Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 25

Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 25 Ólöf E.K. Wheeler sýn- ir í Hamra- görðum ÓLÖF E.K. Wheeler frá ísafirði opnar málverkasýningu að Ilamra- Korðum i dag. iauKardag. kl. 14. líetta er yfirlitssýninK á verkum hennar sem hún heldur i minninKU móður sinnar. MarKrétar Jóhönnu MaKnúsdóttur. Verk Ólafar eru unnin í olíu-, pastel-, vatns-, akryl- og ítalska liti. Mun hún sýna um 80 verk stór og smá, mörg þeirra eru í einkaeign. I júlí síðastliðnum var Ólöfu boðið að sýna á stórri samsýningu í Grikk- landi, og sýndi hún 20 úrvalsverka sinna þar, og fengu verk hennar frábæra dóma listgagnrýnenda þar í landi. Ólöf hefur numið myndlist bæði hér heima og einnig í listaskólum vestanhafs, þar sem hún hefur verið búsett árum saman og er orðin mjög þekkt þar í álfu, segir í fréttatil- kynningu til Mbl. Þetta er 15. málverkasýning Ólaf- ar hér heima og erlendis, þar sem hún hefur sýnt með frægum lista- mönnum. Óperusöngkonan Margrét Jó- hanna Pálmadóttir, sem er nýkomin frá margra ára námi í sönglist og tónfræðum í Austurríki og Italíu, mun syngja ítalskar aríur við opnun sýningarinnar. Óperusöngkonan er dóttir listakonunnar Ólafar. Sýningin mun standa í tíu daga frá 2 til 10 alla daga. Munu um 50 heiðursgestir listakonunnar verða við opnun sýningarinnar en allir eru að sjálfsögðu velkomnir meðan hús- rúm leyfir, segir í fréttatilkynning- unni. KRON býður félagsmönnum afsláttarkort KRON býður félagsmönnum sin- um afsláttarkort. sem gildir frá 1. september til 16. desember og verða þau send heim tii félags- manna. Afsláttarkortin eru 7 og gilda 3 þeirra í matvöruverslunum KRON, 2 í Stórmarkaðnum og 2 í Domus eða Járnvörubúð KRON. 10% af- sláttur er af öllum vörum nema tóbaksvörum og kjöti í heilum og hálfum skrokkum. 5% afsláttur er af stærri heimilistækjum. Um tólf ár eru liðin síðan þetta afsláttarform var fyrst reynt og um 60—70% félagsmanna hafa notfært sér kortin hverju sinni. Félagsmenn KRON eru nú um 13.500. Sumargleð- in í Tónabæ UNGLINGAHÁTÍÐ verður í Tónabæ á sunnudagskvöldið og verður Sumargleðin með skemmtidagskrá frá klukkan 21—23.30. Er þetta í fyrsta skipti, sem Sumargleðin skemmtir reyk- vískum unglingum. Mezzoforte í Stúdenta- kjallaranum HLJÓMSVEITIN Mezzoforte leik- ur jazz og jazzrokk í Stúdenta- kjallaranum í kvöld, laugardags- kvöld. Mezzoforte er senn á förum til Englands, þar sem þriðja hljóm- plata hljómsveitarinnar verður tekin upp. Lög af þeirri plötu verða kynnt á tónleikunum ásamt eldri lögum. Á Hólum í Reykhólasveit húa ung hjón. Þórarinn Sveinsson, sem er ráöunaut- ur Búnaöarsamhands Vest- fjaröa, aútaöur austan úr Feilahrcppi, og Katrín Þóroddsdóttir úr Borgar- firði. Þau settust að á Hól- um fyrir 4 árum og eru á þessu hausti að byggja sér íbúðarhús. Smiðir voru að keppast við að loka húsinu fyrir veturinn um sl. helgi, þegar fréttamaður Mbl. kom þar við og unnið af Á Hólum i Reykhólasveit er að rísa nýtt ibúðarhús. Smiðir að störfum og framan við húsið stendur Þórarinn bóndi og ráðunautur ásamt syni sinum. Sér i gamla bæinn i baksýn. Hver bóndi fær verð í samræmi við uppboðsverð á gærum hans kappi myrkranna á milli. Yfir kaffi með pónnukökum og kleinum hjá húsfreyju var spjallað um búskap og talið barst að gráum gærum og sölu á þeim til pelsa- framleiðslu, sem Þórarinn hefur ákveðna skoðun á. Þrátt fyrir annir gaf hann sér þ<') tíma til að skýra málið. — Upp úr 1960 var farið að borga íslenzkum bændum hátt verð fyrir gráar gærur, sem seldar voru til Svíþjóðar, hóf hann máls. Það var auðvitað hvatning til bænda og fram- leiðsla á þeim fór vaxandi. En síðan 1965 hefur verðið lækkað og er nú lítið hærra en fyrir aðrar gærur. Bændum var sagt að gráu gærunar væru ekkert verðmeiri og ráðunautarnir vissu ekki betur en svo væri á sænskum markaði. — í júnímánuði í fyrra fór ég svo ásamt 13 ráðunautum og fleiri Islendingum á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins til Norðurlanda, en tilgangurinn ar m.a. að kynna sér loðdýra- rækt og pelsfjárframleiðslu í Svíþjóð. Við heimsóttum fjár- bændur, sem eru með sérstakt feldfé, Gotlandsfé, en það er sérstaklega ræktað til pelsa- framleiðslu úr lambagærum. Við komum líka í pelsaverksmiðju, sem framleiðir pelsa úr Got- landsgærum og íslenzkum lambagærum. Okkur voru sýndir tveir pelsar, annar úr sænskum gærum og hinn úr íslenzkum gærum. — Það kom í ljós að pelsinn úr sænsku gærunum kostaði frá verksmiðjunni 3.900 sænskar krónur, en sá úr íslenzku skinn- unum s.kr. 3.100. Færri gærur íslenzkar þurfti í pelsinn en sænskar eða 5 á móti 6. Okkur hefur verið sagt að ódýrara væri að framleiða úr íslenzku gærun- um. Sænsku bændurnir fá allt upp í 250 kr. sænskar fyrir skinnið. Fengu þeir þá um haust- ið 300 kr. fyrir 1. flokks gæru, en af því fóru um 50 kr. í kostnað við flutning, sútun og uppboð. Okkur var sagt að Gotlands- skinn hefðu hækkað um 300% í verði síðustu árin. Þeir íslenzkir bændur sem framleiða gráar gærur í kápur fá 2500—3000 ísl. kr. Á þeim tíma reiknaði ég þetta á þáverandi gengi og komst að þeirri niðurstöðu að sænski bóndinn fengi um 29 þúsund ísl. krónur en sá íslenzki ekki nema 2500—3000 kr. eða um 1/10. Þótti okkur það meira en Rætt við Þórarinn Sveins- son, ráðunaut Þórarinn Sveinsson lítill munur og maður spurði í forundran, hvernig á þessu gæti staðið. — Og hvað var svarið? — Svarið var eitthvað á þessa leið: „Ykkar gærur eru alltaf jafn verðmætar ef þær eru nægilega góðar. En þeim hefur verið að hraka til þessarar framleiðslu síðustu 10—20 árin.“ En þá er til að taka, að íslenzkir aðilar hafa bara ekkert vitað hvernig skinnin ættu að vera til þess að vera metin nægilega góð í þessa pelsaframleiðslu, segir Þórarinn og sýnir blaðamanni tvö sýnishorn af grárri gæru, annað af sænsku fé og hitt íslenzku, sem hann fékk í verk- smiðjunni. Þar var greinilegur munur á. Gotlandsskinnið gljámeira, jafnlitara og lokk- aðra. — Þarna er um að ræða fínt þel og gróft tog, útskýrir Þórar- inn. Lokkunin kemur fram í toghárum og ég held að við mundum þurfa að minnka þelið á okkar skinnum til þessarar framleiðslu. Við þurfum að breyta hlutfalinu milli togs og þels til þess að gæran hafi feldeiginleika. Nú er ég ekki að halda því fram að við þurfum endilega að hafa okkar gráu gærur eins og þær sænsku, heldur bara gera þær betur fallnar til þessarar ákveðnu framleiðslu. — Hvað þá um ullargæðin, ef dregið er úr þelinu? — Það er auðvitað atriði, sem e.t.v. heldur aftur af sumum. Þeir óttast um ullargæðin, svar- ar Þórarinn. Eins og ástandið er, skiptir ullin bændur ekki miklu máli, þeir fá svo lítið fyrir hana. En bændur eiga ekki að halda uppi ullariðnaði fyrir ekki neitt. Meðan verið er að draga úr kjötframleiðslu á kjöti og bænd- ur fá ekki fullt verð, er ætlast til þess að þeir haldi uppi ullariðn- aði. En það er með þessa fram- leiðslu eins og aðra að máli skiptir að menn fái greitt fyrir framleiðsluvöru sína. Ef það gefur eitthvað í aðra hönd, þá er vel hægt að auka ullarfram- leiðsluna um 'k til 1 kg á kind og það er raunar mikið þjóðhags- legt atriði að láta vöruna ekki ónýtast. En sé verið að framleiða grátt lambaskinn til pelsafram- leiðslu, þá verður það að hafa feldeiginleika. — I Svíþjóð er bændum borg- að fyrir það verðmæti sem þeir framleiða, heldur Þórarinn áfram. Við kynntumst því í Svíþjóð, sem er óþekkt hér, að gærurnar eru í sláturhúsinu merktar hverjum framleiðanda. Mikill hluti af þessum sænsku gærum er seldur á uppboðum, rétt eins og refaskinn. Merki framleiðandans eru á gærunni og hann fær greitt fyrir hana það verð sem fæst fyrir hana þar. Ekkert meðalverð, sem eng- inn botnar í hvernig er fengið. — Hvernig hefur þetta komið út fyrir íslenzka skinnaframleið- endur? — Svíar segja að á árinu 1979 höfum við selt 70 þúsund gráar gærur, en af þeim hafi aðeins 14 þúsund verið nægilega góðar. Mér finnst það vera skýlaust réttlæti að þeir bændur, sem framleiddu þessar 14 þúsund góðu gærur, fái rétt söluverð fyrir þær. Hinir þá bara minna. Að öðrum kosti hugsar enginn um að hafa bestu vöruna. — Okkur var sagt að lengi hefði verið búið að vinna að betri feldfjárframleiðslu í Svíþjóð án mikils árangurs, þar til farið var að greiða bóndanum fyrir hvert einstakt skinn í samræmi við söluverð þess. Það er hið kunna skinnafyrirtæki Hudson Bay, sem byrjaði með uppboð á feld- gærum í Svíþjóð. Við komum í aðalstöðvar Hudson’s Bay and Amings í Jöngköping. Hudson Bay kaupir ekki gærurnar, held- ur selur þær í umboðssölu. Fyrsta árið, sem þeir seldu gærur á uppboðum sínum fyrir Svía, fengu þeir 70 kr. fyrir skinnið á sama tíma sem meðal- verð til sænskra bænda var 25—30 krónur sænskar. Það varð til þess að hækka verð á þessum gærum, sem tóku að batna. Þess vegna er ég ekki í vafa um að þetta er það sem við þurfum að gera líka, segir Þórarinn. — Bestu gærurnar eru sem sagt seldar úr landi í sama flokki og ruslgærur, sem ekki eru hæfar til slíkrar vinnslu og borgaðar sem slíkar? Hafa ís- lenzku gærurnar verið að versna? — Á fundi á Akureyri í sumar var kvartað undan því að gæðin á gærunum hefðu verið að versna. Það væru fleiri með dökkum blettum, flekkóttar, grámórauðar og illhærur. Ég var svo staddur í Reykjavík og gekk framhjá búðarglugga Framtíð- arinnar óg sá pelsa úr slíkum gærum, sem okkur er sagt að séu ruslgærur. Kápan kostaði 3840 kr. og höfðu farið í hana um 7 gærur, mér reiknaðist svo til að af því hafi farið 7,3% til bónd- ans. En þetta vekur spurningar. Er ekki hættulegt þegar hér er farið að sauma úr ruslinu? — Svíar kaupa gráu gærurnar óflokkaðar og ég geri ráð fyrir því að þeir sjái til þess að tapa ekki á því. Það sem lélegt er, spillir þá fyrir heildinni, því að verðið sem fæst fyrir vöruna er ekki miðað við besta hlutann af framleiðslunni, heldur hið gagn- stæða. En hvers vegna spyrst það aldrei til Islands hvað eru verðmestu gærurnar, svo að hægt sé að bæta framleiðsluna? Við höfum góða ræktunarmenn og fjármenn til þess ef til einhvers er að vinna. — Ég held að það sé líka athugandi fyrir bændastéttina hvort ekki er hægt að fá meira fyrir gærur með því að flytja þær algerlega óunnar út, sagði Þórarinn að lokum. í Svíþjóð tekur Hundson Bay and Amings á móti lambaskinnum strax í sláturhúsinu og fylgir þeim eftir gegnum sútun, flokkun og upp- boð. í flokkun á skinnunum hráum eru tekin frá þau skinn, sem greinilega eru ekki pelsa- vara. Þau eru síðan flokkuð og seld í búntum á uppboðum og eins og ég sagði áðan, fær hver bóndi verð í samræmi við gæðin á skinnum hans. Smiðirnir eru nú að koma inn í kaffið til Katrínar og blaða- maðurinn er farinn að hafa samvisku af því að tefja Þórarin, því sýnilega er nóg að gera á þessum bæ, hey úti og verið að byggja. Við fellum því talið. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.