Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 14

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 . HLAÐVARPINN . íslendingasögurnar: Minna lesnar, meira myndadar inni hér meA sjást þeir Sijjurður og Ájíúst huga að tækjabúnaði og sviði, áður en taka hefst á óhuKn- anlcKu seiðmöKnunaratriði, scm tekið var upp á hverasvæði í Krýsuvík í vetur er leið. Athyglisvert er að áhugi kvik- myndagerðarmanna beinist nú að fornsögunum íslensku, og er vissu- lega tilhlökkunarefni, ef fleiri gersemar fornbókmenntanna verða myndaðar eins og Gísla saga nú og þættir Sturlungu í myndinni um Snorra Sturluson. Grunur deikur á að þeim íslend- ingum fækki sífellt, er vel þekkja til Islendingasagnanna, og þótt bækurnar prýði ófá heimilin hér- lendis, er sennilegt að þær séu margar hverjar rykfallnar vel vegna lítils áhuga eigendanna á efni þeirra. Kvikmyndun eftir sögunum er því vafalítið rétt svar við breytingum á videotímum, en miklu skiptir auðvitað hvernig til tekst. Er vonandi að myndirnar um Snorra og Gísla verði báðar til þess að auka áhuga íslendinga á fornsögunum, en ekki hið gagn- stæða. Nú styttist óðum í að frumsýnd verði kvikmyndin Utlaginn, sem kvikmyndafélagið ísfilm hefur verið að vinna að undanfarna mánuði. Kvikmyndavinnu er lok- ið fyrir allnokkru, og er nú unnið að endanlegum frágangi myndar- innar. sem ákveðið hefur verið að sýna fyrst hinn 15. október næstkomandi, eða eftir rösklega hálfan annan mánuð. Myndin er sem kunnugt er byggð á sögunni um útlagann eða skógarmanninn Gisia Súrsson, sem einna lengst hefur haldist við i útlegð allra íslendinga. þó hann félli að lokum fyrir óvinahendi. Handrit myndarinnar er eftir Ágúst Guð- mundsson. sem jafnframt er leik- stjóri, en kvikmyndatakan er í öruggum höndum Sigurðar Sverris Pálssonar. — Á mynd- Adam og Eva yfirgefa Eden Þessa mynd rákumst við á í uíðasta hefti tímaritsins Freys, og stendur þar einfaldlega i myndatexta: Adam og Eva yfirgefa Eden! Frekari skýringar fylgja myndinni ekki, en hún er hins vegar notuö sem skreyting við grein Árna Jónssonar erindreka Stéttarsambands bænda, um skattamál. Grýluplata fyrir jólin „Við ætlum að taka okkur tveggja mánaða hvild frá böllun- um nú i haust, og koma siðan aftur hressari en nokkru sinni fyrr, með mikið frumsamið efni og nýtt prógramm,“ sagði Ragn- hildur Gfsladóttir söngkona og aðaldriffjöðurin i hljómsveitinni Grýlurnar, er Hlaðvarpinn sló á þráðinn til hennar nú í vikunni. „Þá erum við líka aðeins farnar að huga að plötuupptöku," sagði Ragnhildur, og stefnt er að því að koma Grýluplötu út fyrir jólin, þar sem aðallega verður að finna frumsamið efni vona ég.“ Ragnhildur sagði að „vertíðin" í sumar hafi gengið mjög vel, mikið að gera og aðsókn góð á þeim dansleikjum sem Grýlurnar hafa leikið á. „Þetta hefur verið ofsa- lega gaman,“ sagði Ragnhildur, „en líka mikið púl. — Jú, jú, við höfum lent í alls konar vandræð- um og óvæntum uppákomum, en þetta hefur þó allt farið vel að lokum. Stundum getur þetta þó tekið dálitið á taugarnar, eins og um daginn, þegar ég missti rödd- ina gjörsamlega eftir ball norður í landi. Við höfðum verið að spila á balli í Húnaveri, og siðan áttum við að vera í Kjósinni kvöldið eftir. Þá var ég bara alveg raddlaus, svo við leituðum uppi næsta sjúkrahús, þar sem ég fékk einhverja mixtúru til að laga raddböndin. Það gekk nú samt hægt, og þegar leið á daginn fórum við að skipuleggja prógrammið upp á nýtt, og dreifa söngnum á fleiri. Það var þó ekki auðvelt, því mörg laganna höfðu hinar aldrei sungið. Þetta gekk þó allt vel, og mér tókst að syngja með þegar komið var í Kjósina, en neyddist þó til að syngja áttund neðar allt kvöldið! — Nei, nei, ég held að enginn hafi tekið eftir því, alla vega kvartaði enginn! Þetta eru annars bara ævintýri sem allar hljómsveitir lenda í, og geta sjálfsagt flestir sagt eitthvað svipað. Þetta tekur á þegar á því stendur, en eftir á er hægt að hafa gaman af öllu saman.“ Ekki sagði Ragnhildur að nein vandamál hefðu komið upp vegna þess að um kvennahljómsveit er að ræða. Strákarnir hefðu ekki sýnt þeim neitt nema velvild, og óneit- anlega væri gaman að sjá að karlmennirnir á böllunum stæðu og horfðu á hljómsveitina ekki síöur en steipurnar, sagði Ragn- hildur hlæjandi. „Einhverjir hafa líka verið að halda því fram að við spilum alls ekki sjálfar á böllun- um, heldur leikum við bara og þykjumst syngja eftir segulbandi sem á víst að vera baksviðs hjá okkur. — Við höfum því stundum sagt í byrjun dansleikja, að við ætluðum bara að taka eitt lag sjálfar, áður en við settum segul- bandið í gang. Það er ekki laust við að sumir verði kindarlegir á svip- inn við svona yfirlýsingar!" Ragnhildur sagði að þessa dag- ana væri hún að vinna að barna- plötu, sem á að koma út í haust, með lögum eftir Herdísi Egilsdótt- ur. Gegnum holt og hæðir á hún að heita. „Það eru annars um fjögur ár síðan ég byrjaði í þessum „bransa“,“ sagði hún, „þegar ég söng inn á plötu meö Lummunum og Gunnari Þórðarsyni. Áður hafði ég aðeins kynnst Gunnari er ég söng inn á tvö lög á barnaplötuna Út um græna grundu, og það var líklega upphafið. Síðan hefur þetta komið hvað af öðru, og búið að vera mjög skemmtilegt með Grýlunum í sumar,“ sagði Ragnhildur að lok- um. - AII. Kagnhildur Gísladóttir og Grýl- urnar verða með nýja hljóm- plötu á jólamarkaðnum I ár. ■ Athyglisverð tilraun i Alftamýrarskóla: Tengja námið sumarvinn u n ni með könnun á vinnustöðum Sumarleyfi barna og unglinga á skólaskyldualdri hér á landi eru sem kunnugt er talsvert lengri en almennt gerist meðal nágranna- þjóða okkar íslendinga. Sumarfriið er hér yfirleitt þriggja til fjögurra mánaða langt. á meðan skólakrakkar i öðrum löndum verða að láta sér nægja fimm til sex vikna fri frá skóla og bóklestri. Ekki er liklegt að mikil breyting verði á þessu fyrirkomulagi hér, enda almennt talið að gott sé og nauðsynlegt fyrir skólanema að komast i kynni við hið fjölbreytilegasta atvinnulíf í sumarvinnu, auk þess sem hinir árstíðabundnu atvinnuvegir íslendinga kalla á fleira fólk til starfa á sumrin, yfir hábjargræðistimann. — Þar með er þó ekki sagt að ekki megi á einhvern hátt nýta sumarvinnu skólafólks við námið að vetrinum. Tengja námið sumarvinnunni í vor og sumar hefur verið unnið að athyglisverðri tilraun í þessa átt, þar sem Álftamýrarskóli og Sálfræðideild skóla í Reykjavík eru að kanna hvort ekki megi á einhvern hátt hagnýta sumar- vinnu nemenda við hið bóklega nám að vetrinum, sem bæði komi skólanum og sumarvinnunni til góða. Þeir Jón Ársæll Þórðarson starfsmaður Sálfræðideildar og Marteinn Sigurgeirsson kennari hafa unnið að þessari tilraun í samstarfi við 8. bekk S i Álfta- mýrarskóla, en í þeim bekk voru í fyrravetur 25 nemendur, sem setj- ast munu í 9. bekk nú í haust. „Hugmyndin að þessu kviknaði eiginlega í samtölum okkar við bekkinn, og frumkvæðið er jafnt nemendanna sem okkar, þó við höfum tekið að okkur að hafa umsjón með tilrauninni," sagði Jón Ársæll, er blaðamaður ræddi við þá Martein nú í vikunni. „Hugmyndin með tilraun sem þessari er sú að skólinn hjálpi nemendunum við að nýta betur þá reynslu og þekkingu er þeir afia sér með vinnunni á sumrin," sagði Jón Ársæll ennfremur. Marteinn sagði að hugmyndin hefði verið sú að nemendurnir gerðu athugun á atvinnu sinni, vinnustað og öðru því sem á einhvern hátt tengdist starfinu. Þar mætti til dæmis nefna vinnuaðstöðu, kaup og kjör, úrbætur, þróun viðkomandi fyrir- tækis, ábyrgð starfsmanna og menntun, atvinnumöguleika, stundvísi, slysahættu, möguleika og starfsaðstöðu - fatlaðra og margt fleira. Ljósm.: Emilia Rjornsdóttir Þeir hafa haft umsjón með til- rauninni: Jón Ársæll Þórðarson við Sálfra-ðideild skóla í Reykja- vík. og Marteinn Sigurgeirsson kennari við Álftamýrarskóla. Jón Ársæll sagði að í haust væri síðan ætlunin að vinna á margvís- legan hátt úr þeim upplýsingum er nemendur hafa þá aflað sér, og það kynnt öðrum í máli og mynd- um. Jákvæðar undirtektir íor- eldra og atvinnurekenda Þeir Marteinn og Jón Ársæll sögöu, að hugmynd þessi hefði þegar frá upphafi hlotið mjög jákvæðar undirtektir hjá nemend- unum sjálfum, sem raunar áttu einnig hugmyndina að þessari tilraun, ásamt þeim. Enginn hefði verið skyldaður til að taka þátt i þessu, allir hefðu gert það af frjálsum vilja, vegna áhuga á verkefninu. Þá var foreldrum unglinganna einnig tilkynnt um málið, og þeim skýrt frá tilrauninni í bréfi. Engar óánægjuraddir heyrðust úr röðum foreldra, heldur virtust j>eir hafa áhuga á þessari nýjung ekki síður en nemendurnir sjálfir. I bréfi er foreldrunum var sent, segir svo meðal annars: „Eflaust getur margþætt reynsla foreldra og forráðamanna unglinganna komið að gagni við athugun sem þessa og væri það mjög vel þegið ef foreldrar aðstoð- uðu nemendur eftir föngum. Við sem að þessari tilraun stöndum, vonum að nemendur geti, með athugunum sínum, séð hlutina í víðara samhengi og hagnýtt sér betur en áður þann lærdóm, sem af vinnunni má draga. Sumarvinna nemenda er að nokkru séríslenskt fyrirbæri sem lifandi skóli þarf að nýta sér, slíkt getur lífgað upp á skólastarfið og auðgað hefðbundið bóknám." Undirtektir vinnuveitenda ungl- inganna sögðu þeir einnig hafa verið mjög góðar, og einnig vinnu- félaga, en á þeim veltur að veru- legu leyti hvernig til tekst. Hittust á Torfunni Þeir Marteinn og Jón Ársæll boðuðu nemendurna til fundar við sig á Torfunni í síðustu viku, þar sem farið var yfir hvernig gengið hefur, og þar sem ætlunin var að aðstoða unglingana ef einhver vandamál hefðu komið upp. „Það mættu sextán af tuttugu og fimm nemendum í bekknum," sagði Marteinn, „og vorum við mjög ánægðir með það, því fyrirfram vissum við ekki hvernig því yrði tekið, að skólinn kallaði á nem- endurna á þessum tíma.“ Jón Ársæll sagði að ekki hefðu komið í Ijós nein vandamál, sem ekki væri hægt að yfirstíga. Sumir krakkanna voru þegar búin að leysa verkefni sín, og aðrir langt komnir. „Ég hef því von um að þetta muni takast mjög vel,“ sagði Jón, „og að sá árangur náist sem að var stefnt, en það ætti bæði að koma skólanum vel, og ekki síður þeim vinnustöðum er unglingarn’ir vinna á, að þeim sjálfum ógleymd- um. Það eitt, að þau eru með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.