Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 201. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ræðast við af hreinskilni FRANCOIS MITTERRAND Frakklandsforseti kom til Lundúna í gær til tveggja daga viðræðna við Margaret Thatcher forsætisráð- herra. Þetta er fjórði fundur þeirra síðan Mitterrand kom til valda í kosningunum 10. maí. Mitterrand sagði í viðtali við The Times í gær: „Kosturinn við frú Thatcher, sem ég mundi berjast gegn ef ég væri Breti, er sá að hún segir það sem henni býr í brjósti. Ég hef ákveðið að gera það líka. Við munum því eiga auðvelt með að segja já eða nei við hvort annað. Það er engin tvöfeldni okkar í milli.“ • • Onnur sókn gegn Kúrdum Bcirút. 10. scptcmbcr. AP. ÍRANIR sögðu í dag að þeir hefðu hrakið uppreisnarmenn Kúrda úr sex þorpum í norðvest- urhluta írans og tugir uppreisn- armanna hefðu fallið í bardög- um. Þorpin eru við Bijar-Dehgolan- veginn til Sanandaj, höfuðborgar Kúrdistans. Iranska fréttastofan segir að uppreisnarmenn Kúrda hafi einnig verið hraktir frá hern- aðarlega mikilvægum hæðum í norðvesturhéraðinu Azerbaijan. Fyrir tveimur dögum sögðust Ir- anir hafa náð öðrum hæðum í Azerbaijan. Fréttirnar benda til þess að meiriháttar sókn sé hafin gegn Kúrdum og enn ein tilraun hafin til að bæla niður uppreisn þeirra. Kúrdar hafa mikinn hluta sveit- anna í Azerbaijan og Kúrdistan á valdi sínu. Stjórnvöld hafa oft sagt að Kúrdar hafi fengið hern- aðaraðstoð frá írak síðan styrjöld íraka og írana hófst fyrir einu ári. Kúrdar eru í bandalagi með skæruliðum marxistasamtakanna Mujahedeen Khalq sem berjast gegn Khomeini-stjórninni í nær öllum öðrum hlutum írans. Stúlk- ur úr samtökunum efndu þrívegis til mótmælaaðgerða gegn stjórn- inni í Teheran í gær. Samstaða hvetur til friálsra kosninga Gdansk. 10. soplomlHT. AI’. EINSTÆÐU þingi Samstöðu iauk í dag með tillögu, sem jafngildir kröfu um _ frjálsar kosningar i Póllandi. Áður en þinginu lauk veittist Tass að þinginu fyrir „hull- andi andsósialisma og andsovét- isma" og sakaði Samstöðu um að heyja „beina baráttu“ gegn pólska kommúnistaflokknum og ríkis- stjórninni. Pólska fréttastofan sagði að Stan- islaw Kania flokksleiðtogi hefði í dag rætt við sendiherra Rússa, Boris Aristov. Vestrænn fulltrúi í Moskvu sagði um árás Tass að hún hefði verið „býsna hörð, ein sú harðorðasta í langan tíma“. Samkvæmt vestrænum leyniþjón- ustuheimildum er æfingafloti Rússa á suðurleið til að æfa landgöngu innan við 80 km frá Gdansk þar sem Tveir Rússar féllu í Angola Lissabon. 10. scptcmbcr. AP. SKÆRULIÐAR Þjóðfrelsisfylk ingar Angola (FNLA), sem berjast gegn rikisstjórn lands- ins, héldu þvi fram í dag að þeir hefðu skotið niður angólska þyrlu í siðustu viku og fellt tvo sovézka verkfræðinga í korta- gerðarleiðangri. Talsmaður FNLA í Lissabon sagði að atburðurinn hefði gerzt nálægt Negage, 330 km fyrir norðan höfuðborgina Luanda. Hann kvað þyrluárásina dæmi- gerða fyrir aðgerðir FNLA og sagði að þeim yrði haldið áfram. þing Samstöðu fór fram, en menn á þingi Samstöðu virtust ekki vita um æfingarnar. I Washington ítrekaði bandaríska utanríkisráðuneytið gagnrýni á her- æfingarnar og kvað Rússa virðast vilja minna bandamenn sína og einkum Pólverja á „hernaðarmátt sinn“. Þótt greinilega eigi að hræða Pólverja með æfingunum bendir ekkert til þess að þær séu undanfari sovézkrar hernaðaríhlutunar í Pól- landi, sagði talsmaður ráðuneytis- ins. Hann sagði að æfingarnar „gerðu ekkert til að draga úr spennu í Póllandi og við fylgjumst náið með þeim og af ugg“, sagði hann. Þing Samstöðu samþykkti nokkr- ar harðar ályktanir sem jafngilda stefnuskrá og nánast tryggðu endur- kosningu Lech Walesa. „Við verðum að byggja upp það Pólland sem feður okkar gátu ekki,“ sagði Wal- esa. „Við skulum leggja persónu- legan metnað á hilluna." Hann skoraði á þingfulltrúa að hefja umræður við óbreytta félags- menn um lækningu á meinsemdum Póllands. Þingið kemur aftur saman 26. september að ræða lokastefnu- skrá og kjósa nýja leiðtoga. Samstaða hafði hótað að hundsa fyrirhuguð lög um umbætur á vinnustöðum og sent stuðnings- mönnum frjálsra verkalýðsfélaga í öðrum kommúnistaríkjum heilla- óskir, en forðaðist í dag aðra deilu með því að leggja á hilluna fyrirætl- anir um umræður um forystuhlut- verk kommúnistaflokksins. Sam- staða hefur sætt nýrri og harðri gagnrýni fjölmiðla, flokks og stjórn- ar og talsmaður stjórnarinnar, Jerzy Urban, sagði að „pólitísk barátta stæði yfir“. í stálverksmiðjunni Huta í Kato- wice lýstu verkamenn yfir van- trausti í dag á framkvæmdastjór- ann, Stanislaw Bednarczyk, sem lokaði prentsmiðju stálversins þar sem þar var prentað „andsov- ézkt efni . j,etta gr ta|jj (jæmj um sjálfstjórn verkamanna. Verka- menn hyggjast ekkert gera í málinu að sinni og bíða fyrirmæla æðstu leiðtoga Samstöðu. Alls samþykktu 8.800 verkamenn af 12.309 van- traustið, en það er ekki meirihluti, þar sem alls vinna 18.588 manns í verksmiðjunni. BANDARÍKIN og ísrael hafa ákveðið að gera sameiginlegar hernaðarráðstafanir til varnar Miðausturlóndum gegn Sovét- ríkjunum og annarri „utanað- komandi ógnun" sagði Alexander Haig utanríkisráðherra i dag. Hann sagði að unnið væri að greinargerð um nýja samvinnu landanna er Ronald Reagan for- seti og Menachem Begin forsætis- ráðherra hefðu orðið ásáttir um á tveggja daga fundum. Rætt væri um sameiginlegar áætlanir, rann- sóknir og aðgerðir, sameiginlegar flotaæfingar kæmu til greina og Begin mundi ræða við William Casey, yfirmann CIA, um aðgang að upplýsingum frá gervihnöttum. Haig sagði að Bandaríkjamenn kynnu að koma fyrir lyfjum, vistum og búnaði í Israel til nota handa bandarískum hermönnum ef neyðarástand skapaðist. En Haig og Begin lögðu áherzlu á að bandarískum hersveitum yrði ekki beitt til varnar Israel. Begin sagði að nýtt tímabil „herfræðilegs samstarfs" Bandaríkjanna og ísraels mundi loka dyrunum fyrir ásælni Sovétríkjanna í Miðaustur- löndum. En hann harðneitaði því að ný öryggismálasamvinna við Banda- ríkin mundi á nokkurn hátt draga Begin úr andstöðu Israelsmanna gegn sölu bandarískra hergagna til Saudi-Arabíu og sagði: „Við sögð- um bandarískum vinum okkar að þetta væri hættuiegt þjóðaröryggi okkar.“ Begin spáði því að nýjar viðræður um framtíð vesturbakk- ans og Gaza-svæðisins mundu bera árangur, vonandi fyrir ára- mót. Reagan sagði fréttamönnum að honum og Begin hefði miðað áfram í þeirri viðleitni að marka stefnuna í tilraununum til að koma á friði í Miðausturlöndum. Begin sagði, að á fundunum með Reagan hefði enginn gefið í skyn að aukin og ný hernaðarsamvinna mundi á einhvern hátt bæta ísra- elsmönnum upp hergagnasöluna til Saudi-Arabíu. British Airways segir upp 9.000 London. 10. scptcmbcr. AP. BREZKA flugfélagið British Airways (BA) mun fækka starfs- mönnum um 9.000 á næstu niu mánuðum og hætta vöruflutn- ingum vegna siaukins rekstrar- halla og til að gera félaginu kleift að halda áfram starfsemi. Starfsmönnunum verður sagt upp ef þeir samþykkja ekki að hætta störfum af fúsum vilja, að sögn framkvæmdastjóra BA, Roy Watts. Hann sagði að BA ætti British airways ekki annarra kosta völ og tíminn væri naumur. Ef ekki kæmi til tafarlaus og róttækur niður- skurður væri hætta á því að félagið legði upp laupana. Tap BA í fyrra var 141 milljón pund. Alls láta af störfum 18% 51.000 starfsmanna félagsins, án tillits til þess í hvaða deild þeir starfa, en þeir fá skaðabætur eftir starfsaldri. Dregið verður úr far- þegaflugi í vetur um 5% og flugi hætt á 16 millilandaleiðum. Samkvæmt könnun Financial Times er BA í neðsta sæti lista um vestræn flugfélög sem eru rekin með tapi. Truflanir af völdum verkfalls flugumferðar- stjóra mun kosta félagið um 60 milljónir punda að sögn blaðsins. Hernaðarsamstarf við Israel stóref lt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.