Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 44
Síminn á afgreiðslunni er
83033
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
Herþotur skutu
að Flugleiðavél
Neyddu flugstjórann til að
lenda á herflugvelli í Líbýu
I»KJÁR herþotur frá Lfbýu skutu
nokkrum aðvörunarskotum að
Fokker-flujívél Fluxleiöa o«
neyddu hana til að lenda á
herflujfvelli í Libýu fyrir nokkr-
um vikum, en vélin var þá i
farþegaflugi innan Líbýu á vegum
Libyan Arab Airways (LLA) und-
ir stjórn Karls Karlssonar ÍIuk-
stjóra.
Aðdragandi þessarar aðgerðar
Líbýuhers var sá að Fokkerinn var
kominn út af leyfðri flugleið innan
Líbýu þegar herinn kom til skjal-
anna. Mun herinn hafa haft sam-
band við flugstjórn sem tilkynnti að
á þessari flugleið ætti aðeins að vera
flugvél frá LLA, en hins vegar er
Fokkerinn merktur Icelandair og
könnuðu menn hersins málið ekki
nánar heldcr skutu að íslenzka
Fokkernum og neyddu hann til
lendingar.
Þegar vélin var lent á herflugvell-
inum var flugstjórinn yfirheyrður en
að lokinni útskýringu hans var
honum og farþegum boðið í mat áður
en aftur var haldið í loftið. Síðan
þetta átti sér stað hefur Karl
Karlsson komið heim, en er nú við
störf í Líbýu.
Hugsanleg íslandsför
Fischers úr sögunni
„ÞAÐ ER óhætt að bóka, að þeirri kröfu hans. Þá krefst Kor-
ekkert verður af því, að Bobby chnoi þess, að tefla á bak við
Fischer. fyrrum heimsmeistari I
skák, tefli hér á landi. Ef sá
möguleiki var fyrir hendi, þá
hvarf hann eins og dögg fyrir
sólu er fjölmiðlar birtu fréttir af
hugsanlegri íslandsferð hans,“
sagði Friðrik ólafsson, forseti
FIDE, alþjóðaskáksambandsins,
þegar Mbi. bar undir hann frétt-
ir um hugsanlega Íslandsreisu
heimsmeistarans fyrrverandi.
AP-fréttastofan skýrir frá því,
að deilur séu í Meranó á Ítalíu
milli Sovétmanna og Viktor Kor-
chnois. Að sögn fréttastofunnar,
krefst Korchnoi að tefla undir
fána Sviss, en Sovétmenn hafna
skothelt gler og að dávöldum
verði haldið frá einvígissalnum.
Fréttastofan segir, að þessi mál
muni koma til þinna kasta. Hefur
þú haft afskipti af þessum deil-
um?
„Ég get ekkert sagt um þessar
deilur. Fyrst þarf ég að kynna
mér, hvort rétt sé með farið og
síðan mun ég taka afstöðu til
deilna þessara í framhaldi af því.
Það er nú oft þannig, að fréttir
eru stórlega ýktar og því vara-
samt að vera með yfirlýsingar. Ég
fer til Meranó vegna einvígisins
þann 20. september næstkom-
andi,“ sagði Friðrik Ólafsson.
Minkur á Miklubraut
MINKUR er sjaldséður í Reykjavík,
en einn varð þó á vegi blaöamanns
Morgunblaðsins er hann var á
heimleið eftir vinnu í úrhellisrign-
ingu á fimmtudagskvöld.
Sáu blaðamaður og samferðar-
maður hans einhvern ferfætling
skjótast í myrkrinu yfir syðri akrein
Miklubrautar, rétt austan gatnaljós-
anna á mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar.
Skaust dýrið upp á graseyna á
milli akreinanna og kom þá í ljós að
þar var á ferðinni minkur. Virtist
hann hálf ringlaður þar sem bifreið-
ar þutu framhjá í báðar áttir, skaust
fram og til baka á eynni í tæpa hálfa
mínútu, en hraðaði sér síðan yfir
götuna þegar færi gafst. Það síðasta
sem sást til hans var að hann var á
spretti í átt að fjölbýlishúsunum við
Alftamýri.
Framkvæmd-
ir við Hraun-
eyjafoss
á lokastigi
Framkvæmdir við Hrauneyja-
fossvirkjun eru nú komnar á
lokastig og ef allt gengur að
óskum verður virkjunin kom-
in í gang eftir tvo mánuði. Um
næstu helgi mun forseti ís-
lands leggja hornstein að
stöðvarhúsinu.
Stálsmiðjan hf. hefur nú
lokið smíði á rörum í þrýstipíp-
ur virkjunarinnar og hefur
verið unnið við þetta verk í um
tvö ár. Alls smíðaði fyrirtækið
90 rör og vega þau samtals um
1800 tonn eða sem nemur 20
tonnum hvert stykki. I dag
verður síðasta rörið flutt að
Hrauneyjafossvirkjun þar sem
Stálsmiðjan sér einnig um að
sjóða rörin saman. Það er
GG-flutningafyrirtækið, sem
annast hefur flutningana aust-
ur.
(Ljósm. RAX)
Bankamenn fara fram
á 14,5% hækkun launa
Gerðardómur hefur hækkað laun í efstu flokkum
„SAMNINGAR RENNA út nú á þriðjudaginn og eru þá lausir,“
sagði Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra bankamanna, í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann
var spurður hvað liði samningamálum bankamanna. „Við höfum
alllengi reynt að fá viðræður um okkar kjaramál, en það hefur
ekki borið mikinn árangur. Aðeins hafa verið haldnir tveir
fundir, og þar gerðist í rauninni lítið annað en það að við fórum
yfir og útskýrðum kröfur okkar, en fátt hefir orðið um svör enn
sem komið er að minnsta kosti.“
Vilhelm sagði að í kröfum banka-
manna væri farið fram á að náð
yrði upp meðaltalskaupmætti ár-
anna 1978 og 1979, en það reiknað-
ist bankamönnum til að næmi um
14,5% kauphækkun. Auk þess væri
svo að ræða ýmis atriði önnur,
félagsleg og fagleg, sem bankamenn
vildu ná fram ýmsum breytingum
á. „Ef ekkert gerist á næstunni
munum við biðja sáttasemjara að
reyna að koma mönnum til við-
ræðna," sagði Vilhelm, „og við
munum síðan meta aðstæður mjög
fljótlega eftir að viðræður eru
hafnar, geri ég ráð fyrir. í því er í
sjálfu sér ekkert óhugsandi, verk-
föll eða annað. Síðast vorum við
með lausa samninga í eitt ár og
þrjá mánuði, og ég veit að fólk
kærir sig ekki um að sú saga
endurtaki sig. Fólk vill fá samn-
inga, og það vill að nýr samningur
gildi frá því að síðasti samningur
Skýlaus réttur fólks að
ráðstafa eigin húsnæði
— segir Davíð Oddsson um tillögur Sigurjóns Péturssonar
„ÞETTA sýnir glögglega í hvert
öngþveiti málefni Reykjavíkur-
borgar eru nú komin, að aöal-
talsmenn borgarstjórnarmeiri-
hlutans skuli láta sér detta i hug
að bera annað eins á borð fyrir
fólk,“ sagði Davið Oddsson
oddviti borgarstjórnarflokks
sjálfstæðismanna i samtali við
Morgunblaðið í gær. En Davíð
var spurður álits á þeim ummad-
um Sigurjóns Péturssonar, for-
seta borgarstjórnar Reykjavíkur
og leiðtoga Álþýðubandalagsins
i borgarstjórn, að hið opinhera
eigi að hafa forgöngu um að
koma því húsnæði i notkun, sem
talið er af hálfu yfirvalda að sé
of stórt fyrir eigendur þess eða
þá er þar búa.
„Þetta er auðvitað fyrir neðan
allar hellur að koma fram með
svona tillögur," sagði Davíð
ennfremur, „og greinilegt dæmi
um þá örvæntingu, sem nú er að
grípa borgarstjórnarmeirihlut-
ann, er forystumenn hans sjá í
hvert óefni þeir hafa komið mik-
ilvægustu málefnum borgarinnar,
eins og húsnæðismálunum og
raunar öðrum mikilvægum mála-
flokkum. Þessi hugmynd er fár-
ánleg og kemur að sjálfsögðu ekki
til greina. Það hlýtur að vera
skýlaus réttur fólks að fá að búa í
og ráðstafa að eigin vild því
húsnæði er það hefur komið sér
upp með ærnum tilkostnaði og
mikilli vinnu. Dugnaður og for-
sjálni þessa fólks á ekki að vera
refsiverð, og þetta fólk á ekki að
bera ábyrgð á afglöpum vinstri
manna í borgarstjórninni. Þessi
stefna er Sigurjón viðrar þarna er
forkastanleg og fordæmanleg."
Davíð sagði rétt að minna á í
þessu sambandi nú, að vinstri
menn hafi áður komið fram með
svipaðar hugmyndir. „Það var
árið 1958,“ sagði Davíð, „er hug-
myndir í þessa átt komu fram í
Gulu bókinni, sem svo var kölluð.
Það varð meðal annars til þess að
sjálfstæðismenn fengu 10 af 15
borgarfulltrúum kjörna. Ég er
ekki að segja.að það sama gerist
nú, en ekki þarf að taka fram að
Davíð Oddsson
sjálfstæðismenn munu berjast
gegn þessum hugmyndum af öll-
um mætti,“ sagði Davíð að lokum.
rann út. Ég býst við að það álit
muni marka stefnu stjórnarinnar í
þessu máli.“
Samband íslenskra bankamanna
er samningsaðili fyrir alla starfs-
menn banka og sparisjóði á land-
inu, um 2300 manns. Þar eru allir
starfsmenn stofnananna, aðrir en
bankastjórar ög aðstoðarbanka-
stjórar.
Vilhelm var einnig inntur eftir
nýgerðum gerðardómi, um kjara-
mál bankamanna. „Þetta á eigin-
lega upptök sín í lögum um kjara-
samninga starfsmanna bankanna,"
sagði Vilhelm. „Þar er kveðið svo á,
að það megi endurskoða launalið
samninganna einu sinni á
samningstímanum, að gefnu sér-
stöku tilefni. í febrúar, þegar ljóst
varð að láglaunastefna ríkisstjórn-
arinnar hafði endanlega gefið upp
andann, fórum við fram á endur-
skoðun launaiiðarins að gefnu
þessu ákveðna tilefni. Við höfum
áður farið mjög hægt og samið í
ljósi þeirrar pressu, sem var á alla
samningsgerð vegna láglaunastefn-
unnar; meiri hækkun átti að koma á
lægri laun og minni á hærri. —
Viðræðna var krafist við bankana
um þetta mál, og þegar því var
hafnað, var farið með málið til
gerðardóms. Það er farið bil beggja,
og við erum ánægðir með þá
málamiðlun eftir atvikum, tekið var
tillit til varakröfu okkar í málinu.
En nú er aðalmálið eftir, það að ná
fram samningum." I gerðardómi
voru fjórir efstu flokkarnir hækk-
aðir, niundi til tólfti flokkur.
Hækkuðu laun í þeim flokkum um
tvö til tvö og hálft prósent, og gildir
hækkunin aftur fyrir sig til ára-
móta.
Frá og með 1. september
kostar mánaðaráskrift
Morgunblaðsins kr. 85 og i
lausasölu kr. 5. Grunnverð
auglýsinga er kr. 51 pr.
dálksentimetra.