Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 13

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 13 Lax veiddur í hafbeitarstöðvum hefur verið allt að 10% af árlegri veiði miðað við fjölda. Myndin er tekin við kistuna i Laxeldisstöðinni i Kollafirði. (Ljósm. Arni ísakssun) ur á smálaxi í Lárósstöðina á Snæfellsnesi, þar sem fengist hafa yfir 10% heimtur á gönguseiðum sem keypt voru í Kollafirði 1980. Þessi mismunur á milli hafbeit- arstöðvanna og laxveiðiánna bendir óneitanlega til þess, að afföll í seiðunum hafi frekar orðið í ferskvatni en í sjó. Könnun á laxi við Færeyjar Gagnstætt því sem Jakob V. Hafstein hefur haldið fram und- anfarin ár, er nú merkt verulegt magn gönguseiða á vegum Veiði- málastofnunarinnar, ýmist til sleppinga í Kollafirði eða í aðrar ár. Síðastliðin 10 ár hafa verið merkt um 40.000 eldisseiði með útvortis merkjum og tæplega 250.000 seiði með örmerkjum, sem skotið er inn í haus seiðanna. Á sama tíma hafa Norðmenn, sem merkja hvað mest af okkar ná- grannaþjóðum, merkt um 160.000 gönguseiði með útvortis merkjum en þeirra laxveiði er nærri sexfallt meiri en hjá okkur. Síðan 1974 hafa merkingar hérlendis verið mest með svokölluðum örmerkj- um, en það eru segulmagnaðar málmflísar, sem skotið er inn í trjónu laxaseiðanna. Lífslíkur seiða sem merkt eru með þessari tækni, eru að minnsta kosti tvö- faldar miðað við fyrri aðferðir og má því segja, að 50.000 seiða merking vorið 1980 samsvari 100.000 seiða merkingu með út- vortis merkjum. íslendingar hafa einir notað þessa tækni á Atlantshafslax allt frá 1974, en á síðasta ári hófu írar einnig merkingar með þessari aðferð. Þar sem merkið er inni í haus laxins, kemur það nær aldrei fram í úthafsveiðum, en allir laxar merktir með þessari tækni hafa jafnframt ytri einkenni, þar sem veiðiuggi er í öllum tilfellum stýfður af. Nú hagar þannig til með veiði Færeyinga að mestöllum laxi er landað á tiltölulga fáum stöðum. Ætti því að vera auðvelt og ekki fram úr hófi dýrt að semja við Færeyinga um það að íslenzkir eftirlitsmenn fengju að skoða veiddan lax, leita að veiðiugga- klipptum löxum, og fjarlægja merkin ef einhver eru. Þannig gætu örfáir eftirlitsmenn haft yfirsýn yfir megnið af þeim laxi sem landað er í Færeyjum. Vísir að slíku eftirliti fór fram í Fær- eyjum síðastliðið vor á vegum Veiðimálastofnunar, en þá voru 5.500 laxar, eða um 22 tonn, grandskoðuð með tilliti til merk- inga. Aðeins 12 veiðiuggaklipptir laxar fundust, en enginn þeirra var með merki í hausnum, enda er veiðiuggi klipptur í flestum lönd- um við Atlantshaf, án þess að önnur merking fylgi með. Æski- legt væri, að eftirlit af þessu tagi gæti hafist strax á þessu hausti. Samhliða eftirlitinu þyrfti að stórauka örmerkingar á norðan- verðu landinu og sleppa merktum seiðum á lykilstöðum. Örmerk- ingar eru fljótlegar, miðað við fyrri aðferðir, þar sem tveir menn geta merkt 100.000 laxaseiði á einum mánuði, en það hefði tekið þrjá mánuði með eldri aðferðum. Á þann hátt, sem hér hefur verið lýst, ætti að fást góð vitneskja um hlutfall íslenzkra laxa í þessum veiðum. Þar sem írar hafa nú hafið merkingar með þessari tækni mætti hafa samvinnu við þá um mál þetta. Jafnframt þarf að knýja á um það að þessar veiðar verði stöðvaðar, þótt slíkt kosti vafalítið nokkra baráttu. Við ís- lendinga höfum þó fram yfir aðrar þjóðir hreinan skjöld hvað sjávar- veiði á laxi varðar. Heildarúthafsveiði á laxi i Atlantshafi síðustu 10 ár i tonnum. Ár Netaveiði við Vestur- Grænland (tonn) Línuveiði austur af Jan Mayen (tonn) Línuveiði við Færeyjar (tonn) Heildarveiði. í úthafinu (tonn) 1970 2146 946 12 3104 1971 2689 488 0 3177 1972 2113 506 9 1628 1973 2341 533 28 2902 1974 1917 373 20 2310 1975 2030 475 28 2533 1976 1175 289 40 1504 1977 1420 192 40 1652 1978 984 124 51 1159 1979 1395 118 194 1707 1980 1194 155 718 2067 1981 áætlaö 1000 Skattahalaskrímsl- ið og gamla fólkið eftir Svein ólafsson, Silfurtúni: Grein sú um ráð til úrlausnar er undirritaður lét frá sér fara fyrir skömmu vegna þess hneykslunar- lega ástands í skattamálum, sem bitnað hefir á eldra fólki um árabil eða siðan það var í lög leitt að fólk skyldi hætta störfum á ákveðnum aldri, virðist hafa hreyft verulega við almenningi. Þar var bent á auðvelda lausn til að rétta hlut þessa fólks, svo það í raun gæti hætt að vinna eins og opinberir aðilar höfðu stefnt að, en í raunveruleika ekki gert fólki kleift að gera, vegna þess að skattaskrímslið hélt og heldur áfram, fyrir athugunarleysi, að þjaka þetta fólk. Það er von mín að þær hugleiðingar sem fram komu hafi einnig hreyft við stjórnmálamönnum, það eru þeir sem þurfa að bregða hér við, en almenningur er sá aðili, sem þetta bitnar á. í umræðum, sem ég hefi séð um þetta er þó eitt atriði, sem ég minntist ekki á í fyrri grein, en er verulega mikið alvörumál útaf fyrir sig, en það er hvernig þær reglur eru sem gilda um niðurfell- ingu skatta á ellilífeyrisþegum. Þær eru þannig að ellilífeyriþeg- um sé heimilt að sækja um, ég segir aftur sækja um, niðurfell- ingu skatta. Þá kom og fram að fáir hefðu gert þetta, ekki kunnað til þess, eða ekki viljað standa í Sveinn ólafsson Ef þjóðfélagið ætlar að fella niður skatta eldra fólks þegar það hættir vinnu, þá á að gera það vafninga- laust. því „betli", sem mörgum finnst þetta eiga sammerkt við. Það, sem ég vildi nú nefna og gerði ekki áður, er einmitt um þetta atriði. Mér sýnist, að ef þjóðfélagið meini í alvöru að það vilji eitthvað gera í því, sem ég nefndi, þá eigi ekki að þurfa að standa í einhverjum bréfaskrift- um um svona mál, — með allri þeirri vinnu, bæði fyrir umsækj-" endur og opinbera aðila, seina- gangi og vafstri, sem slíku fylgir, — heldur eigi þetta að ganga sjálfkrafa fyrir sig og opinberum aðilum, þ.e. skattayfirvöld, ein- faldlega vera falið að sjá um framkvæmd með kerfisbundnum hætti. — Annaðhvort hafa menn þessi réttindi eða ekki, og hálfkák, sem leiðir af sér mismunun, á ekki að viðgangast í hlutum sem þess- um. Ef þjóðfélagið ætlar að fella niður skatta eldra fólks þegar það hættir vinnu, þá á að gera það vafningalaust. Ef þjóðfélagið vill lofa þessu fólki að fá að njóta einhverra annarra kjara, eins og að fá að borga illviðráðanlega skatta með afborgunum, eins og ég var að benda á, þá á slíkt að vera sjálfvirkt. Það á ekki að vera með neinn tvískinnung í þessum efnum eins og greinilega hefir verið, eitthvert „haltu mér, slepptu mér“ fyrirkomulag. Það á að ganga hreint til verks og sýna futlkominn heiðarleika í svona málum. Annað sæmir ekki þeim er annast eiga forsjá og velferðarmál fólksins í landinu, þ.e. landsfeðr- unum, sem stjórna málum þjóðar- innar. Enn verður að vona, að Guð láti gott á vita, og góðir menn láti ekki sitt eftir liggja. Hcrmann R. Stefánsson, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, snyrtisérfræðingur, Unnur Arngrimsdóttir, framkvæmdastjóri, og Hilmar Jónsson, ritstjóri Gestgjafans, á blaðamannafundi hjá Modelsamtökunum. Ljósm. Guðjón. Þjónustumiðstöð Módelsamtakanna: „Herranámskeið í framkomu, snyrtingu og siðvenjum“ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Módel- samtakanna mun bæta við starf- scmina margskonar þjónustu í haust. Meðal annars hefur verið ráðinn snyrtiséríræðingur, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, og mun hún annast kennslu og ráðgjöf á því sviði á námskeiðum. Einnig verður boðið uppá herranám- skeið i framkomu, snyrtingu og siðvenjum og stendur innritun í það nú yfir. Þjónustumiðstöð Módelsamtak- anna hefur í mörg ár staðið fyrir námskeiðum fyrir ungar stúlkur og konur til að „skapa konunni öryggi og eðlilega framkomu í umgengni sinni við aðra og auð- velda þannig mannleg samskipti". Það er nýjung að körlum skuli boðið uppá slíkt. Framkvæmda- stjóri Módelsamtakanna, Unnur Arngrímsdóttir, sagði að þarna gæfist körlum kostur á að fága sína framkomu, meðal annars gagnvart hinu kyninu, en þeir yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir væru verndarar konunnar, hvað sem allri jafnréttisbaráttu liði. Hilmar Jónsson, ritstjóri Gestgjafans, mun annast sýni- kennslu í tilbúningi og fram- reiðslu samkvæmisrétta á nám- skeiðum þjónustumiðstöðvarinn- ar. Unnur sagði að þjónustumið- stöðin muni einnig veita ýmiskon- ar þjónustu í sambandi við brúð- kaup, snyrta og klæða brúðina, hjálpa við val á brúðarblómum með aðstoð sérfræðings og ýmis- legt fleira. í undirbúningi er að annast leigu á brúðarkjólum. Unnur sagði að nafn Módel- samtakanna gæfi ranga mynd af starfseminni því að hún væri ekki eingöngu fyrir sýningarstúlkur heldur væru námskeiðin ætluð konum og körlum á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.