Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 Eiður Gíslason verk- stjóri - minning Fa-ddur 15. mars 1922. Dáinn 22. ágúst 1981. Þeim fer fækkandi íbúunum sem hófu búskap saman í Ásgarði 113—129 fyrir rúmum 20 árum, sumir hafa flutt burtu, en fimm eru horfnir héðan úr heimi. Það er margs að minnast frá þeim dög- um, þegar þetta fólk horfði með björtum augum til framtíðarinn- ar, flestir að eignast sitt eigið húsnæði í fyrsta sinn og allir vanefnum búnir. Mikil og góð kynni tókust með sumum fjöl- skyldunum og var oft glatt á hjalla. Ég sem þessar línur rita bý enn á þessum stað og hef búið við hlið vinar míns Eiðs Gíslasonar sem mig langar að minnast hér með nokkrum orðum. Eiður var fæddur 15. mars 1922 og var því tæplega sextugur að aldri þegar hann svo skyndilega var brottkallaður héð- an úr heimi. Ótrúlegt fannst manni að hraustmennið, sem kleif hér húsþök í einhverju mesta fárviðri sem við munum eftir til að huga að skemmdum, skuli falla sem fölnað blóm á blíðri ágúst- nóttu, en svona eru vegir drottins órannsakan legi r. Enginn reyndist mér betri né hjálpiegri með marga hluti en Eiður eftir að ég varð ekkja fyrir 14 árum og á ég honum og þeim hjónum báðum stóra skuld að gjalda. Eiður gat verið hrjúfur á yfirborðinu en allir vissu að undir því, sem við fjöldanum blasti, sló trúað og óvenju hlýtt hjarta. Elsku Lillý mín, guð styrki þig og styðji þig í þínum raunum en verum minnug þess að guð gefur öllum líkn í þraut og minning um góðan dreng fölnar aldrei. Guð gefi honum góða heimkomu, hafi hann þökk fyrir allt sem hann gerði mér og mínum. Andrea Ilelgadóttir Öruggar hafnir og vitar, eru ein undirstaða hagsældar og velfarn- aðar á Islandi. Nýting fiskimið- anna krafðist nýrra vita og hafna. Það var því mikil ábyrgð sem hvíldi á herðum þeirra manna sem önnuðust verkstjórn við gerð þeirra. Vinnuaðstaða verkstjóra við hafnargerðir og vitabyggingar var oft erfið. Sleitulaus barátta við óblíð náttúruöfl, vöntun á vélum, þjálfuðu starfsfólki og skortur á byggingarefni auk þess sem allar fyrirfram athuganir voru ótryggar og aðstæður á vinnustað því oft allt aðrar en gert var ráð fyrir. Einangrun og sambandsleysi, gerðu það að verk- um að verkstjórar urðu að vinna mjög sjálfstætt og leysa á eigin spýtur hin margvíslegustu vanda- mál. Hafnamálastofnun ríkisins hef- ur borið gæfu til þess að hafa úrvals verkstjóra. Að öðrum ólöst- uðum, held ég að þeim sé mest að þakka, hve vel hefur tekist til við hin ýmsu verk. Nú er skarð fyrir skyldi. Margir okkar ágætu verkstjóra hafa fallið frá á síðustu árum, nú síðast Eiður Gíslason sem hélt uppi merki verkstjóra með miklum sóma. Eiður Gíslason var fæddur 15. mars 1922 að Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi. Á yngri árum stund- aði hann ýmis störf. Var hann fyrst við sjómennsku og sveita- störf og síðar húsasmiður í Reykjavík, er hann fór í Lögreglu- skólann og starfaði í Reykjavík um 6 ára skeið. Eiður réðst til Vitastjórnar Is- lands 1954 og var verkstjóri við vitana um árabil, áður en hann hóf störf hjá Hafnamálastofnun- inni en þar vann hann samfellt til æviloka við verkstjórn. Eiður var mjög eftirsóttur til starfs. Víkingur til vinnu, útsjón- arsamur og verklaginn. Ég kynnt- ist honum fyrst árið 1965. Það fór ekki á milli mála að þar var afburðamaður á ferð. Það sópaði að Eiði, þessum upplitsdjarfa, hreinskilna, skapmikla dreng- skaparmanni. Hann var mikill á velli og með sterkustu mönnum. Verkstjórnin fórst Eiði vel úr + Móöir okkar, tengdamóöir og amma KRISTÍN EINARSDOTTIR Hagagaröi 50 lést á Elliheimilinu Grund 27. ágúst. Siguröur Jónsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Dagbjartur Grímsson, Birna Jónsdóttir, Haraldur Olafsson, Kristinn Sigurösson, Gunnhildur Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frænka mín KLARA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hátúni 10 lést í Landspítalanum 27. ágúst. Fyrir hönd vandamanna Anna Arnadóttir. + Móöir okkar OLGA D. SVEINSSON lést þann 27. ágúst síöastliöinn. Sígrún Sveinsson-Mir, Sveinn Torfi Sveinsson. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÁGÚSTA H. HJARTAR Safamýri 50, sem lést 21. ágúst, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeöin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag íslands. Birna Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Astráður Björnsson, Björn H. Björnsson, Áróra B. Stephans, Jónina B. Dominick, Oddný B. Regan, tengdabörn og barnabörn. hendi. Hann vann mest við stál- þilsbryggjur og ýmsa steypuvinnu en einnig við sprengingar og dýpkanir. Allt sem Eiður vann að, bar merki um festu og áreiðan- leika, verklagni og snyrtimennsku. Eiður hafði mjög gott lag á sínu fólki þrátt fyrir mikið skap enda var hann skarpgreindur og með ríka kímnigáfu. Við starfsfélagarnir hörmum missi vinar en minningin um góðan dreng lifir. Við vottum eiginkonu og nán- ustu ástvinum innilega samúð. Daníel Gestsson Laugardaginn 22. ágúst sl. hringdi síminn á heimili mínu, þar var verið að tilkynna mér lát tengdaföður míns, Eiðs Gíslason- ar. Mig rak í rogastans, þessu átti ég ekki von á þegar ég kvaddi hann fyrir þrem vikum svo glaðan og hressan. Þá steig ég mín þyngstu spor á ævi minni, því það kom í minn hlut að skýra tengda- móður minni frá láti hans, þar eð hún dvaldi hjá okkur hjónum í Grindavík um þessar mundir. Eiður var fæddur 15.3. 1922 að haugi í Gaulverjabæ, yngstur 12 systkina er á legg komust, hann var því aðeins 59 ára þegar hann féll frá og það er sárt að sjá á eftir slíkum öndvegismanni langt um aldur fram. Hann átti svo margt eftir að sjá og framkvæma. Árið 1943 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ingjaldsdótt- ur, og áttu þau 4 börn, Kristjönu, gifta Jóni Guðmundssyni, Ragnar, kvæntan Þórunnborgu Jónsdóttur, Ingjald, kvæntan Sigrúnu Páls- dóttur, og Ragnheiði, gifta Guð- mundi Val Gunnarssyni, og 10 eru barnabörnin orðin. Eiður var mjög hjálpsamur maður, alltaf boðinn og búinn til að aðstoða aðra ef einhver var hjálparþurfi. Mér er minnisstætt er við hjón vorum að byggja okkur hús og vantaði aðeins herslumun að við kæmumst inn fyrir jól, þá veiktist ég og lá rúmfastur í þrjár vikur, þá kom hann og bjargaði málun- um. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Ég þakka Eiði samfylgd- ina og hjálpina er hann veitti mér og mínum í þau tæp 19 ár er okkur hlotnuðust saman. Guð blessi hann og varðveiti um alla eilífð, með söknuði kveð ég hann. Nonni Hann tengdafaðir minn er lát- inn, langt um aldur fram. Ég var harmi sleginn er mér var tilkynnt lát hans, hann sem var svo hress og kátur er við hittumst síðast, fyrir þremur vikum, þá í fríi, frá starfi sem hann stundaði um allt land, við gerð hafnarmannvirkja, en því starfi hafði hann gegnt í mörg ár. En enginn ræður sínum næturstað. Eiður Gíslason var fæddur að Haugi í Gaulverjabæjarhreppi 15. mars 1922, yngstur af stórum systkinahóp, sonur Kristínar Jónsdóttur og Gísla Brynjólfsson- ar. Annan dag jóla 1943 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Ingjaldsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn en öll eru þau uppkomin, gift og barnabörnin orðin tíu. Börn þeirra eru Ingveld- ur Kristjana, Guðmundur Ragnar, Ingjaldur og Ragnheiður Margrét. Var hann börnum sínum góður faðir og rétti hann þeim oft hjálparhönd, því laghentur var hann og liðtækur til allra verka. Ég lýk nú þessum stuttu kveðju- orðum með ósk um góða ferð yfir móðuna miklu. Algóður guð varðveiti fjölskyldu hans og ættingja um ókomna framtíð. Far þú í friði. Friður >cuAs þijc blessi. HafAu þókk fyrir allt ok allt. Gekkst þú meó Kudi. GuA þér nú fylió- Hans dýrAarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigrún Pálsdóttir Ég fékk þá harmafregn síðast- liðinn laugardag, að góðvinur minn Eiður Gíslason væri látinn. Ég vil minnast hans með fáum orðum. Hann hafði starfað á Austfjörðum á vegum Vitamála- stjórnar sem verkstjóri um árabil. Leiðir okkar Eiðs lágu fyrst sam- an er við vorum ráðnir í lögreglu- lið Reykjavíkur 15. mars 1946. Eiður var vel búinn til þess starfs er honum var falið, skapið létt enda mjög félagslyndur maður. Þessir eiginleikar komu oft að góðum notum við lausn erfiðra mála. Eiður var og frábær húmor- isti og kom öllum mönnum í námunda við sig í gott skap enda var það ómetanlegt á okkar vinnu- stað. I slíku starfi er afar nauð- synlegt að hafa menn með létt skap, sem koma fram fyrir borg- arana, ætíð glaðir og hjálpsamir. Þessum kostum var Eiður mjög vel búinn. Við félagarnir á vakt Matthíasar Sveinbjörnssonar nut- um þess ávallt að hafa svo traust- an, öruggan og glaðværan félaga þau ár sem hann starfaði með okkur. Enginn var einn ef Eiður var með. Ég ætla ekki að lýsa æviferli Eiðs. En mér er kunnugt að menn þeir, er unnu með honum síðast- liðin ár, töldu sér vináttu hans betri en margra manna. Ég votta eiginkonu og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Megi hann hvíla í friði. Sveinbjörn Bjarnason aðalvarðstjóri. Guðmundur Svein- björnsson - Minning Fa^ddur 17. febrúar 1908. Dáinn 23. ágúst 1981. Það kom mér ekki á óvart þegar mér var tjáð andlát vinar míns og frænda, Guðmundar Sveinbjörns- sonar innheimtumanns. Hann hafði átt svo erfiðar stundir und- anfarið. Guðmundur var fæddur að Bjargastöðum í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu. Sonur hjón- anna Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveinbjörns Benediktssonar sem þar bjuggu með myndarskap allan sinn búskap. Hann ólst þar upp tii fullorðinsára með þremur eftirlif- andi systkinum sínum, en þau eru Margrét sem er ógift, Jóna, gift Ólafi Helgasyni á Hamrafelli, Mosfellssveit, og Benedikt, giftur Ólöfu Helgadóttur, en þau búa að A uðsvaðsholti, Rangárvallasýslu. Árið 1943 flytur Guðmundur til Reykjavíkur og stundar hér og víðar þá vinnu sem bauðst. Árið 1948 giftist hann Þor- björgu Guðjónsdóttur ættaðri úr + Faöir minn, INGIBJARTUR JÓNSSON Efstalandi 2, lést á Landakotsspítala 20. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram. Herdís H. Ingibjartsdóttir. + Faöir okkar, GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON frá Bjargarstööum veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju í dag, laugardag 29. ágúst. Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 1. Synir híns látna Jón Guðmundsson, Sveinbjörn Guðmundsson + Móöir okkar, GUDBJORG JÓHANNESDÓTTIR, Hamrahlíö 5, andaöist fimmtudaginn 27. ágúst. Börnin. Keflavík. Ágætis konu sem bjó honum hlýlegt og fagurt heimili að Ásvallagötu 27 hér í bæ, þar sem þau bjuggu lengst af. Þau eignuðust 2 drengi: Jón Sigurð, sem er þjónn, og Svein- björn Magna. Guðmundur vann öll sín störf af sérstakri skyldurækni og trúmennsku. Get ég vel um það borið því í mörg ár vann hann hjá okkur í Versl. Brynju við inn- heimtu og leysti hann þau störf með miklum ágætum. Guðmundur hafði sínar skoðan- ir á málum, bæði eilífðarmálum og stjórnmálum og hvikaði þar hvergi. En hann var yfirleitt léttur í lund og þá ekki síst á góðra vina fundum. Sérstaklega voru hans uppá- halds- og ánægjustundir ef slegið var í og spilað lomber og léttist þá brúnin á mínum manni. Á sextugsafmæli Guðmundar sendi einn góðvinur hans, Grétar Guðfinnsson, honum kveðju sína með m.a. eftirfarandi stökum: En xotist þcr ekki hætishót að heilsan ok kveðju minni, rukkaðu mix um hraKarbot <>K hlóm I eilifðinni. Við lendum kannski á likum stað »K lóllum sama veKÍnn. Ok feKÍnn vildi ók eixa þÍK að við uppKjorið hinum meKÍn. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Guðmundi samfylgdina og bið Guð að blessa og styrkja hans nánustu í nútíð og framtíð. Björn Guömundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.