Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 24

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Borgarf jörður eystri: Þokkalegur heyfengur þrátt fyrir kalt sumar BorgarfirAi eystra. 28. ágúst. SENN liður á sumariA og haustið tilkynnir kumu sína. harti á daKatali ok meA styttri dags- hirtu. Hér austan lands Keta eftirmæli líðandi sumars tæpast orðið Kóð. Raunverulexa kom vorið alls ekki hingað til okkar ok sumarið hyrjaði seint ok var fremur kuldaleKt. Að visu hafa komið hér heitir sólardaKar. en allt of fáir. Alltaf loftkuldi ok nepja ef ský hefur dreKÍð fyrir sólu. Oft hefur austanáttin saKt til sín með reKni ok sudda. en austan- ok norðaustanátt eru okkar erkióvinir hér austan- lands. Grasvöxtur var sæmilegur og bændur eru að Ijúka heyskap og hafa þeir heyjað sæmilega vel og fengið allgóð hey. Hér hefur fiskast vel þegar gefið hefur á sjó svo að vantað hefur fólk í frysti- húsið. Hins vegar hefur berja- vöxtur verið með allra minnsta móti. Hér eru þrjú hús í smíðum og mun eiga að byggja fleiri í náinni framtíð. Senn fer skóli að byrja og mun kennaralið verða hið sama og síðastliðinn vetur. Skólastjóri Auðunn Bragi Sveinsson og kennari Erlingur E. Halldórsson. Hreindýraveiðar eru nú að hefjast og úthlutað hefur verið veiðileyfum í Borgarfjarðar- hreppi og má nú fella 45 dýr. Umsjónarmaður með því að sett- um reglum verði framfylgt er Páll Sveinsson, Hvannstóði. Fremur slæmt útlit er með vöxt garð- ávaxta, eina nóttina var frost hér og féll gras þá talsvert í görðum. Dilkar virðast í tæpu meðallagi, Höfðaströnd: en þeir geta nú bætt við sig ef haust verður gott. Mikiii ferðamannastraumur hefur verið hér í sumar, bæði erlendir og innlendir ferðamenn, bæði á bílum og gangandi með búslóðina á bakinu. Svefnpoka- pláss hefur verið til reiðu í félagsheimilinu Fjarðarborg og öll hitunaraðstaða. Héðan úr Borgarfirði liggja þægilegar gönguleiðir um Víkur, Húsavík og Loðmundarfjörð og til Héraðs um Sandaskarð. Hérna eru hrafnar heldur óvinsælar skepnur og þá líklega helzt vegna þess, að þeir eru dæmdir til að veiða sér til matar eins og við mennirnir sjálfir og verða því gjarnan til að kála því, sem bændur ætla að drepa sjálfir. Hér uppi í Bakkagili, sem er skammt ofan við þorpið áttu til dæmis hrafnahjón sér hreiður, sem þau hafa gert um árabil án þess að vera áreitt eða ofsótt, en í þetta skipti var gerður út skot- glaður veiðimaður, sem myrti alla fjölskylduna og hefur það vafa- laust veitt honum mikla ánægju. Það hvarflar því stundum að manni að sumir séu þannig gerðir, að þeir hafi ekki samúð með nokkurri skepnu nema þeirri, sem þeir sjálfir hafa persónulegan hagnað af. Þegar ég frétti þetta, datt mér í hug vísan hans Árnar um refinn, sem vel á við um hrafninn: Hann er meðbiðill manna til matarins það er nóg og svo er hann ekki ætur sem útyfir tekur þó. Fréttaritari Sumarið það erfið- asta til heyskap- ar sem menn muna llofAastrnnd. 28. áKÚst. LÍKLEGAST má þetta sumar teljast eitt hið erfiðasta til hey- skapar sem núlifandi menn muna. og ef ekki hefði verið vélakostur og tæki til heyafla. væri ekki mikið af heyjum komið í hlöður. En sumir bændur eru þó að mestu búnir að heyja og mjog margir u.þ.b. hálfnaðir með heyskap. Einn bónda hitti ég nýlega sem sagðist vera búinn að fá 2 þús. hagKa i hlöðu. en á sama tíma i fyrra 8 þús. hagga. En nú eru mjöK marKÍr bændur sem vélbinda hey ok miða heyskapinn við bagga. Það hefur semsagt rignt eitt- hvað næstum hvern einasta dag. Síðastliðinn sólarhring var sunn- Mývatnssveit: an blástur og þá náðist mikið upp, en í nótt rigndi geypi mikið. Það er mikil spretta þar sem grasrótin skemmdist ekki vegna kals í vor, en sýnilega verður þó víðast hvar minni heyfengur en síðastliðíð ár. Kartöfluspretta verður líklega í meðallagi ef ekki koma frost, en grös standa ennþá ófallin í flest- um görðum. Berjaspretta er talin lítil, enda eru gæsir í stórum hópum í berjalöndum og í ný- ræktum. Laxveiði er talin lítil í héraðinu, en silungsveiði misjöfn í vötnum, sumstaðar þó dágóð. Togarar, sem eru að veiðum, hafa aflað vel og hjá smærri bátum hefur verið sæmilegur afli í net inni á Skaga- firði. Björn I Bæ. Lítur vel út með berjasprettu Mývatnsnvrlt. 28. ágúst. NÚ ER heyskap að mestu lokið í Mývatnssveit. sumir voru jafnvel búnir fyrir miðjan ágúst. Hey- fengur er víðast mikill og verkun gt’tð. Að vísu spratt seint vegna vorkulda en úr þessu rættist er á sumarið leið. þannig að grasvöxt- ur varð ágætur. Ekki er þó hægt að segja að tíðin hafi leikið við þá sem staðið hafa í heyskap, enda oft tafsamt vegna þurrkleysis ok skúra. hins veKar komu nokkrir dagar sem nýttust vel ásamt þeim tækjahúnaði sem mcnn hafa yfir að ráða með heyöflun. Ekki er vitað hvernig kartöflu- uppskeran verður hér — eitthvað er þó farið að taka upp og lofar það frekar góðu. Aðfaranótt 20. ágúst gerði hér frost. Sá þá töluvert á kartöflugrasi, þó það félli að visu ekki. Síðustu daga hefur verið hér afbragðsveður og hitinn komist yfir 20 stig. Ekki virðist líta vel út með berjasprettu í byrjun ágúst. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að ber hafa náð fullum þroska í hitanum undanfarna daga. Lítur því vel út með berjasprettu. Ýmsir hafa lagt leið sína í berjalöndin með góðum árangri. Síðustu daga hefur verið ein- hver órói á Kröflusvæðinu og gliðnun á sprungum. Ekki er fullljóst hvort þar dregur til stórtíðinda á næstunni. Kristján. »._____ Við setningu Uppeldisþings Kennarasamtaka íslands i gær að Hótei Esju. Uppeldisþing Kennarasamtaka Islands: „Skóli fyrir öll börn“ KENNARASAMTÖK Íslands standa fyrir uppeldismálaþingi á Hótel Esju og var þingið sett i gær. föstudaginn 28. ágúst og lýkur þvi i kvöld. Yfirskrift þingsins er „Skóli fyrir öll börn“. í samtali við Kristínu Tryggvadóttur, formann skólamála- ráðs KÍ, kom fram, að í yfirskrift þingsins fælist sú ósk kennara, að fötluð börn hefðu aðgang að almenn- um skólum, þá í þvi formi að þau tækju þátt i almennum kennslu- stundum en nytu siðan sérkennslu á þeim sviðum, sem þau þyrftu með. Sagði Kristín ennfremur, að þing- ið myndi fjalla um það hvernig grunnskólalögunum hefði verið framfylgt í skólum. Þá yrði rætt um þá ósk kennara að aftur verði tekin upp röðun nemenda í bekki eftir getu, en það fyrirkomulag var ríkj- andi áður en grunnskólalögin voru sett. Eftir gildistöku laganna hefur sá háttur verið hafður á, að nemend- um er blandað í bekki óháð náms- getu og sagði Kristín, að miðað við þann fjölda, sem væri í hverjum bekk, gætu kennarar ekki sinnt hverjum nemanda fyrir sig nógu vel. Því yrði einnig rætt um það, hvort ekki sé æskilegt að hafa fleiri kennarastundir en nemendastundir. Aðal fyrirlesari uppeldisþingsins verður prófessor Andri Isaksson, sem starfað hefur hjá UNESCO í París að undanförnu en hann mun fjalla um skipulag námshópa. I gær flutti Sigurður Helgason deildarstjóri í Menntamálaráðu- neytinu erindi þar sem hann fjallaði um framkvæmd grunnskólalaganna. Rósa Þorbjarnardóttir endurmennt- unarstjóri hjá Kennaraháskóla ís- lands fjallaði um endurmenntun kennara með tilliti til samskipunar í bekki. Ingvar Sigurgeirsson náms- stjóri kynnti bók sína „Skólastofan — umhverfi til mannlegs þroska“. Á laugardeginum, það er að segja í dag, verða flutt stutt erindi, en þau flytja ýmsir aðilar, sem tengjast skólanum og starfinu þar, þar á meðal kennarar, skólastjórar, sér- kennarar, sálfræðingar og foreldrar. Eftir erindin verða síðan hring- borðsumræður og verða ákveðnir hópar, sem vinna spurningar til hringborðsins. I hringborðsumræð- unum mun einnig taka þátt Wolf- gang Edelstein, sem er sérfræðilegur ráðunautur Menntamálaráðuneytis- ins í skólamálum, en hann veitir forstöðu deild í Max Planch vísinda- stofnuninni í Berlín. Uppeldisþingið var auglýst fyrir alla kennara og sækja það 200—300 kennarar. Þá var deildarstjórum í Menntamálaráðuneytinu, þar með töldum fræðslustjórum og fulltrúa frá Kennaraháskóla Islands, boðið á þingið. „Bakkarínnu kom til Reykjavikur í gær: Hef ur líklega sett heimsmet nALLGRÍMUR Marinósson, „Bakkarinn“, kom til Reykjavikur klukkan fimm í gær og talsverður rnannfjoldi var til að taka á móti honum við Shell-bensinstöðina á Laugavegi. Hallgrímur hafði þá ekið afturáhak 15.30 kilómetra leið umhverfis landið, sem liklega er heimsmct. og sá ekki á honum. Ferðin tók ellefu da«a. Um helgina munu sölubörn á vegum iþróttafé- laga selja merki til minningar um þetta afrek og rennur allur ágóði til Þroskahjálpar. UnKmennaféíóg- in úti á landi seldu merki meðan á ferðinni st<ið og munu gera það áfram. Jöfur hf. lánaði hílinn til ferðarinnar. Skoda 120 L. ok Kerði nauðsynlegar breytingar á honum <>K Sam-útgáfan skipulaKði ferðina endurgjaldslaust. Bensin. olia <>k fleira borgaði Skcljungur. „Nei, ég er ekki með hálsríg, en þetta var erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir í upphafi," sagði Hallgrímur. Ég lenti í mikilli rign- ingu á leiðinni og varð þá blautur niður að mitti. Á einum stað lenti ég út af veginum, en komst þó upp aftur að lokum og hélt áfram. En þetta gekk án meiriháttar áfalla. Ég veit ekki hvort ég legg upp í svona ferð aftur, en maður er ævintýramaður í eðli sínu, svo það er aldrei að vita.“ — Hver voru viðbrögð fólks þegar það sá þig? „Ég giska á að 7—8 þúsund manns hafi lagst á gluggann hjá mér og kíkt inn. Fólk var annars lítið að amast við þessu og mér var allstaðar vel tekið. Éinstaka bílstjórar létu þó óþolinmæði í ljós, sérstaklega menn sem voru að flýta sér í bæinn. Meðalhraðinn hjá mér hefur verið um 20 kílómetrar á klukkustund. Alltaf í bakkgír." — Hefur þú ekki sett heimsmet með þessu? „Nú er að athuga það. Ég veit til þess, að Ástralíubúi hafi ekið 300 mílur (480 km) afturábak. Ég veit ekki hvað Guinness segir." — Hver var erfiðasti kaflinn? „Það var tvímælalaust erfiðast að aka milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar í Hornafirði, og það var líka lengsta leiðin. Annars voru vegirnir mjög lélegir í Álfta-, Hamars- og Berufirði og því ekki auðvelt að aka þar. Þarna eru ekkert nema hólar og hæðir og s-beygjur.“ Bíllinn verður nú til sýnis í sýningarsal Jöfurs hf. í nokkra daga en verður síðan seldur. Hallgrími var farið að þykja vænt um Skodann sinn og sagðist jafnvel hafa áhuga á að kaupa hann. Meginmarkmið Þroskahjálpar eru þau að koma upp sumardvalarheim- ili með fullkominni þjónustu fyrir þroskahefta og sagðist Eggert Jó- hannesson, formaður Þroskahjálpar, vonast til þess að það söfnuðust um tvö hundruð þúsund krónur með merkjasölunni. Merkið kostar 20 krónur og fjórðungurinn rennur til söluaðila, íþrótta- og ungmennafé- laga. . I! Ilallgrímur Marinósson tekur hér á móti bikar sem Sam-útgáfan afhenti honum við komuna til Reykjavíkur i gær. Einnig þótti við hæfi að gefa honum baksýnisspegil af þessu tilefni, sem vinur hans lét útbúa handa honum. ---------. - -. « .mugoi nlM i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.