Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 16

Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 20. febrúar 1946. Séra Sigurgeir Sigurðsson biskup að gefa saman Guðrúnu Jónsdóttur og Valdimar. Hann fermdi Guðrúnu þegar hann var prestur á ísafirði. Ég lenti í meiriháttar gilli í Oddfellow áður en ég fór frá íslandi í september, 1934, — samsæti til heiðurs séra Rögn- valdar Péturssonar frá Winnipeg sem var í þann veginn að fara heim til sín. Einar Hjörleifsson Kvaran stjórnaði samsætinu og var gaman að hlýða á þann fræga mann. Ágúst H. Bjarnason, mikill vinur séra Rögnvaldar, hélt vernd- arvængi yfir mér, en ég kom í samsætið með Sigurði Nordal, sem ég hafði kynnst nokkuð vel, og var Gerður Jónasdóttir borðdama mín — dóttir Jónasar frá Hriflu, sem ég þekkti svo vel um árin. Þar voru frægir menn sem voru svilar þá, báðir giftir dætrum Einars Arnórssonar, Kristmann Guð- mundsson og Halldór Kiljan Laxness. Þar voru Ragnar Kvaran og Þórunn kona hans, „Mangi Matthíasar" — Magnús, sonur Matthíasar Jochumssonar og Matthildur Kvaran kona hans, Alexander Johannesson og út- varpsprýðin sjálf, Sigrún þulur — og margt fleira fólk. Ég flutti jafnvel ræðu af veikum mætti. Þá var mikið verið að tala á Islandi um stefnuskrár í stjórnmálum, einmitt er stjórnin var að mynd- ast sem Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson sátu í. Ég var nokkuð hátíðlegur — talaði um „stefnuskrá íslands" — að verða „vaxandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis braut“. Mér hefur verið margt minn- isstætt frá stuttri dvöl á íslandi sumarið 1934 — en hvað þá þann helling af endurminningum frá fjórum árum á landinu, 1942 til 1946? Þær eru ótæmandi. Ég lifi á Samtal í stað greinar Yaldimar Björnsson 75 ára Morgunblaðið hefur fengið um árin fleiri greinasendingar frá Valdimar Björnssyni í Minneapol- is, en nú, í samráði við góðkunn- ingja í Reykjavík, er komin frekar einhliða afmælisviðtal við Valdi- mar, þar sem hann verður 75 ára á höfuðdaginn, 29. ágúst. Hann var fæddur á þeim degi, 1906, í Minneota, annar sonur Gunnars Björnssonar ritstjóra sem fæddist i Másseli í Jökulsárhlíð 17. ágúst, 1872, og fór beinustu leið til Minneota frá íslandi með móður sinni rétt áður en hann varð fjögurra ára, 1876; hét hún Kristín Benjamínsdóttir, fædd í Öxarfirði en alin upp helst á Héraðinu. Kona Gunnars var Ingibjörg Ágústína Jónsdóttir Hördal, fædd á Hóli í Hörðudal 1878 og varð hún vesturfari með fjölskyldu sinni 1883, til Kanada fyrst og svo til Minneota, þar sem hún giftist Gunnari Björnssyni 1903. Þau áttu sjö börn, sex er náðu þroskaskeiði: Hjálmar, er dó 1958 aðeins 54 ára eftir langan lasleika en ennþá starfhæfur við ritstjórn við Minneapolis Tribune; var hann á íslandi 1941 til 1943 sem yfir- maður láns- og leiguskrifstofunn- ar sem var á annarri hæð í Landsbankanum, og fékk hann að borga út um 65 milljónir dollara fyrir fisk og aðrar vörur sem gengu til Breta samkvæmt samn- ingi Roosevelts forseta milli Bandaríkjanna og Englands sem gekk í gildi áður en Bandaríkin komust í stríðið. Næstur var Valdimar og svo Björn, heiðurs- ræðismaður íslands í Minnesota, sem útvarpaði í National Broad- casting kerfinu um alla Ameríku frá íslandi, 1941 til 1944, og hefur haldið sér aðallega við blaða- mennsku eins og Gunnar, faðir- inn, og synirnir allir. Helga Sig- ríður er næst, ekkja eftir mann af alnorskum ættum frá Aalesund, Arne Brögger, þriggja sona móðir og starfandi sem bókavörður upp að þessu. Svo kemur Stefanía Aðalbjörg, gift kennara i stærð- fræði við Ohio University í At- hens, Ohio, Carl Denbow, og eiga þau son og tvær dætur. Yngst barna Gunnars og Ingibjargar er Jón Henrik er giftist á ísiandi á meðan hann starfaði með Hjálm- ari bróður sínum, henni Matthildi Kvaran, dóttur Ragnars land- kynnis og konu hans, frú Þór- unnar Hafstein; eiga þau tvo syni og tvær dætur, og kaus Jón nýlega það ráð að hætta störfum nokkuð á undan 65 ára takmarkinu, kom- inn þá á eftirlaun eftir langt starf hjá Northwestern National Bank í Minneapolis sem blaðafulltrúi. Valdimar segist hafa tvær ástæður til þessarar aðferðar með merkisafmælið — að „gera leiftur- sókn mót dýrtíðinni" og spara blaðamönnum ómakið við að hafa upp á atriðum úr lífsferlinum. Hér með veitum vér Valdimar orðið: Mér datt í hug að spara vinum á íslandi meiriháttar útgjöld í sam- bandi við símskeytasendingar og hef þessvegna komið gestabókinni okkar á ameríska sendiráðið á Laufásveginum, til þess að vinir geti litið inn á neðstu hæð og skrifað nöfn sín í bókina. Hún er forláta bók, eins og búast mætti við þar sem Hörður Bjarnason skipulagsstjóri var við hana rið- inn. Á bókin sjálf nú 35 ára afmæli, og var hún gefin mér á fertugsafmælinu útí Camp Knox í Skjólunum, 29. ágúst, 1946, vand- lega innbundin af Ársæli Árna- syni, með teikningum eftir Hall- dór Pétursson — og svo í hátíðleg- um stíl, „Nomina Amicorum Gratulantium", nöfn þeirra sem gáfu bókina. Sú bók má liggja í sendiráðinu fram eftir svo að fólk megi „skrá sig“ eftir hentugleika. Að maður rifji upp tengslin við Morgunblaðið, má byrja snemma og halda áfram lengi. Fyrsta skiptið á ævinni sem ég kom til Islands var um sumarið, 1934, og fór ég þá fyrsta morguninn inn á Morgunblaðsskrifstofuna í Aust- urstræti að borga áskriftargjald, því við fengum Morgunblaðið alla leið til Minneota, þar sem foreldr- ar mínir höfðu verið á íslandi 1930, faðir minn erindreki Minne- sotaríkis á Alþingishátíðinni, og flutti þá ræðu á Þingvöllum. Við þekktum þannig ýmist til á ís- landi. Ég hitti fyrst Árna Óla og líka hann Jón Kjartansson — seinna fékk ég að hitta Valtýr Stefánsson og frú Kristínu, og varð Valtýr likiegast besti vinur minn á Islandi, þegar ég kom þangað á stríðsárunum og var rétt að segja fjögur ár á íslandi — i bláu fötunum með gullhnöppun- um, sjóliðsforingi hét það á ís- landi — U.S. Naval Reserve Offi- cer og bar staða mín sem blaða- fulltrúi hervalda heitið, Press Liaison Officer. Árið 1934 var ég rúman mánuð af þeim tveimur sem ég dvaldi þar í ferðalagi aðallega á hestbaki um Austurland, að finna fæðingar- stað föður míns, meðal annars, og komst ég í Dalasýsluna á fæð- ingarbæ mömmu minnar — eyddi einmitt afmælisdeginum, 1934, meðal skyldfólks móður minnar á Hóli og Seljalandi í Hörðudalnum. Það var mikið að gera þegar ég kom til Reykjavíkur aftur og gisti þá hjá gömlum vini, séra Friðrik Friðrikssyni í KFUM. Hann varð prestur okkar í Minneota seint á árinu 1913, fór aftur til íslands 1916, og var ég einn af „drengjum séra Friðriks" í Minneota, eins og margir aðrir. Ég man hvað hann lét okkar æfa sönginn „Frjálst er í fjallasal", að syngja nú fjörlega þegar vinur hans, Guðmundur Finnbogason, flutti ræðu í kirkj- unni í Minneota 1916. Gott var að vera með séra Friðrik aftur þenn- an skamma tíma í Reykjavík, og með honum kynntist ég mörgum, uppí Amtmannsstígnum, Guð- mundi Björnssyni fyrrv. land- lækni sem var bekkjarbróðir Þórðar læknis Þórðarsonar er þeir útskrifuðust úr Menntaskólanum 1887; sem læknir í Minneota tók Þórður á móti öllum okkur syst- kinunum; var hann bróðir Hjartar sem rak sitt mikla fyrirtæki, Thordarson Electric Company, í Chicago. Á sömu grösum kynntist maður Þorsteini Gislasyni rit- stjóra og heima hjá Þorsteini eitt kvöldið sá ég fyrst Gylfa Þ. Gíslason með Adda vini sinum — Adolf Guðmundssyni kennara, frænda séra Friðriks sem ól hann upp. Þeir drengirnir sátu á gólfinu og voru að lesa frönsku saman. Vilhjálmi Þ. kynntist ég síðar, þá við útvarpið þó Jónas Þor- bergsson stjórnaði því. Vilhjálmur hringdi strax í mig eftir að ég flutti erindi í útvarpinu í septem- ber 1934 samkvæmt beiðni séra Friðriks Hallgrímssonar Dóm- kirkjuprests, sem þá var i út- varpsráði. Ég var hjá Vilhjálmi á Grundarstígnum, þar sem hann stjórnaði Verzlunarskólanum, þá strax um kvöldið. Ég var að ausa úr mér föðurlandsástinni í útvarp- inu og fannst mér mest tilheyr- andi þegar búið var að spila plötu, minnast með söngnum „0 fögur er vor fósturjörð". Sú sæta sem sat við hljóðnemann þá, með mjúku röddina sem þekktist um allt landið, Sigrún Ögmundsdóttir, sagði rétt eftir ræðuna: „Nú kem- ur foxtrot." Og var það söngurinn „Wagon Wheels" það var gott lag líka. því enn, eins og sagt er — og hef fengið að endurnýja tengslin þó nokkrum sinnum í heimsóknum til íslands eftir stríð — boðinn að flytja fyrirlestra bæði hjá Is- lenzk-ameríska félaginu og Stúd- entafélagi Reykjavíkur, hvað þá erindum þar sem ég var sendur á vegum utanríkisráðuneytisins eða flotans. Hverjir settu svip á bæinn? Óli Maggadon, til dæmis, og Oddur sterki eins og hann var kallaður, lítill, skeggjaður, gekk með langt prik um allar götur. Jón Hall- dórsson rak maður sig oft á götum — lítill líka, sem bar spjótin inn á senu í leiksýningum og sagði mér einn daginn að hann ætlaði að semja bók um 40 ára leikarastarf og láta hana heita: „Á bak við tjöldin." Jón bætti við: „Þar hef ég séð margt!" Alverstu bílstjórarnir voru Jónas frá Hriflu og Guð- mundur Hlíðdal. En um menn á göngu — þeir voru tveir, sem slóu flesta út, Sigurður faðir Árna Fríkirkjuprests og Sigrúnar ekkju Vilhjálms Þorlákssonar á Rauð- ará, sem átti heima í Laugabrekku við Suðurlandsbraut, og gekk Sig- urður þaðan og um mikinn hluta bæjar. Svo var Páll Einarsson, lengi í Hæstarétti, göngugarpur um götur Reykjavíkur. Sigga Thé er dótturdóttir Páls — dóttir Theodórs Jakobssonar skipamið- lara. Og nú hefur Sigríður, kona Þórarins Guðnasonar læknis, slegið alla út með fyndnum og sláandi skrifum sínum í Morgun- blaðinu í „læknadeilunni". Alveg magnað hvað hún fór snilldarlega að því, málið lipurt og hæðnin í hámarki. ívar Guðmundsson hitti ég Þorláksmessukvöldið 1942 á Skólavörðustígnum, og áttum við mikið saman að sælda eftir það. Hann var oftast á þeim fundum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.