Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 2

Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Ævintýraleg sigling um Miðjarðarhaí „Rætt við hjónin Kristínu Hálfdáns og Gunnar Þórðarson um siglingar þeirra á Miðjarðarhafi í sumar. Hjónin Kristín Hálfdáns og Gunnar Þórftarson hafa verið á sÍKlinKU á skútu sinni „Bonny“ um Miðjarðarhafið í sumar. Þetta er síður en svo þeirra fyrsta siglinK, þvi þau hafa síkIí víða, ok var fjallað um þær ferðir á sinum tima hér i hlaðinu. Þegar Kristin ok Gunnar komu til landsins fyrir skömmu, Kripum við þau KlóðvolK, áður en þau löKðu af stað heim til sin — tii ísafjarðar — og fenKum þau til að Kreina frá sÍKlinKU sinni um Miðjarðarhaf i sumar. Kristín Hálfdáns og Gunnar Þórðarson I.jósm. ÓI.K.M. Þetta byrjaði þannÍK að éK og kunningi minn einn á ísafirði vorum alveg vissir um að það væri gaman að eiga skútu, þó við kynnum reyndar ekkert með slík skip að fara, hvorugur okkar. Við drifum okkur til Englands og keyptum þar þessa skútu og sigldum henni heim. Við höfðum eiginiega treyst á að seljandinn gæti sagt okkur eitthvað til en hann var þá á ferðalagi og karl faðir hans annaðist söluna. Karlinn ætlaði að reyna að kenna okkur eitthvað en þegar út á sjó var komið kom í ljós að hann kunni ekkert með skútuna að fara sjálfur, vissi bara hvern- ig seglin voru hífð upp en ekki meir. Við urðum því að þreifa okkur áfram í þessu sjálfir og það gekk nokkuð bærilega," sagði Gunnar er blm. Mbl. spurði hvernig það hefði atvikast að þau hjónin byrjuðu í siglingum og eignuðust þessa skútu. Blaða- maður hafði staðið í þeirri mein- ingu að það hlyti að vera mikil kúnst að sneiða hjá áföllum á siglingu í misjöfnu veðri og spurt þau hjónin hvort ekki væri torvelt að komast upp á lag með það. Nei, það er enginn vandi að sigla svona skútu í sjálfu sér, en það er vandi að sigla vel, sagði Kristín. í fyrstu varð maður alltaf skelkaður þegar skútan fór að halla eitthvað að ráði en það er alveg ástæðulaust, sagði Gunn- ar. Það þarf mikið að ganga á til þess að svona skip fari á hvolf, kjölurinn er svo stór og ballestin svo neðarlega. Og jafnvel þó svo fari er ekki víst að illa fari. Þess eru mörg dæmi að skútur hafi farið heilan hring áhöfninni að meinalausu eða meinalitlu. Þær brjóta þá gjarnan af sér möstrin en hafna alltaf á réttum kili. Hver er þá helsti vandinn við að sigla? Það er kannski að gæta þess að taka niður segl áður en allt er komið í óefni. Eins getur sigling- in verið vandasöm þar sem við höfum ekki nema mjög frum- stæð siglingartæki sem allir aðrir en sportbátaeigendur eru fyrir löngu hættir að nota. Við notum mikið vita og radíóvita sem stærri skip treysta ekki á nema að litlu leyti, sagði Kristín. Það er mikið atriði að hafa góð kort, og reyndar er það algert frumskilyrði í lengri ferðalög- um, sagði Gunnar. Það er eigin- lega alltaf eins að sigla, hvar sem er í heiminum. Maður má að vísu ekki treysta aðstöðunni í landi jafn vel allsstaðar, t.d. eru vitar og radíóvitar víða mjög lélegir á Ítalíu. Fylgir ekki töluverð vos- búð svona siglingum? Nei, síður en svo, það getur að vísu orðið mikil vosbúð í sigling- um hér við ísland en á Miðjarð- arhafi getur maður oftast verið í stuttbuxum einum klæða. Þar getur maöur farið allra sinna ferða undir seglum og þarf ■■ w „ in,v W.-VfjVr.- „Eiginlega alltaf eins að sigla“ Kristín við stjórn Bonnýjar í Miójaröarhafi. yfirleitt aldrei að hreyfa mótor. Það er mjög þægilegt að búa í svona skútu jafnvel í langan tíma og maður sefur hvergi betur en þar. Þetta er afar ódýr ferðamáti, maður getur meira að segja veitt sér í matinn til að drýgja ferðapeningana. Það er miklu flóknara að sigla hér í kring um ísland og kemur þar margt til, þokur, sker, segul- truflanir, erfið veðrátta o.fl. Siglingar á Miðjarðarhafi eru hreinn leikur í samanburði við það. Hvenær siglduð þið fyrst til Miðjarðarhafsins? Það var 1979. Þá brotnaði frammastrið á leiðinni til Skot- lands, en þó gekk ferðin þokka- lega og þar fengum við nýtt mastur. Þaðan sigldum við svo til Frakklands og inn Biska- yaflóa og fórum þar eftir skip- astigum yfir Pýreneaskaga til Miðjarðarhafsins. Það eru ein 50 hlið á leiðinni og hæsti punktur- inn er um 200 metrar yfir sjávarmáli. Ég bið þau Kristínu og Gunnar að greina frá því helsta sem bar við á siglingunni í sumar Núna í sumar vorum við að- eins í tvo og hálfan mánuð á Miðjarðarhafi, við hefðum verið miklu lengur ef við ættum ekki litla stelpu heima sem er enn of lítil til að hægt sé að taka hana með. I sumar byrjaði ég siglinguna með föður mínum, bróður og einum kunningja, sagði Gunnar. Við höfðum ákveðið að fara til Portúgal en á leiðinni þangað sigldum við til Ibiza og dvaldist nokkuð. Þar tókum við ýmislegt fyrir og stóðum m.a. fyrir sjó- mannadagshaldi með hefð- bundnu sniði, höfðum froska- hlaup, stakkasund, reiptog og fleira. Úrslitin voru vægast sagt söguleg því sjómenn töpuðu fyrir landkröbbum og karlmenn fyrir kvenmönnum í öllum greinum, þó var það reyndar ein sjóara- stelpa sem sigraði landmenn í einhverri greininni. Þetta gerði ótrúlega lukku og fólk frá nær- liggjandi hótelum hópaðist að. A leiðinni til Portúgal hreppt- um við andviðri og snerum aftur itl Ibiza. Þar dvaldist okkur enn í nokkra daga og fórum við þá með íslenska ferðamenn í sigl- ingar til nálægra eyja. Þarna liggur Bonný vió auö- vesturhorn eyjarinnar Ibiza. Frá Ibiza héldum við aftur til Palma þar sem Stína kom um borð. Við héldum áfram að sigla með túrista og rákumst þá á eyjuna Es Palmador, mjög sér- stæða eyðieyju. Það er lón i henni miðri sem er hin ákjósan- legasta höfn í öllum veðrum. Þetta er hrein paradísareyja — í hádeginu fóru menn upp á sand- inn til að grilla kjöt, sumir skemmtu sér við að kafa í lóninu en aðrir könnuðu eyjuna eða höfðu það náðugt og sleiktu sólskinið. Þá datt okkur í hug að fara til Túnis en ákváðum að koma fyrst við á Sardiníu. Við urðum að bíða í nokkra daga eftir hag- stæðu veðri en siglingin til Sardiníu gekk mjög vel. En þegar við sigldum suður með Sardiníu fengum við suðaustan storm á móti og varð hann um síðir svo hvass að við ákváðum að snúa við. En á leiðinni norður með hafði vindurinn snúist ög var nú aftur beint á móti og varð ansi hvass og hin versta sigling — þann dag vorum við hvorki meira né minna en 9 tíma að slaga 20 mílur. Sjólagið var þá orðið með versta móti og það hefði varla gengið slysalaust að ná landi ef við hefðum ekki notið aðstoðar fólks þarna á ströndinni. Þarna í grennd rákumst við á mjög forvitnilegan stað sem heitir Galakonte. Þar er lítil vík umgyrt fjöllum og niður við sjóinn eru víða stórir neðansjáv- arhellar sem mjög gaman var að kanna. Þarna var allt ósnortið og hafnarskilyrðin mjög ákjós- anleg. Við lentum ekki nema einu sinni í langvarandi logni. Þá vorum við á siglingu djúpt út af Minorca, sem er eyja skammt frá Mallorca. Þá urðum við að ræsa vélina en þegar við áttum eftir tæpar 100 mílur til lands brotnaði girinn. Að svo komnu var ekki um annað að gera en varpa af sér öllum áhyggjum, fara að sofa og bíða þess að byrjaði — því undir svona kring- umstæðum er maður alveg úr- ræðalaus á skútu. Eftir 6 tíma fór að kula en við vorum lengi að dóla til lands því byrinn varð aldrei mikill. Á leið til Carador á Spáni, þar sem við geymum skútuna, fengum við hins vegar hressilegan beggja- skautabyr og höfum held ég aldrei staðið í hraðari siglingu því sjálfsagt höfum við verið nærri því að setja hraðamet á leiðinni. Við komumst svo í hann krappan þegar við sigldum inn í höfnina í Carador. Það liggur að henni tiltölulega mjó og löng læna og verður þar að fara í gegn um brimgarð. Þetta er mjög erfið sigling án þess að nota mótor og við urðum að vera tilbúin að varpa akkeri alla leið ef skútan sýndi tilhneigingu til að berast upp í hamrana sem voru beggja megin. Þegar við sigldum upp að varð Stína að vera tilbúin með endann og stökkva upp á bryggjuna um leið og skútan renndi hjá, og setja fast — með öðru móti var þetta ekki gerlegt. Þeir ætluðu ekki að trúa því þarna á höfninni að við hefðum siglt þetta vélarlaust. Þarna geymum við svo skút- una þar til næsta sumar. Það er nokkuð dýrt en þetta er góð höfn og vel fyrir henni séð. Ætlið þið aftur í siglingar næsta sumar? Áreiðanlega. Siglingar eru baktería sem maður losnar ekki svo auðveldlega við og svo er líka margt sem fylgir þessu af alls kyns ævintýrum. Næsta sumar ætlum við að taka þá litlu með og vera þá á siglingu allt sumar- ið. Við erum að hugsa um að sigla þá um Eyjahafið því þar hlýtur margt forvitnilegt að bera fyrir augu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.