Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 41

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Svar til Magnúsar: „Heiðraðu skálkinn, svo hann skaði þig ekki“ Kæri Velvakandi! Fyrir nokkru birtir þú bréf frá mér, þar sem ég tók undir þau orð „gamals krata", að vonandi fylki sjálfstæðismenn sér þétt saman um formann sinn, Geir Hallgríms- son, þar sem þjóðin þarfnast forystu slíks manns. Það hefur glatt mig mikið að verða þess var að undanförnu, að æ fleiri kunna að meta drenglyndi hans og heið- arleika og gera sér grein fyrir því, að sá trausti og prúði maður er andhverfa þeirra gasprara í öðr- um stjórnmálaflokkum, sem sett hafa hvert sjónarspilið á svið á fætur öðru í fjölmiðlum. Magnús Jónsson í Hafnarfirði gerir þetta bréf mitt að umtals- efni sl. fimmtudag. Mér þykir vænt um, að hann tekur undir fyrrgreint mat á Geir Hallgríms- syni. Niðurstaðan í málflutningi Magnúsar þykir mér hins vegar sorgleg. Hann kemst að þeirri niður- stöðu, að hann kjósi fremur Ragn- ar Arnalds en Geir Hallgrímsson til að óraunhæfum kaupkröfum verði stillt í hóf. Magnús bendir réttilega á, að Alþýðubandalagið sé næstum óþolandi í stjórnar- andstöðu og ennfremur segir hann, að ástandið á vinnumark- aðnum væri miklu verra ef Al- þýðubandalagið væri í stjórnar- andstöðu nú. Þá færi Þjóðviljinn þegar að espa til verkfalla og víxlhækkunarholskeflan myndi æða áfram, án þess að nokkur forsætisráðherra fengi við ráðið, hve mikill mannkostamaður sem hann annars væri. Þessi orð Magnúsar um Alþýðubandalagið get ég sannarlega tekið undir. Niðurstaða hans er hins vegar fráleit. Það, sem Magnús er í raun að segja, er það, að Alþýðubandalag- ið sé búið að skapa sér þá aðstöðu, að það geti kúgað fólk til að láta að vilja sínum. Það sé betra að hafa það í ríkisstjórn en utan, því annars fari allt í bál og brand á vinnumarkaðnum. Magnús bendir á, að sumir óttist það, að hér verði aðeins leyfður einn stjórnmálaflokkur, ef Rússar hertækju okkur. En er Alþýðubandalagið ekki þegar á góðri leið með að verða eini stjórnmálaflokkurinn sem ræður ferðinni, ef menn taka sömu afstöðu og Magnús, og ekki er unnt að hafa stjórn á efnahags- málum þjóðarinnar án ríkis- stjórnaraðildar þess? Æðir verðbólgan ekki áfram, víxlhækkunarholskeflan, þótt Al- þýðubandalagið sitji í ríkisstjórn og hafi stórskert kaupmátt laun- þega fyrir ráðherrastólana? Þykir launþegum sjálfsagt og eðlilegt, að Alþýðubandalagið fórni hagsmunum þess fyrir flokkshagsmuni? Þykir launþegum sjálfsagt og eðlilegt, að forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar séu aðeins handbendi í pólitískri refskák Alþýðubandalagsins? Magnús lýsir því, að hann sé herstöðvaandstæðingur. Alþýðu- bandalagið hefur setið í þremur ríkisstjórnum frá árinu 1971. Varnarliðið er hér ennþá og ísland er enn aðili að NATO. Svo mikil- væg er aðild Alþýðubandalagsins talin að ríkisstjórn íslands, að baráttan gegn varnarliðinu verður að víkja. Magnús er reiðubúinn til að sætta sig við þetta til að Alþýðubandalagið geti setið í rík- isstjórn og óraunhæfum kaup- kröfum verði stillt í hóf. Þða er umhugsunarefni fyrir Magnús og aðra þá, sem líkt hugsa, hvort ekki sé æskilegra fyrir þróun þjóðmála að hrinda yfirráðum Alþýðubandalagsins í launþegahreyfingunni. Það er vel unnt í slíkri fjöldahreyfingu, þar sem Alþýðubandalagið nýtur í mesta lagi um eða innan við 20% af kjörfylgi. Sú rökvilla Magnúsar Jónsson- ar, að betra sé að kjósa Ragnar Arnalds en Geir Hallgrímsson, til að komast hjá óraunhæfum kaup- kröfum, er átakanleg. Það minnir óumflýjanlega á hið fornkveðna: Heiðraðu skálkinn, svo hann skaði þig ekki. Þeir, sem þannig hugsa, hafa selt skrattanum (Alþýðu- bandalaginu) sálu sína. Borgari Mendingar og Gyðingar Ekki get ég neitað því að dálítið vandræðaleg tilfinning fór um mig, þegar ég frétti að þeir ætluðu að fara biðja fyrir því í Skálholti að gyðingar skuli snúast til krist- innar trúar. Eg held þeir megi taka á honum stóra sínum ef þeir ætla að fá því máli framgengt. Norska ísraelstrúboðið er búið að starfa þarna suðurfrá í fimmtán ár, og árangurinn var orðinn þrjár sálir. Ekki er alveg óhugsandi, að jafnvel þar sem voru þessir þrír hafi einhver hagsýni verið með í ráðum, því að það var hagur að því fyrir borgina að hafa dýrt og eyðslusamt sendiráð af þessu tagi innan marka sinna. En engin furða er þótt vinir okkar gyðingar tali á sinn hátt um „bláeygða einfeldninga", þegar verið er að halda uppi slíkri þróunarhjálp héðan af Norðurlöndum. Gyðingar eru enn þann dag í dag, allt eins og á Krists dögum, mjög þverir gagnvart öllu sem heitir líf eftir dauðann, og þar með allri raunverulegri guðstrú. Þeir halda að „sálirnar sofi í gröfunum". Þetta var það sem Kristur vissi, þegar hann var að brýna þá með því að þeir væru „eins og kalkaðar grafir, fullar af dauðra manna beinum". Hann var að hæðast að þessari ömurlegu beinatrú, sem síðar varð reyndar einnig hlutskipti kirkju þeirrar sem kenndi sig við nafn hans. Á miðöldum gengu dýrlingabein kaupum og sölum í tonnatali, og Þorvaldur Koðránsson hafði slíka vöru meðferðis til Islands á sínum tíma. — í stað hinna kölkuðu grafa benti Kristur mönnum til himins, til hinna mörgu vistarvera sem þar eru — á öðrum stjörnum, eins og við vitum nú að rétt er að segja. Því fer fjarri að ég sé að segja að gyðingar séu sem manntegund óhæfir til að skiija hið rétta í þessum efnum. Einstöku gyðingar hafa verið farnir að hrífast af þessu og tala um að gerast því handgengnir. En þegar þeir voru komnir heim og undir áhrif rabbía sinna, hefur áhuginn farið að minnka. Einar Benediktsson kallaði tungumál okkar, íslenzkuna, „drottning allra heimsins tungna". Þetta er rétt, því að á þessu máli hefur það verið sagt, sem allra mestu máli skiptir að vita. Þorsteinn Guðjónsson. Asprey verslun í Bond Street í London Það hafa áreiðanlega margir heyrt um fyrirtækið Asprey í Bond Street í London, jafnvel litið í glugga verslunarinnar og dáðst að skartgripunum og öðru fíneríi. Fyrirtækið er orðið gamalt og rótgróið, státar af konunglegum viðskiptum og heldur um þessar mundir upp á 200 ára afmælið. í tilefni af því verður þar sérstök sýning dagana 10.—19. sept. nk. og má þar líta marga gripi, gamla frá eigin safni og einnig nýtísku skartgripi. Heimsókn í þessa búð er vel ómaksins verð að öllu jöfnu, og hvað þá heldur þegar sérstök sýning er á döf- inni. Frá Asprcy I London. Snyrti- taska frá Viktoríutímanum (1878). Úr safni fyrirtækisins. vera Málm- áferð skal það Hnébuxur. „sweat shirt“ (bóm- ullarbolur) og blússa. bronslit- ur. hönnuður Norma Fink. Það er alltaf dálítið forvitni- legt að fylgjast með dagskipun- um tískufrömuða og framleið- enda þegar þeir „gefa línuna" fyrir hvert misseri. Nú eru komnar fréttir af þeim vettvangi, og það er málmáferð sem gildir, gyllt, bronsað, silf- urlitað, tináferð o.fl. Það hafa verið notaðar gylltar og silfurlitaðar töskur, ásamt skóm, við kvöldfatnað í marga áratugi, og öðru hvoru hafa' skotið upp kollinum slíkir hlutir ætlaðir til að nota að degi til, en nú keyrir um þverbak. Vorið 1980 sýndi Yves Saint- Laurent á sýningu sinni gyllt dagpils og slá með gylltum þráðum, og er skemmst frá því að segja að síðan hefur þetta uppátæki hlaðið utan á sig, ef svo má að orði komast. Afleið- ingin er sú, eins og áður segir, að nú eru hinir ótrúlegustu hlutir og flíkur með málmáferð, allt frá bikini og stuttbuxum að regnflíkum og regnhlífu.m, auk allskonar skófatnaðar frá sand- ölum að stígvélum, belti af öllum gerðum og töskur. Nú þegar eru á boðstólum í verslunum í Bret- landi og Bandaríkjunum peysur, pils, síðbuxur og æfingagallar með málmáferð svo reikna má með að margir verði „sjálflýs- andi“ í vetur, og kemur sér vel í sjálfu sér þar sem skammdeg- ismyrkur ríkir. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða, að eitthvað af slíkum vörum berist til landsins, það tekur ekki langan tíma fyrir erlendar tískuvörur að komast hingað norður í haf, ef að vanda lætur. Rcgnkápa, regnhlíf, töskur og belti með málmáferð. gylltri og brons. Séð hjá IiliMim- ingdale í New York. Buxnadragt með tin áferð. i jakk- anum er líka rú- skinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.