Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
21
Daily News
Tonight
hættir
New York, 28. áKÚst. AP.
SÍÐASTA eintak The Daily News
Tonight sá dansins ljós í dag,
aðeins ári eítir að hlaðinu var
hleypt af stokkunum, en það var
stofnað til höfuðs New York
Post, biaði Rupert Murdochs.
Morgunútgáfa Daily News selst
daglega í 1,3 milljónum eintaka,
en síðdegisútgáfan seldist aldrei í
200.000 eintökum, eins og takmark
útgefendanna var. Morgunútgáfan
heldur áfram að koma út.
New York Post hóf útgáfu
morgunblaðs þegar Daily News
hratt síðdegisútgáfu sinni af
stokkunum, og kemur Post út í
tæplega 700 þúsund eintökum
daglega.
Egyptar:
Áf ram góð
sambúð
Tel Aviv. 28. ágúst. AP.
KAMAL Hassan AIi, aðstoðarfor-
sætisráðherra og utanrikisráð-
herra Egyptalands segir i blaða-
viðtali i dag. að samskipti Egypta
og ísraela myndu trúlega styrkj-
ast og verða vinsamlegri eftir
1982 eða eftir að ísraelar hafa
afhent Egyptum Sinai-skagann
að fullu.
Fjölmargir ísraelar óttast, að
vinskapur ísraela og Egypta
minnki eftir að Sinai-skaganum
hefur verið skilað að fullu, en það
verður í apríl næstkomandi.
Hassan Ali sagði, að ísraelskir
ferðamenn gætu óáreittir heim-
sótt baðstrendur Rauða hafsins og
ferðast um Sinai-skagann.
Embættismenn í Israel hafa
undan því kvartað hversu hægt
hefur gengið að koma á eðlilegu
sambandi ríkjanna á sviði ferða-
mála, menningarmála og við-
skipta eftir Camp David sam-
komulagið 1979. Israelsk sendi-
nefnd er kom frá Alexandríu í
gær, sagði, að verið væri að vinna
að auknum samskiptum á þessum
sviðum. Meðal annars yrði sjálf-
virku símasambandi milli land-
anna komið á.
Shimon Peres
Yitzak Rabin
Ra'anan Na'im
ísrael
Erlend fréttaskýring
V erkamannaflokkur-
inn logar af illdeilum
VERKAMANNAFLOKKURINN í ísrael er enn í sárum eftir
það áfall að ná ekki nægilegu fylgi í kosningunum þar i sumar
til að mynda ríkisstjórn, en ekki nóg með það: flokkurinn
heinlinis logar af illdeilum, ágrciningi um forystu, kynþátta-
mál eru komin upp á yfirborðið og munu verða örðug viðfangs
og svo mætti lengi teija. Einna alvarlegust eru þó sem stendur
forystumál flokksins. Shimon Peres, formaður flokksins hefur
verið hvattur til að segja af sér og leyfa öðrum að komast að
sem gæti rcynt að lappa upp á fylgi flokksins og imynd hans út
á við sem inn á við. Og ekki nóg með að mehn viíji að Peres
fari, krafizt hefur verið afsagnar Ilaim Bar Levs ritara
flokksins, sem er dyggur stuðningsmaður formannsins. I»á
hefur verið sett fram mjög afdráttaríaus krafa af þingmönnum
flokksins sem eru af norður-afrísku bergi brotnir, að þeir fái
meira vald í ýmsum nefndum flokksins og mikilvægum
þingnefndum.
I útvarpsviðtali í Tel Aviv
fyrir fáeinum dögum var Peres
spurður hvaða augum hann liti
þessar áskoranir um að hann
segði af sér. Hann svaraði því til
að kæmi fram rökstudd og mál-
efnaleg tillaga þess efnis myndi
hann hvergi smeykur að láta
kjósa upp á nýtt um formann og
væri hann ekki í vafa um, að
hann myndi vinna með miklum
meirihluta. Hann hafði nokkru
áður sagt stjórnmálanefnd
Verkamannaflokksins, að hon-
um dytti ekki í hug að sitja í
formannssætinu bara af þver-
móðsku, hver og einn gæti tekið
við ef hann héldi sig til þess
hæfan. En síðan hefur hann
tekið annan pól í hæðina og
hann hefur bent á að hann hafi
verið kjörinn formaður flokksins
á löglegan hátt á sl. vetri og
hann líti svo á að sér beri að axla
þá ábyrgð.
Peres hefur tekið gagnrýni
samflokksmanna sinna afárllla
og hann réðst harkalega á dög-
unum á Haim Ramon og Yisef
Sarid, sem báðir eru ungir ménn,
sá síðarnefndi þingmaður, fyrir
að hafa sett fram þá kröfu að
bæði Peres og Rabin segi af sér.
Ramon sagði að Peres og Rabin
myndu gera Verkamannaflokkn-
um mestan greiða með því að
fara báðir. Það yrði ekki unnt að
lægja öldurnar í flokknum og
safna liði upp á nýtt fyrr en þeir
hefðu báðir sagt af sér, enda
hefðu þeir sýnt að þeir létu
hagsmuni flokksins lönd og leið
og hugsuðu aðeins um persónu-
legan metnað hvor fyrir sig.
Væri tímabært að Verkamanna-
flokkurinn reyndi að draga lær-
dóm af hrakförum sínum með
því að fara að dæmi annarra
verkamannaflokka í heiminum
— að skipta um forystu og það
hið fyrsta.
En Peres hefur sem sagt ekki
hugsað sér að fara og talsmaður
Rabins sagði nýlega að það væri
alveg fráleitt af formanninum
að telja sig sjálfskipaðan til að
sitja áfram eftir að Peres hefði
mistekizt að vinna sigur í þing-
kosningunum. Þetta þykir ótvi-
rætt merki þess, að Rabin sé
öldungis ekki á því að setjast í
helgan stein og geti á hverri
stundu tekið upp baráttuna um
formannssætið við Peres. Þær
sögulegu sættir sem urðu með
þeim nokkrum dögum fyrir
kosningarnar og mjög var hamp-
að hafa ekki rist sérlega djúpt.
En það er fleira en deilur um
forystuna sem hrjáir Verka-
mannaflokkinn og þá ber fyrst
og fremst að nefna þann mikla
og sára „ky nþáttaágrei n i ng“ sem
gerði vart við sig í kosningabar-
áttunni og hefur síðan blossað
upp fyrir alvöru. Þarna er á
ferðinni ágreiningur milli Evr-
ópu-gyðinga annars vegar
(Áshkenazi) og Austurlanda-
gyðinga (Sephardi) hins vegar.
Innan flokksins þykir vera
gríðarieg stéttaskipting og
Evrópu-gyðingarnir séu þar alls-
ráðandi og Austurlanda-gyð-
ingarnir séu niðurlægðir og
reynt að halda þeim í skefjum á
allan hátt. Á fundi þingmanna
Verkamannaflokksins nú á dög-
unum tók einn Austurlanda-
gyðingurinn Ra’anan Na’im,
ættaður frá Norður-Afríku,
meira upp í sig hvað snertir
„stéttaskiptingu" gyðinga en áð-
ur hefur heyrzt. Hann sagði
augljóst að Austurlanda-gyð-
ingar yrðu að mynda sína eigin
hreyfingu, því að innan Verka-
mannaflokksins yrði þeim ekki
ágengt. „Verkamannaflokkurinn
er ekki aðeins daufur og and-
trúarlega sinnaður, heldur for-
réttindaflokkur Evrópu-gyðinga.
Til þess að komast áfram í
Verkamannaflokknum verður
maður að velja sér sinn fáeð-
ingarstað. Þessi flokkur er upp-
fullur af filmstjörnum, sam-
yrkjubúagreifum og alls konar
hefðarköttum. Eg get ekki unað
þessu ástandi lengur og lýsi
ábyrgð á hendur þeim sem stefn-
una marka."
Fleiri munu hafa tekið til
máls og rætt um þessa miklu
mismunun sem menn búi við
eftir því hvaðan þeir séu komnir
til ísraels. Abba Eban, fyrrv.
utanríkisráðherra, sagði eftir
fundinn að hann hefði aldrei
setið jafn erfiðan fund og hat-
ramman.
Eftir þetta mun forystusveit
Verkamannaflokksins þó eitt-
hvað hafa farið að íhuga málið,
enda ljóst að fylgi Austurlanda-
gyðinga fór að megninu til yfir á
Likud í kosningunum nú. Verka-
mannaflokkurinn þarf fylgi
þessa fólks og kannski verður
reynt að gera eitthvað í því máli.
En meðan forystan er jafn veik
og raun ber vitni um verður
varla um afgerandi aðgerðir að
ræða.
(Heimildir: Jerusalem Post
o.fl.)
Jóhanna Kristjónsdóttir.
Morðingi Adams-
son dæmdur
Nyeri, Kenya 28. ágúat. AP.
FYRRVERANDi starfsmaður hins fræga ljónavinar og náttúru-
verndarfrömuðar Joy Adamson var í dag fundinn sekur um
morðið á vmnuveitanda sinum. Hi
dæmdur i fangelsi og var það lagt
hversu löng vistin skyldi vera.
Ekki er nákvæmlega vitað um
aldur hins seka, en hann er
alténd það ungur, að lögum
samkvæmt má ekki dæma hann
til lífláts. Tekið er fram að Ekai
hafi engin geðbrigði sýnt þegar
dómsorð var lesið yfir honum.
Joy Adamson var stungin til
bana þann 3. janúar 1980, en í
fyrstu var haldið að ljón hefði
orðið henni að bana og sagði
dómarinn að þær grunsemdir
hefðu tafið rannsókn málsins.
Síðan var Ekai handtekinn og
játaði hann á sig morðið að sögn
AP. Dómarinn sagði að stað-
hæfingar sakbornings um að
hann hefði verið pyntaður til að
l-. . ....... _____________
seki, Paul Nakwale Ekai, var
í vald forseta Kenya, að ákveða
játa ættu ekki við nein rök að
styðjast.
í játningu sinni sagði Ekai á
sínum tíma, að hann hefði
drepið Joy Adamson vegna þess
að hún hefði ekki borgað honum
hálfs mánaðar laun fyrir vinnu,
sem hann hefði innt af hendi
fyrir hana.
Joy Adamson var austurrísk
að uppruna. Hún kom til Kenya
árið 1937 og bjó þar síðan. Hún
gat sér mikið orð fyrir rann-
sóknir sínar á plöntum og síðan
sneri hún sér að því að kanna
hegðun ljóna og voru gerðar
kvikmyndir um það.
íranir vilja
flytjast til
Bandaríkjanna
Karachi. 28. áxúst. AP.
ÍKANAR hafa í auknum mæli
sótt um leyfi til að fá að
flytjast tii Bandaríkjanna. að
sögn handarískra diplómata í
Karachi. Hefur mikil aukning
orðið á umsóknum í handar-
íska sendiráðinu i Islamahad
og í ræðismannsskrif-
stofunum í Karachi og La-
hore.
Að sögn sömu heimilda hef-
ur írönunum verið leyft að
flytjast til Bandaríkjanna af
mannúðarástæðum. Væri ekki
litið á þá sem flóttamenn, þótt
margir þeirra hefðu flúið
heimaland sitt af pólitískum
ástæðum.
Margir þeirra, er sótt hafa
um og fengið leyfi til að
flytjast til Bandaríkjanna, til-
heyra sértrúarhópum sem sætt
hafa ofsóknum af hálfu núver-
andi valdhafa, svo sem gyð-
ingar eða bahaijar.
inu i u>
I I J 1.UH