 45.000 suð- ur-afrískir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum og kvað þá tölu „hiægilega". Viljoen sagði að „mörg hundruð" skæruliðar SWAPO hefðu verið felldir og “gífurlegt magn“ jarðsprengja, vopna og skotfæra eyðilagt. Atta suður-afrískir hermenn féllu, sagði hann. Angólska fréttastofan sagði í gær að suður-afrískt skriðdrekalið ætti í hörðum bardögum í útjöðr- um Njiva (Vila Pereira d’Eca) sem er fylkishöfuðstaður 30 km norður af landamærunum. Viljoen hershöfðingi minntist ekki á Njiva, en sagði að Suður-Afríku- menn hefðu eytt vopnageymslum SWAPO og aðalstöðvum nálægt Zangongo (Villa Rocadas), 80 km norður af landamærunum. Angplska fréttastofan sakaði Suður-Afríkumenn um að reyna að mynda einskismannsland milli Suðvestur-Afríku og Angola og rökstuddi það með því að þeir hefðu eytt tveimur þorpum og brú nálægt landamærunum er hefðu ekki staðið í nokkru sambandi við SWAPO. Alexander Haig, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í dag, að þótt herhlaup Suður-Afríku- manna væri „hörmulegt áfall" fyrir friðarþróunina, væri ekki hægt að dæma það án hliðsjónar Genf. 28. áKÚst. AP. FJÖGURRA vikna fundi hafrétt- arráðstefnunnar lauk i dag og fulltrúarnir hétu þvi i annað skipti á 12 mánuðum að ljúka við gerð hafréttarsáttmála „á næsta ári í New York“. Þegar fundi ráðstefnunnar lauk í ágúst í fyrra virtist samkomulag sama sem hafa náðst um nýjan sáttmála, en málið hefur verið í sjálfheldu síðan Reagan-stjórnin fyrirskipaði athugun á samnings- drögunum, sem voru nánast full- gerð. Mikilvægasti árangur Genfar- fundarins er lauk í dag var sá, að ákveðið var að „lokasamninga- fundurinn“ skyldi fara fram í New York 8. marz til 20. apríl 1982. Gert er ráð fyrir að sáttmálinn verði undirritaður snemma í sept- ember 1982 í Caracas þar sem ráðstefnan hófst 1975. Forseti ráðstefnunnar, Tommy af ógnaraðferðum skæruliða. Áhrif aðgerðanna yrði að skoða í ljósi áframhaldandi nærveru mik- ils fjölda kúbanskra hermanna, sem Rússar styddu, i Angola. Angólskur fulltrúi sagði í dag að hann færi fram á harðorða fordæmingu Öryggisráðsins á her- hlaupinu og hugsanlegar alþjóð- legar refsiaðgerðir. T.B. Koh frá Singapore, kallaði ákvörðunina „skýra bendingu“ til Washington um að fulltrúarnir stefndu ótrauðir að því að fullgera samninginn „með eða án Banda- ríkjanna". Bandaríska sendinefndin hefur sagt að athugun Reagan-stjórnar- innar verði lokið seint í haust og þá verði tekin um það ákvörðun hvernig — eða hvort — áfram skuli haldið í viðræðunum um sáttmálann. Flestir telja að Bandaríkjamenn muni krefjast mikilvægra tilslak- ana í sambandi við vinnslu málma á hafsbotni. Sem stendur vill yfirgnæfandi meirihluti full- trúanna ekki láta undan. Þó segist aðalfulltrúi Bandaríkjanna hafa orðið var við „nokkurn sveigjan- leika" á ráðstefnunni í sambandi við „mikilvægar breytingar" á ákvæðum um málmvinnslu. Hafréttarsáttmála heitið á næsta ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.