Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 29 sem luku upp einum munni um ágæti þessa manns hvort heldur sem var við opinber störf eða persónuleg kynni. Við frábæra íslenskukunnáttu Valdimars bættist að hann var hafsjór af þekkingu á íslenskri ætt- og mannfræði. I Reykjavík fann Valdimar iífs- förunaut sinn, Guðrúnu Jónsdótt- ur Hróbjartssonar kennara á Isa- firði. Fór brúðkaup þeirra fram að hermannasið og í Reykjavík fædd- ist þeim elsta dóttir þeirra. Að stríðinu loknu fóru Valdimar og fjölskylda hans til Minneapolis og tók Valdimar þar upp fyrri störf við blaðamennsku og útvarp. Samlandar hans sem jafnan köll- uðu hann Val, fólu honum marg- vísleg störf og var hann hvað eftir annað kjörinn fjármálaráðherra ríkisins. Gegndi hann því embætti til sjötíu ára aldurs en vék þá fyrir aldursákvæðum. Guðrún hefur búið Valdimar glæsilegt heimili sem margir ís- lendingar hafa komið á, ekki síst námsfólk sem átt hefur hauk í horni þar sem Valdimar er. Sá sem þetta ritar minnist með ánægju kosningaleiðangurs um norðurhluta Minnesota-ríkis sem Valdimar og flokksmenn hans efndu til í kosningunum haustið 1956. Var Valdimar óþreytandi við fundahöld og útvarps- og sjón- varpsviðtöl enda hlaut hann þá kosningu sem endranær. Þegar til Minnesota kom, bætt- ust fjögur börn í fjölskylduna. Eru þau nú orðin uppkomið fólk og þriðji ættliðurinn farinn að vaxa úr grasi. Á þessum degi er gott að minnast Valdimars Björnssonar og þakka honum fyrir vinsemd hans og hjálpfýsi og heillarík störf í þágu beggja þjóðanna sem hann hefir svo náin tengsl við. Eru honum og fjölskyldu hans sendar bestu hamingju- og árnaðaróskir á þessum merkisdegi hans. S.Þ. Vinur minn Valdimar Björns- son fæddist í Minnesota 29. ágúst 1906. Foreldrar hans voru Gunnar B. Björnsson ritstjóri og kona hans Ingibjörg Ágústa Jónsdóttin Valdimar er albróðir Hjálmars Björnssonar. Það má ekki minna vera en að ég færi vini mínum, Valdimar, þakkir fyrir hans mörgu og góðu bréf um móðurbræður mína, sem ég hefði aldrei augum litið, því þeir fóru af landi burt nokkru áður en ég fæddist. Ég nota tækifærið til að rita nokkrar línur um hann 75 ára, því ég býst ekki við því að ég verði á lífi þegar hann verður áttræður. Eldri bróðirinn, Þorbergur, var fæddur 1846, en sá yngri, Andrés Pétur 1854, og hefur hann því verið tveimur árum yngri en móðir mín. Óvíst er hvenær eldri bróðirinn fluttist frá Danmörku til Banda- ríkjanna en í Minneota var hann búinn að dvelja í 30 ár, áður en hann komst í kynni við Gunnar B. Björnsson, ritstjóra og prent- smiðjueiganda, en eftir það hafði hann á hendi hreingerningar í prentsmiðjunni til dauðadags. Yngri bróðirinn, Andrés Pétur, lærði í Danmörku húsa- og hús- gagnasmíði. Samferða honum vestur um haf var Svíinn John Lund. Hann settist að í Clarkfield, sem var 25 enskum mílum fyrir norðan Minneota. Þar reisti hann sér hús og reyndist síðar koma í ljós að hann hafði byggt það við aðalgötuna í bænum. Þegar frá leið gerðist hann útfararstjóri þar. Þegar hann dó spurði uppboðshaldarinn John Lund hvort hann hefði pappíra upp á það hvort Andrés hefði gefið honum borðið. John svaraði því til að svo væri ekki. Þá sagði upp- boðshaldarinn að það yrði að fara undir hamarinn eins og annað. John Lund gerði sér lítið fyrir og keypti það á uppboðinu. Valdimar var við prentverk í nær ósiitið 10 ár í prentsmiðju föður síns. Síðar útskrifaðist hann frá Háskóla Minnesota-ríkis árið 1930. Hann var við ritstjórn „Minneota Mascot" árin 1921 til 1927 og síðar 1931 til 1934. Valdi- mar var i sjóher Bandaríkjanna 1942 til 1946, með liðsfpringjatign, og var lengstum á íslandi. Er meðritstjóri dagblaðs í St. Paul og auk þess fréttaþulur við út- varpsstöð. Fjármálaráðherra Minnesota- ríkis varð hann 1950, en áður en það gerðist fóru fram kappræður milli hans og félaga hans og annarra tveggja manna frá Clark- field til að æfa ræðumennsku, svo að hann hefur staðið sæmilega að vígi þegar hann fór að berjast fyrir því að verða fjármálaráð- herra. Hann var um tíma vararæðis- maður íslands í Minneapolis og varð hann gerður að stórriddara Fálkaorðunnar með stjörnu 15. nóvember 1946. Valdimar ferðaðist vítt og breitt um landið og á ísafirði hitti hann fyrir lífsförunaut sinn Guðrúnu Jónsdóttur kennara á ísafirði. Eiga þau margt barna og barna- barna. Um það bil sem Munkgaards- Ijósprentunin af Flateyjarbók kom út og var send til allra þáverandi þingmanna á íslandi, gerðist ævintýri sem kunningi ykkar hjóna, Guðmundur Jónsson frá Mosdal, kemur við sögu ásamt fleirum. En ævintýri þetta get ég ekki sagt að sinni, en ef hann kæmi til Islands og ég verð á lífi, þá myndi ég skýra þetta ævintýri fyrir honum. Á þessum merka áfanga á lífsferli Valdimars Björnssonar vinar míns, óska ég honum og ættingjum hans allra heilla og blessunar. Jón Þórðarson sanna. „Nýir kústar sópa bezt,“ var sagt fyrir vestan í gamladaga. 1 þann mund voru háværar raddir, sem vildu fá Valdimar í framboð til ríkisstjórakosninga í Minne- sota, sem taldi jafn marga íbúa og Danmörk. En þá var hann í staðinn kvaddur til herþjónustu með dvöl á íslandi eins og eldra fólk man gleggst. Hálf þjóðin kynntist honum persónulega og líður hann seint úr minni sakir gáfna hans og glæsimennsku, frjálslegrar framkomu og jafn- ingjalegrar. Hann var aldrei send- ur á blóðvellina, en kom engu að síður heim aftur með gott her- fang, þar sem var ísfirzk skjald- mær. Hún er Guðrún, dóttir Jóns heitins Hróbjartssonar kennara, sem er einn meðal örfárrá athygl- isverðra sjálflærðra málara í sí- fjölgandi sveit hjástundamálara og gefur sumstaðar hinni frægu Grandma Moses lítið eftir í barns- legri einlægni á dúkum sínum. Guðrún hefir alið bónda sínum fjölda mannvænlegra barna. Það fer bráðum að hausta vest- ur í Minnesota. Fuglarnir fara að þagna. Lauf trjánna taka að sölna og fölna, síðan að falla og „berast burt með tímans straumi". Hvað um það, þá mun sá gamli og ólseigi, bolvaxni ættarhlynur frá Minneota, sem bar hvað fegurst limið, fylla hálfan áttunda tug ára í dag og standa áfram styrkur og traustur með sterkar og tryggar rætur í sínum íslenzka og banda- ríska jarðvegi, báðum þjóðum til heilla og hamingju sem allra, allra lengst. Happy birthday to you, grand old man! Örlygur Sigurðsson Kveðja til Valdimars Björns- sonar. Á 75 ára afmæli vinar míns Valdimars Björnssonar er ekki úr vegi að minnast hans lítillega svo djúp spor sem hann hefur markað í sögu samtíðarinnar, og þá sér- staklega sögu samskipta íslend- inga vestan hafs og austan. Valdi- mar er algjörlega einstæður að því leyti að hann hefur ekki aðeins verið framúrskarandi borgari síns heimalands og komist þar til mikilla metorða, heldur hefur hann líka sýnt einstaka ræktar- semi gagnvart íslandi, landi for- feðranna svo hér er nánast um einsdæmi að ræða. Valdimar náði miklum frama á pólitískum ferli sínum í heima- fylkinu Minnesota. Hann var um langt árabil fjármálaráðherra Minnesota-fylkis, sem fulltrúi Republikana-flokksins. í Banda- ríkjunum eru menn kosnir beinni kosningu í slíkar stöður. Persónu- fylgi Valdimars var slíkt að hann var sífellt endurkjörinn, þrátt fyrir það að flokkur hans tapaði oft fylgi og missti stundum flesta sína fulltrúa. Svo lengi sem Valdi- mar gaf kost á sér í embætti fjármálaráðherra var hann óvinn- andi. Valdimar er leiftrandi ræðu- maður og hefur fullkomið vald á því sem hann flytur. Má því segja að hann talar ávallt eins og sá sem valdið hefur. Persónufylgi Valdi- mars byggðist á því að hann var afar sannfærandi, þekkti persónu- lega mikinn fjölda fólks. Hann ferðaðist vítt og breitt um Minn- esota-fylki og það hjálpaði honum mikið að hann kunni tungur ann- arra Norðurlandabúa fyrir utan íslenskuna, en eins og kunnugt er býr mikill fjöldi manna af nor- rænu bergi brotinn í Minnesota- fylki. Fáir menn hafa lagt sig meira fram um það að efla tengsl milli íslands og Bandaríkjanna er Valdimar. Hann hefur verið í stjórn American Scandinavian Foundation í fjöldamörg ár, en ísland er virkur aðili að þeim samtökum. Einnig hefur hann, á mörgum öðrum sviðum, beitt sér fyrir margvíslegum menningar- legum, viðskiptalegum og pólitísk- um samskiptum landanna. Heim- ili þeirra Valdimars og Guðrúnar í Minnesota hefur veriðopið íslend- ingum frá byrjun og mikill fjöldi námsmanna getur borið vitni um það að þeir hafa getað litið á heimili þeirra hjóna sem sitt eigið á námsárum þeirra i Minneapolis. Þá hefur Valdimar einnig tekið virkan þátt í að viðhalda tengslum íslendinga við þá landa svo og afkomendur þeirra sem settust að í Kanada. Hefur hann flutt erindi og fyrirlestra þar í landi, auk þess að skrifa fjölmargar greinar um íslensk málefni í fjölmiðla þeirra Vestur-íslendinga. Valdimar er meiri íslendingur en margur landinn, sem alið hefur allan sinn aldur hér heima þrátt fyrir það að Valdimar sé borinn og barnfæddur vestan hafs. íslensku- kunnátta Valdimars er frábær, enda lærði hann íslensku áður en hann lærði ensku. Amma hans, sem ekki talaði ensku, kenndi honum málið, en hún bjó á heimili foreldra hans. Ég var furðu lost- inn þegar ég eitt sinn komst að því að Valdimar kann flesta eldri íslenska sálma utanbókar og má rekja þá kunnáttu til áhrifa ömmu hans. Valdimar er gjörkunnugur ís- lenskum málefnum og vel að sér í öllu því sem íslenskt er. Hann fylgist af áhuga með þeim málefn- um sem efst á baugi eru hverju sinni hér á landi. Síðast en ekki síst er hin óvanalega ættfræðiþekking Valdi- mars. Hann er margfróður um þau mál og kann að rekja flestar ættir á íslandi. Slíkt mun algjört einsdæmi um mann, sem ekki hefur alið allan sinn aldur hér. Margur landinn, í spjalli við Valdimar, mun kannast við það að það fyrsta sem hann spyr er: „Hverra manna ert þú?,“ og þegar svarið hefur fengist þá getur hann rakið ættir langa vegu aftur til forfeðra, sem löngu eru horfnir. Ekki hvað síst á þetta við íslend- inga vestan hafs; þar er hann hafsjór af fróðleik um slík mál- efni. Með línum þessum vildi ég árna Valdimar og hans ágætu konu Guðrúnu allra heilla á þessu merkisafmæli. Sigurður Ilelgason í varnarliði því sem Bandaríkin sendu til verndar íslandi gegn innrás í síðari heimsstyrjöld voru nokkrir menn af íslensku foreldri sem mæltu bæði á enska og íslenska tungu og voru mikilsverð- ir sem milligöngumenn vegna samskipta við íslendinga. Meðal þeirra var ungur sjóliðsforingi, Valdimar Björnsson frá Minnea- polis i Minnesota-ríki. Hafði hann raunar áður komið til Islands á eigin vegum og ferðaðist þá m.a. á hesti um landið allt austur í Vopnafjörð á bernskuslóðir föður síns, en faðir hans var Gunnar Björnsson, vel þekktur í Minnesota-ríki sem rit- stjóri og forvígismaður íslenska þjóðarbrotsins. í starfi sínu á íslandi reyndist Valdimar sérlega farsæll og samningslipur. Enda eignaðist hann hér marga vini og kunningja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.