Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 32
Valur Aston Villa eftir 19 daga PiinrgiiiwMaM^ 5 krónur eintakið FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 Kartöf lur f luttar úr Þykkvabænum á Svalbarðsströnd? HORFUR með kartöfluuppskeru á Svalbarðsströnd eru mjög slæmar, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Guðmundi Þórissyni kartöflubónda að Hléskógum. Sagði Guðmundur að sýnt væri að uppskeran á þessu svæði yrði ekki næg til að sinna þorfum kartöfluverksmiðju kaupféiagsins á Svalbarðseyri og eðlilegri neyslu á svæðinu. Taldi Guðmundur líklegt að gripið yrði til þess að flytja Lárus til Fortuna Dtisseldorf Landsliðsmiðherjinn Lárus (iuomnndsson i Vikingi hefur fengið boð um að fara til vestur-þýzka knattspyrnufé- lagsins Fortuna Dusseldorf. sem leikur í 1. deild þar í landi. Lárus mun stunda æfingar hjá félaKÍnu og eru miklar likur taldar á þvi að félagið bjóði honum samning til tveggja ára. Hér á landi er staddur þýzkur umboðsmaður að nafni Reinke og hefur hann rætt við Lárus. Hann var einnig á landsleik íslendinga og Dana í Kaup- mannahöfn á dögunum ásamt forseta Fortuna Diisseldorf til að fylgjast með Lárusi. Lárus sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að hann myndi að öllum líkindum fara til Diissel- dorf eftir Evrópuleik Víkings og Bordeaux í Frakklandi 30. sept- ember. Lárus vildi lítið ræða málið frekar á þessu stigi. Vitað er að hann er spenntur fyrir atvinnumennsku í knattspyrnu og ef þýzka liðið gerir honum gott tilboð er líklegt að hann slái til og gerist leikmaður í þýzku deildarkeppninni. kartöflur frá Þykkvabæ, eða jafn- vel erlendis frá, til þess að unnt yrði að sinna hráefnisþörf verk- smiðjunnar. Sagðist Guðmundur telja að kartöfluuppskeran yrði allt að þriðjungi minni í ár en var í fyrra og aðalástæðan væri óhagstætt veðurfar. Grös féllu víða snemma og júlímánuður var mjög kaldur, en þó sagði Guð- mundur góða uppskeru á einstaka stað. Hann sagðist ætla, að upp- skeran yrði að líkindum þriðjungi minni en í fyrra, en þá var heildaruppskera um 2000 tonn. Hreinn Gunnlaugsson, verk- stjóri í kartöfluverksmiðju kaup- félagsins á Svalbarðseyri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef kartöflur yrðu ekki til á landinu, gerðu þeir ráð fyrir því að fá að flytja inn kartöflur. Norðanáttin mun halda áfram að gera landsmönnum lifið leitt i dag. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Braga Jónssyni, veðurfræðingi, verður norðanátt um alll land, þó svolitið austanstæð austanlands. Rigning verður á Norður- og Austurlandi. skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi og hætt við rigningu, en heldur mun hitastig hækka. Það sem þessu veldur er djúp lægð sem nálgast nú landið suðaustanvert. Ljósmynd Mbi. ót.K.M. Flugleiðir: Forsenda breiðþotukaupa er áfram- haldandi stuðningur ríkisvaldsins 2,3 millj. kr. gengistap á sl. átta mánuðum „BREIÐÞOTUMÁLIN voru rædd á stjórnarfundinum og skýrsla starfsmanna um möguleikana og tillögur þar að lútandi, en skýrslan verður nú send Steingrími Hermannssyni samgönguráðherra samkvæmt beiðni hans til athugunar," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Mbl. í gær en í blaðinu í gær var greint frá því að Flugleiðamenn teldu hagstæðast fyrir félagið að hefja breiðþoturekstur með annað hvort DC-10 eða Boeing 747. Aðspurður um ákvörðun í þessum efnum sagði Sig- urður augljóst að um halla- rekstur yrði að ræða áfram hjá félaginu eins og mál stæðu," en forsenda þess að félagið hefji rekstur breið- þotu er einhvers konar áframhaldandi stuðningur ríkisvaldsins við Flugleið- ir," hélt Sigurður áfram, „og þá fyrst er hægt að meta það hvaða tegund er hentugust af þeim tveimur sem við teljum helzt koma til greina. Það er mikið framboð af breiðþotum og hægt að gera hvers konar samninga í þeim efnum með stuttum fyrirvara." Stefnt er að rekstri breið- þotu næsta vor. í frétt frá Flugleiðum sem birtist á miðopnu í dag segir, að sá mikli vandi, sem stærstu útflutningsað- ilar landsins til Vestur- Evrópu standa frammi fyrir, vegna styrkrar stöðu dollarans, sé einnig mjög alvarlegur hjá Flugleiðum og á sl. átta mánuðum hafi gengistap Flugleiða numið 2,3 millj. kr. (2300 millj. gkr.), eða 2,9 millj. dollara. Sjá frétt á miðopnu. Kaupir Reykjavikurborg Lifshlaup Kjarvals? LÍFSHLAUP Kjarvals stend- ur nú almenningi til sýnis á Kjarvalsstöðum. Guðmundur Júlíus Thorarensen formaður Starfsmannafélags SÍS-verksmiðja: Ogeðfelld ummæli ráðherra sýna svo sannarlega hug sumra stjórnmálamanna „Veit ekki hvað hann meinar, skil ekki hans sjónarmið," — segir Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju _ÉG VARÐ mjöK undrandi á þcssiim ummælum menntamála- ráðherra en þau sýna svo sann- arlega hutr sumra stjórnmála- manna ok hvcrnig þeir bregð- ast við. þt'Kar fólki finnst nÓK komið ok það leyfir sér þau ósköp að standa upp ok and- mæia. Ef hann ætlar að halda uppi slíkum málflutninKÍ þá ætti hann fyrst að leita álits sinna umbjoðenda. Við höfum ekki áhuiía á slikum ummælum. sem hann hafði um fundinn i FélaKsborK. Okkur finnst þau ÓKeðfelld." saKði Július Thorar- ensen formaður Starfsmannafé- lags starfsmanna SÍS-verk- smiðjanna á Akureyri. i viðtali við Mbl. i Kær i tilefni af ummælum InKvars Gislasonar i landsmálablaðinu DeKÍ nú i vikunni. „Ék veit ekki hvað hann meinar ok skil ekki hans sjónarmið,** saKði Kristín Iljálmarsdóttir formaður Iðju á Akureyri af sama tilefni. Júlíus sagði einnig: „Ef menntamálaráðherra telur þetta eðlilegt ástand fyrir fullfríska menn og konur, sem hafa um árabil starfað í þessum greinum og þar með lagt sitt af mörkum til eflingar íslenzkum iðnaði, þá er það hans mál. I tilefni af ummælum hans um að þessi fundur hafi verið til þess að veikja trúna á íslenzkum iðnaði þá má hann vita það, að við teljum það ástand sem ríkir í iðnaði í dag óeðlilegt. Við teljum að allt sem bendir á minnkandi atvinnu, — allt sem bendir á afturför sé óeðlilegt framgangi og velferð þjóðarinnar. Þess vegna viljum við að allir viti það og vekjum athygli á því að við tókum þátt í þessum fundi vegna þess að við trúum á íslenzkan iðnað og ætlum að gera það áfram. — Hvað svo sem hann segir." Axelsson í Klausturhólum, sem keypti Lífshlaupið á sin- um tíma og lét gera við það og stendur nú fyrir sýning- unni á Kjarvalsstöðum, segir það alveg óráðið hvort eða hverjum það verði selt, og cntíir hafi enn falað það til kaups. Að sögn Davíðs Oddssonar hefur borgarstjóra nú verið falið að ræða óformlega við Guðmund um verkið og fram- tíð þess. Innan stjórnar Kjar- valsstaða mun ekki hafa kom- ið til umræðu nú að kaupa verkið, en á sínum tíma þegar verkið var enn í Austurstræti, var það rætt nokkuð. Lifshlaup Kjarvals er nú til sýnis að Kjarvalsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.