Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 40

Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 ftce/i/uw (,Éfi HELP /AP \>A€> sé EKKI <SÓÐ HUSMVND, AD 5KRIFA „ EKKERT FAST H E /MILISFA N<5y1 A LÁNSUMSÓKNlMA . Ast er.. .. aÖ rétta henni hjálparhönd. TM R«q U.S. Pat Oft — aJI rights reserved ® 1979 Los Angeies Tlmes Syndicate Ilvað er þetta? — Nóttin hefur verið erfiö fyrir þig vinur! I>aA kailar mÍK „gamla hljóð- nemann", pakkið hér við hlið- ina á okkur! HOGNI HREKKVÍSI © 1981 McNaught Synd.. Inc. Ekki nema f imm rútur sem villtust Tvær konur dansa frammá rit- völlinn í Velvakanda og ræða ferðalag framsóknarmanna og telja það misheppnað og finna því allt til foráttu. Mér finnst varla hægt annað en mótmæla þessu — og láta ánægða rödd heyrast. Þessir hringdu . . . Helga og Helgi um helgar „Fyrrum Isfirðingur" hringdi og bað fyrir eftirfarandi vísu er hann kvaðst hafa heyrt á unglingsárum sínum í vegavinnu þar vestra. Var þá að koma helgi og hafði verk- stjórinn hresst sig á brennivíni, því hráslagalegt var og raulaði þá vísuna. Sagði ísfirðingurinn að fyrir stríð hefði einnig þekkst að helgarfiðringur kæmi í menn er leið að helgi, nema þá var unnið á laugardögum líka svo fiðringurinn var heldur seinni á ferð en nú. ísfirðingur biður Velvakanda að spyrjast fyrir um höfund vísunnar og er því hér með komið á framfæri. Þá minntist hann ann- arrar vísu, svipaðrar, nema hún fjallaði um Helgu og Helga og helgina sem var framundan. Langaði hann mikið til að sjá hana á prenti ef einhver kynni hana enn. En hin vísan er svona: Ég elska þig Helga um helgar því helgina tigna ber. Ég helga þér Helga um helgar það helgasta í brjósti mér. Lesið „Praxis44 aftur — á betri tíma 7620—0904 hringdi og hafði eftirfarandi að segja um miðdeg- Ég fór þessa ferð til að fara Línuveginn svonefnda. Og ég er harðánægður með ferðina. „Tíu rútur villtust þar fram og aftur," segir önnur kvennanna. Nú, í fyrsta lagi fór forysturútan fram hjá afleggjaranum og tvær þær issöguna „Praxis" og tímann sem hún var lesin á: „Það er útaf þessari margumtöluðu „Praxis“,“ sagði hún. „Mér finnst dálítið einkennilegt með þessa konu sem er að skammast út af sögunni í Velvakanda á fimmtudag, að allt hennar fólk hafi tíma til að hlusta á söguna milli klukkan 3 og 4 á daginn. Þetta er ómögulegur tími fyrir þá sem þurfa að heimsækja sjúklinga eða vinna úti. Ég vil fá þessa sögu lesna aftur og þá á þeim tíma sem fólk hefur mögu- leika til að hlusta á hana — fólk sem gerir eitthvað annað en að hlusta á útvarp. Ég var alltaf í heimsókn á sjúkrahúsi þegar þessi saga var lesin og missti eiginlega alveg af henni." Þakkir til Strætisvagna Reykjavíkur E.S.S. hringdi og bað Velvak- anda að koma eftirfarandi pistli á framfæri: „Sl. fimmtudag kl. 10.20 þá þurfti ég að taka leið 7 hérna frá Óslandi niður í Fossvogskapellu. Þar þurfti ég að vera við útför kl. 10.30,“ sagði hún. „Mér verður á að spyrja bílstjórann hvort ekki sé öruggt að bíllinn stöðvi þar fyrir utan, sem ég þóttist þó viss um. En hann upplýsir þá að það yrði ekki því þarna væru vegafram- kvæmdir núna. Nú, ég var þarna komin í tímaþröng og vissi vart hvað til bragðs skyldi taka en hélt þó áfram i bílnum. Það voru fleiri í strætisvagninum sem ætluðu að vera við þessa jarðarför — og spyr ein konan hvort bílstjórinn gæti keyrt okkur þangað. Hann kallaði þá strax upp í talstöðina og fékk leyfi til að keyra okkur þangað, svo við náðum þangað í tæka tíð. Þótti okkur öllum þetta einstök liðlegheit sem ég vil að komi fram ásamt bestu þökkum okkar allra." næstu eltu en sneru fljótlega við. í annað sinn fóru tvær rútur smá- krók sem ekki var í áætlun. Þetta verða nú ekki nema fimm og þar af tvær þær sömu í bæði skiptin. Hver sjoppa þrædd á leiðinni! Á tveimur stöðum var stanzað, í bæði skiptin til að þessar konur gætu pissað — á Þingvöllum og í Haukadal. Ferðin var auglýst mikið, það er satt. En staðir sem lofað var að stanza á, þeir voru ekki margir. Komið var í Skálholt — „hangið í Skálholti" — þar var gengið í kringum og hlustað á ágætt erindi sr. Heimis Steinsson- ar um staðinn. Nú Skeiðaréttir — þar var stanzað og sýndar gullfallegar hleðslur. Ég hafði séð þær áður og fór því ekki út úr bíl. Ég hef séð ferfættan fénað standa i rétt og aðra ferfætta á réttarvegg. Ég lét mér því í léttu rúmi liggja þó fénaðurinn í réttinni væri tvífætt- ur og þeir á réttarveggnum sömu- leiðis. Ágæt ferð var að lokum komin. Hana má þakka. Flestir voru ánægðir með þessa vel heppnuðu ferð. Það gat enginn gert að því þó bill bilaði og tafir kæmu af þeim sökum. Það var heldur ekki hægt að gera við því að fjallasýn var ekki góð. Það eina sanna í þessum umkvörtunum og átti við í tveim bílum, var að leiðsögumaður vissi ekki nógu mikið — og fór ekki alveg rétt með. Nema eftir að bílstjórinn fór að þekkja sig og sagði honum sitt af hverju, og leiðsögumaðurinn hafði þann góða og drengilega kost að leyna því ekki hvaðan hann fékk upplýs- ingarnar. Til þess að hann viti við hvern ég á, þá er hér kveðja til hins ágæta, en ekki nógu kunnuga, leiðsögumanns. Jón Vídalín dó í Biskupsbrekku og hann var ekki í embættiserindum þá! Hann var að fara í jarðarför Þórðar mágs síns í Hítardal. Hallbjarnarvörður eru upp af Biskupsbrekku en ekki „norðar á þessari leið“. Hlöðuvell- ir eru fyrir sunnan Hlöðufell og Lambahlíðar eru vestar en hann sagði — en það er von, því þær voru á röngum stað á kortinu. Þakka fyrir ánægjulega ferð. AH Gislason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.