Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 10

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Lárus Jónsson alþingismaður: mánaðamót og fiskverð ef að líkum lætur í kjölfarið. I þessu hagstæða árferði hafa launahækkanir innanlands orðið mun minni en kjarasamningar fela í sér vegna verðbótaskerð- ingarinnar 1. mars og launahækk- anir fyrrihluta ársins því orðið mun minni en í fyrra. Það stingur því í augu að þrátt fyrir þessa þróun sem ætti að öðru jöfnu að vera hagstæð fyrir atvinnuvegina stefnir í algjöra stöðvun þeirra á næstunni að óbreyttri efnahags- stefnu stjórnvalda. Taprekstur hefur farið vaxandi hjá útgerð og fiskvinnslu á árinu þrátt fyrir 21% hækkun Bandaríkjadollars í krónum frá áramótum sem er eins og hver önnur himnasending, einkum fyrir sumar greinar sjáv- arútvegsins. Hjörtur Eiríksson, forstjóri íðnaðardeildar SÍS, upp- lýsir í Tímanum 8. ágúst síðastlið- inn: „Við verðum komnir í strand í september með þessu áframhaldi," og Pétur Eiríksson upplýsir í sama stjórnarblaði sama dag að taprekstur á ríkisfyrirtækinu Ála- fossi verði 8% af veltu á þessu ári en þetta fyrirtæki er eitt af stærstu fyrirtækjum í útflutningi ullarvara eins og kunnugt er. í Er ætlun ríkisstjórnar- innar að hamla gegn verð bólgu og atvinnuleysi? Afkoma atvinnuveganna nefur versnað verulega á yfirstandandi ári og var hún þó bágborin fyrir. Fiskveiðar og fiskiðnaður eru rekin með vaxandi tapi, þótt skreiðarverkun og saltfiskverk- un skili ef til vill einhverjum afgangi. Athyglisvert er að þær greinar fiskiðnaðar nýta minnst vinnuafl. Samkeppnis- og útflutn- ingsiðnaður búa nú við stórfelld- an taprekstur. Dagbl. Tíminn upplýsti fyrir nokkru sem dæmi að taprekstur á Álafoss hf . sem er ríkisfyrirtæki í útflutuings- iðnaði, verði 8% af veltu fyrirtæk- isins á árinu. Meginástæðan fyrir þcssari af- komu atvinnuveganna er stefna stjórnvalda í verðlags-, gengis- og vaxtamálum. Mestu máli skiptir nú það sem af er þessu ári sú fáránlcga gengisstefna að t.d. vestur-þýskt mark hafði lækkað gagnvart ísl. krónu um 5% frá áramótum áður en gengisbreyt- ingin kom til fyrir nokkrum dögum. Innfluttar vestur-þýskar vörur höfðu lækkað í verði á íslenskum markaði á sama tíma sem kostnaður við að framleiða sömu vöru á landinu hafði hækk- að um a.m.k. 15—20%. Þessi stefna er augljóst gerræði gagn- vart íslensku iðnverkafólki og hlýtur að valda atvinnuleysi þeg- ar frá líður ef ekki vcrður gerbreytt um efnahagsstefnu. Állt er þetta gert undir því yfirlýsta markmiði að hamla gegn verðbólgu og spurningin er sú hvort ríkisstjórnin hafi gert það upp við sig að atvinnuleysi, einkum í iðnaði, sé æskileg leið til þess að lækna verðbólguna. Afkomuhorfur atvinnuveganna Undanfarið hefur hver bú- hnykkurinn rekið annan til hags- bóta fyrir íslenskt þjóðarbú. Fisk- verð hefur hækkað fram úr vonum í erlendri mynt á útflutnings- mörkuðum, afli í verðmætari teg- undum fisks hefur sjaldan verið meiri og styrking dollarans á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum hefur leitt til þess að viðskipta- kjör þjóðarinnar hafa gerbreyst og stórbatnað frá því sem verið hefur og spáð var að yrði á þessu ári. Það hlýtur að þurfa jafnvel minni spekinga en þá ráðamenn sem nú sitja í æðstu valdastöðum á Islandi og stuðningsmenn þeirra til þess að sjá hvert þessi stefna leiðir. Því er spurt: Er það vísvit- andi ætlunin að fórna atvinnu iðnverkafólks fyrir 2 eða 3% hjöðnun verðbólgunnar á þessu ári? V er ðbólguhr aðinn og kaupmátturinn Þótt gripið sé til þeirra ráða gegn verðbólgu að Sementsverk- smiðja ríkisins á ekki á stundum fyrir olíu til rekstrar, Hitaveita Reykjavíkur getur vart haldið mannvirkjum sínum við og Lands- virkjun lagt minna en ekki neitt til nýbyggingar, kaup skert o.s.frv. kemur allt fyrir ekki. Tölulega er unnt að blekkja fólk og segja að verðbólgan verði minni á alman- aksárinu en í fyrra. Það er rétt út af fyrir sig en verðbólguhraðinn nú er næstum nákvæmlega sá sami og þegar núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Sleppum því. Aðalatriðið er að vegna þeirra búhnykkja sem þjóðarbúið hefur blessunarlega hlotið ætti að hafa skapast svigrúm til miklu meiri hjöðnunar verðbólgu en tekist hefur, auk þess sem viðskipta- kjarabatinn ætti að hafa skilað sér að nokkru í bættum kjörum almennings í landinu. Því er ekki að heilsa. Kaupmáttur hefur „hjaðnað" að undanförnp en þetta er nýyrði úr orðabók formanns Verkamannasambands Islands, Guðmundar J. Guðmundssonar. Kaupmáttur hefur „hjaðnað" mitt í öllu góðærinu og sum félög í ASÍ krefjast nú 8—11% grunnkaups- hækkunar til að ná kaupmætti sólstöðusamninga frá 1977. Sú krafa hljóðaði eitt sinn í orðabók Guðmundar J. „Samningana í gildi". Það er ekki ónýtt fyrir Guðmund að geta nú tekið undir þá kröfu eftir þriggja ára setu Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn. 5% gengisbreyting viðurkenning skipbrots Gengisbreytingin fyrir nokkr- um dögum er í raun viðurkenning á skipbroti efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Fyrirsjáanlegt er þó að þær aðgerðir munu að öðru óbreyttu einungis nægja til þess að halda atvinnuvegunum í svip- aðri spennitreyju og áður eftir að laun hafa hækkað um næstu „Ég sagði á Alþingi í vetur að sú stefna ríkis- stjórnarinnar, sem birt var um síðastliðin áramót, að halda gengi krónunnar föstu fyrst um sinn og beita síðan ströngu geng- is-„aðhaldi“ í 40% verð- bólgu ásamt hækkun vaxta og illvígustu beit- ingu verðlagshafta um áratugi, mætti nefna „upp- skrift fyrir atvinnu- leysi“.“ þeirri atvinnugrein hefur verið á undanförnum árum einn mesti vaxtarbroddur í útflutningsiðnaði. Efnahagsstefnan „uppskrift fyrir atvinnuleysi“ Ég sagði á Alþingi í vetur að sú stefna ríkisstjórnarinnar, sem birt var um síðastliðin áramót, að halda gengi krónunnar föstu fyrst um sinn og beita síðan ströngu gengis-„aðhaldi“ í 40% verðbólgu ásamt hækkun vaxta og illvígustu beitingu verðlagshafta um ára- tugi, mætti nefna „uppskrift fyrir atvinnuleysi". Allt tekur sinn tíma og sjálfsagt seinkar himnasend- ingin, sem er hækkun dollarans, afleiðingunum af stefnu ríkis- stjórnarinnar, einkum í sjávarút- veginum. Að sama skapi bitnar hún í fáránleika sínum ennþá þyngra á iðnaðinum, eins og fram kemur í ummælum fyrrgreindra manna um horfurnar í útflutn- ingsiðnaði. Ekki eru afleiðingarn- ar síður uggvænlegar fyrir ís- lenskan samkeppnisiðnað. í byrj- un ágúst hafði sterlingspund lækkað gagnvart íslenskri krónu um tæp 10%, danska krónan um rúm 7% og vesturþýskt mark um rétt 5%. Þctta merkir að enskar, danskar og þýskar innfluttar iðnaðarvörur hafa lækkað í inn- kaupi til landsins um 5 — 10% á sama tíma sem kostnaður við að búa til sömu vörur á íslandi hefur hækkað um a.m.k. 15— 20%. Með þessu era íslensk stjórn- völd í raun að greiða niður vöru framleidda erlendis, sem flutt er til landsins og seld í samkeppni við íslenskar iðnaðarvörur! Forystugrein franska blaðsins Le Monde Evrópa og sprengjan Forystugrein Berlingske Tidende Skömmu eftir að skýrt var frá því í Bandaríkjunum, að Ronald Reagan forseti hefði samþykkt tillögur varnarmála- ráðuneytisins um að ekki skyldi látið við það sitja að framlciða einstaka hluta i nifteindarsprengjuna heldur setja hana saman til geymslu i vopnabúrum í Bandarikjunum, birtist eftirfarandi forystu- grein í franska blaðinu Le Monde Blaðið er óháð en þykir oft taka afstöðu vinstra megin við miðju. Siðan jafnaðarmenn komust til valda í Frakklandi telja margir Le Monde túlka stefnu frönsku stjónarinnar i utanríkis- og öryggismálum. í forystugrein blaðsins 11. ágúst, sem bar yfirskriftina: Evrópa og sprengjan, sagði: „Ekki er unnt annað en taka heilshugar undir þau orð Prövdu frá 10. ágúst, að ákvörðun Reag- ans forseta um framleiðslu á nifteindarsprengjunni sé „ákaf- lega hættuleg stigmögnun" víg- búnaðarkapphlaupsins. En það er einnig unnt að fallast á þá skoðun Claude Cheysson utan- ríkisráðherra Frakka, að ákvörðun Bandaríkjamanna „komi ekki á óvart" og Banda- ríkjamenn séu aðeins að skýra opinberlega frá því, sem aðrir eru að gera án þess að segja frá því. Þegar dagblað sovéska komm- únistaflokksins kveinar hástöf- um yfir því, hve vígbúnaðar- kapphlaupið sé hræðilegt — og aldrei verður lögð nægilega þung áhersla á þær hættur og efnahagslegu afleiðingar, sem það getur haft í för með sér — gleymir blaðið hins vegar að bæta þessari spurningu við: „En hverjum er þetta að kenna?" Það er einum of einfalt að þurrka fortíðina út og endur- skrifa söguna svo að hún full- nægi einungis manns eigin þörf- um. Hver hefur safnað miklum fjölda Evrópukjarnorkueld- flauga, sem Atlantshafsbanda- lagsríkin munu í fyrsta lagi eignast 1983? Hver sendi skriðdreka til að berjast í Afg- anistan skammt frá helstu orkulindum Vesturlanda og lífsnauðsynlegum siglingaleið- um? Hver læst trúa því, að þessar ögranir Sovétmanna hafi ekki átt drjúgan þátt í falli Carters fyrrum forseta? Og höfum við einnig gleymt því, að 1978 viðurkenndi Carter opinberlega, að hann myndi ekki heimila bandarískum vopna- framleiðendum að fullgera nift- eindarsprengjuna, þótt Banda- ríkjamenn gætu það tæknilega? Kjör Reagans var eðlileg af- leiðing ófara Carters í utanrík- Fylgismenn f í danska blaðinu Berlingske Tidende birtist 23. ágúst forystugrein um nifteindar- vopnið og andmælin gegn því undir fyrirsögninni: Fylgis- menn friðar. Fer forystugrein- in hér á eftir: „Enginn hópur í þjóðfélaginu getur krafist einkaréttar á því að vera fylgismenn friðar. Það er ekki verið að gera lítið úr háleitum hugsjónum að baki starfinu, sem unnið er í friðar- samtökum eða öðrum félögum, sem skreyta sig með orðinu friður, þótt fullyrt sé, að stund- um er unnt að vinna að friði með raunhæfari hætti en þeim að skrifa undir friðarávörp eða mótmæli gegn nifteindar- sprengjunni. Ekkert er eðlilegra en það höfði mjög til hvers og eins, þegar um það er rætt, hvernig friður verði best tryggður. Á því leikur ekki vafi, að tilvist hroða- legra gjöreyðingarvopna, eink- um kjarnorkuvopna, stuðlar að því að koma í veg fyrir stórátök, þriðju heimsstyrjöldina. Hvað sem því líður sæta þó kjarn- orkuvopnin og þau ríki, sem framleiða þau, mestri og ákaf- astri gagnrýni. Bæði má rekja það til vitneskju okkar um grimmilegar afleiðingar kjarnorkusprengjanna, sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki 1945, og líklega alltof vel staðfestrar vissu okkar um þær miklu meiri hörmungar, sem nú myndu leiða af kjarn- orkustríði. Þau áhrif á almenningsálitið, sem kjarnorkuvopnaandstæð- ingar reyna nú að hafa einkum gegn nifteindarsprengjunni, slævast mjög vegna of einhæfs málflutnings. Það er með öllu tilgangslaust að beina öllum kröftum sínum að einu vopni og efna til mótmælagangna og gefa út friðarávörp vegna þess. Harkaleg viðbrögð Sovétstjórn- arinnar við einmitt þessu vopni færa okkur ekki nein óhrekjandi sannindi um það, að Rússar elski friðinn meira en Amerík- anar. Ráði Atlantshafsbanda- lagið yfir nifteindarvopnum í Evrópu veikir það hernaðarlega yfirburði Sovétmanna, sem meðal annars má rekja til þess, að þeir eiga fleiri skriðdreka en Vesturlandabúar. Menn eru því ekki að leggja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.