Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 11 Skriðdrekaárás. verður áhættumeiri Vopnið fælir frá árás af því að það er „trúverðugra“ ismálum, alveg eins og vígbún- aðaráætlanir þessa forseta repúblíkana — en nifteindar- sprengjan er aðeins einn þáttur þeirra — eru öldungis eðlilegar í kjölfar kosninganna. Á því leik- ur enginn vafi, að vísindamenn í Sovétríkjunum — og í Frakk- landi og öðrum löndum, sem til þess hafa getu — vinna að því eins og starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum að fulikomna vopn „með heftri geislun/minni sprengjuskaða" og með meiri leynd en viðgengst í Bandaríkj- unum. Enginn getur álasað þeim fyrir það. Siðferðilegt mat má sín lítils í stjórnmálaákvörðun- um. Það er á þessum forsendum, en ekki með tilliti til almenn- ingsálitsins, þótt unnt sé að mæla því bót, sem mikil og ekki mjög stór herveldi verða að meta stöðu sína. Hernaðar- stefna leiðir ekki til ffiðar en hið sama má segja um stefnu friðarsinna. Á árunum milli heimsstyrjaldanna varð minn- ingin um hörmungarnar á árun- um 1914—1918 til þess að lýð- ræðisríkin gripu til ýmissa ráðstafana — Maginotlínan í Frakklandi, friðmælastefnan í Bretlandi, einangrunarstefnan í Bandaríkjunum — sem leiddu þær beint til Múnchen og blóð- baðsins, sem á eftir fylgdi. Ákvörðun Reagans kann að vera hættulegri að því leyti, að Evrópumenn eigi erfitt með að skilja hana, sérstaklega þó Vestur-Þjóðverjar, og hún stuðli þar með að hlutleysisstefnu, sem leiðtogar franskra jafnað- armanna segja sigri hrósandi, að eigi engu fylgi að fagna í landi sínu um þessar mundir. Eigi að takmarka hættulegar afleiðingar núverandi deilna — sem eru hinar alvarlegustu síð- an í Kúbudeilunni eins og Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur réttilega sagt — verður Reagan nú að sýna ráðamönnum í Moskvu, að hann vilji tala við þá. Hann hefur sýnt, að honum er fúlasta alvara, og hefur því allt að vinna með því að vera viðmótsþýður — hið sama gildir um öll önnur ríki veraldar.“ riðar neitt ígrundað og vel rökstutt fram í umræðunum um stríð og frið með því að játa friðnum ást sína og lýsa því jafnframt yfir, að nifteindarsprengjan sé verk- færi djöfulsins. Stórveldapólitík er valdapólitík og í okkar heims- hluta byggist alþjóðlegt öryggi á tveimur andstæðum fylkingum, er önnur þeirra mynduð af 15 fullvalda ríkjum en hin af Sov- étríkjunum og ríkjunum í Austur-Evrópu, sem eru mis- munandi mikið ósjálfstæð. Skilyrði umræðna eru mjög ólík, eftir því hvort menn eru í austur- eða vesturhluta Evrópu — ekki síst þegar rætt er um stríð og frið. Á Vesturlöndum fara umræðurnar fram fyrir opnum tjöldum, þar sem hver og einn getur látið ljós sitt skína, Sovétstjórnin hefur ókeypis að- göngumiða til að taka þátt í áróðursstríðinu. Friðarbaráttu- menn hér í landi ættu einnig að leiða hugann að þessum gjör- ólíku skilyrðum, sem friðar- starfinu eru sköpuð. Háleitar hugsjónir megna ekki að rétt- læta einhliða slagorðaglamur með því einu að beita fyrir sig orðinu friður." Verði nifteindarsprengjan svonefnda flutt til Evrópu, er líklegast. að henni yrði beitt í átökum í Vestur-býskalandi. Þess vegna beina menn mjög augunum þangað. þegar rætt er um þær pólitísku afleið- ingar, sem ákvörðun Ronald Reagans um framleiðslu á sprengjunni kann að hafa. Eins og fram hefur komið í fréttum er Ilelmut Schmidt kanslari Vestur-býskalands sömu skoð- unar nú og hann var 1978, þegar Jimmy Carter þáverandi Bandaríkjaforseti ákvað. að nifteindarsprengjan skyldi ekki fullgerð. Segir Helmut Schmidt, að hann geti fellt sig við, að sprengjunni verði komið fyrir í Vestur-býskalandi að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Aðrir í flokki hans eru öndverðrar skoðunar. Hér á eftir eru birtir kaflar úr grein í þýska hlaðinu Frankfurter All- gemeine Zeitung eftir Gunther GiIIessen um nifteindar- sprengjuna. Greinin birtist 17. ágúst í hinu virta þýska dag- blaði. Ruglandina í opinberum um- ræðum í Evrópu um nifteind- arsprengjuna má að verulegu leyti rekja til þess, að fæstir vita, hvað greinir þetta vopn frá öðrum kjarnorkuvopnum og hvaða áhrif það hefur á her- fræðilega stefnumörkun. Því er haldið fram, að tilvist nifteind- arsprengjunnar auki líkurnar á því, að til kjarnorkustyrjaldar komi. Sovétmenn leggja sig fram um að kynda undir þessa skoðun. Væri hún rétt, mælti ekkert með framleiðslu sprengj- unnar. Hins vegar er hún ekki rétt. I tæknilegu tilliti er „nifteind- arsprengjan engin sprengja, heldur sprengjuhleðsla í tvö skotvopn landhersins, flug- skeytið Lance (sem dregur um 120 km) og fallbyssur stórskota- liðsins, sem hafa 205 mm hlaup- vídd. Að eðli ber að líta á vopnið sem hluta vetnissprengjunnar. Sprengjukraftinn má rekja til kjarnaklofa, sem kemur af stað kjarnasamruna í skjóli þungs vatns. Við hann verður til helí- um og út brýst bylgja orkuríkra nifteinda (nevtróna). Vegna kjarnakveikjunnar er nifteind- arvopnið því alls ekki „hreint" kjarnorkuvopn. Hins vegar framleiðir það töluvert minni geislavirk „óhreinindi" en önnur kjarnorkuvopn. Áhrifin af kjarnorkuvopnum eru þrenns konar: þrýstingur, hiti og geislavirkni, í nifteind- arvopninu er geislavirknin tölu- vert meiri en í öðrum slíkum vopnum og þrýstingurinn og hitinn minni. „Menn láta sér marga vitleysu um munn fara,“ sagði Caspar Weinberger varn- armálaráðherra Bandaríkjanna á dögunum, „og segja meðal annars, að nifteindarvopnið drepi aðeins menn en hlífi mannvirkjum. Það eyðileggur hluti og drepur menn, því miður eru vopn ekki framleidd í öðrum tilgangi."... Her- og vopnatæknilegir yfir- burðir nifteindarvopnsins felast í því, að það getur grandað hættulegustu árásarvopnunum, skriðdrekum, á takmörkuðu svæði með nifteindargeislum, hins vegar hlífir það fólki í kjöllurum og fótgönguliði í skotgröfum rétt utan við sjálft sprengjusvæðið. Nifteindar- vopnið kemur því að sérstaklega góðum notum fyrir þá, sem þurfa að verjast framsókn skriðdrekafylkinga eða granda þeim í herbækistöðvum. Ein- ungis tilvist þess leiðir til þess, að dreifa verður skriðdrekafylk- ingum og þar með aukast lík- urnar á því, að unnt verði að verjast skriðdrekaárás með venjulegum vopnum. Stjórnmáladeilurnar um vopnið snúast fyrst og fremst um það, hvort nýting þess dragi úr hræðslu manna við kjarn- orkustríð og veiki þannig þátt kjarnorkuvopnanna í því að fæla menn frá átökum (ógnar- jafnvægið). Egon Bahr (einn af ráðamönnum í jafnaðarmanna- flokki Helmut Schmidts innsk. Mbl.) hefur látið í ljós það álit, að nifteindarvopnið auki líkurn- ar á kjarnorkustyrjöld og þess vegna sé hann á móti því. Þessa fullyrðingu er vert að kanna nánar: Hömlurnar á her- stjórnanda, sem getur í neyðar- tilviki beitt kjarnorkuvopnum, eru væntanlega minni, ef hann veit, að vopnin valda aðeins tjóni á árásaraðilanum en hann getur komist hjá því að skaða almenna borgara og eignir þeirra. Þar með sýnast líkurnar á kjarnorkuátökum að aukast, þegar nifteindarvopnið kemur í stað eldri gerða kjarnorku- vopna. Hins vegar er ekki rökrétt að láta hér staðar numið í þessum hugleiðingum. Aukist líkurnar á því, að varnaraðilinn beiti þess- um vopnum, eykur það jafn- framt hræðsluna hjá árásaraðil- anum, hann gerir sér betur grein fyrir þeirri áhættu, sem hann tekur. „Fælingin" verður „trúverðugri". Af þessu leiðir, að líkurnar á kjarnorkuátökum minnka. Þriðja dæmi: Beiting nifteind- arvopns kæmi ekki í kjölfar átaka með venjulegum vopnum, sem mögnuðust upp í „takmark- aða beitingu" kjarnorkuvopna. Andstæðingurinn myndi svara með kjarnorkuvopnum. Sjálf- sagt væri að gera ráð fyrir því. Beiting nifteindarvopna gæti sem sé leitt til allsherjar kjarn- orkustríðs. Þar með er vopnið ekkert „undravopn" gegn skriðdrekum. Ekki er unnt að bæta galla í venjulegum vopnum með því að leysa kjarnorkuna úr læðingi, nema menn vilji ganga fram á hengibrún gjöreyð- ingarstríðs. í þessu tilviki hlýtur árásar- aðilinn einnig að huga að því, þegar hann veit að andstæðing- urinn á nifteindarvopn, að hann tekur meiri áhættu með því að beita yfirburðum sínum í venju- legum vopnum en ef varnaraðil- inn ætti ekki nifteindarvopn. Nifteindarvopnið gerir að engu yfirburði í skriðdrekastyrk, sem beita á til þrýstings, nauðungar eða í átökum um leið og það treystir sambandið á milli venjulegs herbúnaðar og kjarn- orkuvígbúnaðar og dregur þar með úr líkum á árás, fælir árásaraðilann frá, þau litlu kjarnorkuvopn, sem nú eru til staðar, tryggja ekki nógu gott samband að þessu leyti. Menn eru hræddari við nift- eindarvopnið en önnur kjarn- orkuvopn, af því að það er „trúverðugra" en þar með minnka einnig líkurnar á því, að vopnið verði notað í stríði. Jafnvel kjarnorkuvopna- andstæðingar ættu að skilja, að einnig frá þeirra sjónarhóli gera nifteindarvopnin ekki illt verra. Fárið í Evrópu vegna ákvörðun- ar Ronald Reagans á ekki við rök að styðjast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.