Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 19

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 19 Jón Bjarnason skólastjóri, Hólum: Hólaskóli stendur nú á tímamótum Hólastaður Góðir fundarmenn, áKætu «est- ir. Mér er sönn ánægja aö fá að ávarpa ykkur hér heima á Hólum. Eins og ykkur er kunnugt er ég nýráðinn í starf skólastjóra við Bændaskólann hér. Skólinn hefur átt við örðugleika að etja nokkur hin síðari ár og stendur nú á vissan hátt á tímamótum. Hins er og skylt að geta að allt frá stofnun Bændaskólans til þessa tíma hefur skólinn starfað af reisn og menningarbrag, haft víðtæk áhrif á samtíð sína og átt ríkan þátt í að móta það líf og þau kjör, sem við búum nú við. Þetta tókst fyrir samstillt átak fjölda fólks, einkum Norðlend- inga. Það er von að ýmsir spyrji nú, er þörf á þessum bændaskóla? Eru þessir sérskólar, sem verið er að halda úti, ekki tímaskekkja? Hús- mæðraskólarnir líða undir lok, héraðsskólarnir gömlu eiga marg- ir erfitt uppdráttar. Vissulega er ekki hægt að sjá alla þróun fyrir, en víst er um það, að þessir skólar hafa borgað sig margfalt í verki undanfarinna ára. Sem betur fer hafa menntun- armöguleikar stóraukist, þannig að nú eru það ekki lengur nein sérstök forréttindi að njóta menntunar. Rökin fyrir því, að ákveðið var að freista þess að halda áfram með búnaðarskóla hér eru þessi: í fyrsta lagi er brýn þörf á sér- menntun í landbúnaði. Kröfur um aukna hagkvæmni í búrekstri aukast sífellt. Og það er landbún- aðinum nauðsyn að þeir, sem út í þá grein fara, séu sem best undir starfið búnir. í öðru lagi hefur búnaðarnámið nú verið lengt í tvo vetur og við það fækkar nemend- um nálægt um helming sem út- skrifast árlega frá Bændaskólan- um á Hvanneyri eða í um 50—55. Avarp flutt á aðal- fundi Prestafélags Hólastiftis hins forna á Hólum í Hjaltadal 17. ágúst 1981 Jón Bjarnason Endurnýjunarþörfin í bænda- stéttinni miðað við óbreyttan fjölda bænda er um 120 á ári. Ekki fara nú allir út í búskap, sem búnaðarnám stunda. Eigi búnaðarnám að vera ein- hver þáttur í undirbúningi starfs í landbúnaði verða að vera mögu- leikar á að veita það nám. í þriðja lagi þurfa búnaðarskól- ar að vera í sveit í nálægð við almennan búrekstur og í tengslum við ýmis rannsókna og leiðbein- ingastörf í landbúnaði. Hólar eiga sína hefð í hugum fjölmargra og hér eru mannvirki, sem nýta má, þó svo í mörgu þurfi að bæta og auka við. Vandi staðarins er hættan á einangrun og fjarlægð frá þétt- býli. Þáttur sem þeir kannast vel við, er þekkja erfiðleika héraðs- skólanna og margra skóla í dreif- býli. Ef búnaðarskóK þrífst ekki á þessum stað er lítil von til, að aðrir framhaldsskólar geri það. Til þess að tryggja stöðu Bændaskólans hér þarf að laða að ýmsar nýjungar og rannsóknir tengar landbúnaðinum þannig að starfsfólk skólans fái sem víðtæk- ust verkefni og bæði nemendur og aðrir finni, að þeir hafi margt hingað að sækja. I sumar hefur verið unnið að endurbótum og framkvæmdum. Laxeldisstöðin nýja starfar sam- kvæmt áætlun og eru vonir bundnar við starf hennar. Ætlun- in er að gera fiskiræktina að stærri námsgrein en verið hefur. Hitaveitan er komin hér að húsveggjum og verður lagt í öll íveruhús staðarins í haust. Fyrsti áfangi nýs hesthúss verð- ur tekinn í notkun í vetur. Ætlun- in er að bjóða upp á aukna kennslu í hrossarækt og jafnframt því verða rannsóknir og ræktunar- starf í þeirri grein aukin. Gerðar verða verulegar endur- bætur á heimavistarhúsnæði skól- ans í sumar og stefnt er að því að endurnýja skólahúsið í áföngum og breyta því í heimavist. Tveir kennarabústaðir verða lagfærðir verulega, skipt um glugga og gler og húsin einangruð og veggir klæddir að utan. Stórt átak hefur verið unnið í túnrækt í sumar. Kennarar hafa verið ráðnir og starfslið að mestu. Skólinn mun starfa í tveim deild- um í vetur. Eins vetrar nám þar sem nemendur með sérlega góðan undirbúning fá undanþágu til að ljúka búfræðinámi. Tveggja vetra nám samkvæmt nýrri reglugerð um búnaðarfræðslu. Aðsókn er ágæt og öruggt að skólinn verður fullsetinn í vetur. Mörg verkefni eru framundan. Okkur vantar annað skólahús, þar sem í verða kennsluaðstaða, bóka- safn, mötuneyti og skrifstofur. Hús fyrir kennslu í véla- og verkfærafræði vantar. Útihúsin eru gömul og óhentug og nauðsyn að endurnýja þau. Okkur vantar hús fyrir loðdýr, sem stefnt er að verði hér, jafnframt aukinni kennslu í þeirri grein. Fleiri íbúðir fyrir starfsfólk vantar tilfinnanlega. Með tilkomu heita vatnsins vaknar draumur um sundlaug, sem yrði mikil staðarbót. Það er því margt óunnið og óleyst áður en hægt er að segja, að skólinn sé kominn í höfn. Unr.ið er að skipulagningu stað- arins. Okkur er brýn nauðsyn á að fá ákveðið deiliskipulag til þess að hægt sé að halda áfram nauðsyn- legum framkvæmdum. Mér er kunnugt um vissar óskir kirkjunnar um rýmri möguleika á aðstöðu hér. Eg fullvissa ykkur um að meðan ég er hér skólastjóri mun ég styðja kirkjuna af því afli sem ég má í að koma á auknu starfi hér í smáu og stóru ef ég finn að það er kirkjulegu starfi til framdráttar og til styrktar öllu því, sem hér er unnið, staðnum til vegs. Hins vegar tel ég hæpið, að það þjóni beint sameiginlegum hags- munum okkar að landi sé skipt út og það falli undan umsjá staðar- haldara hér. Hólastaður verður ekki skipulagður í tvennu lagi. Kirkjan og helgi þessa staðar, líf hans og saga á umliðnum öldum sem og í dag eru hluti heildarmyndar þess lífs og þess starfs sem hér á að fara fram. Við þurfum í sameiningu að finna raunhæfar leiðir til að styrkja þennan stað og efla það starf, sem hér er unnið. Við endurreisum ekki fortíð Hóla í Hjaltadal, enda stendur hún fyrir sínu, en við getum staðið saman í nútíð þessa staðar og reynt að tryggja framtíð hans. Það er ekki endilega aðeins í fáu, stóru, heldur eins í hinu mörgu smáu sem við getum sameinað krafta okkar Hólastað til vegs og þjóðinni til farsældar. Góðir áheyrendur, ég þakka enn á ný fyrir að fá að ávarpa ykkur og vænti góðs samstarfs í framtíð- inni. Jón Bjarnason Jón Skúlason / Þorvarður Jónsson: Iraianbæjarskrefið hækkaði um 35% - ef ná ætti fram 13,9% hækkun heildarskrefa með því að hækka eingöngu innanbæjarskrefin Morgunhlaðinu hefur borizt frá Póst- og símamálastofnuninni cftirfarandi athugasemdir vegna grcinar Jóns Ögmundar Þor- móðssonar lögfræðings i Velvak- anda Morgunblaðsins 21. ágúst sl. og Kjallaragreinar Gísla Jónssonar prófessors i Dagblað- inu 2t. ágúst sl: í báðum þessum greinum er því haldið fram að svipaðan jöfnuð og fengist með tímamælingu bæjar- símtala mætti fá með því að hækka skrefagjaldið og lengja skrefalengd langlínusímtaia. Gísli segir í grein sinni orðrétt: „í áðurnefndri greinargerð póst- og símamálastjóra til samgöngu- ráðuneytisins, dags. 17. mars 1981, er heildarfjölgun seldra skrefa vegna fyrirhugaðrar skrefataln- ingar áætluð 13,9%. Sömu tekju- aukningu mætti því fá með því að hækka skrefagjaldið um 13,9%, en til þess að sú hækkun hefði ekki áhrif á verð langlínusímtala, þyrfti að lengja skrefalengd allra gjaldflokka þeirra um sömu hundraðstölu til viðbótar þeirri lengingu, sem tekjuáukning gæfi möguleika á.“ Þarna virðist prófessorinn hafa skrifað án þess að hugsa málið til hlítar. Ef ná skal 13,9% hækkun heildarskrefa þ.e.a.s. summu allra bæjarskrefa og langlínuskrefa, með því að hækka eingöngu bæj- arskrefin, þar sem hækkun lang- línuskrefanna er eytt með fækkun þeirra orsakaðri af lengingu skrefalengda, þá verður skref- gjaldshækkunin ekki 13,9% held- ur 35,0%. Til þess að sýna fram á þetta skal eftirfarandi tekið fram um ofannefnda áætlun póst- og síma- málastjóra í bréfinu til samgöngu- ráðuneytisins, 17.3. 1981: 1. Seld skref: á ársf j. Höfuðborgarsvæðið 32,9 millj. Dreifbýlið 38,5 millj. 3. Áætluð skrefaaukning bæjar- simtala miðað við 6 mínútna skrefalengd virka daga og ótak- markaðan tíma um kvöld og helgar er 35%. 4. Fyrir höfuðborgarsvæðið gefur þetta 32,9x10^x0,6x0,35 = 6,9 millj. skrefaaukningu en það er 21% aukning á heildarskrefum höfuðborgarsvæðisins. 5. .Fyrir dreifbýlið gefur þetta 38,5 x 10B x 0,22 x 0,35 = 3,0 millj. skrefaaukningi; en það er 7,8% aukning á heildarskrefum dreifbýlisins. 6. Miðað við heildarskref alls landsins verður aukningin 6,9 + 3,0 + 71,9 x 100 = 13,9% Ef sami jöfnuður milli höfuð- borgarsvæðis og dreifbýlis á að fást með aðferð þeirra Jóns Ög- mundar og Gísla fæst eftirfar- andi: 1. Bæjarsímaskref höfuðborgar- svæðisins þurfa að gefa af sér Langlinusamtöl 40% 78% tekjuaukningu svarandi til 6,9 millj. skrefa sbr. lið 4 hér að ofan 0,6 x 32,9 = 19,74 millj. skref þurfa því að hækka um 6.9 millj, en það svarar til 35,0% hækkunar á skrefagjaldi. Eins og áður gæfi þetta 21% aukningu gjalds heildarskrefa höfuðborgarsvæðisins (6,9 x 100 + 32,9 = 21%). 2. Fyrir dreifbýlið myndi 35% hækkun skrefagjalds gefa hækkun, sem svaraði til 38,5 x 0,22 x 0,35 = 3 millj. skrefa, en það er sama hækkun og í lið 5 að ofan. 3. Heildarhækkunin yrði svarandi til verðgildis 6,9+ 3 = 9,9 millj. skrefa eða 9.9 + 71,9 x 100 = 13,9% hækkun heildarskrefa. 4. Komið er í veg fyrir hækkun langlínugjalda vegna 35% verð- hækkunar hverrar talningar með 35% lengingu skrefsins. 5. Á móti 13,9% tekjuaukningu heildarskrefa kæmi viðbótar- lenging á langlínuskrefin um 23%. 6. Heildarlenging langlínuskref- anna yrði því 35 + 23 = 58%. Niðurstöðurnar eru því einfald- lega þær, að til þess að fá sömu leiðréttingu fram með hækkun skrefagjalds eins og með skrefa- mælingu bæjarsímtala að degi til virka daga þarf hækkun skrefa- gjaldsins að verða 35%. Það þýddi til dæmis að bæjarsímtöl um kvöld og helgar (laugardaga og sunnudaga) myndu hækka 35% meira en með tímamælingunni. Aðferð Jóns Ögmundar og Gísla er einnig öðrum annmörkum háð: 1. Hún hvetur ekki til flutnings símanotkunar frá annatímum virkra daga til kvölda og helga. 2. Hún hvetur ekki til styttri símtala virka daga og þar af leiðandi til hagkvæmrar notk- unar símakerfisins og sparnað- ar í tækjabúnaði. 3. Hún leysir ekki gjaldtöku- vandamálið fyrir aðra notkun simaþjónustu en simtala eins og gagnasendinga til og frá tölvúm, myndsendinga o.fl. Notkun símans fyrir aðra þjón- ustu sem kæmi til viðbótar símtölum léttir gjaldabyrði hins almenna símnotanda. í grein sinni fjallar prófessor Gísli um breytingu á hlutföllum langlínutaxtanna. Á undanförnum 10 árum hefur stofnunin 8 sinnum lengt langlínuskrefin á fjölmörg- um leiðum með heimild hæstvirts samgönguráðherra. Þessar að- gerðir voru að sjálfsögðu gerðar í sambandi við fjölgun simarása þannig að fullyrðingar Gísla um að breytingar á langlínutöxtum eigi að deilast jafnt á þá alla er út í hött. Það er engin tilviljun að stofn- unin leggur til lækkun á taxta nr. 2 og 4. Símanotkunin er langmest á taxtasvæðum þessara taxta eða um 60% langlínuumferðarinnar samanlagt með um 80% langlínu- talninganna samkvæmt ofan- nefndri skýrslu. Að lokum skal bent á leiðinlega prentvillu á forsíðu Dagblaðsins, en þar stendur neðst í-3. dálki að símtöl til Suðurlands (frá Vest- mannaeyjum) lækki um 40%, en til annarra staða á landinu um 0%, en þessi seinni tala á að sjálfsögðu að vera um 20%. Jón Skúlason. Þorvarður Jónsson. Samtals 71,4 millj. 2. Skipting seldra skrefa milli bæjarsímtala og langlínusím- tala samkvæmt mælingum: Bajarsamtöl Höfuðborgarsvæðið 60% Dreifbýlið 22%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.