Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Hermál Eftir Þórð G. Valdi- marsson, stjórnmála- fræðing í leiðara í Tímanum nýlega kemur Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri inn á þá staðreynd, að annar aðaltilgangur NATO sé að vinna að spennuslökun og draga úr vígbúnaði, og segir þann tilgang ekki hafa náðst til þessa. Hverjum er um að kenna, Þórarinn minn góður, öðrum en ráðamönnum Sovétríkjanna? Ég veit ekki betur en að allt mögulegt og ómögulegt hafi verið gert sðustu 15 eða 17 slökunarár, til að koma til móts við þá og jafnvel verið gengið hættulega langt á því sviði, sér- staklega í stjórnartíð Jimmy Cart- ers. Hver var svo árangurinn af öllu þessu? Á meðan talað var um frið og afvopnun hömuðust ráðamenn Sovétríkjanna við að efla hernað- armátt sinn. Þeir bjuggu 5 milljón manna land- og skriðdrekaher sinn minnstu gerðum kjarnorku- vopna undir eins og tæknin gerði þeim það fært. Varla var það til þess að efla slökun eða hvað? Eina leiðin til þess að geta ráðið við innrás stórra skara kjarnorku- vopnaðra skriðdreka, er kynnu að gera innrás í NATO-ríki, er auð- vitað nifteindasprengjan. Þar eð NATO-ríkin hafa aldrei viljað hafa eins margar milljónir manna undir vopnum á friðartímum og andstæðingar þeirra, hafa þau orðið að reiða sig þeim mun meira á tæknina. Bandaríski stóriðnað- urinn var búinn að fullkomna það vopn er gat komið á valdajafnvægi að nýju. En þá hófu svokallaðir friðarsinnar háværa sókn gegn nifteindasprengjunni. Þeir höfðu ekkert haft að at- huga við kjarnorkuvæðingu Rauða hersins. Það var allt í lagi, hvað þá snerti, að sérhver skriðdreki og fallbyssa hans gæti nú skotið kjarnorkuskeyti. Það stafaði friði og slökun ekki í neina hættu að þeirra viti. Ó, nei! En hinn her- fræðilegi og eðlilegi mótleikur, nifteindasprengjan, gerði það, sagði þetta áróðursfólk. Og ráða- menn Evrópu fóru illu heilli, að tvístíga í málinu, og hinn ístöðu- litli forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, lét ginna sig til að stöðva framleiðslu nifteindasprengjunn- ar gegn ráðum færustu her- og stjórnmálafræðinga, líklega í von um að það mundi efla friðarvilja kommúnista. En það var nú eitt- hvað annað! Þeir skynjuðu bara veikleika í þessu og hömuðust við að byggja sig upp hernaðarlega, meira en nokkurn tíma áður, meðan að Carter hélt áfram að lifa í voninni um að slökunar- stefnan mundi að lokum bera árangur. Þórarni Þórarinssyni hlýtur að vera kunnugt um að ráðamenn Sovétríkjanna hafa lát- ið koma fyrir 200 miðdrægum 3ja hausa kjarnorkuskeytum sem beint er að öllúm helstu borgum Vestur-Evrópu. Það var bein af- leiðing af sinnuleysi Carters, sem gekk glæpi næst, og réði miklu um það, að bandarískir bændur og verkamenn spörkuðu honum úr valdastól með sögulegum hætti. Og nú ætlar þetta áróðursfólk Sovétríkjanna, víða um heim, jafnt úr skálkaskjóli kirkju og trúfélaga sem á öðrum vettvangi vitlaust að verða, við tilhugsunina um að komið verið fyrir Cruiser- og Persing-skeytum í Evrópu sem mótvægi við mörgum hundruðum SS20-skeyta Sovétmanna. „Ráða- menn Bandaríkjanna," segir Þór- arinn Þórarinsson með vanþókn- un, „vilja vopnast fyrst og tala svo um afvopnun." Með leyfi að spyrja, hvernig er annað hægt eins og allt er nú í pottinn búið? Og í þetta skipti, að fenginni vondri reynslu, verður ekki tekið neitt tillit til áróðursfólks Sovét- manna á Vesturlöndum! Annað hvort eyðileggja Sovétmenn þau 200 skeyti sem þeir nú beina að Vestur-Evrópu, eða tilsvarandi vopnum verður komið þar fyrir gegn þeim. Það þarf tvo til ef um alvöru slökun og stöðvun vígbún- aðarkapphlaupsins á að vera að ræða. Óg Sovétmenn verða að gera sitt atvikalaust. Líkt og bófi sem miðar byssu að bankagjaldkera og heimtar pen- ingana eða lífið, hallar Brezhnev sér upp að SS20-skeytunum sínum og krefst þess að Norðurlönd og helst öll Vestur-Evrópa, verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Rauði herinn einn á víst að hafa slík vopn, en vanaleg vopn eru nógu góð handa Norðurlöndum. Þetta er ekki ósvipað því þegar að nýlenduherrar sögðu við blökku- menn: „Þið getið haft boga og örvar og ef til vill spjót, en við einir ætlum að hafa hríðskota- og fallbyssur, svo að við getum haft öll ráð ykkar í höndum vorum." Og Brezhnev sigar öllu sínu áróðursliði fram á ritvöllinn, jafnt Evertsen sem Ólafi Ragnari Grímssyni, til að flytja okkur hinn heilaga boðskap um kjarnorku- vopnalaus Norðuriönd. Áf hverju er þessum köppum svo umhugað að her Norðmanna hafi ekki samskonar létt kjarnorkuvopn og Rauði herinn? Vegna þess að herfræðileg nauðsyn knýr ráða- menn Sovétríkjanna til að hertaka Noreg þegar í upphafi styrjaldar vegna mikilvægis hinnar löngu strandlengju Noregs fyrir þá. Noregur, Danmörk, Holland og Belgía eru því lönd er Brezhnev hefur sérstaklega augastað á, og vill fyrir hvern mun að séu kjarnorkuvopnalaus, svo'hægt sé að hertaka þau fyrirhafnarlaust! Sovétríkin líggja sem sé afar illa að höfunum, sér í lagi hinu mikilvæga Átlantshafi og því er um að gera fyrir þá að ná Noregi á sitt vald þegar í upphafi styrjald- ar og það mundu þeir gera með her búnum minnstu gerðum kjarnorkuvopna. Hvernig í ósköp- unum eiga hinir hraustu norsku hermenn að verjast með nokkrum árangri, þannig vopnuðum Rauð- um her? Þeir mundu vera í samskonar aðstöðu og kindur sem leiddar eru til slátrunar. Eins og nú er málum háttað eru þeir vígðir dauðanum af sínum eigin ráðamönnum. Um þetta hefi ég ritað áður, og reynt að koma þessu inn í kollinn á ráðamönnum Norð- urlanda. Og það vantar ekki að óvinir NATO á Norðurlöndum hafa risið upp og reynt að æra norsku þjóðina með áróðursþvætt- ingi sínum og lýsingum á skelfing- um kjarnorkustríðs. Hins vegar hafa stjórnendur Noregs ekki skýrt þjóð sinni frá því hvernig málum er háttað eða ástæðunum fyrir því að Noregur myndi verða fyrsta landið sem Rauði herinn mundi hertaka í hugsanlegu árás- aratriði á Vestur-Evrópu. Ef norski herinn hefði yfir að ráða minnstu gerðum kjarnorkuvopna og t.d. nifteindasprengjum, væri hann óárennilegur og hefði raun- verulegan stríðsöftrunarmátt sem nú er ekki til að dreifa. Eins og málum er nú háttað gæti Rauði herinn hertekið Noreg fyrirhafn- ariaust hvenær sem honum þókn- aðist. Nýlegur samningur Norð- manna og Bandaríkjanna, um að þeir síðarnefndu megi hafa birgðir hergagna í landinu, hefur visst sálfræðilegt gildi og áréttar þá staðreynd að árás á Noreg væri í rauninni það sama og árás á Bandaríkin. Hver er svo skýringin á hinni knýjandi hernaðarnauðsyn sem veldur því, að ráðamenn Sovétríkjanna horfa ágirndaraug- um á Island og Noreg? Hana er að finna í þeirri staðreynd að úthöfin og kjarnorkuvopn falin í og á þeim „mundu hafa langmesta þýðingu í hugsanlegri heimsstyrjöld. Þegar í stjórnartíð Kennedys heitins forseta gátu her- og stjórnmála- fræðingar séð það fyrir, að tæknin myndi gera kjarnorkuskeyti stað- sett á landi að miklu leyti úrelt. Það yrði of auðvelt að ná til þeirra með mikilli nákvæmni. Öðru máli mundi gegna með skeyti á stöð- ugri hreyfingu með skipum, í eða á sjó.“ Það hlytu að verða aðalvopn framtíðarinnar. Ekki svo að skilja að ekki yrði eftir sem áður hægt að gera heilmikinn óskunda með hinni eldri gerð vopna. Þettá er skýringin á hinni miklu sókn Sovétmanna út á höfin. Þeim fannst nauðsyn að koma sem flestum kjarnorkuskeytum um borð í kafbáta og skip, því síðara höggið svokallaða var að verða aðalhöggið í kjarnorkustríði. Þeim hefur tekist það furðu vel, en Sovétríkin liggja eftir sem áður illa að úthöfunum, og það mundi verða til þess að þau töpuðu heimsstyrjöld. Að vísu er vart hægt að tala um sigur í stríði, sem mundi kosta 500 milljónir manna, eða meira, lífið. Slíkur sigur er ekki þess virði að vinna hann, enda kæra NATO-ríkin sig ekki um það ótilneydd. Herfræðingar telja að næsti áratugur muni einkennast af stór- auknum þrýstingi á Noreg og ísland. Barátta Brezhnevs, Ölafs Ragnars Grímssonar og Evertsen er partur af honum. Það var orðið augljóst að atkvæðaveiðaviðhorf, vegna væntanlegra kosninga, voru farin að hafa óholl áhrif á ráða- menn Noregs, þegar að tekið var í taumana. Reynt er að hafa áhrif á íslend- inga með margvíslegum og vafa- sömum hætti. Owen nokkur Wilk- es, herfræðingur sænskra friðar- samtaka, er leiddur fram fyrir okkur til að bera ljúgvitni. Hann segir að hættan sem að okkur steðji, sé sú, að Sovétmenn séu tilneyddir að sprengja á okkur kjarnorkusprengju, ef við leggjum ekki herstöðina á Miðnesheiði niður. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að sú tortímingarhætta, sem við óneitanlega búum við, stafar af allt öðru, sem sé legu landsins, í miðju því svæði sem óhjákvæmi- lega mundi verða helsti vígvöllur kjarnorkuvopnaðra kafbáta, skipa og flugvéla, kæmi til heimsstyrj- aldar. Engin þjóð á því eins mikið undir því að friður haldist og við íslendingar, og því höfum við réttilega reynt að tryggja hinn mikilsverða frið með því að vera meðlimir í NATO, friðarsamtök- um hins Vestræna heims, og látið þeim í té hernaðarlegt mikilvægi Islands til að fylgjast með sovésk- um kafbátum og flugvélum, sem ella mundu vaða uppi allt í kringum landið, í enn ríkara mæli, en þeir nú gera. Aðstaðan á íslandi er eitt af því sem gerir NATO fært að varðveita þann frið, sem líf íslensku þjóðarinnar veltur á. Owen Wilkes heldur áfram að reyna að gabba íslendinga og lofsyngur mjög hlutleysisstefnu þeirra á árunum fyrir síðari heimsstyjöldina. Það er á honum að heyra, eins og ráðamönnum Þjóðviljans, að okkur sé hyggilegast að taka hana upp aftur. Sannleikurinn er sá að á meðan að Islendingar lifðu sælir í þeirri blekkingu, að einhver vörn væri í hlutleysisstefnu, var Hitler að láta undirbúa síðari hluta heimsyfirráðaáætlunar sinnar en í henni spilaði ísland stóra rullu. Foringinn hafði sem sé ákveðið árásarstríð á Bandaríkin og Kan- ada eftir að hann hefði lagt Evrópu undir sig. Og þangað áttu herir hans og flugher að stikla um Island og Grænland! Þetta var hárrétt aðferð, eins og hernaðartækni þá var háttað. Hann hafði um langan tíma látið undirbúa hertöku íslands, sem skyldi fara fram, skömmu eftir að hertöku Noregs lyki. Hin lang- vinna og hraustlega vörn Norð- manna, sem leiddi til þess að Þjóðverjar misstu mikið að skipa- stól sínum, bjargaði Islandi frá því að Hitler gæti gert alvöru úr áætlun sinni. Roosevelt forseti, sem hafði þroskaða kímnigáfu, sendi Bretum orrustuflugvélarn- ar, sem björguðu þeim frá upp- gjöf, sömu leið og Hitler ætlaði að senda árásarliðið til Bandaríkj- anna, sem sé um Grænland og ísland. Með Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi ganga sósíalistar ber- serksgang á ritvellinum, og bíta í skjaldarrendurnar, i baráttu sinni fyrir þeirri hernaðarnauðsyn Sov- étríkjanna, að Norðurlönd og helst öll Vestur-Evrópa, verði kjarn- orkuvopnalaust svæði. Þessi starfsemi þeirra, og hliðstæða hennar á meginlandinu, er sama eðlis, og þjónar sama tilgangi, og friðar og afvopnunarhreyfingar þær er Hitler gerði út fyrir síðustu heimsstyrjöld, og áttu svo mikinn þátt í því, hversu auðveld- lega honum gekk að sigra Frakka og fleiri þjóðir. Þá hafa margir góðir drengir dáið til lítils í síðari heimsstyrjöldinni, ef að sú sorgar- saga á að endurtaka sig. Hvort varð fólki ekki hugsað til friðar- hreyfinganna hans Hitlers, er það hlýddi á tal Einars Karls Har- aldssonar í þættinum um „Daginn og veginn" 10. þessa mánaðar eða við að lesa skrif dr. Ólafs Ragnars Grímssonar undanfarið. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra Eftir Unni Hermanns- dóttur, form. For- eldrasamtaka barna meö sérþarfir Þessi orð þekkja allir, en hversu erfitt er að nota þau í reynd. Engan hef ég fyrir hitt sem hefur getað sagt mér hvernig sú reynsla er að fæðast inn í þennan heim. Þær þrengingar hefur móðir náttúra búið út á sinn hátt, þannig að við munum ekkert, en þar með er ekki víst að allt fari vel. Þegar barn fæðist er það gleðiefni öllum foreldrum, okkur finnst svo sjálfsagt að svo sé, að við gleymum því í gleði okkar að um annað geti verið að ræða, en svo kemur nístandi efi, spurningar sem enginn gefur svör við, eða þá óljós tilsvör og loðin. Er eitthvað að barninu mínu? Hvert er að ieita, hvar er helst hjálp að fá? Áfram heldur barnið sín fyrstu lífsskref en hvernig er tilveran því? Barn sem er eðlilegt á allan hátt tekur framförum stig af stigi. Þessu er ekki þannig háttað með barnið sem eitthvað er að. Hvers vegna tekur barnið mitt ekki við hlutum sem því eru réttir, sefur lítið, talar ekki, reynir ekki að nálgast þá hluti sem það ætti að hafa áhuga fyrir? Stór greindarleg augu sýna ekki þá ákefð sem er í augum barns, sem vill hafa hönd á þessu eða hinu. Allt þetta vekur illan grun. Að sjálfsögðu er haft samband við lækni og síðan kemur að þeirri stund þegar foreldrum eru sögð hin voða- legu tíðindi. Oft er mannskepnan smá í allri sinni nekt en aldrei erum við eins vanmáttug og gagnvart þeirri stóru sorg, barnið mitt verður aldrei heilbrigt. Samt höldum við áfram leit eftir hjálp, til að setja saman þau brot sem hægt er að setja saman, það er fullkomin ástæða til að aðvara þá sem fást við að setja þessi brot saman, gæta skal fyllstu varúðar, kapp er bezt með forsjá. Mannleg mistök geta haft í för með sér sársauka og óbætanlegt tjón. Þegar barn verður fyrir fötlun af hvaða orsökum sem það er, þá fer ekki hjá því að öll fjölskyldan verður fyrir áfalli, systkini hins fatlaða barns fá óhóflega stóran skammt af lífsreynslu, foreldrar verða því að vera mjög vel á verði við uppeldi barna sinna af þessum sökum. Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum þroskaheftra, t.d. skólamál eru ofarlega á baugi, þó eru þar mörg atriði sem þurfa athugunar við. Má þar nefna nauð- syn þess að strax, og vart verður við heftingu á einhvern hátt sé hafist handa á hæfingu og kennslu, ekki beðið eftir 6 ára aldri. Þá má nefna málaflokka eins og afþreyingar- heimili, verndaða vinnustaði og sam- býli. Einn er sá hópur sem hefur að mínu mati orðið útundan. Það eru þau börn sem berjast við margskon- ar fötlun í senn og eiga í erfiðleikum með að tjá sig; þau geta fötlunar sinnar vegna ekki notið þess sem að framan er greint. Það þýðir raunar ekkert að loka augunum fyrir því að Unnur Hermannsdóttir þó hæli séu neyðarúrræði verður samt stór hópur barna og fullorð- inna að lúta þessari staðreynd. Nú er ég raunar komin að þeirri setningu sem ég hóf mál mitt á. Það er nauðsynlegt að huga að þessum þætti með vinsemd og virðingu. Ég vona að foreldrar beri gæfu til að vera ávallt með í ráðum þegar búa skal börnum þeirra stað. Á ári fatlaðra skulum við hugleiða hvernig við getum hlúð að fjölfötluðum. Við viljum að þeir hafi þá aðbúð sem við vildum sjálf hafa, ef svo væri komið fyrir okkur. Þessi fatlaði hópur sem ég hef gert hér að umræðuefni er svo vanmátt- ugur í alla staði að það hlýtur að liggja í augum uppi að þjónusta við hann kallar á vel menntað starfslið og mikinn mannafla, auk þess sem aðbúnaður allur þarf að vera með þeim hætti að hann skapi hinum fatlaða vellíðan og sé jafnframt hugað að aðbúnaði þess starfsfólks sem á að annast slíka einstaklinga. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess að tjáskipti þessara barna eru með þeim hætti að það þarf töluverð kynni og samskipti við þau, til þess að kunna á þeim nokkur skil fyrir þá sem eiga að annast þessi börn. Þetta eru þeir þegnar þjóðfélagsins sem nánast einskis fá að njóta af því sem við köllum lífsgæði. Það er full ástæða til að hefja sókn þessum hópi til handa, þar eigum við foreldrar að leggja hönd á plóginn. En ef vel á að takast, þurfum við aö leggja það á okkur að kynna okkur lög og reglugerðir þar að lútandi, sem eru nánast þær starfs- reglur sem unnið er eftir. Það skiptir miklu máli að þær forskriftir séu góðar að okkar dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.