Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
Sævar Guðnason og Brynjar Sigurðsson slá tunnurnar til, en Kristin Reynisdóttir kemur þeim i hús.
(Ljósm. Ævar).
Síldarsöltun undirbúin og
loðna brædd á Eskif irði
Eskifirði. 28. áirúst.
UNNIÐ er hér af kappi þessa
dagana á síldarplönunum fjórum
við að undirbúa síldarvertíðina,
sem reyndar er hafin, en Gissur
hvíti frá Hornafirði landaði hér
um siðustu heljfi. í fyrra var
saltað hér á þremur stöðum, en
nú vcrða verkunarstöðvarnar
íjórar talsins.
Tvö skip komu hingað í dag með
fullfermi af loðnu, Helga Guð-
mundsdóttir frá Patreksfirði og
Gígja. Brætt er á fullu í verk-
smiðjunni. Jón Kjartansson fór í
dag til kolmunnaveiða, en sæmi-
lega hefur veiðst af kolmunna
undanfarið. Jón Kjartansson land-
aði hér fyrr í vikunni þúsund
tonnum af Ioðnu, en síðan var
loðnunótin sett í land, en kol-
munnatrollið tekið um borð.
Gott veður hefur verið hér alla
vikuna, sól og sumar. — Ævar.
Helga Guðmundsdóttir BA 77 i væntanlegri heimahöfn sinni á Eskifirði.
Biskupskjör:
20—30 atkvæði
bárust ekki í
ábyrgðarpósti
í FJÓRÐU grein laga um bisk-
upskjör segir að útfyllt kjörgögn
í hiskupskjöri skuli senda kjör-
stjórn i ábyrgðarpósti, en á milli
20 og 30 atkvæði i siðari umferð
biskupskjörs voru ekki send i
pósti heldur afhent i dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu. Morgun-
blaðið innti ólaf Walter Stefáns-
son formann kjörstjórnar eftir
þvi á hvaða grundvelli þessi
atkvæði væru talin gild.
Ólafur sagði að þegar kjör-
gögn eða atkva>ðabréf til kjör-
stjórnar hafi farið að berast til
ráðuneytisins þegar í fyrri um-
ferð hafi sum borist i almennum
pósti og önnur verið afhcnt per-
sónulega.
„Þótti ekki ástæða til þess
hvorki í fyrri né seinni umferð-
inni,“ sagði Ólafur, „að vísa þess-
um atkvæðum frá og voru þau því
sett með öðrum atkvæðum í kassa
til varðveislu fyrir kjörstjórn.
Kjörstjórn taldi ekki ástæðu til að
gera greinarmun á atkvæðaum-
slögum eftir því hvernig þau
bárust, enda báru þau ekki nein
merki galla og við það miðað að í
umslagi væru tilskilin gögn.“
Morgunblaðið spurði Ólaf hvort
kjörstjórn myndi leita eftir því
hjá þeim fjórum aðilum sem áttu
ógild atkvæði að mati kjörstjórn-
ar, hvort þeir hefðu undir höndum
gögn sem sönnuðu að þarna hafi
verið um þeirra atkvæði að ræða.
Ólafur kvaðst telja að menn
yrðu að flytja sannanir sínar fyrir
ráðherra ef þeir vildu byggja þetta
upp á annan hátt en nú væri orðið.
Hér fer á eftir 4. grein laga frá
Alþingi um biskupskjör:
„4. gr. Kjörstjórn sendir þeim,
sem kosningarrétt eiga, nauðsyn-
leg kjörgögn: auðan kjörseðil,
óáritað umslag, eyðublað fyrir
yfirlýsingu kjósanda um það, að
hann hafi kosið, og umslag með
utanáskrift kjörstjórnar. Þá skal
fylgja leiðbeining um það, hvernig
kosning fari fram. Greina skal
glögglega, fyrir hvaða tíma kjör-
seðill skuli hafa borist kjörstjórn.
Kjósandi ritar á kjörseðil nafn
eins biskupsefnis. Eigi skal hann
undirrita kjörseðil eða auðkenna
hann með öðrum hætti. Setur
hann seðilinn síðan í óáritaða
umslagið, sbr. 1. málsgr., og lokar
því, útfyllir eyðublaðið og leggur
gögnin í áritaða umslagið og
sendir kjörstjórn það í ábyrgðar-
pósti."
Stjórnarmyndun varafor-
mannsins olli vonbrigðum
sagði Jón Magnússon við setningu 26. þings SUS í Hnífsdal
_ _ i. i , ■ . i i i l ? i*i u i ? _ l; : i:i L«!Un Vinnn
IsafirAi 28. áKÚst. Fri Ólafi Júhannssyni.
blaðamanni MorKunblaAsins.
2fi. þing Sambands ungra sjálf-
stæðismanna var sett i Hnifsdal i
kvöld. Jón Magnússon, formaður
SUS, setti þingið. Þingforseti var
kosinn Sverrir Bernhöft og Ilelgi
Örn Viggósson ritari. f setningar-
ræðu sinni ræddi Jón atburði þá,
sem átt hafa sér stað frá siðasta
SUS-þingi, sem haldið var 1979. Jón
Magnússon sagði sjálfstæðismenn
hafa orðið fyrir vonbrigðum með
úrslit siðustu alþingiskosninga og
klofning þann, sem átt hefði sér
stað i flokknum. Sagði hann stjórn-
armyndun varaformanns Sjálfstæð-
isflokksins hafa verið ajálfstæðis-
mönnum mikil vonbrigði. Jafn-
framt sagði Jón, að landsfundur
yrði að fjalla um innanflokksmál
Sjálfstæðisflokksins og taka til
þcirra afstöðu.
Formaður Sjáifstæðisflokksins,
Geir Hallgrímsson, sagði í ræðu
sinni að núverandi ríkisstjórn hefði
gengið lengra í skattheimtu heldur
en vinstristjórn Ólafs Jóhannesson-
ar og benti hann á að áhrif kommún-
ista í þjóðlífinu hefðu aldrei verið
jafnmikil og nú. Sagði Geir, að
kommúnistar hefðu lykilaðstöðu í
stjórnarráðinu í Reykjavíkurborg og
í Alþýðusambandi íslands og þeim
hefði verið vísað til sætis af sjálf-
stæðismönnum. Geir sagði, að sókn
kommúnista yrði ekki hindruð nema
að sjálfstæðismenn stæðu sameinað-
ir.
Geir sagði, að nú væru erfiðleika-
og vonbrigðatímar hjá Sjálfstæðis-
flokknum, það gætu þó fylgt því
kostir að kynnast erfiðleikum, því
þeir væru til þess að vinna á þeim
bug. í lok ræðu sinnar hét Geir á
sjálfstæðismenn að ganga sameinað-
ir í baráttunni, brjóta áhrif komm-
únista í þjóðfélaginu á bak aftur og
leiða hugsjónir Sjálfstæðisflokksins
til öndvegis, þjóðinni til heilla.
Þá ávarpaði þingið Engilbert
Ingvarsson, formaður kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins á Vest-
fjörðum, og bauð hann þingfulltrúa
velkomna. Einnig talaði Matthías
Bjarnason, alþingismaður, og rakti
hann sögu ísafjarðar og gerði grein
fyrir atvinnulífi staðarins.
Á morgun, laugardag, munu
nefndir starfa, flutt verður skýrsla
stjórnar SUS, lagabreytingar og mál
afgreidd og einnig verða almennar
umræður.
Áhrif gengisfell-
ingarinnar:
F-vísitalan
hækkar um
2 til 3%
Gengisfellingin, sem ríkis-
stjórnin samþykkti að gerð
yrði, mun hafa um 5% hækk-
un í för með sér á innfluttum
vörum. Samkvæmt upplýsing-
um, sem Morgunblaðið aflaði
sér í gær, mun hækkun verð-
lags innfluttra vara valda um
2—3% hækkun íramfærslu-
vísitölu, sem nýlega hefur
verið reiknuð út og veitir um
næstu mánaðamót 8,92%
launahækkun. Þessi gengis-
breyting er þó ekki talin þar
með, þar sem grundvöllur
útreikninga visitölunnar er
verðkönnun Ilagstofunnar 1.
ágúst.
Þessi áhrif gengisfellingar-
innar, sem hækka verð erlends
gjaldeyris um 5%, munu strax
koma fram í vísitölunni, þótt
fyrst sé það í smáum stíl.
Ahrifin munu síðan aukast og
verða svo til öll komin fram að
þremur mánuðum liðnum. Tal-
ið er, að öll áhrif gengisfeli-
ingarinnar verði komin inn í
F-vísitölu að liðnum 5 mánuð-
um frá ákvörðun Seðlabank-
ans.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH:
Óraunhæft að taka gengis-
muninn í verðjöfnunarsióð
nÞað getur ckki gengið til
lengdar að Verðjöfnunarsjóður
sé fjármagnaður með þvi að
taka verðhækkanir af fiskselj-
endum og ef sú leið verður farin
nú að nota gengismuninn í
sjóðinn. þýðir það það að nær
engin hækkun verður á fiskin-
um. Þannig vinnubrögðum hef-
ur verið mótmælt og verður
ábyggilega aftur, verði þessi
leið farin nú,“ sagði Eyjólfur
ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
er Morgunblaðið spurði hann
álits á möguleikanum á því að
gengismunurinn rynni í Verð-
jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.
„Ríkisstjórnin hefur tekið
ábyrgð á því að tryggja sjóðn-
um það fjármagn, sem skortir
fyrir síðasta ár og það sem
vantar fyrir vertíðina í vetur,
sem eru um 25 milljónir.
Steingrímur hefur sagt að
menn geti sofið rólegir svo
hann hefur greinilega fundið
leið til þess að ná í þetta
fjármagn, hvort sem það verð-
ur með því að hirða gengis-
muninn eða ekki.
Þessi erfiða staða Verðjöfn-
unarsjóðs hefur svo orðið til
þess að frystihúsin hafa ekki
fengið allt sem þau eiga greitt
úr honum og það veldur þeim
auðvitað miklum erfiðleikum,
sérstaklega þar sem þau þurfa
að greiða afurðalánin í dollur-
um, en selja talsvert á Evrópu-
markað. Lánin hafa hækkað í
krónutölu, en það hefur ekkert
hækkað verðið, sem húsin fá
fyrir fiskinn í Englandi. Þetta
hélt maður að væri verið að
laga með gengisfellingunni og
þau fengju þá eitthvað meira
fyrir fiskinn, en ef gengismis-
munurinn verður gerður upp-
tækur, stöndum við í sömu
sporum og áður og fáum reynd-
ar minna fyrir fiskinn. Afkom-
an leyfir það ekki, frystingin er
rekin með tapi og þá er þessi
hugmynd algjörlega óraun-
hæf,“ sagði Eyjólfur.